Morgunblaðið - 02.11.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.11.1978, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1978 itjtti Asparfell 2ja herb. 70 fm vönduð íbúð, suður svalir. Verð 11 millj. Útb. 8 millj. Hraunbær 3ja herb. 90 fm íbúð á 3. hæð, suður svalir. Verð 14 millj. Útb. 9.5— 10 millj. Njálsgata 4ra herb. 90 fm risíbúð. Verð 12.5— 13 millj. Útb. 8,5 millj. Krummahólar 6 herb. 158 fm íbúð á tveimur hæðum, gott útsýni. Bílskýlisréttur. Vantar 3ja herb. íbúð í Hólahverfi, Breiðh. Höfum fjársterkan kaupanda að vandaðri 3ja herb. íbúð í Hólahverfi. Útborgun 10—11 millj, á 6 mánuðum. Vantar 4ra herb. íbúðir í Hraunbæ, Fossvogi eða Háa- leití. Sölustj. Bjarni Ólafsson Gísli B. Garðarsson hdl., Fasteignasalan REIN Klapparstíg 25—27. Höfum kaupendur að 2ja og 3ja herb. íbúðum í Rvk., Kópavogi og Hafnarfirði, t.d. í Breiðholti og Hraunbæ, Háa- leitishverfi, Heimahverfi, Laug- arneshverfi, Hamraborg eða noröurbænum Hafnarfirði eða góða íbúð á stór-Reykjavíkur- svæðinu. Útb. 7—10 millj. Höfum kaupendur að 4ra og 5 herb. íbúðum í Reykjavík, Kópavogi, Garöabæ og Hafnarfirði. Útb. frá 10—17 millj. Höfum kaupendur að 5—8 herb. einbýlishúsum, rað- húsum, hæðum, annað hvort í smíðum eða fullkláruðum hús- um. Mega vera eldri íbúðir. Útb. frá 14—20 millj. Höfum kaupendur að Rannsóknarstofnun fiskiónaöarins vinnur nú aö því aö koma upp lítilli tilraunaverk- smióju innan veggja stofnunar innar. otí standa vonir til, að hún Keti tekið til starfa á sumri komanda. Með tilkomu hennar skapast allt önnur aðstaða til martfvíslegra tilraunafram- leiðslu svo sem á slógmeltu, fiskkrafti og humarúrganKS- krafti. svo að nokkuð sé ncfnt. — Rekstur slíkrar verksmiðju gæti, jafnframt því að verða vísir að nýjum framleiðslugreinum, komið í veg fyrir óraunhæfar og ótímabærar fjárfestingar í fisk- iðnaði, eins og segir í greinar- gerð frá stofnuninni. Mbl. hafði af þessu tilefni viðtal við dr. Björn Daghjarts- son. forstjóra Rannsóknastofnun- ar fiskiðnaðarins, um þessi efni. Hausaður og slægður kolmunni úr Baader 34 síldarflökunarvél. Tilraunaverksmiðja til vinnslu á sjófangi Humarkrafturinn líkar vel. — Fram til þessa hefur humar- úrgangurinn, búkur og klær, ekki verið nýttur og valdið mengun á humarmiðunum. Við höfum gert nokkrar tilraunir með þennan úrgang og framleitt nokkra tugi kílóa af súpukrafti úr honum fyrir hollenzkt fyrirtæki, International Flavor and Fragrances, sem er m.a. í sambandi við bandaríska og þýzka súpuframleiðendur. Þeim hefur líkað framleiðslan mjög vel og hafa borgað hátt verð fyrir hana, 75 gyllini á kíló eða 912 þús. ísl. kr. Nú hafa þeir látið í það skína, að ef þeir stíga næsta skref, sem er vöruþróun og markaðs- kynning, þá þurfi þeir ekki tugi heldur nokkur hundruð kíló af súpukrafti og svo mikið magn er náttúrulega útilokað að framleiða á rannsóknarborðunum. Til þessa er tilraunaverksmiðjan nauðsyn. — Undanfarin ár hefur verið leyft að veiða um 3000 tonn af humri á ári. Þar af eru tveir þriðjungar eða um 2000 tonn klær og búkar, ef allt kæmist til skila. Súpukrafturinn nemur 5—6% miðað við hráefni, sem er um 100 tonn, svo að fræðilega séð gæti hér verið um verðmæti að ræða, sem nálguðust einn milljarð króna. En að sjálfsögðu eru mörg ljón á veginum. Hollendingarnir eru alls ekki búnir að tjá sig um það, hvort þeir séu tilbúnir til að fara út í þessa framleiðslu, hvort þeir yfirhöfuð vilji kaupa súpukraftinn eða hve mikið. Auk þess munu skapast viss vandamál við hráefnisöflunina og geymslu þess. Rætt við dr. Björn Dagbjartsson for- stjóra Rannsókna- stofnunar fiskiðnaðarins En tilraunaverksmiðjan sjálf er ekki neitt stórkostlegt fyrirtæki. I stuttu máli er aðferðin sú, að bragðefnin eru þvegin út með alkóhóli, sem síðan er eimað af. Slógmelta og fiskkraftur — Auðvitað ætlum við að nota verksmiðjuna til fleiri hluta svo sem við framleiðslu á slógmeltu og fiskkrafti en til þess vantar okkur viðbótarfjármagn. Þessar slógmeltutilraunir eru komnar allvel á veg og ég veit ekki betur en danskt fyrirtæki, Lumino, hafi gert samning við íslenzka aðila um fiskmeltur úr bræðslufiski, en þetta er dýrt fóðurefni fyrir alikálfa, svín o.fl. — Fiskkrafturinn er súpukraft- ur úr fiskholdi, t.d. bræðslufiski eins og kolmunna og spærlingi. Út úr þessu kemur súpuduft, sem er furðulega líkt kjötkrafti á bragðið, og fiskbragðið er alveg horfið. Kolmunni í skreið — Við munum halda áfram að vinna kolmunna í skreið og bíðum spenntir eftir því, hvernig þessum 18 tonnum reiðir af í Nígeríu sem síðast fóru, en smærri sendingar hafa líkað vel. Okkar mat er það, að þorskur og aðrir nytjafiskar, sem hingað til hafa farið í skreið, verði of dýrt hráefni og við verðum að fara að nota okkur ódýrari fisktegundir í þessa fram- leiðslu, ef við ætlum að halda þessum viðskiptum áfram. Það er svo annað mál, að bræðsluveiðar á kolmunna eru farnar af stað. Það er staðreynd. Á næstunni ætlum við að beina okkar tilraunum að því að flytja kolmunna, hæfan í manneldisafurðir ásamt bræðslu- fiski frá miðunum í land og hefur okkur helzt dottið í hug í þvi sambandi að taka upp gámaflutn- inga í ís sjóblönduðum, eftir að búið er að flokka fiskinn um leið og honum er dælt um borð. — Kolmunninn verður alltaf ódýr fiskur, svo að sjómenn verða að hugsa um að veiða hann í miklu magni. Að þessu leyti gilda um hann önnur lögmál en t.d. ýsu og þorsk. Við hugsum okkur, að þessir gámar með manneldisfiski verði uppbót á bræðslufarminn, eins og þegar beztu loðnunni er landað til frystingar. — Við erum komnir í samband við Færeyinga og Norðmenn með þessar kolmunnatilraunir. Færey- ingar eru með athyglisverðar tilraunir með flökun á kolmunna í síldarflökunarvélum smávegis breyttum til framleiðslu á flaka- blokk. Norðmenn munu einbeita sér að marningi eða hakki í fiskbolluiðnað sinn, en við ætlum að snúa okkur að skreiðinni og í því sambandi þurfum við að þróa meiri vélbúnað en til er nú, t.d. með ódýrri slægingarvél. Fer á heims- meistaramót íslandsmeistaramót í MASTER MIND fór fram á Hótel Loftleið- um þ. 21. október s.l. Illutskarp- astur var Tómas Gíslason. 13 ára. Efstasundi 99. Reykjavík. en hann lauk úrslitalotu. þ.e. 5 tölvuröðuðum spilum á 1.09 mín. í dag, fimmtudag, heldur Tómas til Englands til þátttöku í Heims- meistaramótinu fyrir Islands hönd, en það verður háð í Strat- ford-Upon-Avon dagana 4.-5. nóvember n.k. Í fylgd með honum verða foreldrar hans, Gísli Magnússon og Anna Bjarnadóttir, ásamt umboðsmanni MASTER MIND hér á landi, David Pitt. - Tómas Gíslason. Einn umsœkj- andi um Þykkvabœ ÚTRUNNINN er umsóknar- frestur um Kirkjuhvol í Rangárvallarprófastsdæmi og hefur skrifstofu biskups borizt ein umsókn, frá sr. Auði Eir Vilhjálmsdóttur. Kirkjuhvoli tilheyra Kálfholts-, Hábæjar- og Árbæjarsóknir og hefur presturinn aðsetur í Þykkvabæ. Al!(il,VsiN<iASÍMINN ER: 22480 JW*rptinbIatiit> 2ja, 3ja, 4ra, 5 og 6 herb. íbúðum t.d. í Háaleitishverfi, Hvassaleiti, Smáíbúðahverfi, Heimahverfi, Laugarneshverfi, gamla bænum og í vesturbæ. Ennfremur í Hraunbæ og Breiðholti. Góöar útborganir. Ath.: Oaglega leita til okkar kaupendur að 2ja, 3ja, 4ra, 5 og 6 herb. íbúöum á Stór-Reykjavíkursvæðinu sem eru með góðar útborganir. Vinsamlega hafið samband við skrifstofu vora sem allra fyrst. Höfum 14 ára reynslu í fasteignaviöskíptum. Örugg og góð pjónusta. mmm iflSTEISNIB AUSTURSTRÆTI 10 A 5 HÆO Sími 24850 og 21970. Heimasími 37272. Fasteignasalan Norðurveri Hátúni 4 a Símar 21870 og 20998 í smíðum Einbýlishús, raðhús, sér- hæðir og 2ja herb. íbúðir á ýmsum byggingastigum. Vinsamlegast hafið sam- band við okkur, ef pér purfið að selja fasteignir. Jón Bjarnason, hrl., Hilmar Valdimarsson, fasteignaviðskipti. Óskar Þ. Þorgeirsson sölustjóri. S: 34153. EFÞAÐERFRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU nv1 r Al GIÁ SINGA- ^5/ SÍMINN ER: * 22480 Gæsin tekur sinn skerf af þjóðargjöfinni Fréttabréf úr Hrunamannahreppi Syðra Langholti 27. okt." 1978 — Haustveðrátta hefur verið góð og hafa kýr sums staðar verið úti fram undir þetta. Það er mikils virði að fá góð veður á haustin, ekki síst við smalamennsku og uppskerustörf. Nú er fyrir nokkru búið að fara í þriðju leit, eftirleit á Hrunamannaafrétti, en í hana fara fjórir þauivanir menn. Þeir komu með 32 kindur. Oft fer svo nokkur hópur manna í nóvember á 2—3 jeppum, ef tíð er hagstæð, og leita af sér gruninn og finna þá iðulega fé. Annars gengu allar leitir sæmilega vel í haust, ef frá er talið það óhapp, að Helgi Jónsson fjall- kóngur féll í grjóti við tjaldstæðið í svonefndum Leppistungum og fór úr olnbogalið. Var þá kallað á þyrlu Landhelgisgæslunnar, sem sótti Helga, en dráttarvélarnar, sem flytja farangur leitarmanna, eru búnar talstoðvum. Fjallmenn á Hrunamannaafrétti í fyrstu leit eru um 40 og hafa þeir náttstað á fimm stöðum. Á tveimur stöðum kemst hluti þeirra í sæluhús, en annars er verið í tjöldum. Veit ég ekki til að nokkurs staðar sofi gangnamenn í tjöldum nema hér nú orðið. I seinni leitum eru fáir menn og geta þeir veriö inni, en litlir kofar eru á öllum náttstöðum. Fé kom með vænna móti af fjalli og taldi vel í afréttinum í sumar, enda gróður með öllu ófallinn. Aftur á móti var fé sem gekk í heimahög- um yfirleitt lakara til frálags en endranær. Lítið af rjúpu, mikið af gæs Óvenju lítið sást af rjúpu í leitunum í haust og virðist svo sem henni fari fækkandi. Þá sagði mér annar vörslumaðurinn sem var á Kili í sumar að þeir hefðu einungis séð tvö pör með unga sína. Ég tek hiklaust undir það sem komið hefur nokkrum sinnum fram hér í blaðinu í haust, að meiri friðunaraðgerða er þörf og helst að alfriða rjúpuna a.m.k. um tíma. Aftur á móti fer gæsinni ekki fækkandi og síðan farið var að sá í og bera á afrétti hefur hún betri lífsskilyrði en áður og tekur sinn skerf af þjóðargjöfinni. Þyrfti að skjóta hana meira, jafnvel að leyfa gæsaveiðar í aprílmánuði. Ástæðu- laust er hjá okkur að vera að ala hana upp fyrir breska veiðimenn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.