Morgunblaðið - 02.11.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.11.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1978 Kennt í áhalda- húsi rafstöðv- arinnarl Reyðarfirði. 31. október. — Grunnskóli Reyðarfjarðar tók til starfa 18. september og eru nemendur 155 í 10 bekkjar- deildum. Kennarar auk skóla- stjóra eru 10 en aðeins þrír kennaranna hafa kennarapróf. Skólastjórinn, Kristinn Einars- son, er tekinn til starfa að nýju eftir ársorlof. Skólahúsnæðið hér er löngu orðið of lítiö fyrir starfsemi sína og kennt er á tveimur stöðum úti í bæ, félagsheimilinu og i áhaldahúsi rafstöðvarinnar. Kennsla fer fram með svipuðum hætti og undanfarin ár. Ekki er hægt að kenna hússtjórn hérna og fara því 7. og 8. bekkur á hússtjórnarnám- skeið upp í Hallormsstað í byrjun nóvember. Þá er von á danskennara hingað 20. nóvember frá Dansskóla Sig- valda til að halda dansnám- skeið fyrir skólanemendur. Fé- lagslíf er gott í skólanum, haldin eru diskótek fyrir nem- endur og þeir koma saman á laugardögum til tafliðkana og fyrir þeirri íþrótt er töluverður áhugi. Nemendur 8. og 9. bekkjar hafa nú þegar gefið út sitt fyrsta skólablað á skólaár- inu og er áhugi mikill fyrir að halda því áfram. Nú um helgina heimsótti Óskar Eþnarsson, verkstjóri úr Reykjavík, skól- ann og fræddi hann nemendur um skaðsemi áfengisdrykkju og böl þess, Óskar starfar mikið fyrir AA-samtökin. Tónskólinn er tekinn til starfa og hingað eru komnir tveir kennarar frá Englandi, Stewart Graham og Susanne Hynett. Þau æfa einnig kirkju- kórinn hér. Þá fer glíman að hefjast en þar er mikiH áhugi hjá unglíng- um. Aðalsteinn Eiríksson hefur starfað að þessari íþrótt hér í 20 ár með miklum sóma og ekki þegið eyri fyrir starf sitt. Margan glímumanninn hefur Aðalsteinn sent suður til Reykjavíkur til keppni og hafa þeir allir staðið sig með prýði. Um helgina féll fyrsti snjór- inn hér, en nú er kominn suðaustan gola og 4 stiga hiti. ________ — Gréta. Kaldbakur fær raf- magn frá samveitu Uppskera garðávaxta var með besta móti í haust hér sem annars staðar á landinu. Kartöflurækt fer heldur vaxandi, kemur þar til m.a. aukin tækni. Þá eru gróðurhúsaaf- urðir á þessu ári með mesta móti. Fyrir skömmu fékk bærinn Kald- bakur hér í sveitinni rafmagn frá samveitu, en hann hefur lengi verið eini bærinn hér í uppsveitum, sem ekki hafði rafmagn frá samveitu. Þessi jörð er nokkuð afskekkt, um 5—6 km frá næsta bæ. Bóndinn hafði áður unnið hjá RARIK við lagningu háspennulínu og fékk því að vinna mikið við verkið sjálfur, sem gerði það ódýrara. Á Kaldbak eru 9 manns í heimili. — Sig. Sigm. 11 Vísnasöngvarar frá Svíþjóð í heimsókn TVEIR sænskir vísnasöngvar- ar eru væntanlegir hingað til lands á vegum félagsins Vísna- vina og Islenzk-sænska félags- ins. Þessir söngvarar — Eva Bartholdsson og Torbjörn Johansson — njóta mikilla og vaxandi vinsæida í Svíþjóð og víðar á Norðurlöndum. Þau hafa haidið fjölda hljómleika í Svíþjóð og víðar á Norðurlönd- um og í Bandaríkjunum og komið fram í útvarpi og sjón- varpi í Svíþjóð og Bandaríkjun- um. Auk þess að syngja leika þau Eva og Torbjörn hvort á sitt hljóðfa-rið — hann á fiðlu. en hún á gítar. Vísnasöngur á sér langa sögu í Svíþjóð og þau Eva og Torbjörn þykja ílestum öðrum ungum listamönnum á þessu sviði fremri í því að sameina forna vísnahefð nútímaiegri túlkun. Þau halda hljómleika í Nor- ræna húsinu klukkan 20.30 að kvöldi fimmtudagsins annars nóvembers, skemmta síðan á Akureýri klukkan 20.30 á föstu- dagskvöld — á Mörðuvöllum í húsi Menntaskólans á Akureyri — og loks koma þau fram í samkomuhúsinu í Borgarnesi klukkan 16 sunnudaginn fimmta nóvember. Þau koma frá Fagersta, sem er vinabær Borgarness í Sviþjóð. Á hljóm- leikunum í Borgarnesi koma auk Svíanna fram danska vísna- söngkonan Hanne Juul og Islendingarnir Gísli Helgason og Guðmundur Árnason. Á hljómleikunum munu Eva Bartholdsson og Torbjörn Johansson syngja gamlar og nýjar vísur og þá meðal annars lög af breiðskífu, sem þau hafa nýlega gefið út. Hínn útvarpsmaðu KID JENSEN klæöast fötum frá okkur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.