Morgunblaðið - 02.11.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 02.11.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1978 31 metið væri á langtímagrundvelli, sem slíkar tekjur þeirra eru sjaldnast. Hins vegar hefur viljað bregða við að sjómannastéttin hefur verið notuð sem viðmiðunar- stétt og þá eingöngu miðað við tímabundna tekjutoppa sem hafa verið blásnir upp í fjölmiðlum og er mér einna minnisstæðast í slíku tilfelli er fréttamenn gerðu sér það til dundurs að reikna út hvað kokkurinn á einu aflahæsta skip- inu fengi fyrir að steikja hverja kjötbollu. Slíkar öfgar eiga engan rétt á sér en hafa tíðum skaðað kjarabaráttu sjómanna með því að ýta undir óheilbrigt almennings- álit. Hvað veit forsætisráðherra um kjör sjómanna Um þetta atriði mætti nefna mörg hláleg dæmi, en læt þetta duga, hitt fer ekki á milli mála að fréttaflutningur að þessu tagi hefur haft víðtækari áhrif en ætla mætti og má vafalaust til hans rekja ummæli núverandi forsætis- ráðherra er hann lét sér það um munn fara til þess að réttlæta það að ekkert samráð var haft við forystumenn sjómannastéttarinn- ar meðan á stjórnarmyndun stóð, eins og forystumenn annarra stétta, „að tekjur sjómanna hefðu verið og væru í efri mörkunum". Það er skoðun mín að háttvirtur forsætisráðherra viti fjandi lítið um kjör sjómanna yfirleitt og þá baráttu sem þeir mega heyja fyrir mannsæmandi afkomu. Of mikil völd — of lítil Þekking Ég hefi fyrr í ræðu minni minnst lítillega á miðstjórnar- og fræðingavald og vil þar aðeins við bæta. Það er góðra gjalda vert að vísindin hafi sinn sess í fiskveiði- málum, sem og öðrum, en eins og eðlilegt er í mörgum tilfellum að stjórnun sé í höndum ábyrgra aðila og eðlileg fiskverndarsjónar- mið ráði hverju sinni um veiðitíma og aflamagn, þá er jafn hlálegt að þau fari þannig úr böndum að við lítt verði ráðið með því að of mikil völd í þeim efnum falli í hendur mönnum, einum eða fleiri, sem ekki hafa nægilega víðtæka þekk- ingu á heildarhagsmunum þjóðar- bús og öðrum þáttum þessa máls og vanhugsaðar ákvarðanir verða þess valdandi að af hlýst skaði en ekki hagnaður. Stéttarforysta og flokksmál Eitt er það mál er ég vil aðeins lítillega drepa á í lokin. Það dylst engum, sem um einhvern tíma hefur haft afskipti af kjaramálum : að afstaða einstakra félagseininga er mismunandi á hverjum tíma eftir pólitískum skoðunum for- svarsmanna og er alltof mikið um það, að afstaða til mála er tekin í beinu samræmi við afstöðu íorsvarsmanna félaga til þeirrar stjórnar sem með völdin fer hverju sinni en hagsmunamál sjómanna sjálfra lenda í öðru sæti, eða jafnvel engu sæti. Margt bendir til ískyggilegrar stefnubreytingar nokkurra félagsstjórna eftir valdatöku núverandi stjórnar og vil ég til dæmis nefna mismunandi viðbrögð við áskorun Alþýðusam- bands Vestfjarða um að aðildarfé- lög afturkalli ekki uppsögn samn- inga. Það er að sjálfsögðu ekkert við það að athuga að menn haldi sinni póiitísku sannfæringu, en hitt fer ekki á milli mála, að þeir sem meta 'meiri pólitísk stundarsjónarmið ákveðinna stjórnmálaflokka en hagsmuni þeirra félaga er þeir hafa tekið að sér forystu fyrir væru betur komnir utan félags- stjórna. Þetta er að vísu viðkvæmt en mikilvægt mál, og er mér að sjálfsögðu fullkunnugt um að mikill hluti stéttarforystu er nú í höndum manna, sem beinlínis eru sestir í þau embætti í þeim eina og æðsta tilgangi að sinna flokksmál- um og vilja tíðum réttlæta gerðir sínar með langtimasjónarmiðum, sem þeir eygja í ljósrauðum austanroða. Færeyingar selja fisk í neytenda- umbúðum til stór- verzlana í Englandi FÆREYINGAR hafa gert samning við brezka stórfyrir- tækið Marks og Spencer um sölu á fiski í neytendaumbúð- um til verzlana fyrirtækisins. Reikna Færeyingar með að selja á næsta ári allt að 1500 tonn af fullunnum fiski til fyrirtækisins. Varan verður merkt brezka fyrirtækinu, en vörumerki færeysku út- flytjendanna verður einnig að finna á neytendaumbúðunum. Það eru 8 tegundir, sem Færeyingar selja Bretum á þennan hátt, og eru vörurnar ýmist tilbúnar beint í pottinn eða á pönnuna. Af helztu tegundunum má nefna þorsk- og ýsuflök, en einnig fleiri tegundir og er fiskurinn verkaður á ýmsan máta. Fiskur sá sem samið hefur verið um fellur undir það sem kallað er á ensku „fresh- fish-line“ en athuganir standa nú yfir á vörum sem kallaðar eru „battered and breaded products" en þá er varan sett í neytendaumbúðir í raspi eða deigi. Færeyingar eru mjög ánægðir með að hafa náð þessum samningum og í fær- eyska blaðinu Dimmalætting segir nýlega að forráðamenn Marks og Spencer hafi leitað víða áður en þeir gátu sam- einað gæði fisks og vinnslu ásamt öryggi í afhendingu áður en þeir ákváðu að semja við Færeyinga. í blaðinu er þess getið að Marks og Spencer eigi 253 stórverzlanir í Bretlandi, 30 í Kanada og að auki í Frakklandi og Belgíu. Hjá fyrirtækinu vinni alls 45 þúsund manns og velta fyrir- tækisins hafi numið 1,3 mill- jörðum sterlingspunda á síð- asta ári. URVALSVORUR HNETUR HNETUSMJÖR OG HNETUOLÍA. HNETUR — STEIKTAR Á VENJULEGAN HÁTT. sunnudaga og kveldin eftir að vinnu lauk. Tímarnir hafa breytzt mikið síðan á aldamótum. Fram til 1925 voru engir styrkir greiddir frá því opinbera til barnafjöl- skyldu, hvorki barnalífeyrir né fæðingastyrkur og ellilaun. Ég var kominn yfir sjötugt þegar ég fékk ellistyrk, sökum þess að ég þénaði of mikið (hafði of miklar tekjur). Nú er ellistyrkurinn orðinn svo mikill að það er orðið gaman að vera gamall, því vel er hægt að lifa af honum með sparnaði og reglusemi.“ Bókin er 155 bls. að stærð, prýdd allmörgum myndum. — Útgefandi er Félagsprentsmiðj- an h.f.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.