Morgunblaðið - 02.11.1978, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 02.11.1978, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1978 VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF Umsjón Sighvatur Blöndal Sambandið eignast tvö ný flutnin Skipadeild Sambandsins hefur samið um kaup á tveimur vöruflutninga- skipum frá útgerðarfélag- inu Mercandia í Kaup- mannahöfn. Hér er um systurskip að ræða, sem smíðuð eru 1974 og 1975, og eru þau hvort um sig 3050 lestir að burðargetu, segir í frétt frá Skipadeild Sambands íslenzkra sam- vinnufélaga. Ennfremur segir, að fyrra skipið verði afhent nú í nóvember, en hið síðara í febrúar á næsta ári, og verða þau bæði afhent að lokinni lögskipaðri fjögurra ára flokkunarviðgerð. Lestarrými skipanna er 134.250 rúmfet, lengd þeirra er 78,50 metrar, breidd 13,00 metrar og djúprista 5,74 metrar. Skipin eru smíðuð eftir kröfum norska flokkunarfélagsins, Det norske Veritas. Þau eru búin 2000 hestafla Alpha dísilvél, og ganghraði er um 13 sjómílur. Þrír Liebherr-farmkranar eru á skipunum sem einnig eru Gífurleg vandræði í skipaiðnaðinum VEGNA stöðuKt versnandi stöðu á markaði skipasmíða heíur sænska stjórnin nú lagt fyrir þinRÍð frumvarp þess efnis að smíðar ríkisreknu skipasmíðastöðvanna í landinu verði skornar niður um 20% ok samhliða verði fækkað starfs- liði þeirra um sömu prósentu. Ef þetta frumvarp verður samþykkt í sænska þinginu nú á næstunni munu tæplega 3000 manns missa atvinnu sína í þremur stærstu ríkisreknu skipasmíðastöðvunum. Þess má geta í þessu sambandi að allar skipasmíðastöðvar í Svíþjóð utan ein í hópi hinna stærri voru sameinaðar fyrir um einu ári og ríkið yfirtók reksturinn til þess að reyna að efla stöðu iðnaðarins. Kockums er eina skipasmíða- stöð landsins sem hefur starfað áfram undir stjórn og í eigu einkaaðila til þessa, en gífurlegt tap stöðvarinnar er talið munu valda því að þeir verði einnig sameinaðir ríkisreknu stöðvun- um áður en langt um líður. Tap stöðvarinnar á þessu ári er talið munu nema í kringum 15 milljörðum íslenzkra króna, en hjá fyrirtækinu vinna nú um 4600 manns. — Erik Huss, iðnaðarráðherra Svía, sagði á fundi með fréttamönnum í gær að mjög fljótlega yrðu teknar upp viðræður stjórnvalda við eigendur stöðvarinnar. Þýðingárvél BANDARÍSKA félagið Weidner Communications Systems í Kaliforníu hefur sett á markaðinn nýja texta-þýðingarvél, sem að sögn forsvarsmanna félagsins á að létta störf þýðenda um 80—90%. Þessi nýja vél var sýnd á blaðamannafundi í New York á mánudag, og er hún tengd rafritvél, sjónvarpsskerrai og tölvu. Enn getur vélin aðeins unnið spænsku yfir á ensku, en eftir um það bil fjóra mánuði er reiknað með að hún verði fær um að vinna úr tíu tungumálum, meðal annars rússnesku, japönsku, hebrezku og arabísku. Véiin hefur 20 þúsund orða minni. Textinn er vélritaður á spænsku, og breytir vélin honum yfir í orðrétta enska þýðingu, svo að þýðandinn sjálfur verður að vinna þann texta yfir á talmál. SeljaRússum tölvubúnað BANDARÍSKA risafyrirtækið Control data corporation tilkynnti í gær í Minneapolis, að það hefði fengið leyfi bandarískra yfirvalda til að selja og láta Rússum í té nýjan tölvubúnað sem fyrirtækið hefur sett á markað, en til þessa hafa bandarisk yfirvöld bannað þarlendum fyrirtækjum að selja Rússum háþróaða vöru eins og tölvur. Þá kom fram hjá forráðamönnum fyrirtækisins að ákveðið væri að setja á stofn sérstaka skrifstofu í Moskvu til að annast daglega þjónustu fyrirtækisins þar. Verðbólga lœkkar VERÐBÓLGA í Belgíu fer hægt og sígandi niður á við og er í dag aðeins um 6,5%. Hefur hún þá iækkað frá því í október á sL ári um alls 3,87% segir í tilkynningu þarlendra yfirvalda. Neytendaverð hefur á þessu tímabili aðeins hækkað um liðlega 3% sem er minnsta lækkun á einu ári sem skráð hefur verið. Áœtlunarflug milli Peking ogFrankfurt? KÍNVERSK sendinefnd er nú komin til Frankfurt í Vestur-Þýzkalandi til að ræða við þarlend yfirvöld um möguleika þess, að Kínverjar taki upp reglubund- ið áætlunarflug til Vestur-Þýzkalands og yrði það í fyrsta skipti í sögunni sem slíkt gerðist ef samningar takast. Gottfried Muecke, formaður samninganefndar Vestur-Þjóðverja, sagði á fundi með fréttamönnum, að hann sæi engin ljón á veginum fyrir því að reglubundið áætlunarflug milli Frankfurt og Peking gæti hafist innan tíðar. Stjórnunarfélag Norðurlands: 99 I bígerð að efla starf félagsins til muna” FRAMIIALDSAÐALFUNDUR StjórnunarfclaKs Norðurlands var haldinn fyrir skömmu að Hótcl VarðborK á Akurcyri. Þar var greint [rá störfum félagsins og kosið í stjórn þess og framkvæmdaráð. — Formaður fclaKsins var kosin Jón Kr. Sólnes lösfræðingur og innti Mbl. hann í samtali eftir því hvernig staríi félagsins væri háttað og hvað væri helzt á döfinni af nýjungum. „Við höfum fullan hug á að efla félagið til muna frá því sem verið hefur og þá sérstaklega með auknum námskeiðahöldum. Við höfum samvinnu við Stjórnunar- félag Islands i Reykjavík og hyggjumst feta nokkuð í þeirra fótspor hvað varðar skipulagningu námskeiða og þess háttar. Sem dæmi um slík námskeið þá get ég nefnt að þegar hefur verið ákveðið að halda hér námskeið í bókfærslu og stjórnun," sagði Jón. Þá sagði Jón að ákveðið væri að sýna stjórnunarkvikmyndir sem gerðar eru af Peter Drucker. Kvikmyndirnar verða sýndar 15. nóvember n.k. í sal Landsbankans á Akureyri og mun prófessor Þórir Einarsson skýra efni myndanna. Auk Jóns voru kjörnir í stjórn félagsins, Bergþór Konráðsson, Gunnar Ragnars, Helgi M. Bergs, Birgir Björn Svavarsson, Róbert Friðriksson og Válur Arnþórsson. I framkvæmdaráð voru kjörnir Arni Jóhannsson, Árni Guðmundsson, Hilmar Daníelsson, Hallgrímur Skaftason, Jóhann Möller, Jón G. Sólnes, Pétur M. Jónsson og Tryggvi Finnsson. Svíþjóð:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.