Morgunblaðið - 02.11.1978, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 02.11.1978, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1978 39 landi, en regluleg útflutningsverzl- un með hross hefst ekki fyrr en upp úr miðri síðustu öld, er Englendingar fara að kaupa hér hross i kolanámurnar, og síðar þeir og Danir til bústarfa á smábýlum. Þessi verzlun lagðist svo niöur í stríðsbyrjun 1940. Það er ekki aftur fyrr en 1958, sem farið er að selja reiðhross reglu- lega úr landi, fyrst til Þýzkalands, eftir 5 ára kynningarstarf á slíkum hestum í Evrópu. Samkvæmt hinu forna land- auramati, þar sem kúgildið var verðeining, — en samkvæmt Jóns- bók var þessi gjaldmiðill skil- greindur þannig: „Kýr 8 vetra og eigi yngri en að 2. kálfi, heil og heilspenuð og hafi kelfst um veturinn eftir Pálsmessu. eigi verri en meðalkýr. héraðsræk að fardögum“. — voru hross metin þannig i kúgildum: 4—10 vetra taminn hestur: 1 kúgildi (einingin 100% kúgildi) 1V4 hryssa, 4—10 vetra: 1 kúgildi (einingin 80%. kúgildi) 2 hross þriggja vetra: 1 kúgildi (einingin 50% kúgildi) 3 hross tveggja vetra: 1 kúgildi (einingin 33% kúgildi) Tekist hefur aö ná veröinu upp án ríkisstyrkja Verð hrossa var svo breytilegt eftir framboði og eftirspurn. Það gat orðið mjög hátt eftir felli, t.d. eftir Skaftárelda, en svo þegar hrossum fjölgaði í góðærum, þá fór verð þeirra niður fyrir land- auramatið. Á seinni hluta síðustu aldar var mikið af hrossum í landinu og útflutningur þeirra mikill, enda var þá verð þeirra að jafnaði undir kýrverði. Hér á eftir skulu sýnd dæmi um þróun þessara verðlagsmála og verzlun- armála s.l. 100 ár: Þessar tölur segja sína sögu, og sérstaklega er þó athyglisverð sú staðreynd, að það hefur tekizt að ná upp verði fyrir reiðhesta á erlendum markaði og án ríkis- styrkja frá 1960 til 1977, frá því að ^vera um 88% af verði mjólkurkúa upp í 144%., en fyrir seinni styrjöld var útflutningsverð hrossa aðeins um 50%. af kýrverði. Hitt fer ekki framhjá mönnum, að seljendum hrossa hér finnst verð alltaf lágt, ef það hækkar ekki frá ári til árs eftir dýrtíðarhækkunum hér innan lands. Síðan gengið fór á flot hafa hrossin þó hækkað samkvæmt hreyfingu þess, og vil ég sýna verðhreyfinguna í eftirfarandi töflu í ljósi erlends gjaldsmiðils og miða við þýzk mörk, sem eru traustasti gjaldmiðill á Vestur- löndum: Af þessu má sjá, að það gengur kraftaverki næst, hversu tekist hefur að ná upp verði reiðhross- anna frá árunum 1966 til 1975, en það er eins og nú sé komið að því marki, sem markaðurinn þolir, því að hreyfing hefur orðið lítil síðustu 3 árin. Málið er þó margslungið, eins og ég kem nánar að síðar. Þessi árangur hesta- verzlunarinnar byggist fyrst og fremst á þvi, að hrossin okkar eiga í eðli sínu þau verðmæti, sem fólk í öðrum löndum vill greiða vel fyrir, og þessi verðmæti hafa unnið sér vaxandi eftirspurn. í öðru lagi er þessi hestaverzlun árangur af farsælu samstarfi milli Búvöru- deildar SIS og Búnaðarfélagsins, sem fyrst hófst að gagni, þegar Agnar Tryggvason stofnsetti 'skrifstofu Sambandsins í Hamborg og hélt svo áfram með vaxandi gengi, er hann kom heim og tók við Búvörudeildinni. Framboö góöu hestanna vex, en pó ekki nógu ört Til að gera gleggri grein fyrir stöðu reiðhestaútflutningsins í dag, leyfi ég mér að taka hér inn í þetta erindi hluta úr starfsskýrslu minni til Búnaðarþings 1978: „Hestaverzlunin tekur árlega nokkrum breytingum, helzt í þá áttina að verð seldra hrossa hækkar, en eftirspurnin verður stöðugt meiri eftir góðum reið- hrossum og geldingum. Það verður æ örðugra að selja miðlungshesta og ótamin hross. Hryssuverzlunin dregst saman, enda mun það hafa verið tilgangur Búnaðarþings með Í0% útflutningsgjaldinu á hryss- ur. Sala á miðlungshrossum gæti aukizt aftur, þó því aðeins að um yrði að ræða algerlega kergju- lausa og hrekkjalausa hesta. Nú er verið að reyna fyrir sér í Bandaríkjunum með sölu á svona hestum til notkunar fyrir lamað fólk (hippotherapy). Hér er á ferðinni sérstök læknisaðgerð, sem hefur verið rannsökuð s.l. áratug í nokkrum löndum, sérstaklega í Sviss. Þar hafa íslenzkir hestar borið af í samanburði við önnur hestakyn, sem reynd hafa verið. Taugastyrkur og sérstakt viðmót íslenzku hestanna hefur skipt þarna sköpum. Auk þessarar sölutilraunar er verið að reyna sölu á reiðhestum bæði í New York og Toronto í Kanada. Það verður að fara varlega af stað í þessari verzlun fyrir vestan, því að mestu máli skiptir að koma hestunum i nothæfan verðflokk, en til þess má ekki hafa mikið framboð. Þetta gæti tekið nokkur ár, unz sala fer að verða liðug. Ég er bjartsýnn á þennan markað, ef rétt verður að öllu farið. Hvort sem um er að ræða góðhesta til útflutnings eða þjálfunarhross fyrir lamaða. þá byggist velferð þessarar verzlun- ar á engu meira en kynbóta- starfinu. Góðhestasalan er vanda- laus. Allir erfiðleikar verzlunar- innar koma á dagskrá, þegar miðlungshestar eða lakari eru á ferðinni. Framboð góðu hestanna vex, en þó ekki nógu ört. Á s.l. ári var hægt að selja mun fleiri hesta úr landi en keyptir voru af þeim sökum, að kaupendur fengu oft talsvert færri góðhesta en þeir höfðu markað fyrir heima hjá sér. Þurfum aö taka upp nýja hætti í merkingu hrossa, skráningu og ættfærzlu Þar sem íslenzka hestakynið hefur nú áunnið sér frægðarorð og er talið vera eitt af merkustu hestakynjum Evrópu, þurfum við að taka upp nýja og búmenningar- legri hætti á merkingu hrossa, skráningu og ættfærzlu, en við höfum fram að þessu gert. Víðast hvar í Evrópu eru gefin út bæði fyljunarvottorð og fæðingarvott- orð folalda, og síðan eru þau sett í ættskrá héraða eða lands (register). Seinna kemur svo til ættbókarfærsla eftir gæðamati dómnefnda og verðlaunaveiting- um. Flest kyn hafa sérstakt húðbrennimark sem brennt er á læri eða háls, og nú er orðið algengt að einstaklingsmerkja hross með tattoveruðu númeri í neðrivör. Engin merking hrossa er þó gleggri og varanlegri en eyrnamörkin, sem við höfum notað hér á landi frá fornu fari. Þau má vel hafa, ef aðeins eru notuð undirmörk, en yfirmörk á rciðhestum teljast til verulegra lýta, sem fella hesta í verði. Það varð því að ráði, að við Pétur Hjálmsson ráunautur, lögðum fyrir Búnaðarþing 1978 tillögur um nýtt kerfi við merkingu hrossa og skráningu þeirra, þar sem gert var ráð fyrir að tekin verði upp hrossaskráning í hverju héraði og útgáfa eins konar nafnskír teina sem fylgja hrossunum. Á þeim verða allar upplýsingar um aldur, ætt, eigendur og fl. Þetta mundi fyrirbyggja margs konar ósannindi um hesta í verzlun og gera hana ábyggilegri og sóma- samlegri". Vandamál, sem við eigum við að stríða og gerir okkur samkeppn- inga á meginlandinu erfiða er s.k. sumarkláði (sumar exem). Þetta er húðsjúkdómur, sem getur valdið hestum af öllum kynjum nokkrum óþægindum, en herjar einna mest á ensk „pony“-kyn og íslenzku hestana, og miklu meira á þá innfluttu en hina, sem fæddir eru erlendis. Það virðist myndast talsverð mótstaða (resistance) í móðurlífinu gegn þessum sjúk- dómi erlendis. Professor Dr. Walt- er Gúldner, kennari í land- búnaðarvélfræði við háskólann í Hohenheim og núverandi for- maður í landssambandi félaga eigenda íslenzkra hesta í Þýzka- landi, er að hrinda af stað rannsóknum á kláðanum og leiðum til að fyrirbyggja hann. íslendingar hafa aöeins priðjung af verzlun meö hesta af ísl. kyni á meginlandi Evrópu Kláðinn er ein af ástæðunum fyrir því, að hlutur okkar í verzlun með íslenzk hross á meginlandinu fer minnkandi. S.l. ár var útflutn- ingurimm um 440 hross, eins og áður hefur verið tekið fram, og það er talið, að erlendis fæðist nú árlega 2500—3000 folöld af ís- lenzku kyni, eða um helmingur af því sem fæðist hérlendis. Svo til öll þessi folöld eru sett á, en sennilega ekki nema um 60% af þeim hér heima fæddum. Þess verður því ekki lengi að bíða, að Evrópa fari fram úr okkur með hrossafjölda, en stofninn þar er nú um 25 þúsundir. Það er einnig talið, að heildarverzlunin með hesta af ísl. kyni sé 1200—1500 hross áriega nú síðustu árin. Við hölum því aðeins orðið um þriðjung af verzluninni. Kaup- mennirnir viðurkenna hins vegar, að þeir kaupi beztu hestana hér, og að öðru jöfnu sé miklu betra að selja hesta með ísl. pappíra en erlenda. Samt sagði Belgíumaður- inn, De Coninck, formaður félags eiganda ísl. hesta í Belgíu við mig í haust, að þar í landi þættu reiðhestarnir betri frá íslandi en t.d. frá Hollandi eða Þýzkalandi, en sumarkláðinn þætti svo mikill ókostur, að menn veldu fremur þokkalega ganglausa reiðhesta frá Hollandi en íslenzka gæðinga með möguleika á sumarkláða. Af þessum sökum er nú lögð höfuðáherzla á að fá læknisfræði- lega lausn á þessu kláðamáli, og landbúnaðarráðherra okkar hefur lofað að styrkja læknavísinda- stofnun í Þýzkalandi til að finna meðul við þessu. Vitað er að „mýflugnategund" veldur kláðan- um með biti sínu, og að þessi fluga fer á kreik við sólsetur og sólarupprás. Verkefnið er því að finna meðal, sem fælir fluguna frá hestunum eað drepur hana. Tekur ekki mjög langan tíma að gera önnur hesta- kyn aö tölthestum Skilningssljóir og þröngsýnir menn munu nú segja, að þarna sjáum við afleiðingar af út- flutningi hr.vssna og stóðhesta. Þetta er ástæðulaust bölsýni, sem oft lætur á sér kræla hér á landi, þótt hún verki ekki á þá, sem einhverja þekkingu hafa á búfjár- og búvöruverzlun. Næfellt allar tegundir búfjár ganga frjálst í sölu milli landa, hross ekkert síður en aðrar tegundir. Ilins vegar seljast þau dýr ein. sem ræktuð eru og kynbætt við verðmætra kosta. Það má segja, að við höfum á s.l. 20 árum sýnt heiminum fornræktaða reiðhrossagerð, hestakyn, sem fellur inn í kröfur nútímans um reiðhesta. Við höfum kynnt það og stundað áróður fyrir þessu forna bændasporti af germönskum uppruna. Ilins vegar tekur það ckkcrt mjög langan tíma að gera önnur hestakyn að tölthestum. og eftir að við höfum gert töltreiðina þekkta í Evrópu aftur, hafa evrópskir hestafræð- ingar fundið það í mörgum löndum og í bókmenntum og listum frá fyrri tíð, og þeir eru farnir að temja hesta af mörgum kynjum til tölts. Við íslendingar i dag erum ekki frumkvöðlar hestamennsku okkar fremur en tungumálsins. Við höfum erft þetta og notum það, en hvort það verður okkur að gagni erlendis eða ekki, fer eftir því, hvernig við höldum á málum, hvort við getum skapað bókmennt- ir betri en aðrir og hvort við getum kynbætt og tamið hesta betur en aðrir. Ár FOB verð í ísl. kr.: Skráð gengi þýzka m: FBO verð í þ. mörkum: 1960 kr. 5.280,- kr. 9,55 DM 553,- 1966 kr. 5.275,- kr. 10,77 DM 490,- 1970 kr. 21,300,- kr. 24,10 DM 884,- 1975 kr. 126.000,- kr. 57,10 DM 2.205,- 1976 kr. 153.000,- kr. 72,83 DM 2.100,- 1977 kr. 202.000,- kr. 88,00 DM 2.300,- Ár Landauran KýrverA (Kúgild- iskýr) nat. kr.i Hest verð Tam- inn brúk- unar hestur (Jtflutnings- verú hrossa F.O.B. kr. Meðal kýr verú. skv. áatluni Verú útflutninKs- hrossa í % af kýrverði Fjöldi útfluttra hrossa 1871 40,- 1148 1881 45,- 2530 1891 50,- 1710 1901 92,67 64,61 57,- 61,5 3100 1921 504,95 390,34 259,- 51,5 1887 1931 288,66 178,93 106,- 36,7 1184 1939 220,- 425 1948 1404,00 1.070,- 76,2 1960 5.280,- 6.000,- 88,0 231 1966 5.275,- 10.000,- 52,8 348 1970 21.300,- 21.000,- 101,4 656 1975 126.000,- 80.000,- 157,5 337 1976 153.000,- 110.000,- 139,1 469 1977 202.000,- 140.000,- 144,2 440

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.