Morgunblaðið - 03.11.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.11.1978, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR 251. tbl. 65. árg. FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Símamynd AP Viðureign Viktors Korchnois og Júgóslavans Svetozar Gligorics á Olympíuskákmótinu í Buenos Aires vakti athygli þar sem Korchnoi var nýkominn frá heimsmeistaraeinvíginu í Baguio á Filippseyjum. Korchnoi tefldi fyrir svissnesku skáksveitina á mótinu og hafði hvítt. En viðureign hans og Gligorics lyktaði með jafntefli. Sjá nánar um fréttir frá Olympfuskákmótinu í gær á bls. 17. Ráðizt á skotmark í nánd við Lusaka Lusaka, 2. nóvember. Reuter RHÓDESÍSKAR herflugvélar gerðu í dag leifturárás á búðir skæruliða Föðurlandsfylkingar Joshua Nkomos aðeins 16 km frá miðborg Lusaka. höfuðborgar Zambiu. Þetta er önnur meiriháttar árás Rhódesíumanna á landið á tveimur vikum og þeir hafa aldrei áður ráðizt á skotmörk svo nærri höfuðborginni. Lengsta geimför Moskvu, 2. nóvember. __ Ppilfpr. A P TVEIR sovézkir geim- farar ientu heilu og höldnu í Mið-Asíu í dag eftir lengstu mönnuðu geimferðina sem kórón- ar geimafrek Rússa á þessu ári, eykur mögu- leika á varanlegri mönn- un geimstöðva og eykur forskot Rússa í kapp- hlaupinu við Banda- ríkjamenn í geimnum. Geimfararnir, Vladimir Kovalyonok ofursti og Alex- ander Ivanchenkov verkfræð- ingur, voru sagðir við góða heilsu þegar þeir stigu út úr Soyuz-geimfarinu sem flutti þá frá geimstöðinni Salyut-6. Þeim var skotið frá Baikonur 15. júní. Þeir tengdu geimfar sitt við stöðina tveimur dögum síðar og voru alls 139 daga, 14 klst. og 49 mínútur í geimnum. Þar með voru Kovalyonok og Ivanchenkov sex vikum lengur í geimnum en tveir geimfarar sem áttu fyrra metið og voru 96 daga í geimstöðinni fyrr á þessu ári. Bandarískir geimfar- ar hafa verið lengst 84 daga í geimnum og það var met sem stóð í fjögur ár. Yfirmenn sovézkra geimvís- inda voru sigri hrósandi eftir lendingu Kovalyonok ofursta og Ivanchenkovs og töldu að ferðin hefði heppnazt nánast fullkomlega. Sprenging Villahjmosa, Mexíkó. 2. nóvember AP GASLEIÐSLA sprakk á olíuauð- ugu svæði í Suður-Mexíkó i dag og 52 biðu bana og 21 slasaðist að sögn yfirvalda. Lögreglustjorinn í fylkinu Tabasco segir að enn hafi ekki tekizt að ná öllum líkum af slysstaðnum og fleiri kunni að hafa farizt. Árásin er líka gerð aðeins örfáum dögum eftir að Bretar hófu sendingu loftvarnavopna til Zambíu. En talsmaður Zambíu- stjórnar sagði að Bretar bæru ábyrgðina ef stríðið í sunnanverðri Afríku magnaðist vegna árásar Rhódesíumanna nú. Zambíustjórn sagði að skot- markið hefði verið flóttamanna- búðir svartra barna frá Rhódesíu og að tekizt hefði með öruggum varnarráðstöfunum að draga úr áhrifum árásarinnar. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum í Lusaka beindist árásin gegn hernaðarmannvirkj- um. Rhódesíumenn segja að sýnd hafi verið mikil nákvæmni og þess gætt að árásin ylli sem minnstu tjóni. Þeir segja að ráðizt hafi verið á skotmark sem hafi nýlega fundizt samkvæmt upplýsingum frá föngum og flugvélarnar hafi snúið aftur heilu og höldnu. Árásin virðist sýna a stjórnin í Salisbury hafi útilokað sérfrið við skæruliða og Zambíu, í bili að minnsta kosti. Horfur á friðarvið- ræðum allra deiluaðila virðast einnig hafa dvínað. Nú verður fast lagt að Kenneth Kaunda forseta að hefna fyrir árásina. við Berim „Friður kemst á í Miðausturlöndum” New York, 2. nóvember Reuter. Forsætisráðherra ísraels, Menachem Begin, sagði í dag að verulega heíði miðað áfram í átt að friðarsamningi Israelsmanna og Egypta og átti síðan óvæntan fund með Carter forseta. „Það kemst á friður í Miðaust- urlöndum,4' sagði Carter við Bcgin á óundirhúnum fundi þeirra. Begin hafði áður rætt við Cyrus Vance utanríkisráðherra í tvo og hálfan tíma um þær fáu hindranir sem enn standa í vegi fyrir friði. Forsætisráðherrann sagði fréttamönnum eftir fundinn með Vance: „Ég get ságt ykkur að bráðum rennur upp sá dagur þegar við getum undirritað samning um frið milli Israels og Egyptalands." Carter forseti sagði við Begin» eftir fund þeirra: „Við munum leysa ástandið á vesturbakkanum. Við erum vinir. Það kemst á friður í Miðausturlöndum." I Bagdad skoraði forseti Iraks, Ahmed Hassan Al-Bakr, þegar hann setti fund leiðtoga Araba- ríkja annarra en Egyptalands á Anwar Sadat forseta að vísa á bug hvers konar sérfriði við ísraels- menn. „Við getum ekki sætt okkur við það að nokkur (arabískur) leiðtogi áskilji sér rétt til að leiða til lykta og binda endanlega enda á barátt- u.na (við Israel) að eigin geðþótta.“ Hann kvað Arabaríki verða að velja á milli þess að styðja þá stefnu Sadats að vinna með óvininum eða styðja þann aðila sem héti því að halda áfram baráttunni. Nyerere til atlögu Dar Es Salaam, 2. nóvember. Reuter. AP. JULIUS Nyerere forseti bað í dag ríki vinveitt Tanzaníu að reyna ekki að miðla málum í deilu landsins við Uganda og sagði að Tanzaníumcnn yrðu að herjast til þess að hrekja innrásarmcnn frá Uganda úr landi. Hann sagði að Tanzaníumenn hefðu skotið niður þrjár flugvélar Ugandamanna en einnig þrjár af sínum eigin. I Nairobi er sagt að Nyerere hafi beðið Kenya-stjórn að stöðva olíuflutninga til Uganda er allir fara um Kenya. Heimildirnar herma að Ugandamenn eigi aðeins eldsneyti til þriggja daga. Brezkur aðstoðarmaður Idi Am- ins forseta sagði í símtali að Amin vildi að James Callaghan forsætis- ráðherra Breta miðlaði málum. Ugandamenn hafa sótt yfir ána Kagera og eru í úthverfum sam- göngumiðstöðvarinnar Kyaka. Amin segir að Kagera myndi nú landamærin að Tanzaníu. Titringur London, 2. ncWcmbor. AP. Reuter. TAUGAÓSTYRKUR greip um sig á gjaldeyrismörkuðum í dag þrátt fyrir verulegan ávinning dollarans í kjölfar áætlunar Carters forseta um að hjarga honum. Gull lækk- aði enn í verði. Carter forseti fékk nýjar yfir- lýsingar um stuðning við ráðstaf- anirnar frá stjórnmálamönnum, bankastjórum og iðnrekendum í Japan og Vestur-Evrópu í dag. En þótt dagurinn byrjaði vel fyrir dollarann og hann hækkaði til viðbótar við hækkunina í gær var ástandið glundroðakennt og þegar á daginn leið fóru ýmsar efasemd- ir að gera vart við sig og nokkurs taugatitrings gætti. Tilræði í Beirút Beirút, 2. nóv. AP. UTANRÍKIS- og landvarna- ráðherra Líbanons. Fuad Butros. komst naumlega lífs af þegar hópur liðhlaupa reyndi að ráða hann af dögum í dag að sögn sjónarvotta. Að minnsta kosti tveir af lífvörðum Butros biðu bana og fjórir særðust í skotbardaga við árásarmennina. Einn vegfar- andi særðist líka. Beirút-útvarpið segir að árásarmennirnir séu félagar í leynisamtökum sem kalla sig „Byltingarhreyfingu líbanska hersins". Ástæðan til verknaðarins var sennilega að menn vildu hefna árásar sem líbanski herinn gerði í gær með þeim afleiðing- um að leiðtogi hreyfingarinnar, Samir Ashkar höfuðsmaður, féll. Árásarmennirnir stöðvuðu bílalest Butros nokkrum metr- um frá húsi hans í kristna hverfinu Ashrafieh er ráðherr- ann var á leið til forsetahallar- innar til að hitta Elias Sarkis forseta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.