Morgunblaðið - 03.11.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.11.1978, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1978 16 fttotgmiliffifeifr Útgefandi Framkvæmdastjóri Rítstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aðalstræti 6, sími 10100. Aðalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 2200.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Ad nídast á gömlu fólki Fyrsti gjalddagi eignar- og tekjuskattsaukanna var hinn 1. nóvember sl. Morgunblaðið hefur þrásinnis vakið athygli á, hversu ranglát og siðlaus sú skattheimta er í heild. Þó tekur út yfir, þegar með þessum hætti er komið aftan að öldruðum og öryrkjum og þeim gert að greiða eignarskattsauka, sem nemur tugum þúsunda. Hér í Morgunblaðinu hafa verið nefnd áþreifanleg dæmi um það, hversu ranglát þessi skattheimta er í einstökum tilvikum. Þannig er jafnvel 95 ára gömlum manni, sem býr í timburhúsi á Grettisgötu og hefur aðeins ellilífeyri og litla útleigu í tekjur, gert að greiða 25 þús. kr., og á sextuga konu, sem er öryrki og hefur engar tekjur nema örorkulífeyrinn eru lagðar 20 þús. kr. Séra Hjalti Guðmundsson dómkirkjuprestur gerði þessi mál að umtalsefni í stólræðu fyrir skömmu og sagði þá m.a.: „Hvers vegna á t.d. nírætt gamalmenni að greiða gjöld af húseign sinni? Er þjóðfélag okkar virkilega svo illa statt, að það geti ekki veitt öldruðu fólki fullkomið skattfrelsi á öllum sviðum? Þetta fólk er búið að vinna hörðum höndum alla sína ævi. Það hefur unnið þjóð sinni vel. Mér finnst það fullkomið réttlætismál að aldrað fólk fái algjöra lausn undan hvers konar skattlagningu eftir vissan aldur. Ég held þessi þjóð hafi vel efni á því. Hún eyðir ekki svo litlu í algjöran óþarfa og fánýti. Já, keisarinn má skammast sín fyrir að níðast á gömlu fólki. Það er eitthvað meira en lítið athugavert við það þjóðfélag, sem lætur slíkt viðgangast." Matthías Bjarnason alþingismaður flutti þegar við 1. umræðu frumvarpsins um efnahagsráðstafanir ríkisstjórnarinnar breyt- ingartillögu þess efnis, að ekki yrði innheimtur eignarskattsauki af öldruðum og beindi jafnframt þeim tilmælum til viðkomandi þingnefndar, að sú hin sama regla yrði látin ná til öryrkja. Sagðist hann raunar vera andvígur eignarskattsaukanum í heild og myndi greiða atkvæði gegn honum, en með þessum hætti yrðu verstu agnúarnir sneiddir af með því að rétta hlut þeirra sem minnst mættu sín í þjóðfélaginu. Nú er það að vísu svo, að breytingartillögurnar eru oftast fluttar við 2. umræðu. En að þessu sinni stóð sérstaklega á, þar sem hluti eignarskattsaukans er fallinn í gjalddaga. Löggjafarvaldið þarf þess vegna að grípa inn í þegar í stað, taka þennan sérstaka þátt út úr og rétta hlut aldraðra pg öryrkja. Nú reynir raunverulega á, hver vilji þingmeirihlutans er í þessum efnum. I þessu sambandi er það eftirtektarvert, að öll eða því nær öll sveitarfðlög á landinu beita heimildum tekjustofnalaga til að veita öldruðum og öryrkjum með takmarkaðar tekjur afslátt á fasteignasköttum eða fella þá niður. í samræmi við þetta hafa borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins flutt tillögu í borgarstjórn Reykjavíkur, þar sem skorað er á Alþingi og ríkisstjórn að fella eignarskattsaukann niður af því fólki, sem hér um ræðir. Þegar á það er litið, hversu stór hluti áf tekjuöflun sveitarfélaganna er skattur af fasteignum borið saman við ríkissjóð, verður hlutur ríkisstjórnarinnar enn verri en ella. Þetta er eins og blóðmörskeppur í sláturtíðinni og varla það. En þótt þetta sé lítilræði fyrir ríkisjóð, eru þetta blóðpeningar fyrir þann hluta aldraðra og öryrkja sem minnstar tekjurnar hafa. Og er nauðsynlegt í því sambandi að hafa í huga, að þetta fólk hefur þegar greitt eignarskatta sem nema heimingi hærri upphæð en viðbótarálagningin nú. Talsmenn ríkisstjórnarinnar og einstakir ráðherrar hafa varið gerðir sínar með því, að tilgangurinn með eignarskattsaukanum hafi einkum verið sá, að ná til verðbólgubraskaranna. Þjóðviljinn hefur orðað þetta svo, að „skattsvikarar eru ekkert skárri þótt þeir séu komnir til ára sinna og því vorkennir þeim enginn að greiða eignarskatt“. Þetta eru kaldar kveðjur, hráslagaleg austan nepja. En vitaskuld gæta verðbólgubraskararnir sín á því að skulda sem mest eða sem nemur nafnverði eigna þeirra. Eignarskattsaukinn sneiðir því aigjörlega hjá þeim, eins og margsinnis hefur verið bent á. Eins og áður segir er hluti eignarskattsaukans gjaldfallinn og dráttarvextir falla á hann hinn 15. nóvember n.k. Enginn vafi er á því, að hinir öldruðu munu reyna að standa í skilum og leggja hart að sér tilað geta það. Það ríður því á fyrir Alþingi að bregða skjótt við, samþykkja tillögu Matthíasar Bjarnasonar, svo að ekki verði um það sagt, að „keisarinn megi skammast sín fyrir að níðast á gömlu fólki". Skrúðgarður O.C. Thorarensen við Aðalstræti. Ráðhúsið í baksýn, Akureyri: Sýning á ljósmyndum Hallgríms Einarssonar Akureyri, 1. nóvember. SÝNING á ljósmyndum eftir Hallgrím Einarsson (1878 — 1948) verður opnuð í Amtsbókasafninu á Akureyri á laugardaginn, og verður hún opin til sunnudagsins 12. nóvember. kl. 13—19 virka daga. en kl. 14 — 22 um helgar. Bæjarstjórn Akureyrar gengst fyrir sýningunni. og er öllum hcimill ókeypis aðgangur. Uppistaðan í sýningunni eru myndir í eigu Minjasafnsins. Margar þeirra eru úr daglegu lífi bæjarbúa fyrr á árum teknar við dagleg störf eða af einstökum húsum eða bæjar- hlutum. Einnig hafa verið fengnar að láni afar margar myndir frá einstaklingum, eink- um mannamyndir, einstaklings- myndir og hópmyndir. Myndir Hallgríms eru ómetanleg sögu- leg fróðleiksgögn auk þess sem þær vitna um listrænt hand- bragð og vandaða iðn höfundar síns. Synir Hallgríms, Jónas og Kristján, lærðu iðnina af föður sínum. Við lát Hallgríms tók Kristján við rekstri ljósmynda- stofunnar og rak hana til æviloka 1963. Erfingjar hans gáfu Akureyrarbæ plötusafn hans og Hallgríms, en lítils Hallgrímur Einarsson háttar hafði bærinn keypt á 100 ára afmæli sínu. Jónas starf- rækti sjálfstæða myndastofu frá því fyrir stríð, en tók við gömlu stofunni við lát Kristjáns. Jónas lést 1977, og þá gáfu systkin hans Akureyrarbæ plötusafn hans, sem hafði einnig að geyma plötur frá tíð föður hans. Ljósmyndavélar og hlutir tilheyrandi myndastofunni voru afhentir Minjasafninu. Auk ljósmyndanna verða á sýningunni ljósmyndavélar úr myndastofu þeirra feðga, bak- sýnistjald og nokkrir aðrir hlutir, flestir fengnir að láni í Minjasafninu. Hallgrímur og synir hans stunduðu ljósmynda- iðn á Akureyri í hartnær 80 ár og eiga því ekki lítinn þátt í menningar- og iðnsögu þæjar- ins. Hallgrímur útskrifaði 19 lærlinga, og höfðu 7 þeirra hlotið meistararéttindi, þegar hann féll frá, þ.á m. einn af elstu ljósmyndurum landsins, sem enn starfar, Vigfús Sigur- geirsson. Sýningarskrá verður gefin út í tilefni sýningarinnar og í henni birtist ritgerð um ævi og störf Hallgríms Einarssonar eftir Harald Sigurðsson, bankafull- trúa. Þriggja manna nefnd, kosin af bæjarstjórn Akureyrar, hefir unnið að undirbúningi sýningarinnar, en í henni eiga sæti Sigurður Jóhannesson, for- seti bæjarstjórnar, formaður, Gísli Sigurgeirsson, ritstjóri, og Ottar Einarsson, kennari, Nefndin réð Harald Sigurgeirs- son til þess að vinna við söfnun mynda og uppsetningu sýning- arinnar, og hefir meginþungi undirbúningsstarfsins hvílt á herðum hans. Sv.P. Uppskurður á sjúkrahúsinu> Steingrímur Matthíasson og Jónas Rafnar skera upp sjúkling.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.