Morgunblaðið - 03.11.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.11.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1978 17 Frammi- staða Dana vek- ur mikla athygli Buenos Aires, 2. nóvember. FRAMMISTAÐA dönsku sveitarinnar hefur vakið mikla athygli, en með 3,5:0,5 sigri fyrir Kanada í sjöttu umferð komust Dan- ir í annað sæti og eru aðeins hálfum vinningi á eftir Sovétmönnum, sem hafa 17 vinninga eftir að hafa unnið Ungverjaland 2,5:1,5 í sjöttu umferðinni. Búlgarir sem unnu Kúbu í 6. umferð 3:1, eru jafnir Dönum að vinningum og síðan koma England og Bandaríkin með 16 vinn- inga en viðureign þessara þjóða lauk með sigri Bandaríkjamanna 2,5:1,5. Ungverjaland og Holland hafa 15,5 vinninga og ís- lendingar Argentínumenn og Júgóslavar eru með 15 vinninga hver sveit. ht. Ingvar fékk hugskeyti frá Helga Sæmundssyni Helgi Ólafsson hefur stað- ið sig mjög vel á ólympíu- skákmótinu, enda hefur hann „mörg töfl í hausn- um“ að sögn hinna. Margeir Pétursson hefur haslað sér völl sem hirð- skáld íslenzku skáksveit- arinnar Lombardy heimtar mat sinn og engar refjar og segist góðu vanur á ís- landi. 99 Gott er að hafa aftöflum gnótt... 99 Buenos Aires, 2. nóv. HIÐ hefðbundna ljóðform lifir í landanum, þótt fjarri sé fósturjörðinni. Við mat- borðið hér á Sherat- on-hóteli eru menn léttir í lund og láta margt fjúka, meðal annars í kveðlingum. Hins vegar þykir maturinn nokkuð einhæfur og eru keppendur almennt orðnir hálfsúrir yfir þessu. Bandarískir stórmeistarinn Lombardy segist betra van- ur, meðal annars frá Hótel Loftleiðum, og hefur hann skrifað mótsstjórninni harðort mótmælabréf, þar sem hann heimtar mat sinn og engar refjar. Helzt þykir mönnum mikið af hænsnfugli á borðum og varð þetta hænsnafár til þess að Ingv- ar Ásmundsson fékk hug- skeyti frá Helga Sæmunds- syni og mælti: „Snillingarnir gcta grætt gervinýra í sjúkling. Aðrir scgja að allt só ætt. scm cr í ætt við kjúkling.“ En Margeir Pétursson þarf ekki að fá hugljómun sína ofan af íslandi. Eitt sinn voru menn að gantast með það að Helgi Ólafsson þyrfti ekki á manntafli að halda, þar sem hann hefði svo mörg töfl í hausnum. Kastaði þá Margeir fram eftirfarandi: „Gott cr að hafa af töflum gnótt og gcyma á bak við eyra þvi glappaskotin glcymast fljótt af gáfnatrcgðu og fleira.“ ht Heimsmeist- arinn sann- aði hæfnina Bucnos Aires, 2. nóvcmbcr. HINN nýbakaði heimsmeist- ari kvenna Maja Chibourdan- idze, sem er 17 ára, teflir á fyrsta borði sovézku kvenna- sveitarinnar og fyrrverandi heimsmeistari Nona Gaprindashvily teflir á öðru borði. Maja vann einvígi þeirra fyrir skömmu með 8,5 vinning- um gegn 6,5. Heimsmeistárinn nýi sýndi snilli sína í því að vinna mexikanskan andstæð- ing sinn í örfáum leikjum og stóð skákin aðeins í 11 mínút- ur. ht. Þekktustu skákmenn Argentínu ekki með Najdorf Buenos Aires, 2. nóvcmber. í SJÖUNDU umferð í kvöld teflir íslenzka karla- sveitin við A-sveit Argen- tínu, en þessar þjóðir hafa keppt átta sinnunt á fyrri Olympíumótum, fyrst 1937 í Stokkhólmi og síðast 1972 í Skopje. Standa leikar þannig að Argen- tína hefur 24 vinninga og ísland 8. Það vekur athygli að fjórir kunnustu stórmeist- arar Argentínu tefla ekki hér að þessu sinni. Najdorf, Panno og Sanguinetto var neitað um keppnisleyfi á þeim forsendum að þeir hefðu ekki tekið þátt í skákþingi Argentínu fyrr á þessu ári. Sá fjórði Quinteros, krafðist sem svarar þremur milljónum íslenzkra króna fyrir þátt- töku og varð ekki af. Fjarvera þessara manna kemur gestunum spánskt fyrir sjónir, einkum þykir mönnum gamla kempan Najdorf vera illa leikinn í þessu máli. „Þetta eru snarvitlausir menn,“ sagði Najdorf og hló hrossahlátri þegar blm. Mbl. ræddi þetta við hann. Najdorf er mjög litríkur persónuleiki og vinsæll þátttakandi í skákmótum eins og íslend- ingar hafa kynnzt af eigin raun, og hefur hann borið hróður Argentínu víða frá því hann settist hér að eftir Olympíumótið 1939. Sér- staklega hefur það mælzt illa fyrir nú að útiloka hann frá keppni, þar sem nú fer að styttast í skák- ferli hans, en hann er kominn fast að sjötugu. ht. Olgmpíuskákmótið: Karlarnir í níunda sœti Kvennasveitin í D-riðli Buenos Aires, 2. nóvember. LJÓST er nú að íslenzka kvennasveitin lendir í D- riðli úrslitakeppninnar. I sjöttu umferðinni töpuðu konurnar fyrir Dönum og fengu Vz vinning þannig að sveitin hefur nú 4 V2 vinning eftir sex umferðir. Karlasveitin vann aftur á móti sveit Venezúela í sjöttu umferð með 3 vinningum gegn 1 og er sveitin í 9. sæti eftir sex umferðir. Friðrik hafði hvítt á móti Ostos í sjöttu umferðinni og urðu mikil uppskipti. Friðrik bauð jafntefli eftir 10 leiki. Guðmundur hafði svart gegn Fernandez og tefldi kóngsindverska vörn. Fékk Gumundur þrönga stöðu, en varðist vel og eftir drottningarkaup bauð hann jafntefli, sem Fern- andez þáði. Helgi átti léttan dag gegn Diaz. Vene- zúelamaðurinn tefldi byrjunina ónákvæmt og Helgi notfærði sér það til hins ýtrasta, þannig að í 17. leik sat andstæðingurinn uppi með mannstap. Gamboa tefldi byrjunina frumlega gegn Ingvari en ekki að sama skapi nákvæmt. Ingvar hagnýtti sér vel veikleika and- stæðingsins og eftir 20 leiki vann hann mann fyrir tvö peð. Diaz barðist áfram í vonlausri stöðu og gafst ekki upp fyrr en mátið blasti við. Hvítti Helgi ólafsson Svarti Dias Enski leikurinn 1. c4 - c6, 2. e4 - d5, 3. exd5 — cxd5,4. d4 — Rf6, 5. Rc3 - e6, 6. Rf3 - Be7, 7. cxd5 — exd5, 8. Re5 — 0-0, 9. Bd3 - Rc6, 10. 0-0 - Be6, 11. Be3 — Rxe5, 12. dxe5 — Rg4,13. Bd4 — f6, 14. f4 — fxe5, 15. fxe5 - hxfl+, 16. Dxfl - Da5, 17. Bf5 - Bc5, 18. Bxe6+ - Kh8,19. Df4 - Db6, 20. Bxg4 - Bxd4+, 21. Khl - Dxb2 22. Hfl - Bc5, 23. Ra4 - Da3, 24. Rxc5 - Dxc5, 25. e6 gefið. Tími 1.22 - 1.54.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.