Morgunblaðið - 03.11.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.11.1978, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1978 22 Bridgefélag Akureyrar Akureyrarmótið í sveita- keppni hófst sl. þriðjudag. 12 sveitir mættu til leiks. Búast má við skemmtilegri keppni í sveitakeppninni. I fyrra sigraði sveit Alfreðs Pálssonar eftir harða keppni við sveit Páls Pálssonar. Fékk sveit Alfreðs 176 stig en sveit Páls 175 stig. Úrslitaleikurinn í bikarkeppninni Á sunnudag verður spilaður 64 spila úrslitaleikur í Bikar- keppni Bridgesambandsins. Þar eigast við sveitir Þórarins Sig- þórssonar og Guðmundar Páls Arnarssonar. Spilaðir verða 8 hálfleikir ef svo má að orði komast, þ.e. gert upp eftir hver 8 spil og staðan könnuð. Spila- mennskan hefst kl. 10 um morguninn en sýningartafla verður sett upp kl. 14 og eru áhorfendur velkomnir. Keppnis- stjóri verður Alfreð G. Alfreðs- son. Barðstrendingafé- lagið í Reykjavík 5 kvölda tvimenningskeppni er lokið og úrslut urðu þessi: Ragnar Þorsteinsson — Eggert Kjartansson 615 Ari Þórðarson — Díana Kristjánsdóttir 595 Helgi Einarsson — Erla Lorange 577 Baldur Guðmundsson — Þorvaldur Lúðvíksson 572 Bergþóra Þorsteinsdóttir — Þorsteinn Þorsteinsson 567 Hermann Finnbogason — Hörður Davíðsson 566 Viðar Guðmundsson — Birgir Magnússon 551 Hermann Samúelsson — Þórir Bjarnason 550 Frá Bridgefélagi Hafnarfjarðar Tvímenningskeppni B.II. er nú lokið með öruggum sigri þeirra Bjarna Jóhannssonar og Þorgeirs Eyjólfssonar eftir góðan endasprett og óskar Brldge Umsjón* ARNÓR RAGNARSSON félagið þeim til hamingju með titilinn og fallega tölu. Annars var röð hinna efstu sem hér segir (árangur í lokaumferð í sviga). Bjarni Jóhannsson — Þorgeir Eyjólfsson 1000 (264) Björn Eysteinsson — Magnús Jóhannsson 966 (226) Árni Þorvaldsson — Sævar Magnússon 940 (226) Albert Þorsteinsson — Sigurður Emilsson 909 (236) Runólfur Sigurðsson — Þorsteinn Þorsteinsson884 (213) Kjartan Markússon — Óskar Karlsson 868 (194) Ólafur Ingimundarson — Sverrir Jónsson 868 (230) Meðalskór 840 Nk. mánudag hefst svo aðal- sveitakeppni B.H. Vert er að benda á að Gaflarar fara sér yfirleitt að engu óðslega við að mynda sveitir, enda fæðast sumar á síðustu stundu (eða mínútu). Spilurum sem eru á lausum kili er því bent á að koma að Hjallahrauni 9 nk. mánudag, þar sem góðar líkur verða að teljast á því að komast í sveit. Félagar, gamlir sem nýir, eru því hvattir til að vera með enda vex fjorið með aukinni þátttöku. llliuul SrTr Ódýrt Folalda- Buff ................ 2.160 kr. Snitzel .............. 2.160 kr. Gullach ............ 2.070 kr. File og mörbráö ...... 2.360 kr. Hakk ................... 980 kr. Saltað ................. 785 kr. Reykt .................. 980 kr. Hakk í 3 kg........... 2.670 kr. Geriö góö kaup á folaldakjöti í dag. Opiö til kl. 10 á föstudögum. Lokaö laugardaga. Vörðufell Þverbrekku 8 Kópavogi símar: 42040 og 44140. Ályktun Alþýðuflokksins: Krafa kjósenda um auk- in áhrif Alþýðuflokks- ins á stjórn landsins MORGUNBLAÐINU hefur horizt ályktun sem samþykkt var á fundi kjördæmisráðs Alþýðu- flokksins í Vesturlandskjördæmi laugardaginn 28. októher sl. og er hún svohljóðandii Fundur kjördæmisráðs Alþýðu- flokksins í Vesturlandskjördæmi, haldinn í Borgarnesi 28. október 1978, minnir á hinn mikla kosn- ingasigur Alþýðuflokksins í Al- þingiskosningunum síðastliðið sumar. Fundurinn telur að úrslit kosninganna hafi verið skýlaus krafa kjósenda um aukin áhrif Alþýðuflokksins og stefnumála hans í stjórn landsins og stefnuna í efnahagsmálum. Því sé það skylda ráðherra og þingmanna flokksins að fylgja stefnumálum flokksins fast eftir innan ríkis- stjórnar og á Alþingi. Núverandi ríkisstjórn, sem mynduð var meðal annars að áeggjan verkalýsðhreyfingarinn- ar, tók við efnahagsmálunum í öngþveiti, þar sem undirstöðuat- vinnuvegir voru ýmist að stöðvast, eða þegar stöðvaðir. Því er eðlilegt að fyrstu mánuðir af starfi ríkisstjórnarinnar einkenniast af skammtímaráðstöfunum í ljósi ríkjandi aðstæðna. I samstarfsyfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar er að finna mörg af stefnumálum Alþýðuflokksins, m.a. um gerbreytta efnahags- stefnu og hjöðnun verðbólgunnar. Fundur kjördæmisráðsins telur að baráttan gegn verðbólgunni sé höfuðverkefni ríkisstjórnarinnar, ásamt því að halda uppi fullri atvinnu, tryggja kaupmátt lægstu launa og auka jöfnuð í þjóðfélag- inu. Þessa baráttu verður að heyja og þar vinnst ekki sigur, nema í nánu samstarfi við samtök launa- fólks í landinu. Að þessu ber ríkisstjórninni að vinna með festu og einurð, og stefna að því að mjög verulega dragi úr verðbólgu á árinu 1979. Fundurinn minnir á þá stefnu Alþýðuflokksins, að afnema beri tekjuskatt af almennum launa- tekjum, og telur að við gerð fjárlaga fyrir árið 1979 verði að tryggja verulega stefnubreytingu í þessum efnum frá því sem nú er, svo og að dregið verði úr fjárfrek- um framkvæmdum, eftir því sem fært þykir, og ítrasta sparnaðar og aðhalds verði gætt í öllum opin- berum rekstri og umsvifum. Gylfi sigraði í Grohe-skákmótinu GROHE-skákmótinu hjá Taflfélagi Seltjarnarness er lokið. Teflt var um bikar sem Þýsk-íslenska verslun- arfélagið gaf til keppninnar og verður hann farandsbik- ar. Tefldar voru 9 umferðir eftir Morad-kerfi. 1. Gylfi Magnússon 8 vinningar af 9 mögulegum. 2. Harvey Georgsson 8 vinningar af 9 mögulegum. 3. Hilmar Karlsson 6 vinningar af 9 mögulegum. Einnig fór fram Grohe-hrað- skák. Tefldar voru 7 umferðir eftir Monrad-kerfi. 1. Sólmundur Kristjánsson ll'/z vinning af 14 möguiegum. 2. Gylfi Magnússon 11 vinninga af 14 mögulegum. 3. Hilmar karlsson 11 vinninga af 14 mögulegum. I lok mótsins afhenti fram- kvæmdarstjóri Þýsk-íslenská verslunarfélagsins, Ómar Kristjánsson, verðlaun. Skákstjóri var Garðar Guð- mundsson. Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og virðíngu viö andiát og jaröarför eiginmanns míns, fööur og tengdafööur SIGURBJÖRNS P. ÁRNASONAR Túngötu 22, Hútavík. Sérstaklega þökkum viö læknum og hjúkrunarfólki Landsspítalans-ó hand- og lyflækningadeild. Aóalbjörg Björnsdóttir Birna Sigurbjörnsdóttir, Kristbjörn Árnason Sigrún Sigurbjörnsdóttir, Pétur Pétursson Árni L. Sígurbjörnsson, Sigrún Ingólfsdóttir, Haukur H. Logason, Kolbrún Ragnarsdóttir. t Hugheilar þakkir fyrir veitta samúö viö andlát og jaröarför SIGURJÓNS JÚLÍUSSONAR Jóhanna R. Júlíusdóttir. t Þökkum af alhug öllum þeim sem sýndu okkur samúö og hluttekningu við andlát og jaröarför móöur okkar. tengdamóður og ömmu. MARÍU KRISTÍNAR BJÖRNSDÓTTUR Fré Önundarholti. Sérstakar þakkir viljum viö færa læknum og hjúkrunarliöi á sjúkrahúsinu á Selfossi, fyrir mjög góöa hjúkrun í hennar veikindum. Börn, tengdabörn og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.