Morgunblaðið - 03.11.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.11.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1978 23 Breyting á rekstri Arnar og Örlygs NÝLEGA hafa orðið þær breytinKar á rekstri bókaút- gáfunnar Arnar ok Örlygs að Örn Marinósson hefur (?en;íið út úr rekstrinum ojí við hlutafénu hafa tekið Örlysur Hálfdánarson og fjölskylda hans. en Örlygur hefur sem kunnugt er verið fram- kvæmdastjóri bókaútjíáfunnar frá upphafi. Fyrirtækið er um þessar mundir að byssíja verzl- unarhúsnæði við Vestursötu 10. Skipað heil- brigðismála- ráð Reykja- víkur IleilbrÍKðismálaráð Reykjavíkur tók nýlega til starfa, en það var skipað samkvæmt li>s;um um heilbrÍKðisþjónustu sem sam- þykkt voru á Alþingi í maí sl. Er skipun heilbrÍKðismálaráða í tengslum við nýja skiptinsu landsins í læknishéruð, sem nú samsvarar kjördæmaskipaninni. I frétt frá borgarlækni er greint frá skipan ráðsins, sem borgar- stjórn kýs 7 fulltrúa í og stjórnir heilbrigðisstofnana ríkisins og einkaaðila tilnefna fulltrúa frá hverri stofnun: Fyrir Landspítala, Davíð Á. Gunnarsson, aðst.frkv.stj.; Landa- kotsspítala, Logi Guðbrandsson, framkv.stjóri; Kleppsspítala, Tómas Helgason, prófessor; hjúkrunardeild Grundar, Gísli Sigurbjörnsson, forstj.; hjúkr.d. Hrafnistu, Pétur Sigurðsson, form.stj. Hrafnistu; gistiheimili R.K.I., Kjartan Jóhannsson, yfir- læknir; bogarstjórn Reykjavíkur, Adda Bára Sigfúsdóttir, veður- fræðingur, Margrét Guðnadóttir, prófessor, Sigurður Guðmundsson, frkv.stjóri, Jón Aðalsteinn Jónas- son, kaupmaður, Páll Gíslason, yfirlæknir, Markús Örn Antons- son, ritstjóri, Margrét S. Einars- dóttir, ritari. Formaður ráðsins er héraðslæknir Reykjavíkurhéraðs, Skúli G. Johnsen. Helztu verkefni hins nýja ráðs eru m.a. að hafa með höndum stjórn heilbrigðismála í Reykja- víkurhéraði, gera tillögur og áætl- anir um framgang og forgang verkefna á sviði heilbrigðismála, gerð fjárhagsáætlana og áætlana til lengri tíma um skipan heilsu- gæzlu og sjúkraþjónustu í héraðinu. Þá kemur fram í frétt frá borgarlækni að rekstrarkostnaður heilbrigðisþjónustunnar í Reykja- vík áriö 1977 var 12,2 milljarðar, stofnkostnaður rúmar 880 milljón- ir, starfsmannafjöldi samsvarar 3838 mannárum, fjöldi sjúkra- rúma í héraðinu var 2300, sem er 57,5% allra sjúkrarúma í landinu og legudagafjöldi á sjúkrastofnun- um var 700 þúsund. HEILDSÖLUBIRGÐIR FYRIRLIGGJANDI. HLkim I fiWABRODDI Smokie — Montreux Album Nýja platan meö Smokie er örugglega þaö langbesta sem þeir félagar hafa látiö frá sér fara enda eru lögin Mexican Girl, Oh Carol og For a Few Dollars more nú þegar oröin geysivinsæl. Santana Inner Secrets Það hefur sjálfsagt ekki fariö fram hjá neinum að Santana hafa með hverri plötu stöðugt aukið á vinsældir sínar. Slík mun einnig verða raunin með Inner Secrets, sem bókstaf- lega slær öllum fyrri plötum hljómsveitarinnar við. Billy Joel 52nd Street Á undanförnum árum hefur nafn Billy Joels stööugt notið aukinnar virðingar. Meö The Stranger náði Billy þeim vinsældum, er við hann voru bundnar. Nýja plata Billy Joels 52nd Street er skemmtilegt framhald á hans ferli og er plata sem ætti aö höfða til þeirra sem vilja skemmta sér og jafnframt hlýöa á góöa tónlist. Chicago Hot Streets Chicago hafa fengið til liðs við sig nýjan gítarleikara og söngvara Donnie Dacus og eru þeir „Alive again" en svo heitir nýja „hit-lagið" þeirra. Þeir hafa breyst lítillega en eru samt alltaf gömlu góðu Chicago. A Taste of Honey Boogie Oogie Oogie Þeir sem hafa heilsað upp á diskótekin að undanförnu hafa ekki komist hjá því að heyra Boogie Oogie Oogie en það lag hefur tröllriöið diskó- heiminum að undanförnu. A Taste of Honey flytja hér pottþétta tónlist og góðar melódíur. Linda Ronstadt — Living in the USA í dag situr Living in the USA í 1. sæti bandaríska vinsældalistans og tók þaö Lindu ekki nema 4 vikur aö komast þangaö. í tónlist hennar hefur ávallt sameinast það sem kallast getur vandaö og skemmtilegt. Bay City Rollers Strangers in the Wind Bay City Rollers eru ein af vinsælustu hljómsveitum meðal yngri kynslóðarinnar hér á landi enda er mörgum í fersku minni sjónvarpsþáttur- inn sem var sýndur með þeim hér á dögunum. Strangers in the Wind er þeirra vand- aöasta plata til þessa. Saturday Night Fever Saturday Night Fever er vinsælasta diskóplata allra tíma og það eru ekki bara Gibb bræðurnir sem slá í gegn. Eftir að sýningar á myndinni hófust hér á landi hafa t.d. Tavares gert þaö geysigott með laginu More than a Woman. 10CC Bloody Tourists 10CC slóu allsstaðar í gegn með Dreadlock Holiday af þessari plötu, en hún hefur meira að geyma en aðeins þetta lag. Kynníð ykkur Bloody Tourists og þið munið komast aö raun um að platan er frábær út í gegn. The Big Wheels of Motown Enn á ný sannast gildi gömlu Soul tónlistarinnar með út- gáfu EMI fyrirtækisins áf samansafnsplötunni The Big Wheels of Motown. Á þessari plötu skemmta m.a. Steve Wonder, Diana Ross, Jackson 5 og Isley Brothers. FALKIN N Suðurlandsbraut 8. Sími 84670 Laugavegur 24. Sími 18670. Vesturveri. Sími 12110.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.