Morgunblaðið - 03.11.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.11.1978, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1978 íslandsmótið í blaki hefst í dag íslandsmótið í blaki hefst í daj? með leik í 1. deild kvenna, að Laugum í Þinseyjarsýslu, en þar lcika Völsunsar ok ÍS. I 1. deild karla leika nú þessi félög: íþróttafélag Stúdenta (ÍS), Þróttur, UMSE, UMFL og MÍMIR Laugarvatni. Leikin verður fjór- föld umferð eins og í fyrra og verða fyrstu leikirnir fyrstu helg- ina í nóvember. Blakdeild í Vestmannaeyjum Það er alltaf ánægjulegt að fá fréttir um nýjar blakdeildir. Vestmannaeyingar eru nú komnir á blaklandabréfið með boðun þátttöku í 2. deild. Björgvin Eyjólfsson íþrótta- kennari sem dvaldi í Austur-Þýskalandi í sumar á fveggja mánaða blaknámskeiði mun vera hvatamaður þessa fram- taks í Eyjum. Ástæða er að óska Vestmannaeyingum til hamingju með blakið og hefur stjórn BLI í samráði við mótanefnd fengið tvö bestu (?) blaklið landsins til þess að keppa sinn fyrsta 1. deildarleik í Eyjum 18. nóvember. Óldungakeppnin á Akureyri 1979 Islandsmót öldunga (30 ára og eldri) mun leikið á Akureyri helgina 20.—22. apríl Öldungarráð BLI (sjá bréf) kannar nú hvort ekki sé möguleiki á keppni í kvennaflokki þessa vinsæla móts. Með þessari frétt eru öldungar minntir á að byrja að blaka og einnig vakin athygli á 5. gr. Öldungareglnanna þar sem öld- ungur má ekki leika í deildakeppni BLI. Núverandi Öldungameistarar eru Skautafélag Akureyrar sem tóku titilinn af ísfirðingum í mikilli orrahríð síðast liðið vor. - ÞR fullt hús mata RCfkT Foum h. 1150 Af nýslátruðu: Ódýra lambasaltkjötið 880 kr. kg. Úrvals fuglakjöt Folaldabuff 2980 kr. kg. Ærhakk 915 kr. kg. Holdakjúklingar 1790 kr. kg. Folaldagullasch 2850 kr. kg. Kindahakk 1210 kr. kg. 10 stk. í kassa 1470 kr. kg. Folaldamörbrá 3200 kr. kg. Nautahakk 1980 kr. kg. Unghænur 1208 kr. kg. Folaldafillet 3200 kr. kg. 10 kg. nautahakk 1670 kr. kg. 10 stk. í kassa 1075 kr. kg. Folaldahakk 1150 kr. kg. Kálfahakk 1233 kr. kg. Aliendur 2475 kr. kg. 10 kg. folaldahakk 995 kr. kg. Saltkjötshakk 1210 kr. kg. Holdakalkún 2850 kr. kg. Saltað folaldakjöt 990 kr. kg. Svínahakk 2195 kr. kg. Villigæsir 2500 kr. stk. V4 folaldaskrokkar í frystirinn 930 kr. kg. Nautahamborgari 110 kr. sth. Kjúklingalæri 2200 kr. kg. Kjúklingabringa 2200 kr. kg. Ath. lokað í hádegi milli kl. 12.30—14. Nýtt grænmeti Opið til kl. 7 föstudaga og laugardaga kl. 7—12. Risinn olli næstum stjórnar- slitum TVÖ AF sterkari félögum í ísrael, hvort heldur er í hand- bolta, fótbolta eða körfubolta, eru Hapoel og Maceabi. Þau eru þar að auki nágrannar, þannig að rígurinn milli félaganna er oft gífurlegur. Körfudeild Maccabi hefur lengi haft í þjónustu sinni risavaxinn svertingja að nafni Aulcie Perry. Er siáninn 2,08 metrar og hæfni hans í körfuknattleik er talin ærin. Sá er galli á gjöf Njarðar, að Perry var banda- rískur ríkisborgari og sam- kvæmt ísraelskum lögum var honum óheimilt að leika nema milliríkjaleiki með Maccabi. í ísraelsku deildakeppninni mátti hann ekki leika. Þá gerðist það, að Perry gerðist Gyðingur í Bandaríkjunum, en fluttist við svo búið til fram- búðar til ísraels og gerðist þar ríkisborgari. Nágrannaliðið Hapoel hefur löngum átt erfitt uppdráttar gegn sínum sterkari nágrönnum Maccabi og nú sáu þeir fram á að leiðin yrði enn torsóttari, þegar ljóst var að negrinn mátti fara að leika í deildinni. Aðstendendur Hapoel áttu erfitt með að kyngja þessum bita og það varð til þess, að nokkrir aðdáendur liðsins grófu það upp, að Perry hefði ekki verið vígður til gyðingatrúar í löglegum húsa- kynnum, þar af leiðandi væri hann alls ekki Gyðingur og þar af leiðandi mætti hann ekki ieika með Maccabi gegn þeim frekar en áður. Ailir á nokkurn hátt tengdir Maccabi urðu auðvitað viti sínu fjær af reiði, en slíkt hitamál varð þetta í ísrael, að 4 ráðherrar í stjórn Menachem Begins hótuðu að draga sig úr stjórnarsamstarfi vcgna þessa. Þeir eru í flokki heittrúaðra Gyðinga og tóku málstað Hapoel. Mál þetta hefur enn ekki verið til lykta leitt. Til umhugsunar Opið bréf til Mbl. TIL umhugsunar í upphafi handknattleiksvertíðar. Sunnudaginn 22. október er UMFÍ og UMFG léku saman í 2. deild kvenna í íþróttahúsi Njarðvíkur varð það óhapp, að stúlka úr liði UMFG fékk högg í andlitið sem olli því, að hún fékk snert af heilahristingi og framtennur losnuðu. Atvikið var hreint slys sem getur alltaf gerst í íþróttum, en það, sem vekur furðu mína og annarra, er að ekki virðist vera gert ráð fyrir því, aö slíkt geti gerst. Engar sjúkrabörur né annar slysaútbúnaður virðist vera til staðar í hinu mjög fullkomna og glæsilega íþróttahúsi Njarðvíkur. En í því eru tveir salir ásamt sundlaug o.fl. Þetta var önnur helgin í röð, sem ég er staddur með lið í keppni þarna, sem slys verður í leik, þar sem koma verður hinum slasaða á brott án þess að nokkrar sjúkrabörur séu til staðar. Allir vita hve slíkt getur haft slæmar afleiðingar í för með sér fyrir þann slasaða. Grein þessi er ekki hugsuð einhver áróður á íþróttahús Njarðvíkur, heldur til að vekja þá Njarðvíkinga til umhugsun- ar um þetta efni. Þór Ottesen. þjálfari U.M.F.G.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.