Morgunblaðið - 03.11.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.11.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1978 31 an intimate experience on film THE BEATLES TÓNABÍÓ Sími 31182 Frumsýnir: Let It Be Síöasta kvikmynd Bítlanna Mynd fyrir alla þá sem eru þaö ungir aö þeir misstu af Bítlaæöinu og hina sem vilja upplifa þaö aftur. John Lennon Paul MaCartney George Harrison Ringo Starr ásamt Yoko Ono, Billy Preston og Lindu MaCartney. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Morgunblaðið óskar eftir blaðburðarfólki Austurbær: □ Hverfisgata 4—62 □ Laugavegur 1—33, □ Úthlíö Vesturbær: □ Miöbær □ Túngata. □ Lambastaöahverfi Kópavogur: □ Kópavogsbraut Uppl. í síma 35408 fK0t0tntiilBbib ííííí'mrT-\sígu r yfir IBV rétt fyrir leikslok l Þórður Hallgrímsson skoraði fyrir ÍBV EKKI er hægt að segja annað en að IBV hafi staðið sig vel í síðari leik sínum á móti Slask Wroclaw sem fram fór í gærkvöldi í Wroclaw í Póllandi. ÍBV tapaði með 2 mörkum gegn 1. Staðan í hálfleik var 1—1. Þar meö er ÍBV úr leik í keppninni. Það var Nocko sem kom heima- mönnum á bragðið með góðu marki, á 16. mínútu fyrri hálfleiksins, en Eyjamenn gáfust ekki upp og tókst að jafna metin á 31. mínútu og var þar að verki Þórður Hallgrímsson, sem skoraði með þrumuskoti af 20 m faeri. Eins og mönnum er í fersku minni var það Þórður sem varð fyrir þv' óhappi að skora sjálfsmark í leiknum hér á Melavellinum. Hann hefur augsýnilega ætlað að bæta fyrir það með því að koma knettinum nú í rétt mark og það hefur tekist. Síðari hálfleikurinn var nokkuð jafn, sótt var á báða bóga, en ekki var mikið um hættuleg marktækifæri. Það var svo ekki fyrr en rétt fimm mínútum fyrir leikslok að Slask tókst að skora sigurmarkið og merja sigur. Síöara mark Slask skoraði Kwiatkowski. Slask kemst því áfram í keppninni á samanlagðri markatölu 4—1. Áhorfendur að leiknum úti í Póllandi voru um 8000. Besti maður ÍBV í leiknum var Ársæll Sveinsson markvörður, sem varði mjög vel í leiknum, og bjargaði einu sinni stórkostlega vel. Leiknum var sjónvarpað um allt Pólland. Þr. • Bjiirn Jóhannsson kominn í KCKnum vörn andstæöinganna os skorar eitt af 11 mörkum sínum í Kærkvöldi aldrei meira en eins marks munur. Armenningar náðu að jafna leikinn á 39. mínútu, 10—10, og leiddu síðan með einu marki þar til 3 mínútur voru eftir af leiktímanum. Þá tókst Óskari Ásmundssyni að skora af línu með harðfylgi og koma Ármanni tvö mörk yfir 19—17, og var eins og að það tæki allan mátt úr KR-ingum. Síðustu mínútur leiksins voru hrein leikleysa af þeirra hálfu og það nýttu Ármenningar sér vel og tókst að bæta við þremur mörkum síðustu tvær mínútur leiksins og sigra með fimm marka mun. Var það of stór sigur eftir gangi leiksins. En alveg undarlegt að jafn leikreynt lið og KR falli svona langt niður í leik sínum og hreinlega gefist upp. Lið KR hefur alla tilburði til að leika góðan handknattleik, það hefur yfir góðum og frískum mannskap að ráða og getur gert miklu betur en það gerði í gærkvöldi, en þar verður að koma til hugarfarsbreyting. Ekki er að efa að hinn reyndi þjálfari þeirra, Hilmar Björnsson nái þeim betur á strik í vetur. Besti maður liðsins var Símon Unndórsson og skoraði hann 10 mörk í leiknum, öll með Björn Jóhannsson skoraði 11 jj mörk er Ármann lagói KR I i íeiKinn. iyrstu tuttugu minuturnar og var »*• au-w- ÁRMENNINGAR sigruðu KR- inga í sínum fyrsta leik í 2. deild í vetur, með 22 mörkum gegn 17. Kkki vac leikur þessara tveggja liða neitt til að hrópa húrra fyrir. Var leikurinn ákaflega þóf- kenndur. mikið um hnoð og pústra á báða bóga. Satt best að segja átti undirritaður von á mun betri handknattleik frá þessum tveim liðum. sem verða án efa meðal þeirra liða sem verða á toppi 2. deildar þetta keppnis- tímabil. Það var fyrst og fremst góður leikur tveggja rnanna í Ármanns- liðinu sem skóp sigur þeirra. Markakóngur 1. deildar frá því í fyrra, Björn Jóhannsson var í miklum markaham og skoraði hvorki meira né minna en 11 mörk í leiknum, og markvörður Ár- manns, Ragnar Gunnarsson, varði mjög vel þegar mest reið á, og KR átti góða möguleika á að jafna leikinn. Lið KR-inga er ákaflega erfitt að reikna út, enginn er búinn að gleyma hversu misjafna leiki þeir áttu í fyrravetur er liðið gersigraði suma andstæðinga sína, en strax í næsta leik biðu þeir e.t.v. hið versta afhroð, KR-liðið byrjaði leikinn á móti Ármanni mjög vel og eftir 11 mínútna leik var staðan orðin 7—3 þeim í hag, og þeir héldu áfram að bæta við forskotið og staðan varð 8—4. Var þá allt útlit fyrir stórsigur þeirra, liðið lék hratt, boltinn gekk nokkuð vel á milli manna, og góð ógnun var í leik þeirra. Hins vegar gekk hvorki né rak hjá Ármannsliðinu og léku Ármenningar í heilar 12 mínútur án þess að skora mark. En KR-ingar fengu sitt bakslag og áður en hálfleikurinn var allur hafði Ármann jafnað metin og staðan var 8 mörk gegn 8 í hálfleik. Síðari hálfleikur var mjög jafn fyrstu tuttugu mínúturnar og var miklum þrumuskotum, sumum hverjum langt utan af velli. Eins og áður hefur verið sagt báru þeir Björn og Ragnar áf í Ármannsliðinu, en þar áttu einnig ágætan leik þeir Jón Ástvaldsson og Óskar Ásmundsson. Mörk Ármanns: Björn Jóhanns- son 11 (5v), Óskar Ásmundsson 3, Jón Ástvaldsson 3, Ragnar Jóns- son 2, Friðrik Jóhannsson 2, Kristinn Ingólfsson 1. Mörk KR: Símon Unndórsson 10 (4vþ Björn Pétursson 3, Jóhannes Stefánsson, Friðrik Þorbjörnsson, Sigurður Páll Óskarsson og Ólafur Lárusson 1 hver. ~ Þr. IR og Þór í úrvalsdeildinni EINN leikur fer fram í úrvals- deildinni í kiirfuknattleik í kvöld. ÍR og Þór leika í íþróttahúsi Ilagaskóla kl. 20.00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.