Morgunblaðið - 04.11.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.11.1978, Blaðsíða 1
48 SIÐUR OG LESBOK wgttnfrlafrifr 252. tbl. 65. árg. LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Suður-Afríka: Rannsókn hafin á fj ármálahneyksli Jóhannesarborg, 3. nóvember, AP. Reuter. PIETER Botha, íorsætisráðherra Selja NATO-ríki Kínverjum vopn? Washington, 3. nóvember. AP. CYRUS Vance, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gaf í dag ríkjum Atlantshafsbandalagsins grænt ljós frá Bandaríkjastjórn vegna viðræðna þeirra við Kínverja um vopnasölu ríkjanna til Kína. Vance sagði á fundi með fréttamönnum, að frá sjónarmiði Bandaríkjamanna væri ákvörð- unin nú í hendi hvers ríkis um sig hvort þau vildu selja Kínverjum vopn, en kínverskar sendinefndir hafa á undanförnum mánuðum staðið í samningaviðræðum við Vestur-Þjóðverja, Frakka og Breta um hugsanlega vopnasölu. Vance sagði hins vegar að afstaða Bandaríkjamanna varð- andi vopnasölu til Kínverja og Sovétmanna væri óbreytt, þ.e. að ekki kæmu til greina nein slík viðskipti miðað við það ástand sem ríkir í vopnavígbúnaði þess- arra ríkja. Suður-Afríku, fyrirskipaði í dag formlega rannsókn á meintri misnotkun stjórnmálamanna á almannafé til þess að forðast mesta stjórnmálahneyksli í Suður-Afríku hin seinni ár. Botha sagði að þingið yrði þegar kallað saman til að fylgjast með framgangi mála. Að undanförnu hefur Connie Mulder, einn ráð- herra Botha í ríkisstjórn landsins, helzt verið nefndur í sambandi við ólóglega eyðslu almannafjár og er í því sambandi sérstaklega talað um að fé hafi verið veitt til dagblaðs eins í Jóhannesarborg en Mulder átti sæti í stjórn blaðsins áður en hann var kosinn á þing. Talið er að blaðið hafi fengið allt að 13.8 milljónum dollara „að láni" hjá stjórnvöldum landsins í gegn- um Mulder, eða sem svarar til rúmlega fjögurra milljarða ís- lenzkra króna. Einnig hafa heyrst raddir um að John Vorster, forveri Botha í starfi, sé flæktur í málið á einn eða annan hátt. / Julíus Nyarere, forseti blaðamannafundi í gær. Tanzaníu, lýsir yfir stríði á hendur Úgandamönnum á Símamynd AP Tanzanía formlega í stríð gegn Uganda Dar es Salam, Tanzaníu, 3. nóvember AP. JÚLÍUS Nyarere, forseti Tanzan- íu, lýsti í dag formlega yfir stríði ísrael — Egyptaland: „Samningar ættu að takast innan tíðar" Washington, 3. nóvember AP „SEGJA má að öllmn stærstu hindrununum í samningaviðræð- um ísraelsmanna og Egypta sé rutt úr vegi, þannig að samning- ar ættu að takast innan tíðar," sagði Cyrus Vance, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, á fundi með fréttamönnum í Washington í dag. Vance sagði einnig á fundinum, að þeir Begin hefðu á skyndifundi þeirra í gær komist að þeirri niðurstöðu, að einu deilumálin, sem setja þyrfti niður nú, væru deilurnar um búsetu ísraelsmanna á vesturbakka árinnar Jórdan og á Gazasvæðinu. Þjóðhöfðingjar ríkja Araba- bandalagsins, sem þingað hafa að undanförnu, komu saman aftur í dag til að ræða sameiginlegar aðgerðir gegn ísraelsmönnum. Á fundinum var samþykkt tillaga frá íraksmönnum þess efnis að á næstu 5 árum skyldu ríkin verja sem nemur 11 milljörðum dollara til baráttunnar gegn ísraelsmönn- um, eða sem nemur 3400 milljörðum íslenzkra króna. Nokkra athygli vakti, að Moammar Khadafy, leiðtogi Lýbíumanna, mætti ekki til fundarins, sendi í þess stað utanríkisráðherra sinn. Sér- fræðingar höfðu fyrir fundinn reiknað með því að hvað hórðust afstaða kæmi einmitt frá Khadafy. á hendur Ugandamönnum í kjiil far þeirra miklu átaka sem átt hafa sér stað milli landanna að undanförnu. Nyerere lýsti þessu yfir á fundi með fréttamönnum og sagði jafnframt. að óhjá- kvæmilegt væri að lýsa yfir stríði á hendur Ugandamönnum vegna villimannlegrar framkomu þeirra. Idi Amin, leiðtogi Úganda- manna, var fljótur til svars að venju og svaraði því til, að ráð væri að hætta öllum blóðsúthell- ingum á vígvellinum og þeir Nyerere hittust frekar í „hnefa- leikahringnum" og útkljáðu sín mál þar. Amin bætti því við, að þetta væri mun auðveldari leið fyrir Nyerere sem væri vanur hnefaleikamaður frá fornu fari. I kjölfar stríðsyfirlýsingar Tanzaníuforseta var sent út her- boð um landið og hundruð þúsunda Tanzaníumanna fóru að undirbúa sig undir átökin. Síðar í dag kom svo enn ein yfirlýsingin frá stjórn Uganda vegna stríðsyfirlýsingarinnar, þar sem allri ábyrgð á átökunum að undanförnu er lýst á hendur Nýerere, forseta Tanzaníu, og hann kallaður, „geggjaður, fyrr- verandi hnefaleikamaður". Þrátt fyrir stríðsyfirlýsinguna hefur verið frekar rólegt á landa- mærum ríkjanna í dag, aðeins smáskærur smáhópa. Karpov hatast vid Korchnoi: „Hann hefur lítilsvirt ætfland okkar ótrúlega" Moskva, 3. nóvember, AP. HINN nýbakaði heimsmeistari í skák Anatoly Karpov, lýsti því yfir á fundi með frétta- mönnum í Moskvu í dag, að hann hefði á stundum fundið til haturs á Viktor Korchnoi, sem hann lagði að velli í einvíginu á Filippseyjum. Ástæðuna fyrir þessu hatri sínu á áskorandanum fyrrver- andi, sagði Karpov vera þá, að hann hefði lítilsvirt ættland þeirra beggja ótrúlega, á marg- an hátt frá því að hann yfirgaf það á sínum tíma. Er Karpov var á fundinum spurður að því hvort hann hefði áhuga á að etja kappi við Bobby Anatoly Karpov, heimsmeistari f skák, á fundi með fréttamönnum þar sem hann lýsti afstöðu sinni f garð Korchnois áskoranda í heimsmeistaraeinvfginu, þ.e. að hann hataðist við hann á stundum. Fischer, fyrrverandi heims- meistara í skák, svaraði hann því til, að hann myndi þá aðeins tefla ef Fischer samþykkti að fara í einu og öllu eftir lögum FIDE. Þessi yfirlýsing Karpovs er að því leyti mjög athyglis- verð, að Fischer, sem nú virðist ætla að koma fram á sjónarsvið- ið aftur, hefur lýst því yfir að hann muni alls ekki tefla ef farið er eftir reglum FIDE. Karpov lýsti því einnig yfir, að tilfinningar hans gagnvart Korchnoi væru algert einsdæmi milli skákmanna því að ætíð ríkti mikil vinátta milli skák- manna hvernig svo sem skákum þeirra lyktaði. Dollar enná uppleið Lundon. New York. AP. EKKERT lát er á batnandi stöðu Bandaríkjadollars á gjaldeyrismörkuðum heimsins í kjölfar tilkynningar Carters forseta um auknar aðgeröir honum til styrktar. Við lok gjaldeyrismarkaða í Evrópu í dag haföi dollarinn á aðeins þremur dögum hækkað gagnvart svissneska frankan- um 9% og hafði í gærkvöld hækkað um 4.5% gagnvart japanska jeninu, en gjaldeyris- markaðurinn þar var lokaður í dag vegna hátíðarhalda. Samfara þessum mikla fjör- kipp dollarans hefur verð á gulli stöðugt farið lækkandi og við lokun gjaldeyrismarkaða í dag var verð á gullúnsunni komið niður í 215 dollara, en var komið í 245 dollara fyrir nokkrum dögum síðan. „Litli bróðir" New York. 3. nóvember. AP. „EF Bandaríkin hafa ekki þegar dregist verulega aftur úr Sovét- mönnum í vígbúnaði, munu þeir gera það innan tíðar og verða algjör „litli bróðir" í vígbúnaðar- kapphlaupinu," segir hið víðlesna tímarit Fortune í forystugrein

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.