Morgunblaðið - 05.11.1978, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 05.11.1978, Qupperneq 1
Sunnudagur 5. nóvember Bls. 33-64 okkur á því aö engin hreyfing, var á röðinni. Fallbyssuskot nálguðust Eftir um þaö bil tveggja klukkustunda biö fórum viö aö heyra fallbyssuskot sem nálguöust. Einnig kváöu viö vélbyssuskot og von bráðar birtist þessi fylking á hæöinni þar sem viö vorum. Hermenn komu eftir veginum og voru þeir einnig í kjarrinu handan vegarins. Skutu þeir mjög handahófskennt í allar áttir og inn í runna. Rétt á eftir hermönnunum komu skriö- drekar og brynvaröir bílar eftir veginum. Á einum bínum var hátalari og gullu úr honum skipanir til viöstaddra aö þeir skyldu halda hiö snarasta til baka og hverfa á brott. Það má skjóta því hér inn í að viöstaddir voru flestir skriðnir undir bíla sína. Viö héldum okkur á bak viö okkar bíl og þoröum ekki aö hreyfa okkur meöan á skothríöinni stóö. En menn létu ekki segja sér tvisvar og þustu í bílana þegar skipunin gall viö. Þaö var þröngt þarna og erfitt aö snúa bílunum því ekki gerðu menn ráö fyrir því aö mæta heilli herdeild og varö því handagangur í öskjunum og öngþveiti í æsingnum þegar allir reyndu aö snúa viö og fara af staö í einu. Allt fór þó vel og óku menn í ofboði á brott. Á flóttanum sprakk hjólbarði Á leiöinni sprakk hjá okkur og æsti þaö leikinn. Allir hinir bílarnir þustu fram úr okkur og viö vorum allt í einu orðnir síöastir. En okkur var þaö í mun aö komast áfram og meö snörum handtökum tókst okkur fljótt aö skipta um hjólbarða þó aö við færum á stórum Land Rover. Ég ákvaö aö viö skyldum fara til næsta þorps, Avgoi, sem er í 15 kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni, og hinkra þar og sjá til meö hvort viö gætum ekki snúiö seinna um daginn til Mógadishu. “ (Skv. frétt Mbl. af byltingartilrauninni var talið líklegt aö byltingin hefði hafist í herbúöum rétt viö háskólasvæöi viö veginn til Avgoi og aö mestir bardagar heföu oröiö viö lögregluvarðstöð viö veginn til Avgoi). „Þarna biöum viö í eina þrjá tíma, en þá ákváöum viö aö reyna aö nálgast höfuðborgina á ný og sjá hvort lætin SJÁ NÆSTU SÍÐU Sómalískur hnífasmiður smíðar hníf aö hætti innfæddra fyrir Jén Þegar deild úr her Sómalíu geröi tilraun til aö steypa Mohammed Siad Barre for- seta af stóli í apríl, lenti ungur íslenzkur tæknifræöingur mitt í öllum látunum þegar herliö hliöhollt stjórninni bældi uppreisnina niöur. Jón „var þá viö störf í Sómalíu, en þar var hann á vegum Almennu verk- fræöistofunnar sem vann verkfræöileg störf í Sómalíu í samstarfi viö vestur-þýzkt verkfræðifyrirtæki. Jón fylgdist meö vegagerö á milli þorpanna Goluen og Gelib, en það var sá vegarspotti sem vantaöi til aö tengja saman Mogadishu og Kisimaio, tvær helztu borgir Sómalíu. Og þaö var í einni reglulegri ferö Jóns til höfuöstööva fyrirtækisins í Mogadishu til aö gefa skýrslu um gang frarhkvæmda, aö hann lenti mitt í hamaganginum og vopnabraki í útjaöri höfuðborgarinnar. Lítið hefur verið fjailað um þessa byltingartilraun sem gerö var aðfaranótt og aö morgni 9. apríl, enda hefur stjórnin viljað gera sem minnst úr atburðunum, og skulum við því gefa Jóni oröið: „Þennan morgun lagði ég árla af staö til höfuðborgarinnar Mogadishu, ásamt bíl- stjóra mínum. Ferðin gekk eins og venjulega þar til aö við komum aö borgarmörkunum. Þar var fyrir vopnaður hermaöur, sem í sjálfu sér var ekkert furöulegt því þeir voru um allt í landinu. Hermaöurinn vísaöi okkur út í vegarkant- inn og sagöi okkur að stööva bifreiöina þar. Nokkrar bifreiöar voru þarna fyrir og töldum viö aö verið væri aö athuga vegabréf og skilríki feröalanganna áöur en þeim yröi hleypt inn í borgina. En eftir drykklanga stund fórum viö aö furöa Fjórir frummenn. Jón sagói aó Þessir menn væru hjarðmenn sem reikuóu um með kameldýr sín. Þeir veiða sér til matar og eru Því eigur Þeirra fátt annað en bogi og örvar, spjót, nokkur kameldýr og skjóla undir mjólk. Gerði Jón árangurslausar tilraunir til að kaupa spjótið af peim gamla á myndinni, en sá innfæddi vildi ekki láta spjótið af hendi, pví Það var kjörgripur sem hann notaði m.a. í nýlendustríðinu við ítali. .Fallbyssu- og velbyssu skothríðin nálgaðist og von bráöar birtist fylkingin á hæðinni þar sem við vorum“ Rætt við ungan íslending sem lenti miM í vopnabrakinu og látunum þegar byltingartilraun var bæld niður í Sómalíu Viðtal, Ágúst Ásgeirsson Myndir, Jón R. Sigmundsson Jeppinn, sem Jón og bílstjóri hans voru á Þegar Þeir lentu í vopnabrakinu, pegar byltingartilraunin í Sómalíu var bæld niður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.