Morgunblaðið - 05.11.1978, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.11.1978, Blaðsíða 4
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 1978 John Travolta: Um þessar mundir (íefst Is- lendingum kostur á því að virða fyrir sér á hvíta tjaldinu leikara sem Ket*ð hefur sér góðan orðstír og hlotið miklar vinsæld- ir um víða veröld á síðustu níu mánuðunum. Það er John Tra- volta sem fer með aðalhlutverk- ið í kvikmyndinni „Saturday Night Fever,“ en mynd þessi var frumsýnd um síðustu jól og hefur farið sigurför um heiminn og tónlistin úr kvikmyndinni hefur hlotið miklar vinsældir. „Saturday Night Fever," eða Laugardagskvöldsfárið eins og titillinn hefur verið þýddur, höfðar einkum til unglinga og hefur myndin lagt sitt af mörkum til þess að diskótekfar- aldur geisar nú víða um lönd. John Travolta hefur og orðið einskonar kynferðistákn í aug- um yngismeyja, sem allar vildu hann átt hafa. Hefur hann átt hugi stúlknanna og kalla ís- lenzkir æskumenn hann Jón Trafala af því tilefni, að því er hermt er. John Travolta er yngstur sex systkina. Hann er 24 ára, sonur Helenar og Sam Travolta sem búa enn í gamla húsinu sínu í þáttum var leikkonan Diana Hyland, en hún lék móður hans. Diana var 18 árum eldri en John, átti ungan son og heilsu- far hennar var á tíðum ekki upp á það bezta. Þau urðu mjög nánir vinir, John hreinlega féll fyrir eiginleikum hennar, að því er hann hefur sjálfur skýrt frá. En um það bil sex mánuðum eftir að ástir tókust með þeim lézt Diana úr krabbameini. Um þær mundir stóð kvikmyndun Saturday Night Fever. (S.N.F.) yfir. John vissi um sjúkleika Diönu en skýrði vinum sínum aldrei frá honum. Hann sagði aðeins að hún væri á sjúkrahúsi vegna bakverkja. Þegar Diane lá bana- leguna hélt John flugleiðis til Kaliforníu og dvaldi við sjúkra- beð hennar þar til að hún var ö)l. „Hún sagði mér að þeir sex mánuðir sem við vorum nánir vinir hefðú verið beztu stundir í lífi hennar. Hún var mjög aðlaðandi og litríkur persónu- leiki. Það var eitthvað sérstakt við hana sem ég á erfitt með að skilgreina. Ég hefði gifst henni,“ sagði John eitt sinn. Andlát ástkonunnar tók hann þungt Lengi vel var John miður sín. Fráfall Diönu lagðist þungt á hann og hann varð ómannblend- inn. En samt hélt hann strax til Stúlkunum hugleikinn Englewood í New Jersey þar sem John og systkini ólust upp. Og segja má að leikarahæfileik- arnir hafi verið honum í blóð bornir. Móðir hans var leikkona á sinum yngri árum og gaf hún John oft holl ráð sem áttu síðar eftir að verða honum gott vegarnesti. Hún leikstýrði ýms- um leikritum eftir að hún hætti að leika og það var einmitt í einu slíku sem John bauðst hlutverk. Þetta var leikrit sem menntaskólinn í hverfunum var að æfa, en þegar Jóhn varð þess áskynja að Joey bróðir hans átti að fara með stærra hlutverk gekk hann rakleiðis á dyr og afþakkaði hlutverkið. Hann vildi í það minnsta fá að leika jafn mikilvægt hlutverk og Joey. Fyrsta hlutverkið fékk John níu ára að aldri. Það var í litlu leikhúsi í heimabæ hans. Um frammistöðu Johns í hlutverk- inu sagði móðir hans nýverið: „Hann þurfti aðeins að segja nokkrar setningar en skilaði samt sínu hlutverki með prýði." Dansinn gekk fyrir öllu Frá upphafi vega átti dansinn allan hug Johns. Sem smápatti stóð hann fyrir framan sjón- varpstækið á heimilinu og hermdi eftir Cagne.v í „Yankee Doddle Dandy." Sex ára að aldri hafði hann gott vald á hinum ýmsu dönsum sem kunnir eru úr dans- og söngvakvikm.vndum fimmta og sjötta áratugarins. Og í skólanum „skreið" hann á milli bekkja. í öllum frímínút- um var hann dansandi ýmist á göngunum eða í skólaportinu með svörtu nemendunum sem alltaf voru á iði og komu með útvarpstæki svo að tónlistin væri til staðar. Nam John alla þá dansa sem skólasystkin hans kunnu. „Svertingjarnir tóku mig strax í sinn hóp. Þeir hafa sennilega orðið þess áskynja að ég mat hæfileika þeirra að verðleikum. Húmor þeirra og lífsi/leði heillaði mig,“ sagði Tra olta eitt sinn. Hætti snemma í skóla John ákvað að nema dans í og því nefndur Jón Trafali meðal íslenzkra æskumanna dansskóla samhliða náminu í hinni frumlegu hreyfitækni svertingjanna. Innritaði hann sig í dansskóla Fred Kelly, bróður Gene Kelly, í heýnabæ sínum. Og þar sem foreldrarnir veittu þessum áhuga hans óskipta athygli og háskólanám virtist óraunhæfur draumur þá gaf John skólann upp á bátinn 16 ára gamall. Hann hélt einnig að heiman og bjó fyrst um sinn með Önnu systur sinni í New York. „Ég taldi mig nógu góðan til að keppa við atvinnumennina og hélt því til New York borgar," sagði John. - Á -fyrsta árinu í New York fékk John tvö hlutverk. Var það í endursýningum á „Gypsy" og „Bye Bye Birdie." Þar hitti hann einnig umboðsmann þann sem annast hefur öll mál Johns fram á þennan dag. „Enginn umboðs- maður gat óskað sér meiri hæfileikamanns. John var hval- reki á mínar fjörur," sagði Bob LeMond umboðsmaður nýlega. „Hann fékk fyrsta hlutverkið sem ég bauð hann í. Og allt frá þeim degi höfum við ekki horft um öxk, John hefur aldrei verið neitað um hlutverk síðan,“ bætti LeMond við. Haldiö til Hoilywood Þegar John var 18 ára hóf hann störf hjá Grease-feröaleik- húsinu. Þar komst hann í kynni við Marilu Henner sem verið hefur náin vinkona Johns allar götur síðan. Léku þau saman í uppsetningu sem nefndist „Over Here,“ en daginn sem lokasýn- ingin fór fram ákvað John að freista gæfunnar og hélt til Hollywood. Þar fékk hann hlut- verk í nokkurs konar hryllings- mynd sem nefndist „The Devils Rain,“ eða Djöflaregnið. Næst fékk hann hlutverk Vinnie Barbarino í myndinni „Kotter“ og hófst þá frægðarferill hans á hvíta tjaldinu. Að vísu fékk hann ekki hlutverk sem hann sóttist eftir í kvikmyndinni „The Last DetaiT'. En John fékk þó meiri háttar hlutverk í mynd- inni „Carrie" og varð hann fyrir | þann leik eftirsóttur í sjón- varpsþætti. Eftir Carrie lék hann í vinsælustu sjónvarps- þáttum þess tíma,„The Boy in the Plastic Bubble,“ eða Dreng- urinn í plastblöðrunni. Hlut- verkið reyndi á hvort John hefði hæfileika til að fara með hlut- verk alvarlegs eðlis. Og reynsla hans af þessum þáttum og eftirhreytúrnar áttu eftir að marka djúp spor í sál piltsins. Féll fyrir konu sem var 18 árum eldri Mótleikari Johns í þessum Brooklyn að lokinni jarðarför Diönu og töku S.N.F. var lokið. „Hann einbeitti sér að gerð kvikmyndarinnar og komst yfir andlega erfiðleika sína,“ sagði John Badham leikstjóri S.N.F. „Nokkur beztu atriði myndar- innar voru reyndar tekin á þessum tíma,“ bætti hann við. John Travolta býr útaf fyrir sig í toppíbúð í vesturhluta Hollywood. Hann lifir næsta einföldu lífi. Þá sjaldan hann á frístundir ver hann þeim með nánum vinum sínum, en í hópi þeim er enska leikkonan Kate Edwards og Marilu Hennar sem John bjó eitt sinn með. Meðal þess sem John gerir helzt að kvöldi frídags er að fá sér soðningu á uppáhalds veitinga- stað sínum sem er japanskur og er við þá frægu götu, Sunset Strip. Meö flugvéladellu Eitt helzta hugðarefni Johns eru flugvélar. Ungur að aldri fékk hann föður sinn til að smíða stórt fluglíkan í garðinum á bak við heimili hans. Og þó að flugvélin væri ekki fallin til flugs þá var á henni alvöru hreyfill sem gekk fyrir rafmagni frá rafgeymi úr bifreið. Fjöldi fluglíkana er í íbúð hans, en upp á síðkastið hefur hann ekki haft mikinn tíma aflögu til að líma fleiri saman. Þegar John var sextán ára hóf hann flugnám og fyrir nokkrum árum keypti hann sér litla einhreyfils vél af Aircoupe gerð. Hún kostaði 5.000 Bandaríkjadali. Seinna keypti hann sér tveggja hreyfla Douglas DC-3 flugvél, en flestir íslendingar kannast víst við slíkar flugvélar. Hann getur því ekki einungis boðið allri fjöl- skyldu sinni í flugferð í einu, heldur rúmar vélin einnig góðan hóp vina. Þrátt fyrir að John hafi kunnáttu til, þá getur hann ekki flogið sínum flugvélakosti sjálf- ur. Það er vegna þess að líftryggingarfélög bönnuðu hon- um það. Er háls hans metinn það hátt að henti hann slys myndi það kosta tryggingarfé- lögin mikil útgjöld. — áKás tók saman.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.