Morgunblaðið - 05.11.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.11.1978, Blaðsíða 14
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. NOVEMBER 1978 Sýning á bóka- gjöf Færeyinga SKÝRT var frá því í sumar að hókanjöf sú, er landsstjórnin færeyska tilkynnti árið 1974 að hintíað yrði nefin í tilefni 11 alda afmælis íslandsby«t?ðar, hefði borist Landsbókasafni og Há- skólabókasafni en tíjöfinni, alls 450 bindum, skyldi skipt milli [icssara safna. Ákveðið var þet<ar tíjöfin barst, að hún yrði sýnd í vetrarbyrjun otí [>á í báðum sófnunum samtímis, þannig að hvort safnið sýndi þau rit er það fékk. Nú vill svo til, að Landsbókasafn Færeyintía í Þórs- höfn minnist um þessar mundir 150 ára afmælis síns en það hlaut konungsstaðfestintíu 5. nóvember 1828. Sýning færeysku bókagjafarinn- ar hefst mánudaginn 6. nóvember í báðum söfnunum og verður opin á venjulegum opnunartíma þeirra. Norskur stjórmála- maður og ritstjóri flytur erindi í Norræna húsinu Norski stjórnmálamaðurinn og ritstjórinn Helge Seip flytur tvo fyrirlestra í Norræna húsinu. Ilclge Seip. Hinn fyrri verður mánudaginn 6. nóvember og hinn síðari fimmtu- daginn 9. nóvember. Helge Seip hefur setið á þingi fyrir vinstri flokkinn í Noregi frá 1954, var ráðherra í stjórn Per Bortens 1965—70. Hann var um árabil ritstjóri „Dagbladet" í Ósló cn er nú ritstjóri og ábyrgðarmað- ur „Norges Handels- og Sjöfarts tidende". Mánudaginn 6. nóvember mun Helge Seip ræða um notkun og misnotkun tölvu í upplýsinga- skyni. Hann hefur frá 1972 verið formaður nefndar norska stór- þingsins sem fjallað hefur um þessi mál og fylgst með umræðum annars staðar á Norðurlöndunum. Fimmtudaginn 9. nóvember tal- ar Helge Seip um stjórnmála- ástandið í Noregi. Fyrirlestrarnir hefjast bæði kvöldin kl. 8.30 og er öllum heimill aðgangur. Botnssúlur og Krókatjarnir. Vatnslitamynd gerð árið 1930. Þingvallasýning í Ásgrímssaf ni Einnig sýning á teikningum í dag verður Haustsýning Ás- grímssafns opnuð. Hún er 45. sýning safnsins, en það var opnað almenningi árið 1960, um haustið. Þessi sýning er mjög sérstæð. I heimili Ásgríms Jónssonar er sýning á teikningum eingöngu. Viðfangsefnið er þjóðsögur okkar. í vinnustofu listamannsins er Þingvallasýningin, og verk þau sem þar hefur verið komið fyrir eru seinni tíma vatnslitamyndir. Séreinkenni Ásgríms Jónssonar í list hans eru veðrabrigðin í náttúrunni, og einna greinilegust eru þau í vatnslitamyndunum. Þingvöllur var honum mjög hug- leikið og óþrjótandi viðfangsefni, ekki sízt á efri árum hans. Og þaðan eru allar myndirnar sem nú eru sýndar, en gjörólíkar. Haustið var listamanninum kærasti tíminn á þessum stað og flestar eru myndirnar á sýningunni málaðar á þeim árstíma. Um val verka og upphengingu sáu listamennirnir Hjörleifur Sig- urðsson og Guðmundur Benedikts- son ásamt forstöðukonu safnsins. Eins og undanfarin ár kemur út á vegum Ásgrímssafns nýtt jóla- kort. Er það gert eftir olíumál- verkinu Hafnarfjörður í skamm- degissól, eitt af öndvegisverkum safnsins, málað í kringum 1929. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74, er opið sunnudaga, þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 1.30—4 Aðgangur ókeypis. íslenskt rúgkex Berðu það saman við hrökkbrauð til sömu nota. Vittu hvort hefur vinninginn. Rúgkex með osti, Rúgkex með smjöri. Rúgkex með síld og eggi. Rúgkex með kæfu. (t.d. kúmenosti). KEXVERKSMIÐJAN FRÓN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.