Morgunblaðið - 05.11.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.11.1978, Blaðsíða 16
48 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 1978 Tveir bandarískir gyöingar hafa nú hlotiö bókmenntaverölaun Nóbels, Saul Bellow og hinn 74ra ára gamli Isaac Singer, sem hlaut verðlaunin í ár. Hann fæddist í Póllandi, næröist í uppvextinum á sögnum þjóöar sinnar og lögmálum Talmudbókar, og vekur í verkum sínum upp samfélag forfeöranna, háö áhrifum trúar á anda og djöfla. Síöan 1935 hefur hann búiö í Bandaríkjunum, en hélt samt áfram aö skrifa á jiddísku. Hér fer á eftir hluti úr viötali viö hann um þaö leyti sem hann hlaut Nóbelsverölaunin. — hcr eÍKÍð lesendur á öilum aldri. í öllum löndum. af margvíslegum uppuna, og hvers konar trúarbrögð- um. og allir dá þeir bækur yðar. Hvernig getið þér skýrt þvflíkar vinsældir? Isaac Sinseri í fyrsta lagi held ég að ég sé ekki svona vinsæll. Ég get ekki svarað þessu öðru vísi en að verk mín eiga á öllum tungum sem þau hafa verið þýdd á, í rauninni ástvini. Rithöfundur veit aldrei fremur en kona af hverju hann er elskaður eða ekki elskaður. — En ef þeir reynið nú að geta yður þess til? I. Singeri Það sem ég get látið mér detta íhug, er að skyldleiki ríki milli sálna. Þær finna sig fjarlægar eða nálægar hver annarri. Fólk les verk mín og þykir vænt um það, sem ég skrifa. Það er allt og sumt. Þá á ég ekki við Gyðinga eina, því að verk mín eru þýdd á japönsku. Allar mínar bækur eru um leið þýddar í Japan. Þær koma jafnvel út á ensku með japönskum athugasemdum. Hver er skýringin á því að íbúar söguþráð. Ég trúi ekki á það að maður geti skrifað sögu án sögu- þráðar, eða með öðrum orðum sest við borð og látið sér nægja að lýsa lífsháttum í þeirri veiku von að úr því verði saga. Það getur komið fyrir einstöku sinnum, en almennt talað, þá getur ekki orðið skáld- saga úr því, án söguþráðar og án uppbyggingar. Annað skilyrði er, að ég hafi löngun til að skrifa þessa sögu, hún hrífi mig. Mig verður raun- verulega að klæja í lófana að skrifa hana. Og loks verð ég að hafa það á tilfinningunni að ég einn geti skrifað hana. Þar sem ég þekki meira og minna alla Gyðingarithöfunda, þá veit ég hvað hangir á spýtunni hjá þeim og hvað hjá mér. Ef þessi þrjú skilyrði eru öll fyrir hendi í einu, þá tek ég til hendi án þess að hafa of miklar áhyggjur af því hvort það, sem ég er að gera, sé gott eða slæmt fyrir Gyðinga. Hvort það sé til þess fallið að bjarga mannkyninu strax eða eftir nokkrar vikur. Ég skrifa söguna mína. Hitt læt ég lesendur og gagnrýnendur um. Þeirra er að draga ályktanir. — Ilvað þykir yður gaman að lesa? I. Singeri Ég nýt þess að lesa bók, þar sem er veruleg spenna. Víravirki Yokohama geta látið sér þykja vænt um það sem ég skrifa? Vafalaust getur Japani kunnað að meta gyðingahöfund, alveg eins og ég kann að meta japanskan höfund. — Þér hljótið að hafa einhverja hugmynd um það, sem dregur næstum hvern mann að verkum yðar? I. Sipgeri Ég skal útskýra það. Þegar ég sest við borðið mitt til að skrifa sögu, þá segi ég ekki við sjálfan mig að nú ætli ég að skrifa gyðingasögu. Ekki fremur en Frakki segir, þegar hann byggir sér hús í Frakklandi, að nú ætli hann að byggja franskt hús. Hann byggir þægilegt hús handa konu sinni og börnum, og þar sem það er í Frakklandi verður það franskt hús. Þegar ég byrja að skrifa sögu, þá veit ég að hjún verður með mínu venjulega handbragði. Þar sem Gyðingar og jiddíska eru það sem ég þekki best, þá verða söguhetjur mínar, persónurnar í smásögunum mínum, að sjálfsögðu alltaf Gyðingar og tala jiddísku. Þannig líður mér vel og er eins og heima hjá mér. En á sama hátt verða þær ekki persónur í sögum mínum af því einu að vera Gyðingar og tala jiddísku. Ég hefi áhuga á því sama og þið eða því sama sem Japanir hafa áhuga á, þ.e. ást, svikum, vonum og vonbrigðum. — Hafið þér það á til- finningunni að þér séuð að bjarga síðustu minjum hverfandi menningar, í áttina við það sem ljósmynd- ari gerir.? * I. Singeri Mér er sagt það, og þeirri tilfinningu bregður fyrir að svona sé það. En ég skrifa ekki með það markmið í huga. Ég væri ekki rithöfundur„ ef ég keppti að því að vernda jiddíska tungu, minningarnar um lífið í Póllandi, eða ætlaði mér að byggja upp betri heim eða koma á varanlegum friði. Slíkar hillingar sé ég ekki. Ég veit að sagan, sem ég skrifa, hefur ekki önnur áhrif en að skemmta lesandanum í hálftíma. Og það nægir mér. Þetta sjö stafa orð að „skemmta" er tiltölulega nýlega orðið að einhverju ómerki- legu. Rithöfundar hika við að nota þetta orð, af því það verður í þeirra huga að einhverjum sjoppu- bókmenntum. En það er rangt. Hin stóru skáld 19. aldar — Tolstoi, Dostojevski, Gogol, Dickens — kunnu ákaflega vel að skemmta. Balzac sömuleiðis. Þeir byggðu skáldsögur sínar eða smásögur þannig upp að þær héldu vissri spennu. Strax og maður var byrjaður að lesa, hafði maður löngun til að vita framhaldið. Sumir þeirra birtu jafnvel verk sín í blöðum og tímaritum með „framhald í næsta blaði“. Þaðan kemur þörfin á að halda áhugá lesandans. — Skrifið þér ennþá smágreinar í „The Jewish Daiiy Forward“ (Jiddíska dagblaðið í New York)? I. Singeri Já. Og ég veit að það, sem ég skrifa, er þegar í stað lesið af 15—20 þúsundum af 40 þúsund lesendum okkar. Þar sem þetta er lítið blað, þá lesa kaupendur þess það frá upphafi til enda, aug- lýsingarnar líka. Þannig er ég í stöðugu sambandi við lesendur. Þeir lesa ekki greinar mínar af því einu að ég er Gyðingur. Gyðingdómur er þeim ekkert nýtt. Þeir hafa alltaf verið Gyðingar. Þeir dæma rithöfund aðeins á eina mælistiku: er hann áhugaverður eða ekki? Þótt sumir þeirra séu einfalt fólk og menntunarsnautt, þá veit það engu að síður — andstætt því sem sumir ungir höfundar halda — að rithöfundur er ekki kominn til að frelsa heiminn. Með öðrum orðum, ég er fyrst og fremst rithöfundur, en ekki ein- faldlega Gyðingarithöfundur. Ég geri mér engar gyllivonir um að ná stórmarkmiðum. Ég finn aðeins að ég þarf að segja sögu. Ég hef þegar sagt það og endurtek: til að ég geti skrifað þurfa þrjú skilyrði að vera fyrir hendi. I fyrsta lagi þarf ég Ekki spennan ein — ég les ekki sakamálasögur — heldur það sem í senn hefur bókmenntalegt gildi og spennu. Iðulega Ies ég aftur — ég skammast mín fyrir að segja það — höfunda 19. aldarinnar. — Skammist yðar? Hvers vegna? I. Singeri Að vera að lesa gamlar bækur? Þegar ég var 12 ára gamall, kom „Glæpur og refsing" út á jiddísku. Ég fór að lesa. Og ég varð alveg heillaður af þessari löngu bók, sem var tvisvar sinnum lengri í jiddískri þýðingu en á ensku. Tólf ára gamall drengur í Varsjá á þeim tíma vissi ekkert um heiminn fyrir utan skólann sinn. Skyndilega hafði ég það á tilfinningunni að þarna væri ég kominn í kast við stórkostlegt bókmenntaverk. Ég man eftir kaflanum þar sem Raskolnikov er hjá dómaranum, rís á fætur, eins og hann ætli að fara, en sest svo aftur. Það er alveg ótrúlegt. Alveg eins og hann vildi segja: „Loksins er þetta búið hjá mér.“ Svo sest hann aftur í sæti sitt. Þetta fannst mér ógleymanlegt. Ef ungur drengur á 13. ári, sem býr í Varsjá og hefur enga reynslu í lífinu, getur meira eða minna skilið „Glæpur og refsing", þá er engin ástæða til þess að Japani eða Tyrki skilji ekki það sem ég skrifa. Rithöfundur ætti í raun aldrei að vera hræddur um að verða ekki skilinn. Þeir sem óttast það,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.