Morgunblaðið - 05.11.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.11.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 1978 49 vanmeta lesendur. Lesandinn er skynsöm vera, sem þekkir lífið og veit alveg eins og ég eða stundum betur hvað ást er og glæpur. — Einu sinni sögðuð þér að heill her af Köfkum væri að drepa bókmenntirnar. Hvað áttuð þér við? I. Singen Ó-já! Jæja þá, ég var að tala um framúrstefnu rithöf- unda eins og Kafka og Joyce, sem kærðu sig kollótta um lesendur sína, gagnrýnendur eða yfirleitt nokkra manneskju! Þeim fannst þeir vera algerlega frjálsir að því að segja hvað sem þá langaði til. Mér er sama hvort mönnum líkar þetta betur eða ver. Eg heyrði þá aldrei segja þetta, en ég er viss um að þetta er það sem þeir hugsuðu. Kafka var í mínum huga efni í snilling. Samt sem áður gerði hann hluti, sem rithöfundur er skrifar fyrir almenning, gerir ekki. Ef rithöfundur líkir eftir Tolstoi — og ég hugsa að Solenitsyn reyni það — þá getur hann ekki farið villur vegar. Ef hann hefur gáfuna og ef hann fylgir fordæminu, jafnvel þó það takist ekki 100% þá verður hann alltaf góður. En ef maður reynir að líkja eftir Kafka eða Joyce, og ef maður hefur ekki hæfileika þeirra, þá verður árang- urinn skelfilegur. Aðeins stórkost- legur hæfileikamaður getur leyft sér að segja: Ég skifa fyrir sjálfan mig einan. — Ef þér væruð að skriía doktorsritgerð og ættuð að gera grein fyrir Isaac Singer. hver væri þá kjarn- inn í henni! I. Singeri Ég færi að á sama hátt og allir nemendur. Ég mundi lesa allar bækur rithöfundar og reyna að finna það sem menn kalla aðalkjarnann í verkum hans. —Og hver er aðalkjarn- inn í verkum Isaacs Singers? I. Singeri Að mínu mati er hann íeilt víravirki hugmynda, þar sem ekki mætti vanmeta nein geðhrif. Spinoza skrifaði í Fagurfræði sína, að allt sé fallvallt fyrir ástríðunni, og það er satt. Ekki síst þegar koma til skjalanna kyntöfrar eða hið yfirskilvitlega. Hvað mig snertir þá fara kyntöfrar og töfrar hins yfirskilvitlega iðulega saman. Þegar maður þráir einhverja manneskju, þá er ekki einfaldlega um líkamlega þrá að ræða, heldur líka þrá sálarinnar. Þegar tvær manneskjur — maður og kona, tveir menn eða tvær konur — ná saman, sverja hvort öðru eilífa ást og gefa sig ástríðuþrungið hvor annarri, þá er það ekki eingöngu holdlegur verknaður, sem um er að ræða, það nær langt út yfir það. — Kjarninn í efni doktorsritgerðarinnar yrði þá í fáum orðum sagt, tilfinningageðhrif og flæði þeirra í verkum Isaacs Bashevis Singers? I. Singeri Einmitt. Og ef ég hefði völdin í háskólanum, þá mundi ég umsvifalaust veita yður prófskírteini. Örlaga- Benjamín Ilitlum bæjum eru viðurnefnin, sem fólk gefur hvert öðru, tilgerðarlaus og kunnug- leg: Nafla-Haiml, Köku-Yekel, Sarah á Leiti, Anda-Gittel og þar fram eftir götunum. En í litla pólska bænum, sem ég kom til ungur maður sem kennari, hafði ég heyrt talað um einhvern sem kallaður var Ör- laga-Benjamín. Þetta hafði strax vakið forvitni mína. Hvernig gat fólki dottið í hug að nota orðið örlög í svona litlum bæ? Og hvaö hafði þessi maður þá gert til að veröskulda svona viðurnefni? Ritari Hreyfingar ungra síonísta, þar sem ég kenndi hebresku, varð til þess að segja mér söguna. Þessi umræddi maður var ekki þarna upprunn- inn. Hann var einhvers staðar úr Courlandi. Hann hafði komið til þessa bæjar um 1916, og sett víðsvegar um bæinn upp auglýsingu, þar sem hann kvaðst kenna þýsku. Þetta var á árum austurríska hernámsins og allir vildu læra þýsku. í Courlandi er töluö þýska og Benjamín Schwarts — en það hét hann fullu nafni — hafði fjölmarga nemendur af báðum kynjum. Ritarinn geröi stutt hlé á máli sínu, og hrópaði um leið og hann benti út um gluggann. „Sjáðu þarna er hann!" Ég leit út um giuggann og sá lágvaxinn, dökkan mann með harökúluhatt á höfði og hökuskegg af þeirri gerð, sem löngu var komið úr tízku. Hann var meö skjalatösku í hendi. Eftir að Austurríkis- mennirnir fóru, hélt ritarinn áfram, vildi enginn lengur læra þýzku, og Pólverjar höföu látið Benjamín hafa vinnu í skjalasafninu. Þangað kom fólk til hans, þegar það þurfti á að halda, eins og til dæmis til að fá skírnarvottorð. Rithönd hans var íburðarmikil. Hann hafði lært pólsku og var orðinn nokkurs konar réttindalaus lögfræðingur. — Hann var okkur eins og af himnum sendur, sagði ritarinn. Á þeim tíma var hann um tvítugt og ókvæntur. Unga fólkið hafði með sér klúbb, þar sem það kom saman, og þegar einhver menntamaður kom í bæinn okkar, þá var það reglulegt hátíðarefni. Honum var boðið í klúbbinn okkar og við undirbjuggum sérstaka kvöldsam- komu með „spurningar og svör“ honum til heiðurs. Pappírsmiðar með spurningum voru látnir í dós, og honum var ætlaö aö draga einn eftir annan og svara spurningunum. Ein stúlkan spurði hann hvort hann tryði á forlögin, og í stað þess aö svara með fáum orðum, talaði hann í heilan klukkutíma. Hann lýsti því yfir, að hann tryði ekki á guð, en aö allt væri ákveöiö fyrirfram, jafnvel mestu smámunir. Þegar maður legöi sér lauk til munns í hádegismat, þá væri þaö af því að manni væri skipað að borða lauk. Það væri ákvarðað fyrir milljörðum ára. Ef maður hrasaði um stein á göngu sinni, þá væri það vegna þess aö skrifað stæöi aö manni væri ætlaö aö hrasa. Hann kvaöst vera örlagatrúar. Skrifað stæöi að fyrir honum ætti aö liggja aö koma í þorpið okkar, þótt svo að litið gæti út sem það væri fyrir tilvíljun. Hann talaði of lengi. Samt vakti þetta umræður á eftir. Er til tilviljun? spuröi einhver og hann svaraði: Það er engin tilvifjun til. — Er það satt? sagöi einhver annar. Til hvers erum við þá að vinna og nema? Hví skyldi maður vera að læra eitthvert starf eða ala upp börn? Og af hverju að fylgja síonisma og vilja stuðla aö stofnun föðurlands fyrir Gyöinga? — Allt hlýtur að vera eins og skrifað stendur f örlagabókinni, svaraði Benjamín Schwartz. Ef þar er sagt að einhver muni opna búð og fara á hausinn, þá er það einmitt það sem hlýtur að gerast. Allt framtak mannsins er ákveðið fyrirfram. Frjálst framtak er ekkert annað en blekking. Umræðurnar héldu áfram þar tll klukkan að verða eitt um nóttina og upp frá þessu var hann ekki kallaöur annaö en Örlaga-Benja- mín. Orðaforða þorpsbúa hafði bæst eitt nýtt orö. Hver maöur hér veit nú hvað er að vera örlagatrúar, jafnvel meðhjálparinn í synagógunni og vöröurinn á gistiheimilinu. — Við héldum að eftir þetta kvöld mundi fólkið láta þessar umræður lönd og leið og snúa sér aö raunverulegum vandamálum okkar ti'ma. Benja- mín haföi sjálfur sagt aö þetta væri ekki neitt sem maður gæti fest hendur á með rökræðum. Annaö hvort tryði maður eða tryði ekki. En — ég veit eiginlega ekki hvers vegna — allt unga fólkiö okkar hélt áfram að hafa áhuga á þessu viðfangsefni. Við efndum til- samkomu um útvegun skilríkja tll aö komast til Palestínu, eöa um fræöslumál, en í stað þess að halda sig við þetta efni, fór það að ræða örlagatrú. Um þetta leyti áskotnaðist safninu okkar eintak á jiddísku af „Hetja okkar tíma“ eftir Lermontov, en aöalsöguhetjan í henni, Pechorine, er örlagatrúar. Hver maður las þessa skáldsögu og í okkar hópi voru meira aö segja til þelr sem vildu freista Smásaga eftir Isaac Bashevis Singer gæfunnar. Við vissum hvað „rússneska rúllettan" var og einhverjir heföu kannski spilað á hana, ef þeir hefðu haft skammbyssu undir höndum. En slíkt átti ekkert okkar. „En hlustaöu nú á. f okkar hópi var stúlka aö nafni Heyele Minz, falleg stúlka, gáfuð og mjög framtakssöm í hreyfingu okkar. Faðir hennar, sem var ákaflega auöugur maöur, áttl stærsta basarinn í þorpinu okkar. Allir piltarnir voru vitlausir í Heyele. En hún var erfið. Fann alltaf eitthvað að öllum. Hún kunni að svara fyrir sig, var það sem Þjóðverjar kalla „Schlagfertig“. Þegar maður sagði eitthvaö við hana, skellti hún á mann um hæl einhverri hvassyrtri og bítandi athugasemd. Vildi hún þaö viö hafa, gat hún af mikilli leikni og hæöni gert mann hlægilegan. Örlagatrúarmaðurinn okkar varð strax og hann kom ástfanginn af henni. Hann var ekkert feiminn við hana. Kvöld eitt gekk hann til hennar og sagði: Heyele, það stendur skrifað að þú munir giftast mér, hvers vegna þá að draga það?“ Þetta hafði hann sagt hárri röddu, svo að allir mættu heyra og það vakti mikla athygli. Heyele svaraði: „Skrifað stendur að ég eigi að segja þér aö þú sért fífl, og aö þú sért aö auki blessaö barn, og því segi ég þér það hér með. Þú veröur að afsaka mig, en þetta var skrifað í hina himnesku bók fyrir milljörðum ára.“ Skömmu seinna trúlofaðist Heyele forseta Poale Zion (sósíalska síonistahreyfingin Verkamenn Sions) í Hrubieszow. Brúökaupinu var frestað vegna þess að ungi maðurinn átti eldri systur, sem líka var trúlofuð, og átti að giftast á undan honum. Piltarnir höfðu ráðist á Örlaga-Benjamín, en hann hafði svarað þeim: „Eigi Heyele að verða mín, þá veröur hún það“, og Heyele hafði svarað: „Ég verð brúður Ozers Rubinsteins, ekki þín. Þannig eru örlögin þín.“ Kvöld eitt um veturinn var enn einu sinni brotið up>p á umræðum um örlögin og Heyele sagði: „Herra Schwartz, eða öllu heldur Monsieur Örlög, ef þú trúir enn á þaö sem þú ert aö segja og ef þú ert enn reiðubúinn til að leika rússnesku rúllettuna hefðirðu bara skammbyssu, þá ætla ég að stinga upp á enn hættulegri leik.“ Hér er rétt að ég útskýri, að á þessum tíma lágu járnbrautarteinarnir ekki gegn um bæinn okkar. Þeir voru í þriggja ki'lómetra fjarlægð og lestin stanzaöi aldrei. Eina lestin, sem fram hjá fór, var lestin milli Varsjár og Lvov. Heyele stakk upp á því að Örlaga-Benjamín legöist á teinana rétt áður en lestin kæmi.“ Ef skrifaö stendur að þú eigir aö lifa, þá lifiröu, svo aö þú þarft ekkert aö óttast. En ef þú trúir ekki á örlögin, þá ...“ Viö skellihlógum. Engum datt (hug annaö en aö Örlaga-Benjamin mundi finna einhverja afsökun til aö losa sig undan þessu. Sá ætti dauöann vísan, sem legöist á járnbrautarteinana. En sá örlagatrúar svaraöi: Þetta er bara leikur, eins og rússneska rúllettan og sá leikur krefst þess aö annar þátttakandi hætti einhverju líka. Ég skal leggjast á járnbrautarteinana, eins og þú stingur upp á, en þú verður þá að sverja hátíölega aö þú rjúfir heit þitt við Ozer Rubinstein og giftist mér, ef ég lifi þetta af.“ Dauðaþögn sló á allan hópinn. Heyele náfölnaði og sagöi: „Allt í lagi, ég geng aö skilyrðum þínum“. „Gefðu mér þá æruorð,“ sagði Örlaga-Benjamín, og Heyele rétti fram höndina og sagði: „Ég á enga móður, hún dó úr kóleru, en ég sver við sál hennar að ég skal halda loforð mitt, ef þú heldur þitt. Svíki ég þaö, skal mannorö mitt flekkað upp frá því!“ Hún sneri sér aö okkur og hélt áfram: „Þið eruð öll vitni að þessu. Ef ég held ekki orö mín, þá er ykkur frjálst aö hrækja framan í mig.“ í stuttu máli sagt, var þetta undirbúiö þá þegar þetta kvöld. Daginn eftir átti lestin að fara um skammt frá bænum okkar kl. tvö síödegis. Um klukkan 1.30 yröum viö öll komin að járnbrautar- teinunum, og þá skyldi örlagatrúarmaðurinn sanna okkur hvort hann tryði á örlögin eða væri ■ekkert annað en kjaftaskur. Við höfðum öll svarið aö halda þessu leyndu, því það mundi valda heilmiklum gauragangi, ef það fréttist. . Þessa nótt kom mér varla dúr á auga og ekki hinum heldur, eftir því sem ég best veit. Flest vorum við sannfærð um að Örlaga-Bernjamín mundi viö frekari umhugsun skipta um skoðun á síðustu stundu. Sumir höföu stungiö upp á því aö draga hann með valdi í burtu, þegar sæist til lestarinnar eða þegar teinarnir færu að titra undan henni. Já, en slíkt væri hræöilega hættulegt. Þaö fer hrollur um mig enn, þó ekki sé við annað en að nefna það. „Daginn eftir risum við öll snemma úr rekkju Ég gat engu komið niöur af neinu tagi við morgunverðarborðið, svo kvíðinn var ég. Kannski hefði þetta ekki þurft að koma fyrir, ef við hefðum ekki lesið bók Lermontovs. Ekki voru allir mættir. Þarna vorum við bara sex strákar og 4 stelpur, þar á meðal Heyele Minz. Það var kalt í veðri. Örlaga-Benjamín var í þunnum jakka og með derhúfu, það man ég vel. Við vorum saman komin á veginum til Zamosc, nokkuð utan viö bæinn. „Hvernig svafstu í nótt, Schwartz?" spruði ég örlagatrúarmanninn, og hann svaraði: „Eins og venjulega." Það var ómögulegt að sjá að hann sæi eftir þessu, en Heyele var náföl, eins og hún væri búin að fá berkla. Ég gekk til hennar og sagði við hana: „Heyele, gerirðu þér grein fyrir að þú ert um þaö bil aö senda mann í dauðann?“ — „Ég er ekki um það bil að gera eitt eöa neitt. Hann hefur nægan tíma enn til að skipta um skoðun,“ svaraði hún. Svo lengi sem ég lifi mun ég ekki gleyma deginum þeim. Honum gleymir ekkert okkar að eilífu. Við lögöum af stað í einum hóp í snjónum, og komum að járnbrautarteinunum. Mér datt í hug að lestin kæmi kannski ekki vegna snjókomunn- ar, en einhver hafði sýnilega hreinsaö teinana. Við vorum heilli klukkustund á undan áætlun og þú mátt trúa því, að það var lengstl klukkutími sem ég hefi lifað. Þegar um það bil 15 mínútur voru þar til lestin átti að koma sagði Heyele: „Schwartz, ég er búin að hugsa mikið um þetta, og ég vil ekki að þú látir lífið fyrir mig. Gerðu eitt fyrir mig, gleymum þessu bæði.“ Örlaga-Benja- mín horfði á hana og svaraði: „Hefurðu þá skipt um skoðun? Viltu endilega fá þennan Hrubieszow-strák hvað sem það kostar?“ — „Nei, það er ekki um hann að ræða, heldur líf þitt,“ svaraði hún. „Mér er sagt að móðir þín sé enn á lífi og ég vil ekki að hún missi son sinn mín vegna.“ Heyele gat varla stunið upp þessum orðum. Hún skalf eins og hrísla. „Ef þú vilt halda loforð þitt, sagði Örlaga Benjamín, þá er ég reiöubúinn til aö halda mitt, en með einu skilyröi þó, að þið færiö ykkur svolítið lengra frá. Ef þiö neyöiö mig til aö hörfa á síðustu stundu, þá er leiknum lokið.“ Svo hrópaði hann: „Færið ykkur öll tuttugu skref aftur á bak!“ Það var engu líkara en að hann dáleiddi okkur með orðum sínum. Við tókum að hörfa. „Ef einhver reynir að toga mig í burtu, hrópaöi hann aftur, þá held ég dauöahaldi í frakkann hans og hans bíða sömu örlög og mín.“ Okkur var alveg Ijóst hversu hættulegt þaö gæti orðið. Oft kemur það fyrir aö fólk, sem reynir að bjarga einhverjum frá drukknun, er dregið í djúpiö og drukknar líka. Meðan vlð vorum að hörfa aftur á bak, tóku járnbrautarteinarnir aö titra og syngja, og viö heyrðum flautiö í lestinni. Við öskruðum upp yfir okkur: „Schwartz, geröu þetta ekki! Schwartz, í guðs bænum!” En meðan við hrópuðum lagðist hann endilangur þvert yfir teinana. Þegar þetta var, voru þarna ekki nema einfaldir teinar. Það leiö yfir eina stúlkuna. Viö vorum öll sannfærö um aö eftir fáar sekúndur mundum viö sjá mannslíkama kllpptan í sundur. Ég get ekkl lýst því hvernig mér leið þessar fáu sekúndur. Geöshræringin lét blóöiö blátt áfram sjóða í æðum mínum. Á sama andartaki heyrðum við hræðilegt ískur, samfara ærandi hávaöa og lestin stöðvaðist varla metra frá Örlaga-Benjamíni. Eins og í þoku sá ég vélstjórann og lestarstjórann stökkva niður út lestinni. Þeir réðust örlagatrúarpiltinn okkar og drógu hann út af teinunum. Fjöldi farþega steig út úr lestinni. Sum úr hópnum lögðu á flótta af ótta við að verða handtekin. Þetta olli heilmiklum gauragangi. Ég stóð kyrr í sömu sporum og fylgdist með því sem gerðist. Heyele kom hlaupandi til mín, kastaði sér í fangið á mér og fór aö hágráta. Þetta var meira en grátur, það var öllu heldur vein í dýri. Gefðu mér sígarettu. Ég má varla mæla. Það er kominn kökkur í hálsinn á mér. Fyrirgefðu! Ég rétti ritaranum sígarettu og sá að fingur hans skulfu þegar hann tók við henni. Hann andaði að sér reyknum og sagði: — Þá er sagan öll. — Giftist hún honum? spuröi ég. — Þau eiga fjögur börn. — Ég hugsa að vélamanninum hafi einfaldlega tekist aö stööva lestina í tæka tíö, sagöi ég. — Já, en hjólin voru varla í meters fjarlægð frá honum. — Sannfærði þetta ykkur um örlagatrúna? — Nei, en ég mundi ekki taka þátt í slíku veðmáli aftur hvað sem í boði væri. — Er hann ennþá örlagatrúar? — Já. — Mundi hann endurtaka þetta? Dauft bros lék um varir ritarans. — Ekki fyrir Heyele. (E.Pá. þýddi úr frönsku)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.