Morgunblaðið - 05.11.1978, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.11.1978, Blaðsíða 20
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 1978 Hjónabandið í brennidepli VII K YXI.IFIÐ Hjónabandið er samfélag í fjármálum, sálufélagi og lífs- skoðun en jafnframt er það líkamlegt samfélag þar sem ástarleikurinn nær hámarki og þau verða „eitt hold“. Kynlífið spannar stórt svið. Við móðurbrjóstið er lagður grundvöllurinn að kynlífi barns- ins, sem svq þroskast stig af stigi. Það er mjög þýðingarmik- ið fyrir farsælt kynlíf í hjóna- bandi að viðkomandi hafi átt eðlilegan tilfinningalegan þroska. Enginn getur gefið eðlilega af sjálfum sér í kynlíf- inu ef sá hinn sami hefur orðið fyrir óeðlilegu áfalli á þessari þroskabraut. Ekki verður nánar fjallað um grundvöll heilbrigðs kynlífs þ.e.a.s. hvað varðar þroskaferil persónuleikans, heldur snúum við okkur að kynlífi hjónabands- ins. Frá kristnu sjónarhorni séð, þá heyrir kynlífið fyrst og síðast til innan hjónabandsins, þar sem þetta nána ástarlíf er í öruggu samhengi með gagn- kvæmri ábyrgð. Ef barn þarfn- ast öryggis þá þarf kynlífið engu síður á því að hálda. Það er öryggið sem skapar gleðina og fullnægjuna en ábyrgðarleysið sem eyðileggur. Kynlífið þarf að eiga sér ýmiskonar þróun í persónuleikanum áður en það nær þeim þroska sem tekur þessa ábyrgð á sig. Lykilorð kynlífsins er að gefa sig allan á vald hinum aðilan- um. Þetta lýsir best fegurð kynlífsins og hvers eðlis það er. Fólk nýtur ekki neins samfé- lags eða samlífs í þessu sam- bandi nema það gefi sig allt á vald hvort öðru. Gamla biblíu- lega hugtakið „að kenna hvort annars" er stórkostlegt orð. Það merkir einmitt að í því að hjón gefa sig alveg hvort öðru á vald þá þekkja þau hvort annað fullkomlega. Þetta er ekki bara augnabliks sæla, sem átt er við, heldur fulkomin sameining tveggja einstaklinga, sem vissulega hef- ur þann möguleika í sér fólginn að geta af sér líf og að lífið haldi áfram. Nú á tímum eru ýmsir á því að gera kynlífið að aðalatriði hjónabandsins. Eg hef áður bent á að þessi yfirdrifna áhersla tíðarandans á kynlífið skapar ósamræmi í heildarmynd hjónabandsins. En svo mikið hef ég dregið fram í þessum greinum, að auðséð er að ég burtskýri engan veginn þá staðreynd að vanlíðan og erfið- leikar í kynlífinu valda vissu- lega miklum vanda og skemma svo og svo mikið út frá sér. Margar ástæður liggja til þess að illa fer í kynlífi hjóna. Tilfinningalífið á þessu sviði er mjög viðkvæmt og á rætur sínar að rekja til fyrstu ára einstakl- ingsins eins og áður segir. Það þarf því að uppfræða og veita leiðsögn á þessu sviði á heimil- unum. Einfaldasta leiðin til leiðsagnar er að venja sig á að svara spurningum barnanna opið og eðlilega samkvæmt þeim þroska sem þau hafa hverju sinni. Móðir og faðir, sem ekki geta svarað svona spurningum, hafa e.t.v. sjálf við vanda að glíma í sínu kynlífi. Jafnvægið í eðlilegu kynlífi er mjög háð því að fólk viti um það að tilfinningaleg reynsla er mismunandi hjá karlmanni og kvenmanni. Kynlifsgeta mannsins er allt önnur en konunnar upp að 35 ára aldri. Tilfinningar konunnar til kynlífsins eru hægari og ná hámarki seinna en hjá mann- inum. Tilfinningar karlmanns- ins eru mjög litaðar sjálfselsku ,og á hann 'erfitt með að temja sér nauðsynlega nærgætni við konuna fyrir samfarir. Hann verður líka að læra það að hún þráir meira en hann að njóta annarra þátta ástarleiksins sem koma á undan samförunum. Sú sem þarf að ganga um allan daginn án þess að fá svo mikið sem hlýtt augnaráð eða koss, hefur minni löngun til að gefa sig alla á vald elskhuga sínum þegar nóttin gengur í garð en ella. Sá sem ekki þekkir hinar einföldu reglur forleiksins sem getur rammað inn hápunkt samfaranna, getur skemmt það auma og viðkvæma í sálarlífi konunnar. Ef það er eitthvert svið sem þarf að umgangast með nærgætni í hjónabandi þá er það þetta tilfinningalega og að geta virt tilfinningalegt ástand hverju sinni. Það er svo auðvelt að eyðileggja þetta gjörsamlega. Ein ömurlegasta setningin sem ég heyri í þessu sambandi er: „Jú, hann fær sitt!“ Sjálf fær hún ekkert, og hefur jafnvel gefist upp við þá hugsun að samfarirnar eigi að gefa henni einhverja gleði og fullnægju. Stundum er það líka hennar sök, hún hefur ekki lært að nota það frumkvæði sem hún getur átt. Einnig er nauðsynlegt að þekkja hin ýmsu tímabil, þegar tilfinningarnar á þessu sviði sveiflast hvað mest. Á fyrsta erfiðleikatímabilinu er það hún sem dregur sig í hlé. Hún hefur eignast sitt fyrsta barn og fær fullnægju í því og vill gleyma honum og löngunum hans til hennar. Hér er ótal margt sem taka þarf tillit til. í öllum hjónaböndum sveifl- ast það alltaf töluvert hve þörfin fyrir samfarir er mikil og á það við báða aðilana. Oft verður mikil vinna, þreyta og sjúkdómar til þess að kynlífið liggur að mestu niðri af eðlileg- Samfélag heilagra Allra heilagra messa é Lexía: Op. 7, 2—17 mikill múgur... og þeir hrópa hárri röddu og segja: JfjálprœðiÖ heyrir til Guði vorum, sem í hásœtinu situr og lambinu. “ Guðspjall: Matt. 5,1—12: sælir eru þér, þá er menn atyrða yður og ofsækja og tala Ijúgandi allt illt um yður mín vegna. Verið glaðir ogfagnið! því að laun yðar eru mikil í himnunum. Kóróna lífsins, sem veitist þeim, sem eru trúir allt til dauða (Op. 2,10). Pálmagreinarnar eru tákn lofsöngsins eilífa frammi fyrir hásæti Drottins (Op. 7,9nn), sem endurómar í hverri kristinni Guðsþjónustu. BÆN Guö faðir, við þig einan get ég talað opinskátt um ástvin minn, sem þú hefur kallað til þín. Þú einn hlustar, og þú einn veizt hvernig honum liður nú. Dagar og vikur líða, lífið gengur sinn vanagang, en enginn geturfyllt tómarúmið hjá mér. Hjálpa mér að bera einsemd mína og minnast í þökk alls, sem við áttum saman. En lát mig ekki einblina. á minningamar, heldur elska og annast lífið, sem þú gefur mér, og það fólk, sem umhverfis mig er. Segðu mér, að ástvinur minn sé óhultur í gleðinni hjá þér, og að ég fái einnig að mœta honum þar, fyrir sakir Jepí Krists, frelsara míns og Drottins. Amen. um ástæðum og er þá fólk sammála um ástandið. Einnig geta hjón komið sér saman um bindindi í þessum hlutum vegna annarra ástæðna. Páll postuli nefnir þetta t.d. ef fólk þráir andlega endurnýjun, þá sé bindindi gagnlegt, en ekki lengur en nauðsyn krefur svo freistingar leiði ekki annað. Bindindi á þessu sviði hefur ekkert kristið yfirbragð nema því aðeins að það hafi markmið sem er samþykkt af báðum og skilið af báðum aðilum. Annað erfiðleikatímabilið verður oft mun erfiðara. Konan er þá á hápunkti hvað snertir tilfinningalegan þroska og löng- un til að fá útrás á kvenlegum kenndum og vera virt sem kona. Aftur á móti gætir oft þreytu hjá manninum á árunum milli 35—40, sem gerir honum lífið erfitt. Á þessum árum verður það oft þannig að hjón fjarlægj- ast hvort annað ekki síst hvað snertir kynlífið og það er hættulegt. Enn erfiðara verður það þó á breytingaaldrinum um 50 ára skeiðið, þegar flestir karlmenn verða getuminni til samfara. „Hann er hættur að koma til mín,“ er setning sem oft heyrist í þessu samhengi. Þessi tónn er ákaflega sár, því að konunni finnst þar með að hún sé búin að missa allan þokka. Ef vitað er um þessi erfiðu tímabil og hjónin reyna að hjálpa hvort öðru yfir þau þá verða þau til þess að samband þeirra endurnýjast, ekki síst varðandi kynlífið. Svissneski sálfræðingurinn Bovet gerði könnun á samlífi hjóna eftir breytingaaldurinn og komst að því að mjög margir eiga ríkt kynlíf til elliára þó það sé ekki í sama mæli og á yngri árum. Kynlífið hefur ekki eingöngu þann tilgang að geta börn, en það tilheyrir að sjálfsögðu. Hjónin verða að gera það upp við sig hvernig þau standa að getnaðarverjum og það er þeirra samvisku mál. Kynlifið hefur ekki síst það hlutverk að binda hjónin sterkari ástarböndum og vera til endurnýjunar á ástinni og tilfinningasambandi þeirra. Það er vonlaust að gera þessum málum viðhlítandi skil í stuttri grein, en að lokum vil ég aðeins nefna þau tilvik þegar mistökin verða sárust. Biblían er opin og heiðarleg bók, hún segir m.a. frá því hvernig Davíð konungur féll í synd, maðurinn sem hvað mest hefur orðið mannkyninu til blessunar í 3000 ár, sem einn af höfundum Biblíunnar. — Slíkt getur vissulega komið fyrir. Kynhvötin er þess eðlis að hún getur blossað upp og orðið til þess að annar aðili hjónabands- ins fellur fyrir freistingu utan * hjónabandsins, sem verður til að skapa erfiðleika sem virðast oft óyfirstíganlegir. Ég reyni ekki að réttlæta svona mistök, þau eru mjög alvarleg. En ég hef oft séð hvernig kona sem er í þessum aðstæðum þýtur strax til lögfræðings og biður um skilnað. Ég leyfi mér að efast um að sú hin sama eigi hinn sanna kærleika. Hún er særð djúpu sári, en hún spyr ekki: Hvers vegna? — Svona mistök verða oft þegar eitthvað er að í hjónabandinu og ættu því þeir aðilar sem lenda í slíku, hvort sem það er konan eða maðurinn, að spyrja: „Hvað er að í sambandi okkar. Ef til vill er ástæðan fólgin í áralöngu ójafn- vægi jafnvel á öðrum sviðum hjónabandsins. Einnig getur hér verið um einangrað skot að ræða sem alls ekki var nein alvara á bak við og langt því frá að vera skipulagt. Svona áfall svíður oft mest hjá aðilanum sem fellur, því að hann hefur sært þann sem lofað var ævilangri tryggð. Það er ekki alltaf maðurinn sem þannig fellur, þó að það sé algengara. En sá sem hefur séð konu lifa í 20 ára vansælu hjónabandi, en falla svo fyrir blíðu og ástúð annars manns í eitt skipti, hann fer varlega í að dæma. A alltaf að segja frá svona mistökum? Ef viljann til þess vantar, þá er eitthvað mikið að. En viljinn til að bera þetta einn verður líka að vera til staðar ef þörf krefur, til þess að leggja ekki óbærilega byrði á hinn aðilann, sem þá er ekki tilbúinn að mæta ví. Það getur þurft að bíða nokkurn tíma og segja svo frá því. En ef sagt er frá svona mistökum þá ber það líka vott um að kærleikurinn þráir lækn- ingu á sári, og það er fram- gangsmáti, sem ekki ætti strax að mæta með hótun um skilnað. Slík játning gefur líka mögu- leikann á að endurnýjast í öllu tilliti og getur leitt til betra kynlífs en nokkru sinni fyrr. Kynlífið er ein af mestu orkulindum persónuleikans. Það er skapað af Guði og honum velþóknanlegt. Það er gefið okkur mönnunum til innihalds- ríkara og hamingjusamara lífs, til að halda lífinu á jörðinni gangandi, til að binda tvær manneskjur svo sterkum bönd- um að þær þekki hvor aðra niður í kjölinn. Kynlífið ber að varðveita í sínu rétta varanlega örugga umhverfi, þar sem það getur fengið að þjóna tilgangi sínum best. Frh. (Þessar greinar eru úr greinaflokki eftir norska geðlækninn Gordon Johnsen.) Biblíulestur vikuna 5.-11. nóvember Sunnud. 5. nóv. Matt. 5:1—12 Mánud. 6. nóv. Lúk. 20:27—W Þridjud. 7. nóv. Jes. 15:12—17 Miðvikud. 8. nóv. Kól. 1:18—23 Fimmtud. 9. nóv. Kól. 2:6—15 Föstud. 10. nóv. Opinb. 7:9—17 Laugard. 11. nóv. I. Þess 5:13—18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.