Morgunblaðið - 05.11.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.11.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 1978 55 fclk f fréttum + HARÐSNÚIÐ lið. Fyrir nokkru var þetta fræga kvikmyndafólk heiðrað í New York af leikhússamtökunum þar í borgi Burt Reynolds (til v.), Jane Fonda og Warren Beatty. — Voru þau Fonda og Reynolds heiðruð fyrir bezta ieik í kven- og karlahlutverki en Beatty fyrir leikstjórn og sviðssetningu. + SJÓNVARPSSTJARNA. Nú er verið að gera sjónvarpskvikmynd eftir hinni gömlu kvikmynd banda- ríska kvikmyndafélagsins Colombia, „From here to Eternity“. Þessi glæsilega leikkona Kim Baringer leikur þar helzta hlutverkið en þar koma líka fram leikararnir Natalie Wood og William Devane. + ÞETTA er nýleg mynd af Önnu Bretaprinsessu. Hún er hér stödd í V-Þýzkalandi á brezka hernámssvæðinu og kannar þar liðssveit kanadískra hermanna, en prinsessan er heiðurs-yfir- foringi þessarar kanadísku hersveitar. Liðsmenn prinsessunnar eru brosleitir. + FJALLGÖNGUGARPAR tveir, annar Lundúnabúi en hinn Bandarikja- maður, báðir alvanir að klífa fjallatinda — hófu morgun einn snemma fyrir skömmu að klífa Nelsonsúluna miklu á Trafalgartorgi f London. Er þeir voru komnir upp komu þeir þar fyrir löngum borða með áletruðum mótmælum gegn hvers konar f járfestingu Breta í S-Afríku. — Þegar þeir svo fóru niður aftur og voru komnir niður á torgið biðu þeirra brosleitir, en ákveðnir lögregluþjónar og voru báðir handteknir. Undursamlega jörð, mynd þína hefur mig lengi langað til að mála. Þannig kemst Jón úr Vör að orði i þessari nýju bók, sem er tíunda Ijóðabókin hans. Og þó að hann segi af sínu alkunna yfirlætisleysi að sín fátæklegu orð dugi ekki í myndina, þá er það hans dómur en ekki okkar. Þvi að þeir fletir jarðar og mannlífs sem hann hefur dregið upp í Ijóðum sínum gegnum árin eru ekki einungis skýrir og fagrir, heldur einnig svo sérstæðir og persónulegir að ekkert annað líkist þeim. Almenna bókafélagið Austurstræti 16 — Sími 19707 Skemmuvegi 36, Kópavogi — Sími 73055

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.