Morgunblaðið - 05.11.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 05.11.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 1978 63 Hjaltadal (Skagaf.)- Þangað leit- aði fjölskyldan síðan á hverju ári á meðan börnin voru að vaxa úr grasi. Var farið norður á vorin, þegar skólastarfi lauk. Unnið var við heyskap og að öðrum bústörf- um enda áttu þau hjónin nokkurn búpening. Þegar haustaði fluttist fjölskyldan aftur til Reykjavíkur og þá hress og stælt eftir mikla útiveru og áreynslu í starfi og leik. Þegar ég var í Kennaraskólan- um kynntist ég þessum merku hjónum, Sigrúnu og Isak. Náin kynni tókust þó fyrst með^ okkur nöfnunum eftir að dóttir mín, Guðfinna Svava, og Andri sonur hennar gengu í hjónaband árið 1963. Mér er ógleymanleg sú stund, þegar við eignuðumst báðar fyrsta barnabarnið, sem ber nafn okkar beggja. Þá skein gleðin úr andliti nöfnu minnar, en hún var óvenju svipmikil og lagleg kona. Nú eru barnabörn hennar orðin ellefu. Hin síðari ár átti Sigrún við vanheilsu að stríða, en þó ekki svo alvarlega að hætta væri á ferðum. En skjótt skipast veður í lofti og við erum oft. minnt á það hversu bilið milli lífs og dauða er stutt. Ættingjar eða vinir eru skyndi- lega kallaðir burt og við sitjum eftir gripin trega og tómleika. Þá er gott að eiga fagrar og góðar minningar til að hverfa að og sefa tregann með. Sigrún skildi eftir margar slíkar minningar, sem ég veit að verða ástvinum hennar ómetanlegir fjársjóðir, þegar tímar líða. Eg sendi þeim innilegar samúðarkveðjur. Þegar leiðir skilja nú um sinn er mér efst í huga söknuður og þakklæti. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast svo góðri og gáfaðri konu. Nöfnu minni er ég innilega þakklát fyrir allt, sem hún gerði fyrir mig og mína fjölskyldu. Á leið hennar um huliðsheima fylgja henni bestu óskir. Megi eilífðarljósið lýsa leið hennar á fund genginna ástvina. Góður Guð sé henni náðugur og blessi minn- ingu hennar. Sigrún Jónsdóttir. Sigrún Sigurjónsdóttir fæddist að Hjaltadal, Skagafirði, hinn 1. desember 1933. Foreldrar hennar voru hjónin Sigurjón Benjamíns- son frá Ingveldarstöðum í Hjalta- dal og Elínborg Pálsdóttir frá Kjarvalsstöðum í sömu sveit. Stuttu eftir fermingu dvaldi Sigrún árlangt í Kvennaskólanum í Reykjavík. Svo fór hún í gagnfræðadeild Menntaskólans á Ákureyri og lauk það ðan gagn- fræðaprófi 1933. Þá fór Sigrún í Kennaraskóla íslands og lauk þaðan kennaraprófi vorið 1935. Haustið 1935 gerðist Sigrún Sigurjónsdóttir farkennari í átt- högum sínum (Rípurhreppi), en árið eftir gerðist hún kennari við Skóla ísaks Jónssonar í Reykjavík, og þar kenndi hún svo fulla kennslu til loka skólaársins 1952—53 og nokkra kennslu í viðlögum eftir það. Þess skal og getið, að skólaárið 1951—52 gegndi Sigrún störfum skólastjóra í fjarveru ísaks Jónssonar. Hinn 12. febrúar 1938 giftist Sigrún Sigurjónsdóttir ísaki Jóns- syni skólastjóra. Þau hjónin Sig- rún og Isak voru samhent í því að gera veg Isaksskóla sem farsælast- an í þágu þeirra, er þar nutu kennslu og leiðsagnar ágætra kennara. Og Sigrún var afburða góður kennari. Sigrún var mikilvirk aðstoð bónda sínum í málum Sumargjaf- ar og annaðist útgáfu Sólskins um sinn, en Isak Jónsson var í áratugi í stjórn Barnavinafélagsins Sum- argjafar. Störfuðu kennarar og nemendur ísaksskóla mikið fyrir félagið á sumardaginn fyrsta ár hvert. Þá vil ég geta þess, að eftir að þau Sigrún og ísak giftu sig, og við ísak endurskoðuðum byrjendabók- ina Gagn og gaman, var Sigrún góður ráðgjafi — við að breyta textum og reyna þá. í þeim efnum Basar og kaf fi í Bústaðakirkju var Sigrún hollráð og kom hag- mælska hennar oft í góðar þarfir. En í þessum efnum — sem fleirum — vildi hún sem minnst láta á sér bera. Hún var hlédræg en ánægð þegar vel gekk. Um haustið 1945 eignuðust þau Sigrún og Isak hluta af Ingveldar- stöðum, föðurleifð Sigrúnar, og dvöldu þau þar í flestum sumar- leyfum sínum ásamt börnum sínum við heyvinnu o.fl. störf til hvíldar og hressingar. Þarna undu þau öll vel hag sínum eftir annríki skólastarfsins. Við hjónin heim- sóttum fjölskylduna í Ingveldar- staði og nutum þar ágætra ánægjustunda. Faðir minn hafði mikið dálæti á málshættinum: Djúp vötn hafa minnstan gný. Ég tel, að hugsun hans hafi átt vel við skapgerð Sigrúnar Sigurjónsdóttur. Hún var látlaus og virðuleg í allri framkomu, skilningsgóð um vandamál annarra, hjartahlý og leiðbeinandi. Þetta er sú mynd, sem mér er efst í huga, er ég minnist margra ánægjustunda í nærveru þeirra hjóna. Þau Sigrún og ísak eignuðust 4 börn: Gylfa, verkfræðing, Andra, prófessor í uppeldisfræði við Háskóla íslands, Elínborgu kenn- ara, Björgu hjúkrunarkonu og Sigurjón Pál, hjá Orkustofnun. Barnabörnin eru orðin 11. ísak Jónsson andaðist haustið 1963. Sigrún gekk ekki heil til skógar síðustu ár ævi sinnar og dvaldi því alloft á sjúkrahúsum. Við hjónin sendum börnum og öðrum ættmennum Sigrúnar Sig- urjónsdóttur hugheilar samúðar- kveðjur vegna fráfalls hennar og Sigrúnu þökkum við fyrir sam- verustundirnar á liðnum árum. Helgi Elíasson. KVENFÉLAG Bústaðakirkju efn- ir til basars og kaffisölu að lokinni messu í Bústaðakirkju n.k. sunnu- dag, en basar þessi hefur verið í undirbúningi frá því í fyrravetur. Verða seldar þar alls kyns flíkur, veggteppi, skrautmunir og lukku- pokar svo og kökur. Auk þessa basars verður boðið uppá kaffiveitingar og meðlæti og stendur kaffisalan yfir meðan basarinn er, sem hefst sem fyrr segir að lokinni messu eða um kl. 3. I frétt frá Bústaðasókn segir að starfsemi sóknarinnar sé sífellt að verða umfangsmeiri og fjölbreytt- ari með hverju starfsári og gefist þarna tækifæri til að styðja gott málefni. BezW Eigum nu fyrirliggjandi eftirtaldar WÍkLUÍ bifreiðar árg.'78 Á VERÐISEM ENGINN GETUR STAÐIST FIAT 128 L 2ja dyra 2.690.000 L Station 2.850.000 CL 4ra dyra 2.960.000 3.362.000 3.562.000 3.700.000 CL 2ja dyra 3.550.000 4.260.000 CL 4ra dyra 3.640.000 4.368.000 SUPER 4ra dyra AUTOM. UPPSELDUR 4.980.000 1600 3.890.000 4.668.000 2000 UPPSELDUR 5.316.000 2000 AUTOM. UPPSELDUR 5.556.000 2.090.000 2.612.000 UPPSELDUR 2.750.000 FIAT 132 Fólksbíll Station Verð 4 dag Aætlað verð á næstu sendingu L 2ja dyra 2.380.000 2.975.000 L 3jadyra 2.470.000 3.087.000 CL 2ja dyra 2.490.000 3.112.000 CL 3ja dyra UPPSELDUR 3.375.000 Ef þið gerið verösamanburö á þeim bílum sem fáanlegir eru í dag kemur í Ijós að þú færö mest fyrir þeninginn þegar þú kaupir FÍAT. FIAT ER BILL SEM BORGAR SIG FÍAT EINKAUMBOÐ A ÍSLANDI DAVÍÐ SIGURÐSSON hf. SÍOUMÚLA 35. SÍMI 85855.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.