Morgunblaðið - 08.11.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.11.1978, Blaðsíða 1
255. tbl. 65. árg. MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Aukaþingkosningar á Indlandi: Ótvíræður sigur Gandhi í sjónmáli Nýja Delhi, 7. nóvember. AP. INDIRA Gandhi, fyrrum forsætisráðherra Indlands, stefndi á ótvíræðan sigur yfir keppinaut sínum í aukaþingkosningum í heimaríki hennar, Chikmagalur á Indlandi, þegar um helmingur atkvæða hafði verið talinn seint í gærkvöldi. Gandhi hafði þá um 30 þúsund atkvæði fram yfir keppinaut sinn, en heildarf jöldi atkvæða er um 450 þúsund. Ef fer sem horfir, þ.e. að Gandhi vinni sigur, mun hún snúa aftur á indverska þingið eftir um 20 mánaða fjarveru og gerast leiðtogi stjórnarandstöðunnar. Gandhi beið á sínum tíma mikinn kosn- ingaósigur vegna ákæra um ýmiss konar misferli. Er Gandhi var spurð álits á stöðunni í gærkvöldi, sagði hún, að það væri ekki spurning um sigur eða tap, heldur það að hún væri alltaf til í slaginn. — Mikill fjöldi stuðningsmanna Gandhi þusti á götur út þegar tilkynnt hafði verið um stöðuna í gær og söng og dansaði. Fjöldi manns safnaðist saman við bústað Gandhi og fagnaði henni ákaft er hún ávarp- aði fjöldann. SÍAMSTVÍBURAR — Nei, þetta er ekki barn þétt upp við spegil, heldur eru þetta síamstvíburarnir Lisa og Elisa Hansen, fæddir í Bandaríkjunum. Þarlendir læknar hafa allt frá því í sumar verið að skilja systurnar að, en til þess að það sé unnt verður að gera ótrúlegan fjölda skurðaðgerða. Kosningar í Bandaríkjunum: Demókratasigur vegna Camp David-fundar? Washington, 7. nóvember AP. TALIÐ er nær fullvíst að afskipti Jimmy Cartcrs, Bandarfkjaforseta, af friðarsamningum milli ísraels og Egypta og Camp David fundurinn muni leiða til öruggs sigurs demókrata í kosningunum í dag. Kosið er til 35 sæta í öldungadeildinni, allra 435 sætanna í fulltrúadeildinni og í embætti 36 ríkisstjóra. Alls munu um 155 milljónir Banda- ríkjamanna hafa rétt til að ganga að kjörborðinu að þessu sinni, en ekki er talið að nema þriðjungur þeirra muni beita rétti sínum og ef svo fer er það lélegasta kosningaþátttaka frá stríðslokum, 1945. Ein undan- tekning er þó talin verða á þessu, en það er í Kaliforníu, þar sem Jerry Brown, ríkisstjóri, stefnir að miklum Bankaræninginn mikli handtekinn Los Angeles, 7. nóvember — AP STANLEY MARK Rifkin, tölvusérfræðingur, var í gærkvöldi handtekinn af bandarísku alrikislögreglunni, FBI, og ákærður fyrir bankaránið mikla, þar scm bandarískur banki var rændur með aðstoð tölvu, alls um 10.2 milljónum dollara, eða liðlega 3 milljörðum íslenzkra króna. Rifkin tókst eins og skýrt hefur verið frá í Mbl. á mjög undraverðan hátt að draga að sér þessa miklu fjárhæð á mjög skömmum tíma án þess að nokkurn grunaði neitt. Rifkin hafði þann háttinn á að breyta forritum tövlu þannig að peningarnir voru fluttir frá bandaríska bankanum yfir á svissneskan banka á nafni so- vésks skartgripasala, sem hann síðan keypti skartgripi af fyrir andvirðið. Rifkin keypti skartgripi á heildsöluverði að jafnvirði 8.1 milljónar Bandaríkjadollara, en á útsöluverði eru þeir metnir á a.m.k. 13 milljónir dollara, eða liðlega fjóra milljarða íslenzkra króna. sigri til að styrkja stöðu sína með tilliti til forsetakosninga 1980. Búist er við allt að 80% kosningaþátttöku þar. Helztu hitamál þessara kosninga hafa verið háir skattar og verðbólg- an, sem sjaldan hefur verið meiri. — Verðbólgan hefur verið aðalvopn rebúblikana í gagnrýni þeirra á stjórn landsins og hafa þeir lýst sérfræðinga forsetans alls óhæfa í þessum efnum. Carter hefur aftur á móti vísað þessum ásökunum á bug og sagt að efnahagur landsins verði komin í samt lag þegar á næsta ári og stefnt sé í aukinn hagvöxt á árinu 1980. Carter segir að staða dollarans eftir að tilkynnt var um aðgerðir honum til styrktar sýni ótvírætt að stefnt sé í rétta átt. Næg olía Rio de Janeiro. 7. nóv. — AP ÞÆR RÓSTUR sem verið hafa í íran og lokun olíustöðvar þar mun ekki hafa áhrif á framboð á olíu í heiminum, nema lokunin verði langvinn eða í allt að þrjá mánuði, að því er Nicolas Sarkis, forstjóri aðalstöðva olíuleitarfyrirtækisins Oilar, sem er rekið sameiginlega af olíuútflutningsríkjum OPEC, sagði á fundi með fréttamönnum í dag. Korchnoi ákallar Fide-þingið: Hjálpið fjölskyldu minni að losna frá Sovétríkjunum „ÉG BIÐ FIDE að senda Sovétstjórninni beiðni um að fjölskylda mín fái að fara frjáls ferða sinna frá Sovétríkjunum," eru niðurlagsorðin í bréfi, sem Viktor Korchnoi ætlar að leggja fyrir Fide-þingið í Buneos Aires. í bréfinu sem Korchnoi kynnti fréttamanni Mbl. í Buenos Aires Bögna Torfasyni segir hann að frá því hann yfirgaf Sovétríkin hafi kona hans og sonur lifað óbærilegu lífi. Ég vann fyrir fjölskyldu minni. raunir hans og konu hans til að Nú fá þau ekki að vinna fyrir sér. Þeim er neitað um vinnu og þau fá ekki að stunda nám. Þau eru svipt allri lífsbjörg og þau eru sam- bandslaus við umhverfi sitt, þar sem fólk óttast þau og fyrirlítur. Þau eru umkringd tortryggni, reiði og fyrirlitningu stjórnvalda. Þau lifa sem gíslar, eru talin óalandi og óferjandi í sovézku þjóðfélagi en geta hvergi farið. Þau eru dæmd til að svelta. Og sonur minn 19 ára er stöðugt beittur þrýstingi til að fá hann í herinn. Stjórnvöld gera honum að velja milli hersins, en sem her- maður fengi hann aldrei að fara frá Sovétríkjunum, eða hælis, eða fangelsis." Korchnoi rekur í bréfinu til- hún og sonur þeirra fái leyfi til að yfirgefa Sovétríkin og hann nefnir dæmi um stórmeistara: Larsen og Andersson, sem hafi tekið upp búsetu utan föðurlands síns og einnig getur hann um ungverska stórmeistarann Benkö sem gerðist landflótta í Reykjavík, varð bandarískur ríkisborgari og skipt- ir nú tíma sínum milli Bandaríkj- anna og Ungverjalands. „Hvers vegna sæti ég og fjölskylda mín þessari meðferð?" spyr Korchnoi. Þá minnir Korchnoi á það, að Sovétríkin hafi undirritað Helsinkisáttmálann, en í honum eru m.a. ákvæði sem eiga að stuðla að endurfundum fjölskyldna sem járntjaldið aðskilur. Sjá bréf Korchnois á-bls. 16 Bretar nær brauðlausir London, 7. nóvember. AP. TUGÞÚSUNDIR breskra húsmæðra stóðu í löngum biðröðum utan við allar litlar brauðsölur í morgun þegar opnað var. Ástæðan fyrir þessu er, að allar hinna stóru brauðgerða landsins, sem framleiða yfir 70% alls brauðs sem landsmenn neyta, eru í verkfalli. Þetta er í annað sinn á aðeins 14 mánuðum sem samtök brauðgerðarmanna skera upp herör gegn „of lágu verði", að þeirra mati og um 25000 bakar- ar fara í verkfall. Deilurnar nú eru þannig til komnar, að samtök bakara settu fram kröfu fyrr í haust um að þeir fengju a.m.k. 26% hækkun á brauði, en fengu aðeins heimild fyrir 11% hækk- un. — Forssvarsmenn þeirra segja að 11% hækkun sé hreint fáránleg og myndi koma þeim á kaldan klaka innan tíðar. Þegar eftir að tilkynnt var um verkfallið lækkaði verð á hlutabréfum í brauðgerðum verulega. DoUar lœkkar Washington, London, Tokyo, 7. nóvember. AP. Reuter. STAÐA Bandaríkjadollars versnaði lítillega á gjaldeyrismörkuðum víða um heim í dag, eftir að gengi hans hafði stöðugt hækkað alla síðustu viku í kjiilfar yfirlýsingar Carters um aðgerðir honum til styrktar. Sérfræðingar telja þrátt fyrir lækkun dollarans í dag enga ástæðu til að óttast, þar sem hún sé eðlileg í kjölfar mjög óeðlilegrar hækkunar á skömmum tíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.