Morgunblaðið - 08.11.1978, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.11.1978, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 1978 Nautaskrokka Kálfaskrokka Svínaskrokka Folaldaskrokka Tilbúið beint í frystikistuna Nýliðinn í SJÓNVARPI í kvöld kl. 18.05 hefst annar þáttur af sjö í brezka myndaflokknum um viðvaning- ana. í fyrsta þætti var sagt frá Jim Smith og Tubby Bass. Jim er við nám í bifvélavirkjun hjá föður sínum, en unir því illa og strýkur að heiman. Hann þráir að komast til sjós. Fer hann til fiskibæjarins Hull og fær sér gistingu á sjómannaheimili rétt við höfnina. Hann hefur ákveðið að hitta skipstjóra togarans Neptúnusar að máli á fiskmarkað- inum, en Jim hafði fylgst með, þegar Neptúnus kom að landi úr veiðiferð. Tubby Bass, sem er við nám í Sjómannaskólanum á staðnum, bíður einnig eftir að fá tækifæri til þess að komast í veiðiferð með togara. I þessum þætti kemur svo í ljós, hvort þeim félögum tekst að fá ósk sína uppfyllta. Alan Bates í hlutverki sínu f myndinni The Mayor of Caster- bridge, sem hefst f sjónvarpi kl. 20.35 í kvöld. HLJÓMSKÁLAMÚSIK, þáttur í umsjá Guðmundar Gilssonar, er á dagskrá útvarps í kvöld klukkan 23.25. I þættinum verður aðallega leikin tónlist eftir austurríska tónskáldið Millöcker. Leikið verður úr Madame Dubarry, Gasparone, Betlistúdentin- um og Feldprediger. Einnig verður elikin valsasyrpa eftir Waltáfel og þá leikinn forleikurinn að Dona Diana eftir Reznicek, en sá var kennari Loewe, sem samdi tónlistina við My Fair Lady. Raznieek var á sínum tíma þekktur tónfræðikennari í Berlín og samdi margar óperettur, sem voru vinsælar á þeim tíma. „Eins og maðurinn sáir” „Eins og maöurinn sáir“, nefn- ist nýr, brezkur myndaflokkur f sjö þáttum, sem hefst f sjónvarpi f kvöld, klukkaan 20.35. Er hann byggður á skáldsögu Thomas Hardys, The Mayor of Caster- bridge. Fyrsti þátturinn í kvöld fjallar um mann nokkurn, Michael Hen- chard, sem er kaupmaður og borgarstjóri í Casterbridge. Sá hefur þó ekki alltaf verið efnaður og í miklum metum. Átján árum áður hafði hann selt konu sína og dóttur í fylleríi á uppboði í veítingatjaldi konu einnar í litlu þorpi. Segir myndin frá því er mæðg- urnar eru á leið til þess sama þorps, á árlegan markað, sem þar er haldinn. Konan rifjar upp atvikin úr lífi sínu á leiðinni. Þegar hún kemur á markaðinn, leitar hún uppi veitingakonuna, sem átján árum áður hafði orðið vitni að atburðinum. Árið eftir uppboðið á konu sinni hafði Henchard komið til þessarar sömu konu og beðið fyrir þau skilaboð til konu sinnar, ef hún kæmi þarna aftur, að hann væri farinn til Casterbridge. Halda þær mæðgur síðan þangað. útvarp Reykjavík AIIÐMIKUD^GUR 8. nóvember MORGUNNINN 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. 7.10 Leikfimi. 7.20 Ba*n. 7.25 Morgunpósturinn. Um- sjónarmenn: Páll Heiðar Jónsson og Sigmar B. Hauksson. (8.00 Fréttir). 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Dagskrá. 8.35 Morgunþulur kynnir ým- is lög að eigin vali. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: Guðrún Guðlaugsdóttir held- ur áfram að lesa „Sjófugl; ana". sögu eftir Ingu Borg (3). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 9.45 bing- fréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. 10.25 Morgunþulur kynnir ým- is löjf. frh. 11.00 Á (íömlum kirkjustað. Séra Ágúst Sigurðsson á Madifelli flytur fyrsta hluta erindis um Víðihól í Fjalla- þingum. 11.20 Kirkjutónlist: a. Konsert í Bdúr fyrir orgel og strengjasveit eftir Johann Georg Albrechts- berger. Daniel Chorzcmpa lí ikur með Bach-hljómsveit- inni þýzkut Helmut VV ínschermann stj. b „Laudate Dominum" (K339) og „Sub tuum praesiduum" (K198) eftir Mozart: Agnes Giebel og Bert van t’Hoff syngja með Kammerkór Tónlistarskól- ans og Sinfóníuhljómsveit- inni í Vínarborg: Peter Ronnefeld stj. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12.25 Veðurfregnir. Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. SIÐDEGIÐ 13.20 Litli barnatíminn. Finn- borg Scheving stjórnar. 13.40 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Blessuð skepnan" eftir James Ilerriot. Bryndís Víglunds- dóttir les þýðingu sína (2). 15.00 Miðdegistónleikar. Sinfóniuhljómsveit Lundúna leikur Adagio í g-moll eftir Albinoni; André Previn stj./ Fílharmoníusveitin í Ósló leikur Sinfóníu nr. 2 í B dúr op. 15 eftir Johan Svendsen; Öivjnd Fjeldstad stj. 15.40 íslenzkt mál. Endurtekinn þáttur Gunn- laugs Ingólfssonar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn: Halldór Gunnarsson kynnir. 17.20 Sagan: „Erfingi Patricks" eftir K.M. Peyton. Silja Aðalsteinsdóttir les þýðingu sína (18). 17.50 Á hvítum reitum og svörtum. Guðmundur Arn- laugsson flytur skákþátt. 18.15 Tónleikar. Tilkynningar. KVÖLDIÐ 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- MIÐVIKUDAGUR 8. nóvember 18.00 Kvakk-kvakk ítölsk klippimynd. 18.05 Viðvaningarnir Brcskur myndaflokkur ísjö þáttum. Annar þáttur. Ný- liðinn. Þýðandi Bogi Arnar Finn- bogason. 18.30 Hema litla Dönsk mynd um munaðar- lausa stúlku á Ceylon. Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. (Nordvision — Danska sjónvarpið). 18.55 Hlé 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Augiýsingar og dag- skrá. 20.35 „Eins og maðurinn sáir" Nýr breskur myndaflokkur f sjö þáttum, byggður á skáldsögunni The Mayor of Casterbridge eítir Thomas Hardy (1840-1928) og gerður á fimmtugustu ártíð rithöfundarins. Leikstjóri David Giles. Aðalhlutverk Alan Bates, Annc Stallybrass, Anna Massey, Janet Maw og Jack Galloway. Fyrsti þáttur. Michael Henchard er auð- ugur kaupmaður og borgar- stjóri. En hann hcfur ekki alltaf verið ríkur og mikils metinn. Átján árum áður seldi hann sjómanni eigin- konu sína og dóttur. Sagan hefst þegar ma-ðg- urnar koma til Caster- bridge. 21.25 Saltnámurnar í Wieliczka. Brezk mynd um ævaíornar og sögufrægar saltnámur í SuðurPóIlandi. Ýmis lista- verk hafa verið höggvin í saltið þar á meðal kapella. Þýðandi og þulur er Jón O. Edwald. 21.45 Tríó eftir Schubert. Arne Tellefsen. Frans Helmerson og Hans Pálsson leika tríó í Ddúr eftir Franz Schubert. 22.25 Vesturfararnir Framhaldsmynd í átta þátt- um, byggð á sagnaflokki eftir Vilhelm Moberg. Annar þáttur. Þýðandi Jón O. Edwald. Aður á dagskrá 29. desem- ber 1974. 23.15 Dagskrárlok. kynningar. 19.35 Samleikur í útvarpssab Björn Árnason og Ilrefna Unnur Ásgeirsdóttir leika fjögur tónverk á fagott og pianó. a. Sónata cftir Benedetto Marcello. b. Scherzó eftir Mirosjníkoff. c. Lítil svíta eftir Louis Mainguencau. d. Fantasíupólonesa eftir Josef Klein. 20.00 Ur skólalífinu. Kristján E. Guðmundsson stjórnar þættinum. 20.30 Útvarpssagan: „Fljótt fljótt, sagði fuglinn" eftir Thor Vilhjálmsson. Höfund- ur les (14). 21.00 Svört tónlist. Umsjón: Gérard Chinotti. Kynnir: Jórunn Tómasdótt- ir. 21.45 íþróttir. Ilermann Gunnarsson segir frá. 22.10 Loft og láð. Pétur Einarsson sér um flugmálaþátt. 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.50 Úr tónlistarlífinu. Jón Ásgeirsson sér um þátt- inn. 23.05 Log. Stcingerður Guðmundsdótt- ir les úr óprentaðri Ijóðabók sinni. 23.25 Hljómkálamúsik. Guðmundur Gilsson kynnir. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. Utvarp í kvöld kl. 23.25: Sjónvarp í kvöld kl. 20.35: Ólafur Jóhannesson kennari við blikksmfðadeild Iðnskólans að útskýra teikningu fyrir nemendum sinum. Útvarp í kvöld kl. 20.00: Hefðbundin karlastörf? Þátturinn „Úr skólalífinu", í umsjón Kristjáns E. Guð- mundssonar, hefst í útvarpi í kvöld klukkan 20.00. Að þessu sinni verður fjallað um Iðnskólann í Reykjavík. Farið verður í skólann og spjallað við nemendur, sem eru við verklegt nám í hinum ýmsu greinum. Meðal annars verður rætt við tvær stúlkur, sem eru við nám í húsgagnasmíði um það hvernig sé að stunda nám í hefðbundnum karlastörfum. Þá er viðtal við aðstoðarskóla- stjóra Iðnskólans, Halldór Arn- órsson. Einnig er rætt við fjóra nemendur úr stjórn skólafélags- ins, meðal annars um vinnuálag í skólanum, próf og framtíðar- horfur. Þá er fjallað um félags- störf almennt innan veggja skólans. Þátturinn tekur hálfa klukku- stund í flutningi. Sjónvarp kl. 18.05 HLjómskálamúsík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.