Morgunblaðið - 08.11.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.11.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 1978 17 Ráðning blaðafulltrúa ríkisins: • Vílmundur Gylfason (A) kvaddi sér hljóðs utan dagskrár í Sameinuðu pingi í gær og gagn- rýndi harðlega málsmeðferö for- sætisráöherra við ráðningu blaöafulltrúa. Stuðningsmenn stjórnarinnar hefðu fyrst heyrt um þessa ráðningu í fréttum hljóð- varps og sjónvarps í fyrrakvöld og hvorki lægi fyrir sampykkt pings né fjárveiting til pessarar ráðningar— £g hélt við styddum aðhaldsstjórn, sagði Vilmundur, og pessi málsmeðferð kemur bæði á óvart og veldur vonbrígð- um. Hann sagði að Magnús Torfi Ólafsson væri góður og gegn maður, en ágæti hans væri ekki kjarni málsins, heldur ráðning án umfjöllunar réttra aðila, sem væri illt fordæmi. Fjalla hefði átt um petta mál í fjárveitinganefnd og Alpingi. Hann spurði fjármálaráð- Vilmundur Halldór Tómas Friðjón Sighvatur Tómas Ragnar Kjartan Ólafur Lárus Friðrik ráðherra, sem segði að ekki hefði verið um málið fjallað í ríkisstjórn, og fjármálaráðherra, sem fullyrti hið gagnstæða. • Halldór E. Sigurðsson (F), átaldi að málið skyldi rætt að forsætisráðherra fjarstöddum. Gert væri ráð fyrir fjárveitingu til blaöafulltrúa í framkomnu stjórnar- frumvarpi að fjárlögum. — Varla kæmi að sök þó ráöning væri með fyrra fallinu. Hver ráöinn væri í slíkar stöður væri ekki borið undir Alþingi. • Friðjón Þórðarson, forseti S.þ., sagði í tilefni af orðum Halldórs E. Sigurðssonar, að fjármálaráðherra heföi tjáð sér að hann myndi annast svör í þessu máli. Því hefði umræðan verið leyfð, skv. venju þar um. • Tómas Árnason, fjármála- ráðherra, sagði rétt, að illt væri að ræða þetta mál að forsætisráð- herra fjarstöddum, en hann hefði ekki viljað skorast undan svörum, enda fast eftir leitað. Hér væri um Skorti heimild til ráðningarinnar? herra, í fjarveru forsætisráðherra, hvers vegna ekki hefði verið fjallað um petta mál í fjárveitinga- nefnd og hvort honum sem fjármálaráöherra Þætti ekki gefið vafasamt fordæmi með slíkri málsmeðferð. • Tómas Arnason, fjármálaráð- herra, sagði forsætisráðherra far- inn utan á forsætisráðherrafund Norðurlanda. Samkvæmt reglu- gerð um stjórnarráðið, heyröi blaðafulltrúi undir forsætisráöu- neytið á sama hátt og t.d. húsa- meistari ríkisins. Forsætisráðherra hefði gert ráðningu blaðafulltrúa aö umræðuefni í ríkisstjórn og síðan sótt um heimild til ráðningar til fjármálaráðuneytisins, sem hefði verið veitt. Hér væri hægt aö jafna ráðningu á blaðafulltrúa við ráðn- ingu annarra ráðherra á sérstökum aðstoðarmönnum, sem þrjú dæmi væru fyrir í þessari ríkisstjórn. En Alþingi hefur í öllum þessum tilfellum síðasta orðiö við af- greiöslu sjálfs fjárlagafrumvarps- ins. • Sighvatur Björgvinsson, form. þingflokks Alþýðuflokksins, árétt- aði orð Vilmundar, að ágreiningur um þetta efni snerti ekki Magnús Torfa persónulega. Hér væri rætt um málsmeðferð. Tvær löglegar leiðir væru til að ráða ríkisstarfs- mann réttilega. Önnur værl aö ráðningarnefnd kæmi viö sögu. Hin meö fjárveitingu á fjárlögum. Ráðherrum Alþýðuflokks og Alþýðubandalags var ókunnugt um ráðninguna Fulltrúar þriggja þing- flokka mótmœla í fjárveitingarnefnd Alþingis Hvorugt hefði veriö fyrir hendi í þessu tilfelli. Hagsýslustjóri hefði aðsþurður tjáð sér að þessi ráðning hefði ekki komið til kasta ráðningarnefndar. Fjárlög yfir- standandi árs innihéldu ekki fjár- • veitingu í þessu skyni. Fjárlög • komandi árs væru óafgreidd. Undirnefnd fjárveitinganefndar hefði skipaö forstööumönnum t ýmissa ríkisstofnana að segja upp ■ ólöglega ráðnu starfsfólki. Þar af leiddi að fjárveitinganefnd teldi umrætt fordæmi skaðlegt. Fulltrúar þriggja þingflokka af fjórum hefðu bókað mótmæli af þessu tilefni á fundi fjárveitinga- , nefndar Alþingis í morgun. • Ragnar Arnalds, menntamála- ráðherra, tók fram aö í ríkisstjórn- inni hefði ekki verið fjallað um embætti blaðafulltrúa ríkisins. Sér hefði ekki verið kunnugt um þessa ráðningu fyrr en í fyrradag. • Ellert Schram (S), fjárveitinga- nefndarmaður, taldi fjárveitinga- nefnd og Alþingi sýnd lítilsvirðing með þessari málsmeðferð. Sig- hvatur Björgvinsson, form. þingfl. Alþýðuflokks, hefði bókað mót- mæli á fundi fjárveitinganefndar þá um morguninn, og fulltrúar fleiri þingflokka tekið undir þau. Athygli vekti aö þingmenn Alþýðuflokks þyrftu dag eftir dag að kveða sér hljóðs á þingfundum og spyrjast Magnús Torfi ólafsson fyrir um, hvað geröist á ríkisstjórn- arfundum. Þeir skiptust og á skoðunum með bókunum á nefndafundum. • Lárus Jónsson (S), fjárveitinga- nefndarmaður, sagði hér gengiö þvert á reglur um ráöningu ríkis- starfsmanna. Fordæmi væri að vísu fyrir ólöglegum ráðningum, en fjárveitinganefnd hefði á síðustu árum fært þau mál öll til betri vegar. Illt væri því þegar sjálfur forsætisráðherrann þverbryti ráðn- ingarreglur ríkisins. Hér stönguö- ust líka á fullyrðingar menntamála- hliðstæða ráðningu að ræða og aðstoðarmanns ráðherra. Þetta mál heyröi undir forsætisráðuneyt- ið skv. reglugerð um stjórnarráðiö. Hér væri því um undantekningu að ræða frá hinni almennu reglu um ráöningu ríkisstarfsmanna. — En ég fellst á að Alþingi hafi síðasta orðið í þessu máli, ef menn vilja breyta grónum venjum í þessu efni. • Kjartan Jóhannsson, sjávar- útvegsráðherra. sagöi enga form- lega samþykkt hafa verið gerða í ríkisstjórn um ráðningu blaðafull- trúa. í fjárlagafrumvarpi væri að vísu gert ráð fyrir fjárveitingu af þessu tagi. Ráðherrar Alþýðu- flokksins hefðu hinsvegar ekki haft hugmynd um ráðningu í þetta starf fyrr en samtímis almennum þing- mönnum. Ráðningin hafi komið þeim á óvart. • Olafur Ragnar Grímsson (Abl), sagði skilgreiningu fjármálaráð- herra á þessu embætti ranga. Það væri ekki hliðstætt embætti „aö- stoðarráðherra", sem létu af störf- um, er ríkisstjórn færi frá. Blaða- fulltrúi væri fast starf óháð líflengd ríkisstjórna. Það væri svo út af fyrir sig að hér væri ráðinn til starfs formaður stjórnmálaflokks, sem sér væri ekki kunnugt um að styddi núverandi ríkisstjórn • Friörik Sóphusson (S), lagði út af þessu máli sem góðu sýnishorni af sambúðarformi á stjórnarheimil- inu. Heilsa födur Karpovs þess valdandi ad Karpov tapaði næstum einvíginu? Vestur-þýzka blaðið Welt am Sonntag leiðir að því getum fyrir skömmu að veikindi föður Anatoly Karpovs heimsmeistara í skák hafi sett meistarann út af laginu undir lok einvígis hans við Viktor Korchnoi á Filipseyjum, og næst- um valdið því áð Karpov mistæk- ist að verja titil sinn, Blaðið segir að þegar staðan í einvíginu hafi verið 5:2 Karpov í vil hafi heimsmeistarinn fregnað að heilsu föður hans færi mjög hrakandi. Snerist taflið við og Korchnoi náði að jafna stöðuna í 5:5. Þegar Karpov hélt áleiðis til Filipseyja vissi hann að faðir hans Fvgeny Stepanovich, væri með krabbamein. En líkamleg heilsa föður háns var þó í lagi og Karpov hélt reifur til einvígisins. Fylgdar- lið hans taldi honum alltaf trú um að heilsa föður hans væri í lagi. Og til að friðþægja Karpov var læknir föður hans sendur til Filipseyja til að skýra Karpov frá því að hann hefði ekkert að óttast, faðir hans væri við hestaheilsu. Þegar staðan var 5:2 Karpov í vil fóru fylgdarlið beggja skák- meistaranna að ferðbúast, því að Karpov þurfti aðeins einn vinning til viðbótar til að vinna sigur í einvíginu. En þá varð sovéska liðinu á mistök. Þeim fréttum var „lekið" í Karpov að heilsu föður hans hefði hrakað mjög að undan- förnu og væri hann jafnvel í bráðri lífshættu. Við þessar fréttir brotnaði Karpov saman. Einbeiting hans fór úr skorðum. Hann gerði slíkar skyssur í næstu skákum að skáksérfræðingar vissu ekki hvað- an á sig stóð veðrið. Þeir vissu þó ekki hvað var að baki þessari frammistöðu. En eins og kunnugt er, fóru leikar þó svo um síðir að Karpov hlaut heimsmeistaratitil- inn. Antoly Karpov, íyrir miðju, ásamt foreldrum sínum fyrir utan heimili þeirra í Leningrad.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.