Morgunblaðið - 08.11.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.11.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 1978 1 9 Bréf F.Í.I. til forsætisráðherra: Frestun tollalækkana —iðnþróunaraðgerðir Ilér íer á eftir bréí. sem Félag íslenzkra iðnrekenda ritaði for- sætisráðherra 1. nóv. s.l.i I fjárlagafrumvarpi, sem lagt var fram á Alþingi í gær, segir svo í athugasemdum: „I frumvarpinu er gert ráð fyrir lækkun aðflutningsgjalda í sam- ræmi við samning um aðild UTANRÍKISRÁÐIIERRA skip- aði í gær sérstaka almannavarna- nefnd Keflavíkurflugvailar. Ber nefndinni sérstaklega að skipu- leggja ráðstafanir til almanna- varna vegna flugumferðar og umferðar annarra samgöngu- tækja. Jafnframt verði hlutverk nefndarinnar að skipuleggja og framkvæma björgunar og hjálp- arstarf vegna hættu eða tjóns. sem skapast hjá almennum borg- urum. vegna hugsanlegra hern- aðarátaka. náttúruhamfara eða af annarri vá. I fréttatilkynningu frá utanrík- isráðuneytinu segir að hvað varði verkefni nefndarínnar gagnvart hugsanlegri hryðjuverkastarfsemi á Keflavíkurflugvelli, sé hlutverk íslands að EFTA og samning við EBE. I samstarfssamningi stjórn- arflokkanna er gert ráð fyrir „að samkeppnisstaða íslensks iðnaðar verði tekin til endurskoðunar og spornað með opinberum aðgerðum gegn óeðlilegri samkeppni erlends iðnaðar, m.a. með frestun tolla- lækkana“. Ekki er fullráðið með hennar eingöngu bundið skipulagi og aðgerðum til björgunar og umönnunar þeirra, sem verða fórnarlömb slíkrar starfsemi, en um þessi mál skal hafa samráð við Trygginganefnd Keflavíkurflug- vallar. Nefndinni ber í störfum sínum að hafa fullt samstarf við fulitrúa Varnarliðsins, sem hefur lýst sig reiðubúið að tilnefna fulltrúa til þess að starfa með nefndinni, m.a. til að gera áætlan- ir um viðbrögð við almannavá og þá sérstaklega flugslysum. Formaður nefndarinnar er Pét- ur Guðmundsson, flugvallarstjóri á Keflavíkurflugvelli, en auk hans eiga sæti í nefndinni Þorgeir Þorsteinsson, lögreglustjóri, og Kjartan Ólafsson, læknir. hvaða hætti þetta verður gert. Sérstök nefnd þriggja ráðuneyta hefur málið til athugunar". Haft er eftir formanni eins stjórnmálaflokkanna í málgagni flokks hans í dag um fjárlaga- frumvarpið m.a.: „Loforð hefur hins vegar verið gefið um það, að við afgreiðslu frumvarpsins verði tekinn upp nýr tekjuliður, sem samsvarar þessari tollalækkun og sem myndi þjóna því að vernda íslenskan iðnað í samkeppni við innfluttar vörur“. Af framanrituðu er ljóst, að málefnið hefur ekki enn verið til lykta leitt innan ríkisstjórnarinn- ar og viljum vér í því sambandi benda yður, herra forsætisráð- herra, sérstaklega á, að nú eru einungis réttir tveir mánuðir þar til tollar eiga næst að lækka, samkvæmt samningi við EFTA og EBE, en samtals einungis 14 mánuðir eftir af aðlögunartíman- um í heild. í þessu sambandi viljum vér ennfremur ítreka, að frestun tollalækkunar er einungis önnur hlið þessa máls, en hin hliðin eru raunhæfar iðnþróunar- aðgerðir til að tryggja samkeppn- isstöðu íslensks iðnaðar og þar með lífsafkomu þúsunda manna í þessu landi. Vér gerum fastlega ráð fyrir að bæði frestun tollalækkana og ýmsir iðnþróunaraðgerðir komi til kasta löggjafans og er því raun- verulega um enn skemmri tíma að ræða en 2 mánuði, ef einhverjar þessara aðgerða eiga að taka lagagildi um næstkomandi ára- mót. Um athugun starfshóps þriggja ráðuneyta var oss tilkynnt 12. október.s.l. Var óskað eftir ábend- ingum vorum í því sambandi og þær sendar iðnaðaráðuneyti í bréfi 20. október s.l. Fylgir það hjálagt í ljósriti. Frá starfshópnum höfum vér ekkert heyrt frekar. Virðist oss að málið þoli ekki frekari bið eftir að athugun starfshópsins ljúki, enda er hér um að ræða málefni til ákvarðanatöku hjá stjórnmála- mönnum en ekki athugunar hjá embættismönnum. Þar sem hér er um að ræða grundvallaratriði tilveru og þró- unarmöguleika ísiensks fram- leiðsluiðnaðar, óskar stjórn Félags íslenskra iðnrekenda eftir sérstök- um fundi með yður og öðrum ráðherrum úr ríkisstjórninni, sem fjalla um málefni tengd iðnaði, þar sem rætt verði hvernig ríkis- stjórnin hyggst standa við það ákvæði samstarfsyfirlýsingar sinnar, sem vitnað var í í upphafi bréfs þessa. Félag íslenskra iðnrekenda er málsvari þess hluta íslensks iðnað- ar, sem þetta mál snertir, og væntir því að þér getið orðið við beiðni þess um sérstakan fund fyrir lok næstkomandi viku. Virðingarfyllst, Félag íslenskra iðnrekenda. Davíð Sch. Thorsteinsson. for- maður. Leiðrétting SAMKVÆMT upplýsingum Skattstjórans í Reykjavík var sérstakur tekjuskattur kr. 6.101.895, sem lagður var á Guðmund Jörundsson útgerð- armann, Úthlíð 12 í Reykja- vík, samkvæmt IV kafla bráðabirgðalaga nr. 96/1978 ranglega álagður og hefur því verið felldur niður. Svavar til Óslóar SVAVAR Gestsson, viðskiptaráð- herra, heimsækir Ósló dagana 9,—13. nóvember. Ráðherrann ræðir meðal annars við Hallvard Bakke, viðskiptaráðherra Noregs, og Guttorm Hansen, forseta norska Stórþingsins. Þá er á dagskránni Brecht-sýning í norska þjóðleikhúsinu og skoðunarferð um höfuðborg Noregs. Heyrnarhjálp í Borgarnesi EINAR Sindrason, háls-, nef- og eyralæknir og starfsfólk félagsins Heyrnarhjálp verða í Borgarnesi dagana 10.—12. nóvember. Leiðbeina þau um val heyrnartækja, gerð verða hlustarföng og heyrn mæld. Foreldrar, sem hafa grun um heyrnarskerðingu hjá börnum sínum eða háls- og nefsjúk- dóma, eru sérstaklega hvattir til að láta athuga þau. Heilsu- gæzlustöðin í Borgarnesi tekur við tímapöntunum. (Fréttatilkynning.) Almannavamanefnd á Keflavíkurflugvelli Sótmjn á Kanari Stytúrvetur-sfyrkiyktvpp Brottfarardagar í vetur: . ’78 28/10, 17/11, 1/12, 8/12, 15/12, 22/12, 29/12. ’79 5/1,12/1,19/1,26/1,2/2,9/2,16/2, 23/2, 2/3, 9/3,16/3,23/3,30/3,6/4, 13/4,20/4, 27/4.___________________________________ Þú getur valið um viku, - 2ja vikna, 3ja vikna eða 4ra vikna ferðir. Verð pr. mann, t.d. í 2ja vikna ferð, er kr. 185.000.oo (4 í íbúð) Endurnýið andlegan og líkamlegan þrótt í sól og sjó suður á Kanarí. Dragið ekki að panta. FLUGFÉLAG LOFTLEIDIR URVAL LSLANDS Lækjargötu 2 Sími 25100 v/Austurvöll Sími 26900 LANDSÝN Skólavörðustig 16 Sími 28899 ÚTSÝH’ Austurstræti 17 Sími 26611

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.