Morgunblaðið - 09.11.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.11.1978, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR 256. tbl. 65. árg. FIMMTUDAGUR 9. NÓVÉMBER 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Friðrik Úlafeson, nýkjörinn forseti Alþjóða skáksambandsins í samtali við MbL: „Þetta fylgi hjálpar mér að jafna ágreininginn Hinn nýkjörni forseti Fide, Friðrik Ólafsson og kona hans Auður Júlíus- dóttir fylgjast með ræðum mótframbjóðendanna á þingi Fide á Sheratön-hót- elinu í Buenos Aires í gær. .Símamvnd AP „ÞAÐ gladdi mig mjb'g að ég skyldi hljóta svona mörg atkvæði og þetta víðtæka fylgi mun hjálpa mér til þess að jafna þann ágreining, sem nú er ríkjandi innan Fide," sagði Friðrik ólafsson stórmeistari í samtali við Morgunblaðið í gær, eftir að hann hafði verið kjörinn forseti Alþjóðaskák- sambandsins á 23. þingi þess, sem haldið er á Sheraton-hó- telinu í Buenos Aires í Argentínu. Kosningin var æsispennandi og úrslitin í fyrri umferðinni þóttu mjög óvænt, en þá var kosið milli Friðriks, Rabell-Mendez frá Puerto Rico og Svetozar Gligoric frá Júgóslavíu. Mendez fékk flest atkvæði eða 31 , Friðrik hlaut 30 atkvæði og Gligoric 29 atkvæði. Einn seðill var ógildur. Næst var kosið milli Friðriks og Mendezar og hlaut Friðrik 57 atkvæði en Mendez 34. Samkvæmt þessu hafa flestir stuðningsmenn Gligoric stutt Friðrik í 2. umferð eftir að þeirra maður var úr leik og sagði Friðrik að Austur-Evrópuþjóðirn- ar, sem allar studdu Gligoric í 1. umferðinni, hefðu með kosningu sinni viljað stuðla að því að aðalstöðvar Fide yrðu áfram í Evrópu. „Þetta er vissulega stór stund," íran: Handtökur og eigna- upptaka Tehcran, 8. nóvember AP HERINN í íran lét skína í tennurnar í dag þegar hand- teknir voru helztu forsprakk- ar SAVAK til skamms tíma, ásamt Hoveida, sem var for- sætisráðherra landsins um 13 ára skeið. Meðan á handtökunum stóð voru skriðdrekar hafðir til taks í miðborg Teherans, en enda þótt ástandið í borginni sé ótryggt kom þar ekki til átaka. Er talið að umsvif hersins síðustu daga hafi haft sitt að segja, og virðist yfirvöldum umhugað um að ekki fari milli mála hverjir hafi tögl og hagldir í landinu. Reza Pahlevi hefur afsalað sér stjórn sjóðs, sem hefur að geyma gífurlega fjármuni. Hlutverk sjóðsins er að veita fé til góðgerðarstarf- semi, og mun ríkisstjórnin framvegis hafa umráð yfir honum. Þá hefur keisarinn gefið fyrirmæli um að eigur útlægra ættingja hans skuli gerðar upptækar og andvirðið renna til almennra velferðar- mála. Meðal hinna handteknu er Mentullah Asiri, fyrrum hæst- ráðandi hinnar alræmdu öryggislögreglu, SAVAK, en hún er meðal annars vænd um að stunda kerfisbundnar pyntingar á pólitískum föngum. sagði Friðrik. „Jafnframt því sem ég fagna kjörinu geri ég mér ljósa þá miklu ábyrgð, sem það hefur lagt á herðar mínar og nú er það mitt að axla þá ábyrgð. Kosningin var svo tvísýn að maður var viðbúinn bæði tapi og sigri. Þeim tilfinningum, sem bærðust innra með mér þegar mér bárust tíðind- in er ekki hægt að lýsa." Mikil gleði ríkti að vonum í herbúðum íslendinganna í Buenos Aires í gær og Friðrik bárust heillaóskir víða að. Sjá ennfremur viðtal við Friðrik á bls. 3, frásögn Högna Torfasonar af kosn- ingunni í miðopnu og viðtal við dætur Friðriks og Auðar Júlíusdóttur konu hans á baksíðu. Sveinn Jónsson féhirðir FIDE SVEINN Jónsson viðskiptafræð- ingur var siðdegis í gær kosinn gjaldkeri Alþjóðaskáksambands- inn en reglan er að gjaldkeri sambandsins sé samlandi forset- ans. Ineke Bakker var endurkjör- inn framkvæmdastjóri Fide. ítalía: Hryðjuverkamenn myrtu dómara og tvo lífverði Frosinone, 8. nóvember. AP. Bíllinn var eins og gatasigti og mennirnir þrír lágu lífvana í blóði sínu þegar lögreglan kom að fáförnum vegi í nágrenni Rómar í morgun eftir að vélbyssuskothríð þriggja hryðjuverkamanna lauk. Einn árásarmanna særðist á flótta, og fannst lík hans síðar í bíl, sem árásarmennirnir höfðu greinilega notað til að komast undan á. Hringt var til lög- reglunnar nokkrum klukku- stundum eftir árásina og sagt að „Víglínan", ein af f jölmörg- um hreyfingum vinstri sinn- aðra öfgamanna, hefði verið þarna að verki, en yfirvöld vita enn ekki sönnur á þeirri stað- hæfingu. Þetta er mesta árás öfgamanna á ítalíu síðan ránið og morðið á Aldo Moro átti sér stað fyrir átta mánuðum, en í þeirri árás létu lífið fimm lífverðir. Skotárásin í morgun varð með þeim hætti að Fedele Calvosa dómari í bænum Frosinore var á leið til vinnu sinnar, í fylgd tveggja lífvarða. Skyndilega varð á vegi þeirra bifreið, sem lagt hafði verið þvert á veginn, „Baktjaldamakk" — segir Tanjug um kjör Friðriks Belgrad — 8. nóvember. AP. JÚGÓSLAVNESKA fréttastof- an Tanjug hafði það í gær- kvöldi eftir heimildarmönnum sfnum í Buenos Aires. að kjör Friðriks Ólafssonar í forsæti FIDE væri árangurinn af „bak- tjaldamakki" á þinginu. Fréttastofan fór ekki nánar út i' þá sálma hvað átt væri við með baktjaldamakki. en gat þess að Bobby Fischer, fyrrver- andi heimsmeistari í skák hefði stutt framboð Gligorics, hins júgóslavneska stórmeistara, og hefði Fischer haft góð orð um það að snúa sér aftur að þvf að tefla opinbcrlega ef Gligoric næði kjöri. þannig að þeir urðu að nema staðar til að afstýra árekstri. Spruttu þá fram þrír menn úr runnaþykkni við vegarbrúnina og hófst mikil skothríð, sem lyktaði með ofangreindum hætti. Sjónarvottar segja að einn árásarmanna hafi greinilega orðið fyrir skoti félaga síns, enda var blóðslóðin að þeim stað þar sem árásarmenn höfðu lagt bíl sínum, þegar að var komið. Gífurlegur fjöldi lögreglumanna hefur kembt svæðið í nágrenn- inu í allan dag, en sú leit hefur engan árangur borið. Calvosa er sjöundi dómarinn, sem fellur fyrir hendi pólitískra ofstækismanna á ítalíu frá því að hryðjuverkaöld rann þar upp fyrir sjö árum. Hann var 59 ára að aldri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.