Morgunblaðið - 09.11.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.11.1978, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1978 Hækkun á unn- um kjötvörum RIKISSTJÓRNIN hefur stað- fest hækkun á unnum kjötvör- um og er hún á bilinu 4—6%. Samkvæmt þessu kostar kíló af pylsum framvegis 1371 krónu en kostaði áður 1284 krónur en kílóið af kjötfarsi kostar .822 krónur en kostaði áður 789 krónur. 4 skip með loðnu FJÖGUR skip tilkynntu Loðnu- nefnd um afla í gær, samtals 1260 tonn. Þrjú þeirra fóru með aflann til Reykjavíkur, en eitt þeirra, Jón Finnsson, hélt til Bolungarvíkur með rifna nót. Skipin sem fengu afla voru Óskar Halldórsson 360 tonn, Jón Finnsson 50, Helga Guðmunds- dóttir 300 og Örn 550 tonn. Tilkynning frá blaðaútgefendum VEGNA síaukins kostnaðar við útgáfuna sjá dagblöðin sér eigi annað fært en að hækka verðlag sitt frá og með.l. desember n.k. Verður mánaðaráskrift þá kr. 2500.00, en lausasöluverð kr. 125.00 eintakið. Alþýðuhlaðið, Tíminn, Dagblaðið, Vísir, Morgunblaðið, Þjóðviljinn. ÞESSA DAGANA er unnið við að setja upp gangbrautarljós á tveimur stöðum í borginni. Á Suðurlandsbrautinni fyrir framan Hótel Esju og á Hringbrautinni við Landsspítalann. Nokkuð rask fylgir uppsetningu ljósanna, en reiknað er með að henni ljúki á næstu dögum. Þá hafa vegfarendur, sem átt hafa leið um Skúlagötuna á leið í miðbæinn þurft að leggja lykkju á leið sína neðan við hús Sláturfélags Suðurlands. Þar er verið að endurnýja útrás frá SS og lengja hana út í sjóinn í gegnum fyllingu, sem komin er neðan við Skúlagötuna. í framtíðinni verður hraðbraut eftir þessari fyllingu og m.a. þess vegna var nauðsynlegt að breyta lögnum i götunni þarna. „Breytir engu um störf mín fyrir Samtökin — ÞESSI ráðning mín í stöðu hlaðafulltrúa rikisstjórnarinnar breytir engu um störf mín íyrir Samtökin. sagði Magnús Toríi Ólafsson. formaður Samtaka og vinstri manna, í samtali við Morgunblaðið. — Eg gegni áfram því starfi, sem ég hef verið kosinn til þar fram til landsfundar, sem haldinn verður í vetur, væntanlega í febrúar eða marz. Eg ætla ekkert að segja um það fyrirfram hvað á þeim fundi verður ákveðið, sagði Magnús Torfi. Svt'inn © INNLENT Skattamál „SKATTAMÁL" er yfirskrift fundar er Félag sjálfstæðismanna í Smáíbúða-, Bústaða- og Fossvogs- hverfi gangast fyrir í kvöld. Sveinn Jónsson, endurskoðandi fjallar um efnið „Hvar eru takmörk eðlilegr'ar skattheimtu?" og Þorvarður Elíasson mun fjalla um efnið „Fyrirtækin þurfa fleiri og hlutlausari skattstofna". Fundarstjóri verður Leifur ísleifs- son og fundarritari Sverrir Axels- son. Fundurinn verður- haldinn,.J Valhöll, Háaleitisbraut 1, og hefst hann klukkan 20.30. Hann er öllum opin á meðan húsrúm leyfir. Skiptar skoðanir á ágæti nálastungulæknisins: Algengast að fólk greiddi30-70þús. DANSKI nálastungulæknirinn Rasmussen, sem greint var frá í Morgunblaðinu í gær, mun hafa komið hingað til lands í janúar í vetur og dvalið hér í þrjár vikur. Samkvæmt upplýsingum, scm Mbl. hefur aflað sér, var þctta í f jórða skiptið sem hann kom hingað til lands þeirra erinda að lækna fólk með aðferðum sínum. Daginn eftir að hann hélt af landi brott í febrúar barst Rannsóknarlögreglu ríkisins kæra á starfsemi mannsins frá landlækni, en Rasmussen mun ekki hafa haft leyfi til lækningastarfsemi hér á landi og reyndar ber upplýsingum Mbl. um mann þennan ekki saman um hvort hann sé menntaður læknir og ekki heldur hvort hann hafi numið nálastungur í Kína eða á Formósu. Auk þess að hafa komið hingað til lands nokkrum sinnum hefur Dan- inn tekið á móti Islendingum á lækningastofu sinni í Danmörku. Eru það því tugir ef ekki hundruð íslendinga, sem leitað hafa til þessa manns. Það var nokkuð misjafnt eftir meðferð og fjölda tíma hve mikið sjúklingarnir þurftu að greiða. Algengast var að kostnaðurinn væri 30—70 þúsund krónur og að fólk sækti um yfirfærslu á fimm til tólf húndruð dönskum krónum til gjald- eyrisyfirvalda til að greiða Danan-.. um. Ríkissaksóknari hefur nú fyrir nokkru fengið til athugunar all- margar kærur á hendur þessum manni og beinist rannsóknin m.a. að því að kanna hvort Rasmussen hafi - farið inn á verksvið íslenzkra lækna og einnig hvort maðurinn hafi stundað fjársvik hér á landi. Gjaldeyrisyfirvöld munu hafa afgreitt yfirfærslur vegna greiðslna til Rasmussens greiðlega fyrst í stað í þeirri góðu trú að starfsemi hans væri samkvæmt íslenzkum lögum og . leyfum. Þegar umsóknum tók að fjölga Benedikt Davíðssoii um fund verkalýðsmálaráðs Alþýðubandalagsins: „ Vilja launabœtur án beinna kumahœkkana ” „Kjaraskerðing er skerðing, annað er orðaleikur,” segir Jónas Bjarnason , form. BHM I SAMTALI við Benedikt Davíðsson formann Sambands byggingamanna kom fram að á ársfundi verkalýðsmálaráðs Alþýðubandalagsins um helgina komu margir með þær hugmyndir að launabætur um næstu mánaðamót yrðu með öðrum hætti en í formi beinna launahækkana með það fyrir augum að draga úr verðbólguáhrifum. „Það komu ekki f^am ncinar ákveðnar hugmyndir um þetta,“ sagði Benedikt. Mbl. spurði hann hvort hann teldi launakostnað at- vinnuveganna vera of háan hérlendis; en almennt kvaðst hann svara því neitandi þótt tilteknar atvinnugreinar kynnu að búa við of háan kostnað. Morgunblaðið hafði samband við nokkra talsmenn launþega- samtaka í gær og innti þá eftir því hvort þeir hefðu einhverjar ákveðnar hugmyndir í þessum efnum og hvort þeir væru tilbúnir að skerða vísitölu með hliðaraðgerðum. Snorri Jónsson varaforseti ASÍ kvað ASÍ ekki hafa tekið neina afstöðu í sambandi við vísitöluna 1. des. n.k. en hann kvað ASI margoft hafa áréttað að verðbólgan væri ekki til hagsbóta fyrir launafólk. Hins vegar hefði staðið á því að menn stæðu saman um að vinna að lausn málsins. Jónas Bjarnason formaður BHM kvaðst ekki hafa heyrt neinar hugm.vndir. „en mér sýnist þegar menn tala um þetta svona,“ sagði hann, „að þá sé talað um hvernig megi bæta kjaraskerðingu með öðru en kjarabótum. Ef það þarf að framkvæma kjaraskerðingu þá verður það skerðing, þetta er bara orðaleikur. Hins vegar vil ég heyra um hvort hægt er að finna einhverjar mildandi gagn- ráðstafanir í kjörum, en slíkt hefur t.d. verið gert með bygg- ingu verkamannabústaða.“ Kristján Thorlacius formaður BSRB sagði að stjórn BSRB hefði ekki tekið þessi mál fyrir og engin tilmæli um skerðingu vísitölu hefðu komið frá stjórn- völdum. „Okkar stefna er,“ sagði Kristján, „að samningarnir séu í gildi. Það er langt frá því að við hefjum máls á því að fyrra bragði að eitthvað komi í stað okkar samninga en ég legg áherzlu á að samningarnir verði ekki rofnir." Óskar Vigfússon forseti Sjómannasambands íslands sagði að þetta mál hefði ekki verið tekið fyrir á þeirra þingi í haust, en hins vegar hefðu menn þar verið sammála um að sjómenn hefðu borið skarðan hlut frá borði hjá þessari ágætu ríkisstjórn og samningarnir í gildi hefðu ekki náð til þeirra. „Hvernig þessi ríkisstjórn,“ sagði Óskar, „ætlar að bjarga sér fyrir horn 1. des. n.k. er hennar mál, en við munum sækja á til þess að fá rétt okkar hlut og ef fram koma félagsleg- ar úrbætur munum við meta slíkt, en ég tel ólíklegt að við munum sætta okkur við slíkt." Björn Þórhallsson formaður Landssambands verzlunar- manna kvaðst ekki hafa heyrt neinar ákveðnar hugmyndir í þessum efnum. „Það eru til aðgerðir sem jafngilda kaup- hækkunum," sagði Björn, „en ég vil sjá allt slíkt áður en ég tjái mig um það.“ verulega fannst mönnum þó rétt að athuga þetta mál nánar og var haft samband við landlækni til að kanna hvort maðurinn hefði starfsleyfi hér á landi. Landlæknir óskaði eftir því að allar yfirfærslur vegna meðferðar hjá manni þessum yrðu þegar stöðvaðar, þar sem starfsemi hans væri ólögmæt. Landlæknir kærði síðan manninn til Rannsóknarlög- reglunnar, en daginn áður en kæran barst hélt Rasmussen af landi brott. Morgunblaðið hafði í gær sam- band við nokkra þeirra, sem leituðu lækninga hjá Rasmussen. Voru svör þessa fólks beggja blands, ýmist var fólk mjög ánægt með- lækningar hans eða það sagðist ekki hafa fengið neinn bata. I viðtölunum kom það fram að þessi starfsemi var ekki auglýst opinberlega og fór mjög leynt. Hafði Rasmussen þó nóg að gera og voru það einkum „mígrene“-sjúklingar, sem leituðu til hans, en í þeim sjúkdómi segist Rasmussen vera sérfræðingur. Kona nokkur, sem Morgunblaðið ræddi við, sagði að hún hefði engan bata fengið. — Ég fór fjórum sinnum til hans og þurfti að greiða 40 þúsund krónur, en engin breyting hefur orðið á mínum sjúkdómi vegna „lækninga" þessa manns, sagði hún. — Ég held að þessi maður sé alls ekki læknir eins og hann gaf sig út fyrir að vera. Einnig sagði hann sumum þeirra sem leituðu til hans að hann hefði lært nálastungulækningar í Kína, en tíminn, sem hann sagðist hafa vérið þar var breytilegur eftir því við hvern hann talaði. Ég frétti hins vegar nýlega að maðurinn þefði farið á námskeið á Formósu, en hefði aldrei til Kína komið, hvort sem það er rétt eða ekki, sagði þessi kona. Þá frétti Morgunblaðið af tveimur ungum mönnum, sem leituðu til hans og eru báðir mjög ánægðir með þá lækningu, sem þeir fengu hjá Rasmussen. Maður sá, sem hafði milligöngu fyrir starfsemi Rasmuss- en hér á landi, leitaði á sínum tíma til Rasmussens í Kaupmannahöfn og fékk góðan bata. Benti hann síðan því fólki á Rasmussen, sem átti við svipaðan sjúkdóm að stríða og hann sjálfur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.