Morgunblaðið - 09.11.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.11.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1978 3 „Eg varð gagntekinn gleói, Gligoric virtist létta en Mendez vonsvikinn" „VIÐ FÓRUM allir þrír upp í svítu Mendczar þegar atkvæðagreiðslan byrjaði, ég, Mendez og Gligoric því að það þótti ekki æskilegt að við værum þar viðstaddir. Bróðir Mendezar kom upp til okkar með fréttirnar, ég varð auðvitað gagntekinn gieði, Gligoric virtist létta en Mendez gat ekki dulið vonbrigði sín. En allt Tór þetta íram í mesta bróðerni og þeir óskuðu mér báðir hjartanlega til hamingju." Þannig mælti Friðrik Olafsson er Morgunblaðið ræddi við hann eftir hina glæsilegu kosningu í Buenos Aires í gærdag. Erfiðasta skákin „Þetta er erfiðasta skák sem ég hef teflt um ævina," sagði Friðrik aðspurður um hina hörðu kosningabaráttu, sem hefur verið háð á undanförnum vikum og mánuðum. „Leikreglurnar eru ólíkar því sem ég hef vanizt í skákinni en ég hef ætíð reynt að leika beztu leikina alveg eins og við skákborðið og það hefur mér tekist og vinningurinn í þessari erfiðu skák er í höfn.“ Friðrik sagði að þeir Gligoric og Mendez hefðu unnið nótt og nýtan dag við það að vinna framboðum sínum stuðning og hefði ekkert verið til sparað í þeim efnum. M.a. hefur Gligoric notið aðstoðar utanríkisþjónustu Júgóslava í heilt ár og kvöldið fyrir kosning- una hélt júgóslavneska sendiráðið boð fyrir alla Fide-fulltrúana. „Mendez hefur einnig lagt feiki- lega vinnu í það að afla sér stuðnings og hann hefur hvorki sparað fé né fyrirhöfn til þess að ná kjöri. Hann var orðinn mjög sigurviss og því urðu úrslitin honum svona mikil vonbrigði. Gligoric vini mínum hefur aftur á móti fundizt umstangið í kringum þetta orðið heldur mikið og því virtist mér sem honum létti við að heyra úrslitin þó þau hafi orðið honum jafn óhagstæð og raun ber vitni," sagði Friðrik. Gripu í tómt Friðrik sagði að frambjóð- endurnir hefðu strax eftir kjörið farið niður í fundarsalinn en þá hafði dr. Euwe, fráfarandi forseti Fide í einhverri fljótfærni gert hlé á þingstörfum. Gripu frambjóð- endurnir því í tómt, en Friðrik hafði hugsað sér að flytja ræðu strax að kjörinu loknu. Síðdegis hófust þingstörf að nýju og þá sté hinn nýkjörni forseti í ræðustól- inn og flutti stutta þakkarræðu. „Ég þakkaði þingheimi þann stuðning, sem ég hafði hlotið í þessu kjöri," sagði Friðrik. „Ég sagðist myndu gera allt sem ég gæti til þess að bregðast ekki þessu mikla trausti og að lokum hvatti ég fulltrúa skáksamband- Friðrik ólafsson ávarpar Fide-þingið í Buenos Aires í gær. Símamynd AP anna til að standa saman um Fide og skáklistina. Þegar hægist um mun ég huga að framtíðarmálum Fide,“ sagði Friðrik. „Það er ýmislegt sem þarf að ákveða nú þegar aðalstöðvar sambandsins flytjast til íslands. Ég reikna fastlega með því að skrifstofa Fide verði áfram í Amsterdam, fyrst um sinn a.m.k., og einnig reikna ég með því að ungfrú Inike Bakker verði áfram framkvæmdastjóri sambandsins, en hún gjörþekkir öll mál þess. I reglum Fide segir að æskilegt sé að helstu forystumenn auk forset- ans séu frá sama landi og hann, en það er þó ekki skilyrði. Öll þessi mál verða könnuð á næstunni." Mikil gleði Friðrik Ólafsson sagði að lokum að mikil gleði ríkti að vonum í íslenzka hópnum í Buenos Aires yfir úrslitum forsetakjörsins. Heillaóskir bærust hvaðanæva að og m.a. kom Karpov heimsmeist- ari til Friðriks eftir kjörið og óskaði honum til hamingju. „Mín- ir stuðningsmenn hafa unnið ákaflega vel þótt ekki höfum við haft þá fjármuni né mannafla sem hinir frambjóðendurnir. Ég vil nota tækifærið og þakka heilshug- ar öllum þeim mönnum, íslenzkum sem útlendum, sem stuðlað hafa að kjöri mínu sem forseta Fide.“ TOYOTAEIGENDUR Valkostur Toyotaeigenda Ibi Vantar eitthvað í bílinn? Hjá okkur er alltaf fullt hús af „original“ Toyota-varahlutum. Kynniö ykkur úrval og verö áöur en þiö verzlið annars staðar. Vorum aö taka inn stórar sendingar varahluta í flestar gerðir og árgeröir Toyota. Þ jónustuna þekkið þið h já okkur TOYOTA" VARAH LUTAUMBOÐiÐ ÁRMÚLA 23,SÍMI 31226

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.