Morgunblaðið - 09.11.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.11.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1978 5 Viljum þrýsta á að peningarnir fáist — segja starfemenn Breiðholtsútibús HÉR FER á oftir hróf starfs- manna Broiðholtsútibús FólaKs- málastofnunar Roykjavíkur. scm þoir afhontu í því fólki or leitaði til útibúsins eftir fjárhajís- aðstoð. sem það átti von á, en var ekki jíreidd og skýra starfsmcnn útibúsins í brófinu frá ástæðum þossi „Þegar fólk sækir um fjáfhags- aðstoð til Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar, er málið lagt fyrir, fyrst afgreiðslufund og síðan Félagsmálaráð. Sé talið að þörf sé fyrir aðstoðina er samþykkt að veita hana. Þá er í rauninni ekkert til fyrirstöðu að greiða út þá fjárhagsaðstoð sem samþykkt hef- ur verið, nema að til þess þarf náttúrlega peninga. Vandinn er að við fáum okki næga peninga til að gota grcitt út allt að som samþykkt hefur verið Undanfarna mánuði hefur fólk þurft að bíða von úr viti, eftir að fá greidda út peninga, sem það er í þörf fyrir að fá strax. Stundum höfum við neyðst til, eins og fólk hefur orðið áþreifanlega vart við, að lækka greiðslur til fólks, til að sem flestir geti fengið peninga. Það verður til þess að fólk fær minna en það hefur þörf fyrir. Fyrir þó nokkru, eða í endaðan september, var ákveðið í Borgar- ráði að Félagsmálastofnun fengi greitt (fyrir utan þá peninga sem koma daglega), ca. 2,9 milljónir til að geta greitt allavega hluta af því sem samþykkt hefur veriö. Ekki hefur fengist nema hluti af þessari upphæð eða kr. 750.000,- og hefur ástandið því ekkert batnað. 1. Peningarnir eru svo litlir að þó við reynum að skifta þeim verða einhverjir útundan. Við treystum okkur ekki lengur til að ákveða hverjir, því að við teljum aö allir hafi þörf fyrir alla þá fjárhagsaðstoð sem samþykkt hef- ur verið. 2. Við viljum þrýsta á að við fáum þessa peninga sem okkur hefur verið lofað til að geta staðið við að greiða fólki þá peninga sem það á rétt á. ' 3. Við vitum að það .kemur sér mjög illa fyrir fólk, að'fá ekkert greitt út núna, en við teljum að grípa verði til þessara hörðu aðgerða til að fá Reykjavíkurborg, til aö standa við gefin loforð. Það er búið að ræða málið við Félags- málaráð, borgarstjóra og borgar- ritara í margar vikur án nokkurs árangurs. Iíoykjavík, 8. nóvember. 1978. Starfsfólk Fólagsmálastofnunar Breiðholtsútibú." Fulltrúi Alþýðubandalagsins í skólanefnd Kópavogs: Kveðst óbundinn af meirihlutanum „ÉG GET ekki séð að þetta þýði neitt fyrir samstarfið í meirihluta bæjarstjórnar. Það heldur áfram og það er bæjarstjórnin sem ræður ferðinni en ekki einstakar nefndir. Þess bókun ber það með sér að einhver misklíð er á ferðum, þótt mér sé ekki kunnugt um, hver hún er,“ sagði Björn Ólafsson bæjarráðsmaður Alþýðubandalagsins í Kópavogi, er Mbl. leitaði álits hans á bókun, sem Finnur Torfi Hjörleifsson lagði fram á fundi skólanefndar Kópavogs á mánudaginn, þar sem hann kveðst m.a. óbundinn af stefnu og samþykktum bæjarstjórnar- meirihlutans í Kópavogi. Bókun Finns Torfa er svo- hljóðandi: „Þegar ég nú tek sæti í skólanefnd Kópavogs, sem full- trúi Alþýðubandalagsins, þykir mér rétt að láta bóka eftirfar- andi: Ég er í störfum mínum í skólanefnd óbundinn af stefnu og samþykktum þess bæjar- stjórnarmeirihluta, sem nú sit- ur að völdum í Kópavogi. Ég mun að sjálfsögðu eftir bestu getu túlka stefnu flokks míns í fræðslu- og uppeldismálum og leitast við að koma henni í framkvæmd." „Við Alþýðubandalagsmenn erum i samstarfi við aðra flokka í meirihlutanum," sagði Björn Ólafsson. „Og þó okkar stefna sé auðvitað bezt og bókun Finns Torfa beri með sér góðan vilja, þá er ekki hægt að setja sína stefnu eina á oddinn, þegar um samstarf við aðra er að ræða.“ Jóhann H. Jónsson bæjar- ráðsmaður Framsóknarflokks- ins sagði að þessi bókun hefði komið sér á óvart. „En ég vænti þess að samstarfsflokkur okkar sjái til þess að stefna meirihlut- ans nái fram að ganga í skólamálum sem öðrum málum." „Ég tel þessa bókun vera mjög alvarlegan hlut,“ sagði Guðmundur Oddsson bæjar- ráðsmaður Alþýðuflokksins. „Hún opinberar klofning innan Alþýðubandalagsins, en spurningin er hvað langt sá klofningur nær. Ég tel þó meirihlutasamstarfið ekki í hættu, en við og fulltrúar Framsóknarflokksins munum leggja fram bókun um málið á bæjarstjórnarfundi á föstudag- inn.“ „Það virðast komin skörð í vinstri meirihlutann í Kópavogi og nú er spurningin, hvort fleiri fylgja fordæmi Finns Torfa og lýsa sig óbundna af meiri- hlutanum," sagði Richard Björgvinsson bæjarráðsmaður D-lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. „Mér finnst þetta alveg furðu- leg bókun, þegar þess er gætt að maðurinn situr í þessari nefnd fyrir þrjá flokka sem eru í meirihlutanum," sagði Guðni Stefánsson bæjarráðsmaður S- lista sjálfstæðisfólks í Kópa- vogi. „Hins vegar vil ég ekki að svo komnu kveða upp úr um það, hvaða afleiðingar þessi bókun á eftir að hafa.“ r UA 4-í/K Hótel SÖ9U — Súlnasal, i riallO sunnudagskvöld 12. nóv. Húsið opnað. Svaladrykkir og lystaukar á barnum. Afhending ókeypis happdrættismiöa. Veizlan hefst stundvíslega. Ljúffengur ítalskur veizlumatur framreiddur. Verð aðeins kr.: 3.500.-. * Kl. 19.45 * Skemmtiatriði: Glæsileg ung söngkona kynnt. Anna Júlíana Sveinsdóttir syngur vinsæl lög og ítalskar óperuaríur. * Tízkusýning: Módelsamtökin sýna glæsilegan tízkufatnað fyrir dömur og herra. * Myndasýning: Forstjóri Útsýnar sýnir nýjar litmyndir frá sólarlöndum. * Danssýning: Heiðar Astvaldsson og kennarar í dansskóla hans sýna og kenna dansa úr Saturday Night Fever. A Bingó: Vinningar 3 Útsýnarferðir. , V Fegurðarsamkeppni: Ljósmyndafyrirsætukeppni Út- sýnar. Stúlkur 17—22 ára valdar úr Ai hópi gesta. 10 Útsýnarferðir í vinn- inga. Forkeppni. WéJk * Dans til kl. 01:00. Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar og söngkonan Edda Sigurðardóttir. Missið ekki af glæsilegri skemmtun og mögu- leikanum á ókeypis Útsýnarferð. Borðpantanir hjá yfirpjóni í síma 20221 frá kl. 3 e.h. hÆ Allir velkomnir. Góöa skemmtun Allir gestir sem koma fyrir kl. 20.00 fá ókeypis happdrættismiða. Vinningur: Ítalíuferð með ÚTSÝN DRIFBÚNAÐUR ER SÉRGREIN OKKAR Eigum jafnan á lager allar algengustu stærðir og gerðir af drif- og flutningskeð jum ásamt tilheyrandi tannhjólum, ástengi, niðurfærslugíra, tannhjólasamstæður og hraðabreyta (variatora). Einnig kílreimar, reimskífur, og handstýrða hraðabreyta (variatora) fyrir kílreimadrif. Veitum tæknilega ráðgjöf við val á drifbúnaði. RENOLD Hjpi n Wm, FALKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.