Morgunblaðið - 09.11.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.11.1978, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1978 Nína Margrét, Margrét, Ágústa og Halldóra æfa tónverkið. „Iflér fannst tónverkið koma svolítið skrítilega út?‘ Rabbað við Nínu Margréti Grímsdóttur píanónema í Tónmennta- skólanum Grein og myndin Árni Johnsen í Tónmenntaskólanum er margt af ungu og efnilegu fólki sem veit hvað það vill og hefur sjálfstæða afstöðu. Við heim- sóttum skólann einn daginn og röbbuðum stuttlega við Nínu Margréti Grímsdóttur, 13 ára gamla, en hún stundar nám í píanóleik. „Ég er búin að vera í skóanum í 7 ár, fyrsta árið spilaði ég á flautu en síðan hef ég lært á píanó og býst við að útskrifast næsta vor og fara í Tónlistar- skólann, ef ég nær þá inntöku- prófi.“ „Og það verður áfram píanóið?" „Alveg örugglega, það er mitt aðaláhugamál að spila á píanó, næsta mál við skólann og munar litlu að ég taki það fram yfir skólann. En ég reyni nú að jafna þessu saman." „En ekki á nú píanóið allan þinn tíma.“ „Nei, ég hef mörg önnur áhugamál. Á vetrum fer ég á skíði um helgar og svo hef ég mikinn áhuga á fimleikum og frjálsum íþróttum, en ég hef svolítið verið í því í skólanum. Ég hef einnig gaman af að mála og teikna landslag með vatns- litum og pastellitum, en lands- lagið er aðallega upp úr mér. Ég á stafla af myndum, en það eru fáar góðar. Ég hef þó lítið teiknað að undanförnu en vona að eitthvað komi í jólafríinu." „Fer langur tími í æfingar við píanóið?" „Ég æfi mig um tvo tíma á dag að meðaltali, en ef illa stendur á spila ég í einn tíma og bæti það svo upp seinna." „Af hvaða tónlist hefur þú mest gaman?" „Fyrir píanóið hef ég mest gaman af léttari tónlistinni eftir Mozart, Beethoven og svo spila ég Mendelssohn svolítið líka þótt það sé allt annað. Jú, ég spila aðallega eftir nótum. Fyrst aðallega at í mér þegar ég spila á píanóið heima." „Hafa krakkar á þínum aldri áhuga á sígildri tónlist?" „Þau eru aðallega í poppinu, mínir skólafélagar í Álftamýr- arskóla. Nei, það er ekki mikill áhugi á sígildri tónlist, því það vantar að kynna hana meira fyrir krökkunum. Það eru allir sannfærðir um að þetta sé leiðinlegt svo þá er ekkert gert meira í því. Ef meira væri gert af því að kynna þessa tónlist þá er ég viss um að krakkarnir hrifust með Annars finnst mér einnig mjög gaman að spila íslenzk lög og það mætti gera meira af því.“ „Hvað ætlar þú langt í píanó- leiknum?" „Ég ætla að reyna að verða einleikari og ná jafnframt kennaraprófi hvort sem mér nú tekst það.“ I lok samtals okkar sagði Nína Margrét mér, að hún þyrfti að fara niður í bókaherbergi Tónmenntaskólans við Lindar- götu til þess að æfa tónverk sem hún átti að semja ásamt þremur stúlkum öðrum. „Þetta átti að vera fyrir Nína Margrét við pianóið. Margrét Þorsteinsdóttir. spilaði ég eftir eyranu og söng þá með íslenzku lögin og ég hef alltaf gaman af að grípa í það. En ég hef einnig gaman af vel spilaðri, léttri tónlist, poppi og öðru slíku eins og tónlistinni í dansskólanum þar sem ég er, dansskóla Heiðars." „Áttu sjálf píanó?" „Nei, ekki ein, ætli mamma eigi ekki mest í því.“ „Spila bræður þínir einnig?" „Páll bróðir minn sem er 10 ára spilar á klarinett, en Birgir bróðir minn sem er 5 ára gerir Halldóra Ingólfsdóttir. „Þú verður a standa ofan á fætinum á mér“. Ágústa Jónsdóttir. þverflautu, fiðlu, þríhorn og trommu og það gekk ágætlega að semja það, en mér fannst tónverkið koma svolítið skríti- lega út.“ Þær fengu stundarfjórðung til þess að æfa verkið og gekk ágætlega þótt þær hefðu engan stjórnanda, en þær leystu það vandamál reyndar með því að gefa hver annarri merki með fótunum þegar mikið lá við og í startinu stóð sú sem réð byrjun- inni ofan á fætinum á þeirri næstu. — á.j.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.