Morgunblaðið - 09.11.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.11.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1978 BHM um llfs- kiör á íslandi: DAGANA 3. og 4. nóvember efndi Féiag háskólamanna til ráðstefnu um lífskjör á íslandi, — í því skyni að fólk geri sér betur grein fyrir bví, hvaða þættir bað eru í íslenzku Þjóðlífi og umhverfi, sem meta skal og unnt er að meta sem verðmæt lífsgæði svo og hvernig Þau eru til orðin, eins og Jónas Bjarnason, formaður BHM, komst að orði í setningarræðu sinni. Útdráttur eða kaflar úr ræðum frummæl- enda verða birtir í Morgunblaðinu í dag og á næstu dögum. aukinnar almennrar menntunar, þannig að hreint framlag vinnu- afls til vaxtar þjóðarframleiðslu verði um l‘/i% á ári. Þetta væri í hærra lagi, en ekkert einsdæmi miðað við önnur lönd. Ef fjárfesting og sparnaður verða álíka mikil og verið hefur síðustu áratugina, á fjármagnið að halda áfram að aukast talsvert hraðar en vinnuaflið, og má áætla að framlag þess til vaxtar þjóðar- framleiðslu gæti orðið a.m.k. 1% á ári miðað við reynsluna í öðrum löndum, en þar befur slíkt framlag í nokkrum löndum verið yfir 1% í langan tíma og allt upp í 2% í Japan, en hér er taían 1% valin með tilliti til þess, að afskriftatími fjárfestinga er með lengra móti hér á landi. Almennar framfarir í tækni í heiminum á þessu tímabili og vaxandi þekking ættu að geta skilað hér á landi um 1% á ári, ef sæmilega er fylgst með og fram- leiðslutæki endurnýjuð reglulega. Þetta mætti e.t.v. auka upp í 1 'k % á ári, þegar frá líður, með sérstökum aðgerðum til að ná upp nýjustu tækni og með auknum byggja þá upp, t.d. á 10 ára tímabili. Gengju þannig til baka áhrif minnkandi afraksturs fisk- stofnanna undanfarinn aldar- fjórðung. Önnur lönd hafa litla reynslu af slíkum umskiptum í gæðum náttúruauðlinda, enda skipta þær yfirleitt tiltölulega litlu máli í þjóðarbúskap háþróaðra iðnaðarlanda. Hér er því enga reynslu við að styðjast við að áætla áhrifin og óvissan því hvað mest um þennan þátt. Síðasti þátturinn eru áhrif vaxandi stærðar framleiðslutækja og markaða. Þegar hefur verið gerð grein fyrir möguleikum á að ná 5Ví—67r. hagvexti á ári og við svo öran vöxt gætir hagkvæmni stærðar mjög mikið. Þar að auki eru flestar framleiðslueiningar á Islandi undir hagkvæmustu stærð, þannig að ætla má að áhrifin hér gætu orðið með sterkasta móti. Því áætla ég áhrif stærðarhagkvæmni á hagvöxt 1 'k % á ári, en það er í hærra lagi miðað við reynsluna erlendis. Rétt er í þessu sambandi að gera sér fulla grein fyrir því, að tæknin og hin alþjóðlegi markaður löndunum og brýna þörf beri til þess að jafna þann mun seín fyrst. Lykillinn að því að fá mikið út úr þessum þáttum öllum er að ráðstafa fé til fjárfestingar á hverjum tíma með hagkvæmum hætti. Framfarir í tækni eru sífellt að opna nýjar og hag- kvæmari leiðir til framleiðslu og þjónustu. Verkaskipting og sér- hæfing milli fyrirtækja og þjóða fer vaxahdi og stærri framleiðslu- einingar skila að jafnaði lægri framleiðslukostnaði á hverja afurðaeiningu. Um leið og fé er fest í framleiðslutækjum eða mannvirkjum, er um leið tekin ákvörðun um framleiðni og hún fest til nokkurs tíma. Ekki er því hægt að gera of mikið úr því, að öll skilyrði til skynsamlegrar ákvarð- anatöku um fjárfestingu séu fyrir hendi, en þau eru fyrst og fremst, að þeir, sem ákvarðanir taka, séu vel upplýstir tæknilega og viðskiptalega, fjármagnið, sem þeir ráðstafa, beri eðlilega raun- vexti og milliríkjaviðskipti séu frjáls og án tolla. Sérstakar kröfur þarf að gera til fjárfestingar- Sigurgeir Jónsson hagfræðingur: Er hægt að tvöfalda þ jóðar- framleiðsluna á 10 árum? Vöxtur þjóðarframleiðslu, sem í daglegu tali er nefndur hagvöxtur, hefur að jafnaði verið um 4'k% á ári hér á landi síðasta aldar- fjórðunginn, en mjög sveiflu- kenndur eins og annað í hag- kerfinu. Þetta er í meðallagi gott miðað við önnur nágrannalönd og virðist fljótt á litið viðunandi. Þegar betur er skoðað, kemur annað í ljós. Bæði aukning vinnu- afls og fjárfesting, sem eru meginundirstöður hagvaxtar, hafa verið mikil og svipuð og í þeim löndum, þar sem hagvöxtur hefur verið hvað mestur, þannig að þess vegna hefði hagvöxtur átt að geta værið ein 6% á ári lauslega áætlað. Við virðumst því hafa fengið mjnna út úr okkar vinnuafli og fjármagni en aðrir. Síðustu árin hefir jafnframt dregið úr hagvexti hér á landi, og er hann nú um 3'k% á ári. Óhjákvæmilega dettur mönnum fyrst í hug, aö ráðstöfun fjár- magns til fjárfestingar hafi verið með óhagkvæmari hætti hér, heldur en þurft hefði að vera, og hlýtur svo að vera. Ástæður þessa eru vafalaust margar, en stærstu atriðin, sem eru með öðrum hætti en hjá þeim þjóðum, sem betur hefur gengið, eru verðbólguþróun og vaxtastefnan. Það var ekki fyrst og fremst arðsemi fram- kvæmdanna, sem réð fjárfestingu í mörgum tilvikum, heldur póli- tískt úthlutunarvald í einhverrri mynd. Mikið af fjárfestingunni hefur .líka verið beint á valdi hins opinbera og þá oft ekki gætt nægilega að arðsemi eða að því að finna ódýrustu lausnina við að leysa verkefnin. Til viðbótar kemur, að tilfærsla vinnuafls úr landbúnaði hefur verið torvelduð með opinherum aðgerðum, og um leið voru seinna en annars staðar lækkaðir tollar og afnumin inn- flutningshöft, þannig að hag- kvæmni af alþjóðlegri verka: skiptingu erskemmr'á'fa vegkomin hér. Þetta hvort tveggja hefur stuðlað mjög að hagvexti í öðrum löndum. Einnig má ætla, að hin mikla eftirspurn eftir vinnuafli um langt skeið hafi dregið úr framieiðni. Öll þessi atriði eru á okkar valdi og hefðu getað verið með öðrum hætti. Svo koma önnur atriði, sem ekki hafa verið á okkar valdi, eins og afleiðingar af rányrkju þorsksins á framleiðni, þar sem ört vaxandi floti fær ár eftir ár minnkandi botnfiskafla, svo að ekki sé talað um eyðingu síldarstofna. Þetta hlýtur að hafa haft veruleg áhrif til að halda niðri framleiðni síðasta aldarfjórðunginn, kannski af stærðargráðunni 'k% á ári að jafnaði. Aflasveiflur og verðsveifl- ur hafa líka vafalaust haft nokkur áhrif á framleiðniþróun bæði beint og líka óbeint með því að stuðla að verðbólgu. Þó að fróðlegt sé að horfa yfir farinn veg og greina þau mistök, sem orðið hafa, er samt gagnlegra að líta til komandi ára og gera sér grein fyrir möguleikum á því að auka hagvöxtinn með því að nýta þau tækifæri, sem gefast, forðast ný mistök og leiðrétta það sem afvega hefur farið, en flest mistök má vafalaust leiðrétta á einum til tveimur áratugum. Bandaríski hagfræðingurinn Edward F. Denison hefur gert tilraun til þess að greina orspkir og þætti hagvaxtar í ýmsum löndum. Hér á eftir verður gerð tilraun til þess að meta þessa þætti hér á landi og mögulegan heildarhagvöxt á næsta áratug. 7-7V2% hag- vöxtur á ári Reikna má með, að mannafli til vinnu á næsta áratug vaxi um tæp '27r á ari, en vinnutími styttist nokkuð og samsetning verði óhag- stæðari. Á móti komi áhrif rannsóknum á sviði fiskveiða og annarra undirstöðuþátta íslenzkr- ar þjóðarframleiðslu. í mörgum löndum er framlag þessa þáttar eins áætlað yfir 1% óg allt að 2% í Japan. Rétt er að taka það fram, að hér er fyrst og fremst um að ræða áhrif tækniframfara og hagræðingar innan hverrar greinar fyrir sig, en ekki áhrif af tilkomu nýrra greina. Umtalsverðir möguleikar eru á því að færa vinnuafl og fjármagn úr framleiðslugreinum með lágri framleiðni í greinar með hárri framleiðni, en slík tilfærsl^ er megineinkenni hagþróunar á öllum tímum í öllum löndum. Að þessu verður vikið nánar síðar, en framlag þessa þáttar á að geta orðið um 17r. á ári miðað við reynslu annarra þjóða. Séu staðn- andi framleiðslugreinar verndaðar um of, verður þessi þáttur lægri, en hins vegar getur of hröð tilfærsla líka valdið tjóni. Hér er því meðalhófið farsælast. Fiskifræðingar telja möguleika á að byggja aftur upp ofnýtta fiskstofna í hafinu umhverfis landið, þannig að hægt sé að ná smám saman verulega meiri fisk- afla án þess að auka fishiskipaflot- ann frá því, sem nú er. Slík aukning mundi bæta um leið nýtingu fiskvinnslustöðva. Laus- lega áætlað gætu áhrif vaxandi fiskstofna og vaxandi afraksturs af þeim numið af stærðargráðunni 1 % á ári meðan verið væri að krefjast yfirleitt stórra fyrir- tækja, ef ná á viðunandi fram- leiðni og lítil fyrirtæki og háar þjóðartekjur á mann fara ekki vel saman. Þegar framlag allra framan- greindra þátta er lagt saman virðist hugsanlegt, að auka megi þjóðarframleiðslu íslendinga um 7—7'/2% á ári að meðaltali á næsta áratug eða auka hana um 6—6‘k7r, á íbúa, ef allir mögu- leikar eru nýttir. Þetta þýðir tvöföldun heildarframleiðslunnar á tæpum 10 árum og tvöföldun á hvern íbúa á rúmlega 10 árum. Þetta væri góður árangur á heimsmælikvarða, en þó hvergi nærri einsdæmi. Japanir juku þjóðarframleiðslu sína um 9% á ári um langt árabil og Kórea og Brasilía og fleiri lönd gera enn betur um þessar mundir. Leiðir- til að auka þjóðar- framleiðslu Það þarf ekki að fara mörgum orðum um pað hve mikils virði væri að ná slíkuru árangri, þar sem aukning þjóðarframleiðslunn- ar er eina örugga undirstaða batnandi lífskjara hér á landi. Flestir eru sammála um, að þau séu nú lakari en í nágranna- ákvarðana opinberra aðila, þar sem samkeppni er þeim yfirleitt ekki sama aðhald og einkarekstr- inum og á þeim er alls konar sérhagsmunaþrýstingur. Ég vík nú aðeins að þeim leiðum, sem ég tel, aö þurfi að fara til þess að hægt sé að ná þeim árangri að tvöfalda þjóðarframleiðsluna á 10 árum. Allavega næst hann ekki að öllu óbreyttu og líklegast, að hagvöxtur yrði þá svipaður og að undanförnu eða um 3 'k% á ári og 2'/2% á íbúa. Það þýddi, að 20 ár tæki að tvöfalda þjóðarfram- leiðsluna í heild og 28 ár að tvöfalda hana á íbúa. Undirstöðuatriðið er, að yfirvöld og allur almenningur geri sér raunsæja grein fyrir því í hvaða atvinnugreinum Islendingar hafa mesta möguleika á að ná mikilli framleiðni. Yfir í þær greinar þar/ smám saman að færa þann hluta vinnuaflsins, sem ekki er þegar í þessum greinum og færanlegur er. Þessar greinar eiga að skera sig úr fyrir það að geta borgað vexti og afskriftir af framleiðslutækjum og þar að auki greitt hátt kaup í samkeppni bæði við fyrirtæki erlendis og íslenzkan sjávarútveg. Ef framleiðsla á Islandi á að geta greitt hátt kaup má hún ekki vera í samkeppni við láglaunaiðnað þróunarlandanna, þar sem kaup er oft ekki 'nema 1/10 hluta þess sem hér er. Dæmi um framleiðslu þessara landa eru almennar vefn- aðarvörur og skófatnaður, niður- suðuvörur, trjávörur, húsgögn, skip o.fl. Þessi lönd sækja stöðugt á og fara inn á fleiri og fleiri svið eins og glögglega hefur orðið vart hér á landi. Þetta er þróun, sem ekki verður stöðvuð og verða mun meira og meira áberandi þáttur í efnahagsmálum heimsins á komandi árum. Þetta er reyndar eina leiðin til þess að verulegar framfarir geti orðið í þessum löndum. Framleiðsla á íslandi getur heldur ekki borgað hátt kaup, ef hún er í beinni samkeppni við hin háþróaðri iðnaðarlönd á þeim sviðum, þar sem þau standa best að vígi. Þeirra viðbrögð við samkeppni þróunarlandanna eru að fara í vaxandi mæli yfir í hátæknilega framleiðslu, eða stór- framleiðslu, sem þróunarlöndin ráða ekki enn við. tar gildir að vera sífellt skrefi á undan í framleiðslumagni, vísindum og tækni eða tísku. Hæpið er að Frá ráðstefnu BIIM um lífskjör á íslandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.