Morgunblaðið - 09.11.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.11.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1978 17 Jón Ásgeirsson, Kanada; Um gangbrautaslys Myndin er slæm. Það var rigning, þegar ég tók hana á lélega vél. Á henni sjást samt fjórir gangbrautaverðir. og einn vegfarandi að fara yfir. Þá sést einnig, efst á myndinni. hvernig gangbrautir eru merktar. Krossinn er upplýstur í myrkri. Gangbrautaverðirnir eru með rauð (orange) belti um sig miðja og yfir aðra öxlina. og flaggið er í sama lit. Þeir sjást því greinilega. Ég hef aldrei orðið vitni að því, að þeim væri ekki hlýtt í einu og öllu. og ek ég þó hjá þeim á tveimur stöðum að minnsta kosti einu sinni á dag. (jrn Eiðsson lágt framlag hins opinbera til félagsmálastarfs íþróttanna. Þess má einnig geta, að hvergi á Vesturlöndum er eins vel búið að íþróttastarfsemi og „íþrótta- stjörnum" af hálfu hins opinbera og á Norðurlöndum og í Vest- ur-Þýskalandi, þar sem jafnaðar- menn stjórna og hafa stjórnað lengi. Þetta ætti Sigurður E. Guðmundsson að hafa í huga og taka sér til fyrirmyndar. Nýlega voru lögð fram á Alþingi fjárlög íslenska ríkisins. Upphæð sú, sem íþróttahreyfingunni er ætluð, er smánarlega lág og sú sama og á síðasta ári, þó að dýrtíð hafi aukist gífurlega. Ef kjörnir fulltrúar á Alþingi ísiendinga sjá ekki til þess að upphæðin hækki verulega og meira en nemur dýrtíðaraukningu er hætt við að íslensk íþróttahreyfing verði þess ekki megnug að starfa á eðlilegan hátt. Því virðast nefnilega margir gleyma, sem sífellt eru að puða við að komast í stjörnuflokkinn á iaunamarkaðnum, að íslensk íþróttahreyfing er borin uppi af sjálfboðaliðum í þúsundatali, sem ekki hugsa um peninga fyrir sjálfa sig. Ef starf þeirra að þessum málum er ekki meira metið en hér hefur verið lýst, er trúlegt, að þeim fækki óðum, sem eyða flestum frístundum sínum í þágp. íþróttanna. ()rn Eiðsson. myndirnar með listrænum blæ, og sóma sér vel sem stofuprýði hvar sem þær verða hengdar upp að sýningu lokinni. Það er svo umhugsunarefni öllu venjulegu fólki að á sama tíma og menn eins og Sigurður Gíslason og Jakob V.. Hafstein taka sig saman um að gleðja borgarbúa með þessu listræna og menningarlega fram- taki, þá eru einhverjir skuggalegir menningarvitar á sveimi um Klambratún og sækja nú að Kjarvalsstöðum með hótunum um að ieggja þar allt í rúst. Magnús Sigurjónsson. Leikarar styðja myndlist- armenn FÉLAG íslenskra leikara sam- þvkkti á fundi sínum þann 4. nóvcmber síðastliðinn að lýsa yfir fullri samstöðu við kröfur Félags íslenskra myndlistarmanna varð- andi stjórnun á Kjarvalsstöðum og styður bann félagsins eindreg- ið. FIL hvetur um leið borgarfull- ttúa til að leysa þetta mál hið Skafið rúðurnar Þær hörmuiegu fréttir berast frá Islandi, að tvær ungar telpur hafi beðið bana í umferðarslysum. Þær voru báðar á leið yfir götu á gangbraut, er ekið var á þær. Hér í Kanada er lögð mikil áhersia áfgóða umferðarmenningu. Eitt af því, sem vakti sérstaklega athygli undirritaðs við komuna hingað til Winnipeg var gang- brautamenning akandi og gang- andi vegfarenda. Skólabörn læra umferðarregl- urnar i skólunum, og einnig utan þeirra. Þau eru látin taka virkan þátt í því að bæta umferðarmenn- inguna. Þar sem eru gangbrautir nálægt skólum eru nemendurnir látnir skiptast á vörslu. Þá fá þeir sérstaka búninga og rauð flögg og taka sér stöðu á gangstéttunum við brautirnar. Gangbrautaverðirnir sjá til þess, að engir fari yfir göturnar á gangbrautunum fyrr en þeir hafa sjálfir gefið merki um að það megi. Þá stíga þeir út á götuna og gefa bílstjórum merki með handahreyf- ingum, og flagginu, að þeir eigi að stansa. Það er svo ekki fyrr en allir aðvífandi bílar hafa stansað, að verðirnir gefa þeim, sem gangandi eru, merki um að þeir megi fara yfir. Bílstjórunum er loks gefið merki um það, hvenær þeir mega aka af stað aftur. Allt fer þetta skipulega fram, án allrar óvissu, — öryggið situr í fyrirrúmi. Þetta læra skólanemendurnir. Flest barnanna verða síðar meir bílstjórar, og þá kunna þau þetta, og muna eftir þeim hættum, sem geta verið í sambandi við gang- brautir. Þessa sjást líka merki. Þar sem ekki eru gangbrautaverðir, en þeir eru yfirleitt aðeins á mesta annatímanum, og engin eru um- ferðaljósin, — þar gefa þeir, sem vilja komast yfir á gangbrautum, ótvírætt merki um að þeir vilji komast yfir. Fullorðnir eða börn. Vegfarandinn stendur þá á gangstéttinni og bíður eftir tæki- færi. Réttir síðan fram höndina, og fer yfir, þegar engir bílar eru nálægt, eða nálægir bílar hafa stansað. Ekki fyrr. Hér eru þessi mál tekin föstum tökum, hér er alvara á ferð, hér eru mannslíf í veði. SVONAEIGA I IISBYGG.IEMHR / sýningarsölum okkarað Suðurlandsbraut 6 Reykjavík og Glerárgötu 26 á A kureyri, eru margar ólíkar uppsettar eldhúsinnréttingar. Þœr gefa ykkur góða hugmynd um hvernig hœgt er að hafa hlutina. Komið spyrjið okkur út úr um möguleikana sem bjóðast — verð, afhendingartíma, greiðslu- hagi : Suðurlandsbraut 6, Reykjavík. Sími: (91) 84585. skilmála ogyfirleitt hvað sem ykkur dettur í hug. Við tökum máU skipuleggjum og teiknum ykkur að kostnaðarlausu og gerum tilboð án skuldbindinga af ykkar hálfu. Eldhúsinnréttingar frá okkur henta þeim er gera kröfur um gœði. Verslunin Glerárgötu 26, Akureyri. Sími: (96) 21507.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.