Morgunblaðið - 09.11.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.11.1978, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1978 Tortryggilegt skattframtal leiddi til frekari rannsóknar í framtölum aft- ur í tímann - Viðbótartekjur áætlaðar hjá ættingjum ótaldar til skatts Með bréfi til X 8. janúar 1975 skoraði skattstjórinn í Reykja- vík á X að veita ýmsar skýringar á skattframtali hans árið 1974 og krafðist svars í síðasta lagi hinn 15 s.m. En að mati skattstjóra sýndi skattframtalið neikvæðan lífeyri — lífeyrir aðeins kr. 105.383.-. X svaraði fyrirspurn skattstjóra með bréfi þar sem hinn neikvæði lífeyrir er skýrður með lántökum hjá tveimur börnum hans og tengdaföður, alls kr. 650.000.-, sem X hafði láðst að telja fram til skatts árið 1974 og voru til viðbótar lántökum X innan fjölskyldunnar frá fyrri árum sem alls voru kr. 1.830.000.-. Með bréfi skattstjóra dag- settu 8. desember 1975 var X tilkynnt að athugun hefði farið fram á skattframtölum hans árin 1971 — 1973. í þeirri greinargerð eru þeir annmarkar m.a. taldir á skattframtölunum, að þau sýni ekki nægan lífeyri X til handa og fjölskyldu hans og skuldir hans við náin skyld- menni fái ekki staðist og miði að því að gera lífeyri X sennilegan. Nokkrum dögum síðar var X tilkynnt að eigi væri unnt að fallast á skattframtöl hans þessi árin, og að viðbótartekjur yrðu áætlaðar honum, var honum veittur tíu daga frestur til andsvara. Var sú ákvörðun skattstjóra reist á athugun þeirri sem gerð hafði verið á skattframtöium X. Endurskoðandi X kærði ákvörðun skattstjóra og mót- mælti þessari áætluðu tekjuvið- bót m.a. með þeim rökum að fyrst nú vegna ónákvæmni X í skattframtali ársins 1974, sæi skattstjóri ástæðu til þess að vefengja lífeyri hans fyrir fyrri árin þrjú, enda ætti lífeyrir þeirra ára að nægja miðað við verðlag á þeim tíma. Skattstjóri formleg hlið málsins í lagi, þar eð telja yrði, að skattstjóri hefði fullnægt tilkynningarskyldu sinni, enda væru skatthækkan- irnar hóflegar. Skattstjóri hefði ekki sinnt áskorunar- skyldu sinni skv. skattalögum Umboðsmaður X lagði einkum áhérzlu á það í málinu, að skattstjóri hefði ekki fylgt formkröfu 37. gr. skattalaganna, þ.e. að áskorun til X hefði ekki verið gerð nema vegna ársins 1974, og því væri viðbótarálagn- ingin þessi þrjú árin með öllu ólögleg. (í 37. gr. skattalaga segir að skattstjóri skuli skora á framteljanda að láta í té gögn og skýringar, ef hann telur framtal eða fylgiskjöl þess á einhvern hátt ófullnægjandi). Lífeyrir sé óaðfinnanlegur, nema lánahreyfingar innan fjöl- skyldunnar séu strikaðar út. Tekjur X séu hækkaðar verulega þessi árin, án þess að honum sé veitt nægjanlegt ráðrúm til þess að skýra mál sitt. Spurningin sé því hvort greinargerðin og tilkynningin frá skattstjóra fullnægi áskorunarskyldunni, sem orðuð sé í 37. gr. skattalaga. Málsaðila greini ekki á um tölulega hlið málsins, þ.e. álagn- ingu gjaldanna á hinum áætluðu viðbótartekjur. Mál þetta snúist því ekki um upphæð gjaldanna ^ sjálfra, heldur um það, hvort skattstjórnvöld hafi farið að lögum um tekjuhækkanirnar, en það atriði eigi undir dómstóla. Niðurstaða fógetaréttarinsi Lögtaksgerðin má fara fram I niðurstöðum fógetaréttarins segir m.a., að upplýst sé í málinu, að hinn 8. janúar 1976 hafi skattstjóri sent X skriflega áskorun um að skýra ýrnis atriði í skattframtali hans árið 1974. Athugun á því skattframtali hafi síðan leitt til þess, að skattframtölin vegna áranna 1970—1971, gjaldárin 1971 — 1973, voru einnig rann- sökuð. I greinargerð og tilkynn- ingu skattstjóra til X hafi meginefnisatriðin, sem skatt- stjóri reisti niðurstöður sínar á, verið ónógur lífeyrir X og tortryggilegar lántökur hans hjá nánustu skyldmennum. Það megi vera Ijóst að skattstjórn- völd, skattstjóri og ríkisskatta- nefnd telja hinar stöðugu lán- tökur X hjá nánustu skyldmenn- um óraunhæfar, enda megi fallast á það sjónarmið umboðs- manns Gjaldheimtunnar að X hafi átt að vera í lófa lagið að renna stoðum undir tilvist téðra peningalána með því að leggja fram sönnun fyrir úttekt láns- fjárins úr peningastofnun, eink- um þar sem peningar barna og unglinga eru sjaldnast geymdir undir koddanum, ef svo mætti orða það. Þetta hefði X ekki gert, enda þótt ljóst væri að skattyfirvöld bæru brigður á lántökurnar. Telja verði, að greinargerð skattrannsóknadeildar skatt- stofunnar og þar að lútandi tilkynning og síðan úrskurður, sem staðfestur var af ríkis- skattanefnd, rúmist innan 37. gr. skattalaga, enda virðist tekjuáætlunin ekki vera svo óhófleg, að dómstólunum sé rétt að grípa fram fyrir hendur skattyfirvalda. Skattyfirvöldum sé bæði rétt og skylt að gagnrýna skattfram- töl og það sé meginregla, að framteljendur beri sönnunar- byrðina gagnvart gagnrýni þeirra. X hafi verið veitt tæki- færi og nægilegt ráðrúm til þess að koma að skýringum sínum og gögnum og það hafi hann gert. Ekki verði fallist á sjónarmið X og með skírskotan til framanrit- aðs líti rétturinn svo á, að hin umrædda framtalsbreyting til hækkunar og þ.a.l. gjald- hækkunar hafi verið gerð eftir lögum og reglum og því beri að heimila framgang hinnar um- beðnu lögtaksgerðar á ábyrgð gerðarbeiðanda, Gjaldheimt- unnar. séu grunsamlegar. Engin athugasemd hafi þó verið gerð um þessi atriði, þegar skattur var á lagður þau ár og gögn hafi ekki komið fram síðan þessu til stuðnings. Einnig væri á það að líta að lánadrottnar X skv. framtölum hans hafi ekki verið krafðir skýringa á skuldaskipt- um sínum við hann. Samkvæmt þessu þótti 1. mgr. 38. gr. 1. nr. 68/1971 („Hver sá sem skýrt hefur frá tekjum sínum eða eignum lægri en vera ber og því greitt minni skatt en honum ber skylda til, skal greiða eftir á skattaupphæð þá, sem undan var dregin. Þó skal eigi reikna skatt gjaldanda að nýju lengra aftur í tímann én 6 ár“) eigi hafa veitt skattstjóra heimild til þeirra hækkana á tekjum X, sem í máli þessu greinir. Þar sem tekjuhækkanirnar séu ekki lögmæt undirstaða úndir gjald- hækkanir þær, sem lögtakskraf- an lýtur að, beri að fella lögtaksgerðina úr gildi og synja lögtaks. Var Gjaldheimtan dæmd til þess að greiða máls- kostnað í héraði og fyrir hæsta- rétti, en í héraði hafði sá kostnaður verið felldur niður. Urskurðinn í héraði kvaö upp Valtýr Guðmundsson, settur borgarfógeti í Reykjavík, og í hæstarétti dæmdu hæstaréttar- dómararnir Armann Snævarr, Benedikt Sigurjónsson, Björn Sveinbjörnsson, Magnús Þ. Torfason og Þór Vilhjálmsson. Dómur hæstaréttar 6. október síðast- liðinn - Lögtaksmál Þann 16. fcbrúar 1977 krafð- ist Gjaldheimtan í Iieykjavík með bréfi lögtaks hjá X til tryggingar greiðslu gjald- skulda hans, en umboðsmaður X hafði fyrirfram mótmælt framgangi lögtaksins með bréfi. — En á X höfðu verið úrskurðaðar viðbótartekjur og tilheyrandi gjaldhækkun fyrir árin 1971-1973, alls kr. 318.764, og var almennur lög- taksúrskurður fyrir gjöldum þessum uppkveðinn 16. ágúst 1976 og birtur þá þcgar í dagblöðum. Lögtaksmál þetta var þingfest í Fógetarétti Reykjavíkur 18. febrúar 1977 og gerði Gjald- heimtan þær kröfur að réttur- inn heimilaði framgang iögtaks til tryggingar greiðslu ofan- greindrar skuldar, ásamt dráttarvöxtum og málskostnaði, en X krafðist þess að framgangi lögtaksgerðarinnar yrði synjað og honum úrskurðaður máls- kostnaður úr hendi Gjaldheimt- unnar að mati réttarins. Málavextir: Lántökur hafnaði kærunni og var þeim úrskurði skotið til ríkisskatta- nefndar sem staðfesti hann að öllu leyti. I úrskurði nefndarinn- ar segir m.a. að ekkert hafi komið fram sem gefi skýringu á lífeyri X þessi ár, en lífeyririnn geti ekki staðizt. Skattframtöl X tortryggileg... Rök gjaldheimtunnar Kröfur Gjaldheimtunnar á hendur X voru studdar þeim rökum, að skattframtöl X hin umræddu þrjú ár væru tor- tryggileg, ekki sízt lántökur hans hjá nánum skyldmennum, sem gerðar væru í því skyni að gera lífeyri hans sennilegan. Ekki hefði verið gerð tilraun til þess af hálfu X að renna stoðum undir umræddar lánveitingar með því að upplýsa úttekt lánsfjárins úr innlánsstofnun- um, þar eð ætla mætti að slíkar fjárhæðir væru ekki geymdar í heimahúsum. Ákvörðunin um viðbótartekjurnar væri tekin af réttum skattyfirvöldum og Umsjón: Asdís J. Rafnar í Hæstarétti var niðurstaðan gagnstæð X áfrýjaði málinu til hæsta- réttar í apríl 1977 og krafðist þess að hinum áfrýjaða úrskurði yrði hrundið og synjað yrði um framgang hins umbeðna lög- taks. Gjaldheimtan gagnáfrýj- aði og krafðist staðfestingar hins áfrýjaða úrskurðar og málskostnaðar í héraði og fyrir hæstarétti. I dómi Hæstaréttar segir m.a. að fallast megi á, að með bréfi skattstjórans í Reykjavík 12. desember 1975 hafi verið full- nægt skilyrðum 38. gr., sbr. 37. gr. skattalaga nr. 68/1971 og 7. gr. laga nr. 60/1973 um áskorun til skattþegns um að láta í té skýringar og gögn um framtöl sín, enda þótt eigi væri rétt að skrá þar þá þegar áætlaðar viðbótartekjur. Verði því ekki fallist á kröfu X um niðurfell- ingu af þessum sökum. Rök skattstjóra fyrir hækkun tekna X gjaldárin 1971 — 1973 séu þau, að lífeyrir hans sé óeðlilega lágur og framtaldar skuldir hans við nána ættingja DÓMSMÁL Grönduðu fimm orrustuþotum? Lusaka, 7. nóvember. Reuter. JOSHUA Nkomo, leiðtogi skæru- liða í Rhódesíu, sagði í dag að mcnn hans hefðu grandað fimm orrustuþotum stjórnarhersins þegar þær hefðu gert árás á búðir fylkingar hans fyrir nokkrum dögum. Nkomo sýndi blaðamönn- um ennfremur járnahrúgu og sagði hana vcra leiíar flugvélanna. Heimildir herma að Rhódesíu- her hafi gert þrjár árásir á stöðvar Nkomos á síðustu tveimur vikum, og segir Nkomo að menn hans hafi gramjað 14 orrustuþotum stjórn- arhersins í árásunum. Þá var frá því skýrt í Salisbury í dag að ágreiningur væri um það í bráðabirgðastjórninni hvort hægt yrði að koma á meirihlutastjórn svartra í landinu 31. desember næstkomandi. Búist er við endan- legri ákvörðun stjórnarinnar í lok vikunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.