Morgunblaðið - 09.11.1978, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.11.1978, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1978 Geir Hallgrímsson: Frumvarp Alþýðuflokks í farvegi fyrri vaxtastefnu — Raungildi fjármagns í bankakerfinu rýrnaði um 70 milljarða 1971—1975 — Vaxtaaukareikningar og verðbótaþáttur vaxta höfðu veruleg jákvæð áhrif FRUMVARP þingmanna Alþýðuflokksins um raunvexti (breytingu á lögum um Seðlabanka íslands) komst loks til nefndar, eftir margra daga umræður og milli 20 og 30 ræður, sumar allt að klukkutíma langar. Lúðvík Jósepsson (Abl) talaði fjórum sinnum í þessari fyrstu umræðu um málið, þó að þingsköp heimili hverjum þingmanni aðeins að tala tvisvar í hverju máli — nýtti í tvígang heimild til athugasemda við málflutning annarra. Vaxtastefna fyrri ríkisstjórnar. Geir Ilallgrímsson (S) sagði í þessari umræðu að einn alvar- legasti fylgikvilli verðbólgunnar á sviði peningamála væri ótví- rætt þverrandi sparifjármyndun og yfirspennt eftirspurn eftir lánsfé. Raungildi fjármagns, sem bankakerfið hefði yfir að ráða frá sparifjáreigendum, hefði rýrnað um 70 milljarða króna, á grundvelli núverandi verðlags og þjóðartekna, á ára- bilinu 1971 til 1975. Heildarinn- stæða nú hefði átt að vera 190 milljarðar króna, ef hún hefði haldið sama hlutfalli af þjóðar- tekjum og í upphafi þessa áratugar, en væri hins vegar aðeins 120 milljarðar króna. Vorið 1976 var gerð alvarleg tilraun til þess að hamla gegn þessari þróun með svokölluðum vaxtaaukareikningum, sagði Geir Hallgrímsson, og sumarið 1977 var enn stigið skref í átt að raunávöxtunarkjörum með því að taka upp nokkurs konar verðtryggingu, þ.e. að skipta vöxtum í grunnvexti og verð- bótaþátt, sem endurskoða skyldi með tilliti til verðlagsþróunar. Þessar aðgerðir höfðu þegar veruleg áhrif, og frá því vorið 1976 og fram á sl. vor má segja, að heildarinnstæður hafi nokkurn veginn haldizt í hendur við verðmætaþróun þjóðarfram- leiðslu. Bundnar innstæður juk- ust þó mun hraðar vegna vaxta- aukainnlánanna, en þær nálgast nú að verða einn þriðji hluti alls sparifjár í landinu. Þá vék Geir Hallgrímsson að því að fjárhæð endurkeyptra afurðalána hjá Seðlabankanum væri komin langt fram úr bundnum innstæðum þar, þrátt fyrir að Seðlabankinn hefði aukið bindiskyldu verulega og lánastofnanir væru komnar í leyfilegt hámark samkvæmt lögum, en það er 25% af heildarinnstæðum. Útstreymi fjár úr Seðlabankanum hefði því farið vaxandi, sem aftur hefði stuðlað að peningaþenslu. í lok september sl. var fjárhæð endur- kaupa 5,5 milljörðum króna hærri en bundnum innistæðum í Seðlabankanum nam. Ekki mikill munur á fyrri stefnu og frumvarpi Alpýðuflokks Geir Ilallgrímsson sagði það sitt álit, að Seðlabankinn ætti að ákveða ávöxtunarkjör við við- skiptaaðila sína, sem væru aðallega viðskiptabankar og ríkissjóður, en að öðru leyti ættu ávöxtunarkjör fjármagns að vera frjáls og ráðast af framboði og eftirspurn. Aðalatriðið væri þó verðtrygging sparifjár til að tryggja sparnað og lánsfjár- magn til atvinnuveganna og hagkvæmasta nýtingu þess. Geir sagði að skoðanir í vaxtamálum hefðu ekki ætíð farið saman í ríkisstjórn sinni, er Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur hefðu staðið að. Þó hefðu flokkarnir sætzt á ávöxtunarstefnu, sem komið hefði fram í sérstökum vaxtaaukareikningum og verð- Geir Ilallgrimsson. bótaþætti vaxta til viðbótar grunnvöxtum, sem hann hefði fyrr skýrt frá. Hér hefðu verið stigin stór skref í átt að raunávöxtunarkjörum fjár- magns. Ef grannt væri skoðað væri ekki mikill munur hér á og tilgangi og innihaldi frumvarps þingmanna Alþýðuflokksins um raunvexti. Hann kvaðst vona, að Framsóknarflokkurinn hefði ekki skipt svo um skoðun í þessu efni, þ.e. til efnisatriða í frv. Alþýðuflokksins, að nálgaðist vaxtastefnu Lúðvíks Jósepsson- ar og Alþýðubandalagsins. Þá vék Geir að staðhæfingum Lúðvíks Jósepssonar, þess efnis, að raunávöxtun fjármagns leiddi til gengislækkunar. Hún stangaðist á við reynslu bæði Breta og Bandaríkjamanna. Þeir hefðu hækkað vexti um sinn til samræmis við verðlag í þeim tilgangi að lækka verðlag og treysta gengi gjaldmiðils — og náð nokkrum árangri á báðum sviðum. Staðhæfingar Lúðvíks stönguðust á við þessar stað- reyndir. Ríkísstjórnin klofin í málinu Talsmenn Alþýðuflokks í þess- ari umræðu, þ.e. lokaþætti henn- ar í gær, Vilmundur Gylfason. Árni Gunnarsson. Sighvatur Björgvinsson og Magnús Magnússon félagsmálaráðherra, héldu fram gildi raunvaxta, sem hefðu tvíþættan jákvæðan til- gang. Þeir stuðluðu annars vegar að jafnvægi í framboði og eftirspurn fjármagns, arðsemis- sjónarmiðum í fjárfestingu og væru nauðsynlegur þáttur í samræmdum aðgerðum til að ná niður óðaverðbólgu hér á svipað stig og væri í viðskiptalöndum okkar. Hins vegar stuðluðu þeir að því að tryggja verðgildi sparnaðar í landinu, sem í senn væri réttlætiskrafa sparifjáreig- enda og stuðlaði að nauðsynlegri sparifjármyndun í þágu atvinnu- vega, framkvæmda og rekstrar. Vaxtamál húsbyggjenda yrði hins vegar að afgreiða sér á báti, vegna sérstöðu þess fram- kvæmdaþáttar. _ Stefán Valgeirsson (F), Einar Ágústsson (F) og Lúðvík Jósepsson (Abl) mæltu gegn frumvarpinu, töldu háa vexti verðbólguhvetjandi og íþyngja atvinnugreinum og hús- byggjendum um of. Lúðvík sagði sparifjármyndun síðustu 12 mánaða hafa aukizt um 26 milljarða eða 43%. Nægilegt lánsfjármagn væri því í landinu. Hins vegar væru vaxtakjör til atvinnuveganna of há. Hækkun vaxta enn myndi einungis kalla á gengislækkun, sem ekki verð- tryggði sparifjáreign í landinu, heldur hið gagnstæða. Svipmynd frá Alpingi. Þröngt mega sáttir sitja. Ráðherrar landsins eru níu talsins og hafa ekki fleiri vprið í annan tíma. Fimm sitja á hægri hönd Alþingisforseta þar sem einum nýjum kórónuðum ráðherrastól var komið fyrir, svo þeir eru fimm í stað fjögurra áður. í krúnustólunum sitja ráðherrarnir: Tómar Árnason, Kjartan Jóhannsson, Svavar Gestsson og Hjörleifur Guttormsson. Á vinstri hönd forseta eru hins vegar 4 ráðherrastólar — með íslenzka skjaldármerkinu í stað kórónunnar. Þar sitja þeir, sem sjá má á þessari mynd: Magnús H. Magnússon, Ragnar Arnalds, Benedikt Gröndal og Ólafur Jóhannesson. Framan við þá sitja fjórir þingmenn Alþýðuflokks, ráðherrunum til halds og trausts, Bragi Níelsson, Karl Steinar Guðnason, Gunnlaugur Stefánsson og Finnur Torfi Stefánsson, allir nýir þingmenn Alþýðuflokksins. Efri deild: Bundið slitlag - húseiningar - fiskeldiísjó • — I gær voru framhaldsum- ræður í efri deild um aðstoð við sveitarfélög vegna bundins slit- lags. Fjöldi þingmanna tók þátt í umræðunni. Menn voru yfir- leitt sammála um þann efnis- þátt tillögunnar sem fjallar um aðstoð við sveitarfélög, fjár- framlög og fjármagnsútvegun, til lagningar bundins slitlags á vegi í þéttbýli. — Hinsvegar voru skípfar skoðanir um það atriði 'æiy-Trema úr lögum tak- mörkun á afturvirkni gatna- gerðargjalda (sem er 5 ár), er sveitarfélög mega leggja á húseigendur. Frekari aftur- virkni myndi fyrir hitta gamalt fólk í gömlum borgar- og bæjarhverfum, sem ekki væri á bætandi meiri skattþunga. • — Þá voru umræður um niðurfellingu söluskatts af verk- smiðjuframleiddum húsum (einingahúsum). Eyjólfur K. Jónsson (S) og Ilelgi F. Seljan (Abl) mæltu mjög með þeirri breytingu, til samræmis við húsbyggingar með öðrum hætti og til stuðnings þessari fram- leiðslu, sem væri liður í að ná niður byggingarkostnaði í land- inu. • — Þá urðu miklar umræður um frv. um fiskeldissjóð í tengslum við Framkvæmda- stofnun ríkisins, sem nokkrir þingmenn úr öllum þingflokkum flytja. Stefán Jónsson (Abl) hafði framsögu en Eyjólfur K. Jónsson (S) og Álexander Stefánsson (F) tóku þátt í umræðunni. Mikill fróðleikur kom fram i umræðunni um þetta athyglisverða þingmál og verða henni gerð nánari skil hér á þingsíðu Mbl. síðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.