Morgunblaðið - 09.11.1978, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.11.1978, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. NÖVEMBER 1978 Albert Guðmundsson: Ætlar ríkisstjórnin að sitja undir sakargiftmn á hendur forsætisráðherra? Albcrt GuAmundsson (S) kvaddi scr hljóðs utan dagskrár í Samcinuðu þingi í kht vegna ummæla í lciðara Vísis í fyrradaK um Ólaf Jóhannesson. forsætis- ráðherra. I ræðu sinni saxði Albcrt: ..Tilcfni þcss að ck kvcð mcr hljóðs utan dagskrár er hinn alvarlcKÍ áburður dbl. Vísis í >;ær. þar sem fullyrt er í lciðara, að form. Framsóknarflokksins í cmbætti viðskiptamálaráðherra. hafi tckið kcxinnflutninK af frilista. til þcss að innflutninK.s- deild SÍS gæti sett upp kexverksmiðju. Þarna er ekki skafið utanaf hlutunum, heldur umbúðalaust fullyrt, að hæstvirtur fyrrv. við- skiptaráðherra, núv. forsætisráð- herra hafi misnotað ráðherraem- bætti sitt til fjárhagslegs ávinnings fyrir SÍS. En í leiðara Vísis í gær segir orðrétt, með leyfi forseta: „Síshringurinn hefur í skjóli pólitísks valds öðlast óeðlilega drottnunaraðstöðu á öllum sviðum atvinnulífsins. Mönnum er í því sambandi enn í fersku minni, þegar formaður Fram- sóknarflokksins í embætti við- skiptaráðherra tók kexinn- flutning af frílista til þess að Innflutningsdeild SIS gæti sett á fót kexverksmiðju." Eg leyfi mér að beina þeirri fyrirspurn til hæstvirts dóms- málaráðherra, hvort hann ætli að beita áhrifum sínum til þess, að mál þetta verði rannsakað, eða hvort hæstvirt ríkisstjórn ætli án aðgerða að sitja undir þeim áburði, um saknæmt atferli núv. hæstvirts forsætisráðherra, sem í leiðaranum felst.“ • Tómas Arnason (F). fjármálaráðherra, sagði kex- og brauðvörur hafa verið teknar út af frílista í janúar 1976 vegna mjög slæmrar gjaldeyrisstöðu út á við. Heilu ári síðar hefði SÍS sett á fót kexverksmiðju til að fullnægja eftirspurn kaupfélaga eftir þessari vöru. Kexverksmiðjan hefði því fremur verið afleiðing en orsök fyrrnefndrar stjórnargerðar. Af þeirri ástæðu m.a. sé ég ekki ástæðu til að hlutast til um rannsókn á tilvitnuðum skrifum blaðsins Vísis, sem þó væru blaðinu ekki til vegsauka, sagði ráðherrann. • Albert Guðmundsson (S) vakti athygli á að hér væri um rit- stjórnargrein að ræða, sem ríkis- fjölmiðill kæmi í eyru allra landsmanna og þar með þeim óhróðri, er fylgdi. Hann óskaði eftir því að spurning sín væri borin dómsmálaráðherra í þeirri von um að hann tæki þessu máli á annan hátt en fjármálaráðherra. • Alexender Stcfánsson (F) minnti á að leiðarinn fjallaði fr.emur um Albert Guðmundsson og Ólaf Ragnar Grímsson en Olaf Jóhannesson. Albert Guðmunds- son (S) sagðist ekki hafa verið að ræða um ásakanir í sjálfs sín garð, þótt af sama óhróðurstagi hefðu verið og í garð forsætisráðherra. Ólafur Ragnar Grímsson (Abl) sagði að málgögn Sjálfstæðisfl. notuðu sig gjarnan sem blórabögg- ul, þegar koma þyrfti höggi á Albert Guðmundsson. Tveir nýir Eiríkur Alexandersson (S), bæjarstjóri, hefur tekið sæti á Alþingi í fjarveru Odds Ólafssonar, 4. þing- manns Reyknesinga, sem nú situr þing Sameinuðu þjóð- anna. Frumvarp þriggja alþýðuflokksmanna: Beinar, leynilegar ingar til stjórnar Þrír þingmenn Alþýðuflokks.' Finnur Torfi Stefánsson. Vil- mundur Gylfason og Árni Gunn- arsson. hafa lagt fram á Alþingi frumvarp til íaga um beinar leynilegar kosningar til stjórnar SIS. Frumvarpsgreinin er svohljóð- andi: 1. gr.: 1. mgr. 32. gr. laganna orðist svo: Sambandsstjórn skal kosin ár- lega beinni, leynilegri kosningu, Ný þingmál — Ný þingmál — Ný þingmál Frumvarp þingnefndar: Veðdeild Búnað- arbankans styrkt Sjóður til eflingar fiskeldi Veðdeild Búnaðar- banka íslands Landbúnaðarnefnd neðri deildar Alþingis hefur lagt fram, aö beiðni landbúnaðar- ráðherra, frumvarp til laga um veðdcild Búnaðarbanka íslands. Skv. l.gr. frv. skal hlutverk deildarinnar vera að gefa út bankavaxtabréf og veita lán gegn veði í fasteignum. Tekjur deildarinnar skulu vera 25 milljón króna árlegt fram- lag ríkissjóðs til ársloka 1985, framlag stofnlánadcildar land- húnaðarins að fjárha'ð 35 miilj- ónir króna til ársloka 1985 og vaxtatekjur. Hlutverk deildar- innar er m.a. sagt að veita lán gegn veði í jörðum og hvers konar fasteignum, sem ætlaðar eru til framleiðslu landbúnaðar- afurða, að veita lán til jarðrækt- ar, búrckstrar eða fyrirtækja til almenningsheilla (og er þá átt við lán til bæjar-, sýslu- eða sveitarfélaga eða lán tryggð með ábyrgð þeirra). Með frv. er gert ráð fyrir að III kafla laga nr. 115/1941 um veðdeild Búnaðarbanka falli niður. Heimildir veðdeildar til úlána verða óbreyttar, en breyt- ingar verða á tekjustofnum hennar. Fjárhag veðdeildar var svo komið í árslok 1977, samkv. greinargerð er frv. fylgir, að höfuðstóll var öfugur um 29 m.kr. að öllu óbreyttu yrði tapið komið í 361 m.kr. 1985, auk greiðsluhalla vegna lánstíma- múnar tekinna og veittra lána sem áætlaður er 287 m.kr. á næstu 8 árum. I 2. gr. frv. sem felur í sér meginbreytingu þess frá núg. lögum, er lagt til að rekstrar- hallinn verði borinn af ríkissjóði og Stofnlánadeild landbúnaðar- ins, en hihs vegar er gert ráð fyrir að Búnaðarbankinn brúi lánstímamuninn með lánum til veðdeildarinnar. í núgildandi fjárlögum er framlag 11.4 m.kr. en í frv. sem fyrr segir 25 m.kr. Fiskeldi í sjó og Framkvæmdastofnun Stefán Jónsson (Abl), Geir Gunnarsson (Abl), Oddur Ólafs- son (S), Hilmar Rósmundsson (F) og Bragi Níelsson (A) hafa lagt fram frumvarp til laga um breytingu á 1. um Framkv.st. ríkisins. í frumvarpinu er gert ráð fyrir fiskeldissjóði, sem verði eign ríkisins en starfi sem hluti af Framkvæmdastofnun ríkis- ins. Ríkissjóður leggi sjóðnum til 900 m.kr. með jöfnum greiðsl- um á næstu 5 árum, í fyrsta sinn 1979. Sjóðurinn hafi lántöku- heimildir, bæði hérlendis og erlendis. Hlutverk hans er að veita lán til grundvallarrann- sókna og tilraunastarfsemi á sviði fiskræktar. í greinargerð er vitnað til góðrar reynslu margra þjóða af fiskeldi í sjó — meðal annars með úrgangi frá fiskvinnslu- stöðvum sem fóður. Ennfremur til merkilegra tilrauna líffræöi- stofnunar Háskóla íslands á áhrifum umhverfisþátta á vöxt og þroska laxfiska, sem enn standa yfir. í greinargerð er m.a. bent á möguleika þess á nýta jarðsjó sem til fellur við fyrirhugaða sjóefnaverksmiðju á Reykjanesi, fiskræktarmögu- leika í Öxarfirði nyröra og möguleikar í sambandi við heitan jarðsjó í Vestmannaeyj- um. Meðferð íslenzkrar ullar Vilhjálmur Iljálmarsson (F) og fjórir aðrir framsóknarmenn flytja tillögu til þingsályktunar um meðferð íslenzkrar ullar. Skal ríkisstjórnin láta rannsaka eiginleika íslenzkrar ullar og kanna hversu bæta megi ræktun hennar og meðferð með fjöl- breyttari framleiðslu og aukin vörugæði að markmiði. sem fer fram samtímis í öllum aðildarfélögum í samvinnusam- bandi. Kosningarrétt og kjörgengi eiga allir félagsmenn. Eigi færri en 3 menn skulu vera í sambands- stjórn. Stjórnin boðar til fulltrúa- funda og undirbýr fundarmálefni, framkvæmir fundarályktanir og annast störf milli funda, leggur fyrir aðalfund endurskoðaða reikninga sambandsins fyrir næsta ár á undan, hefur umsjón með sjóðeignum, húsum, áhöldum og öðrum eignum og gætir hags- muna sambandsins í öllum grein- um. 2. gr.: Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1979. I greinargerð með frumvarpinu segir: Á undanförnum árum hefur ör þróun átt sér stað til lýðræðis í atvinnulífi hjá ýmsum þeim ná- grannaþjóðum, sem mestum þroska hafa náð um lýðræðislega stjórnarhætti. Hér á landi hefur lítið áunnist í þessum efnum og eru þar mikil verk óunnin. Eitt form lýðræðis í atvinnulífi hefur þó náð mikilli útbreiðslu hérlendis og gefið góða raun, þar sem er samvinnurekstur. Það er þess vegna mikilvægt, jafnframt því sem nýjar leiðir til atvinnulýðræð- is eru ruddar að hún haldi lýðræðislegum einkennum sínum. Sú löggjöf, sem nú nýtur um samvinnustarfsemi miðast fyrst og fremst við að skipa málum í samvinnufélögunum sjálfum og að tryggja félögum þar lýðræðisleg réttindi. Hins vegar eru ákvæði laganna um samband samvinnufé- laga fátækleg. Lögin draga í þessu dám af sínum tíma, þar^ sem umsvif samvinnuhreyfingarinnar voru þá mest hjá samvinnufélög- unum sjálfum. Á. þessu hefur orðið mikil breyting, þar sem umsvif Sambands íslenskra samvinnufé- laga hftfa aukist mjög ört og eru nú meiri umsvif aðildarfélaganna. Samband íslenskra samvinnufé- laga er nú stórveldi í íslensku efnahagslífi, sem kemur með myndarlegum hætti inn á öll svið íslensks athafnalífs og hefur afgerandi þýðingu í efnahagslífi þjóðarinnar. Núgildandi lög um samvinnufé- lög eru við þessar breyttu aðstæð- ur mjög ófullnægjandi orðin. Skortir einkum á að almennum félagsmönnum séu tryggð nægileg þingmenn Steíán Guðmundsson (F) framkvæmdastjóri, Sauðár- króki, hefur tekið sæti Ólafs Jóhannessonar 1. þm. Norðurlands vestra á Alþingi en hann situr nú forsætisráðherrafund Norðurlanda. kosn- SÍS áhrif á stjórn sambandsins og samstarfsfyrirtækjanna, sem þó óumdeilanlega er réttur þeirra. Skal þetta skýrt með því að taka dæmi af réttindastöðu félags- manns í venjulegu deildaskiptu kaupfélagi. Félagsmaðurinn neytir félagsréttinda sinna á deildar- fundi, þar sem kosnir eru fulltrúar til setu á aðalfundi kaupfélagsins. Á aðalfundi kaupfélagsins eru kosnir fulltrúar sem fara á aðalfund sambandsins. Á aðal- fundi sambandsins er stjórn sam- bandsins kosin og hún ræður síðan forstjóra og framkvæmdastjóra og skipar framkvæmdastjórn. Þessir aðilar munu síðan skipa í stjórnir samstarfsfyrirtækjanna. Það sést af þessari upptalningu, að milliliðir eru margir milli hins óbreytta félagsmanns og hinna æðstu stjórnenda og nánast ó- mögulegt fyrir félagsmanninn að koma fram áhrifum. Þessu er mikilvægt að breyta og er því gerð í þessu frumvarpi tillaga um að teknar verði upp beinar kosningar í stjórn sambandsins. Með því móti er komið á beinum ábyrgðar- tengslum milli félagsmanna og stjórnarinnar og lýðræði þar með stóraukið. Ekki þarf að óttast að þessi breyting skerði um of virkni æðstu stjórnenda sambandsins, þar sem framkvæmdastjórnin, sem langmesta þýðingu hefur um alla daglega stjórn, er eftir sem áður skipuð af stjórninni. Það hefur verið vandamál í samvinnu- hreyfingunni um nokkurt skeið, svo sem í mörgum öðrum félags- samtökum, að virkni almennra félagsmanna hefur verið í lág- marki. Ekki er að efa að þessi breyting gæti, ef rétt er á haldið, bætt hér verulega úr og yrði það samvinnuhreyfiugunni tvímæla- laust mjög til góðs. Samvinnu- hreyfingin mundi með þessum hætti hafa hreina sérstöðu meðal ísléhskra stórfyrirtækja um lýð- ræðislega starfshætti og er það mjög við hæfi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.