Morgunblaðið - 09.11.1978, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 09.11.1978, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1978 47 6 útisigrar í 8 leikjum FJORDA umferð ensku deildar- bikarkeppninnar fór fram í gær- kvöldi og fyrrakvöld og var par Ulfarnir spörkuöu stjóranum ÞAO HEFUR ekki farið fram hjá peim sem fylgjast með ensku knattspyrnunni, að Úlfunum hef- ur gengið vægast sagt hörmu- lega pað sem af er pessu keppnistímabili. Og ekkert ann- að en fall blasir við liðinu, verði engin breyting á. Eins og oft Þegar svona fer, er fram- kvæmdastjóranum kennt um ósköpin og honum gjarnan sagt upp. Svo fór einnig nú. Samningi Sammy Chung hefur verið rift. Hann segir sjálfur, að hann hafi ekki verið rekinn, heldur hafi yfirstjórn Úlfanna og hann verið samarhla um að best væri aö hann yfirgæfi hið sökkvandi skip. Eftir að Úlfarnir steinlágu fyrir Derby síðastliðinn laugar- dag, var Chung afar reiöur í garð leikmanna sinna og hótaðí að hálshöggva menn ef menn legðu ekki meira á sig svo aö árangur mætti nást. Ekki féllu pau ummæli í góðan jarðveg og munu hafa átt pátt í samkomu- lagi Chung og stjórnarinnar. nokkuð um óvænt úrslit, svo sem sigur Luton á útivelli gegn Aston Villa, sigur Nottingham Forest á útivelli gegn Everton og o.fl. Kenny Burns skoraði sjálfsmark í fyrri hálfleik, en Forest náöi sér á strik í síðari hálfleik og Þá skoruðu peir Woodcock, Anderson og Lloyd, áður en Bob Latchford tókst að minnka muninn rétt fyrir leikslok. John Hawley og Ray Hankin skor- uðu mörk Leeds gegn QPR, sem var óheppið að hafa ekki forystu í leikhlé en í fyrri hálfleík dæmdi dómarinn víti á Leeds, en hætti síðan viö og breytti dómnum í aukaspyrnu. Bæði mörk Leeds voru skoruð í síöari hálfleik. Garth Crooks skoraði sigurmark Stoke úr víti og Mark Lawrenson skoraði sigurmark Brighton gegn Peterbrough. Mick Channon skoraði tvívegis undir lok leiks Norwich og Man. City og tryggði þannig liði sínu, MC, sigur. Martin Peters skoraöi eina mark Norwich og Peter Barnes það þriðja fyrir MC. Watford, sem komið hefur mjög á óvart í keppninni, vann öruggan sigur gegn Exeter og skoraði Ross Jenkins bæði mörk liðsins. Úrslit leikja urðu þessi: Brighton — Peterbrough 1—0 Charlton — Stoke 2—3 Everton — N. Forest 2—3 QPR — Leeds 0—2 Aston Villa — Luton 0—2 Reading — Southhampton 0—0 Norwich — Man. City 1—3 Exeter — Watford 0—2 • Geir Hallsteinsson hefur rifið sig lausan úr gæslunni og lyítir sér og þrumuskot hans hafnaði í netinu. Ljósm.i RAX. Fram vann upp for- skot FH og sigraði ÞAÐ ER VÍST að ekki vantar spennuna í leikina í 1. deildina í íslandsmótinu í handknattleik. í gærkvöldi sigruðu Framarar FH-inga með einu marki 19—18, og á síðustu sekúndu leiksins átti Geir Hallsteinsson gott skot sem small í stönginni og leikurinn var úti. Fram tryggði sér sigur í leiknum á lokakaflanum. Staðan í leikhléi var 11—8 fyrir frá miðjum síðari hálfleik. Allt FH, og höfðu þeir þá leitt leikinn Naumt tap í Zwolle — ÞETTA var framúrskarandi góður og vel spilaöur leikur af okkar hálfu og við getum prátt fyrir tap, verið mjög stoltir af frammistöðu strákanna — sagði Lárus Loftsson, pjálfari íslenska unglingalandsliösins, í viötali í gærkvöldi, eftir að íslenska liðið hafði tapað naumlega fyrir því hollenska í Zwolle. Leikurinn var liður í forkeppni Evrópukeppni landsliða, en fyrri leik liðanna í Reykjavík lauk einnig með naumum sigri Hollendinga, 1—0. Lokatölur í Zwolle í gærkvöldi urðu 1—0 fyrir Holland og slíkt tap á útivelli gegn svo sterku liði er ekkert áfall. Hollendingar sóttu grimmilega fyrstu 10 mínúturnar, en síðan jafnaðist leikurinn til muna og segja má að hann hafi verið í jafnvægi þaö sem eftir var. En markið sem réð úrslitum kom á 20. mínútu. Þá skaut Cor Van De Brlnk þrumuskoti langt utan af velli, skoti sem íslenski markvörðurinn hefði að öllum líkind- um variö, ef knötturinn hefði ekki snert íslenskan varnarmann á leiðinni og breytt þar með um stefnu. íslendingar áttu tvö góð færi í fyrri hálfleik, fyrst Lárus Guömundsson og síðan Sigurður Grétarsson, en bæöi færin fóru út um þúfur. í síðari hálfleik hugsuðu bæöi liðin meira um varnarleikinn, en samt fengu bæði liðin færi, Hollendingar tvívegis undir lokin og áttu þeir þá m.a. stangar- skot. Nokkru áöur hafði einn íslensku leikmannanna komist einn inn fyrir hollensku vörnina, en hollenskur línuvörður dæmt hann rangstæðan. „Þaö var allra mat, að strákurinn var Tékkar skoruðu eftir 60 sek! EVRÓPUMEISTARAR landsliða í knatt- spyrnu, Tékkar. unnu mjiix sannfæarandi sigur gegn ítölum í landsleik í Prag í xa'rkvoldi. Eeikurinn var þó aðeins vináttu- ieikur. ítalir voru með flesta ef ekki alla IIM-Ieikmennina í liði sínu. en það duuði ekki og Tékkar hiifðu mikla yfirburði frá upphafi til enda. Lokatölurnar urðu 3—0, en staðan í hálfleik var 0—0. Jarusek skoraði [yrsta markið strax á I. mínútu ok náðu ltalir sér aldrei á strik eftir slíka byrjun. Anatoli Panenka beetti öðru marki við á 54. mínútu og reiddist þá Antounioni svo. að hann sparkaði á eftir tékkneskjum leikmanni. Fékk Antognioni þvé að kæla sig utan vallar það sem eftir lifði leiks. Marian Masny skoraði þriðja markið úr víti á 88. mínútu. ekki rangstæður,“ sagði Lárus um þetta atvik. Dómari leiksins var frá Luxemburg og sagöi Lárus að hann hefði verið of vægur, því að Hollend- ingarnir hefðu oft verið mjög grófir. — 99- Einkunnagjöfln FRAM: Guöjón Erlendsson 2, Einar Birgisson 1, Birgir Jóhanns- son 3, Björn Eiríksson 1, Theodór Guðfinnsson 2, Gústaf Björnsson 2, Sigurbergur Sigsteinsson 2, Pétur Jóhannesson 2, Örn Jóns- son 1, Atli Hilmarsson 3, Erlendur Davíösson 2, Kristján Unnarsson 1. FH: Birgir Finnbogason 2, Magnús Ólafsson 2, Hafsteinn Pétursson 1, Sæmundur Stefánsson 3, Gils Stefánsson 3, Janus Guölaugsson 2, Guðmundur Árni Stefánsson 1, Valgarður Valgarðsson 1, Sveinn Bragason 1, Hans Guðmundsson 1, Geir Hallsteinsson 3, Guömundur Magnússon 2. George Kirby ráöinn fram- kvæmdastjóri hjá Halifax GEORGE Kirby var á föstudaginn ráðinn framkvæmdastjóri enska 4. deildarliðsins Ilalifax Town, en Kirby hefur sem kunnugt er verið þjálfari Akurnesinga undanfarin ár. Kirby stjórnaði Ilalifax í fyrsta skipti á laugardaginn er félagið gerði jafntefli við Hereford á útivelli 2>2 Gunnar Sigurðsson formaður knattspyrnuráðs Akraness sagði í samtali við Mbl. í gærkvöldi að þessi frétt kæmi flatt upp á Skagamenn. Sá möguleiki hcfði verið ræddur við Kirby áður en hann fór utan að hann þjálfaði Akranes næsta sumar og sagði Gunnar að Kirby hefði ekkert rætt við forráðamenn ÍA áður en hann réð sig til enska félagsins. Gunnar sagði að þetta breytti áætlunum Skagamanna og þeir myndu fljótlega byrja að leita að öðrum þjálfara. Ilalifax er eitt af minni'félögunum 1 Englandi og það hefur aldrei komizt ofar en í 3. deild. Alls hafa 18 framkvæmdastjórar vcrið hjá félaginu frá stríðslokum og Kirby hefur áður verið í þeirri stöðu um nokkurt skeið. Þaðan hélt hann til Watford, sem hann stjórnaði einnig um tíma. Kirby hcfur náð frábærum árangri með Akranesliðið þau fjögur ár, sem hann hefur verið á Akrancsi. Undir hans stjórn hefur ÍA þrisvar orðið íslandsmeist- ari og einu sinni bikarmeistari. — SS. útlit var fyrir öruggan FH sigur, því að er síðari hálfleikur var hálfnaður höfðu þeir náð fimm marka forystu í leiknum 14—9. En þá kom mjög slakur kafli hjá FH-liðinu, mikið var um sending- armistök og varnarleikurinn riðl- aðist, og um leið markvarslan. Framarar gengu á lagið og skoruðu nú hvert markið á fætur öðru, náðu að skora sex mörk í röð án þess að FH tækist að svara. Breytti Fram stöðunni í 15—14. FH tókst að jafna 15—15, og eftir það var jafnt á næstu tölur, eða þar til að Fram tókst að ná tveggja marka marka forystu með góðum mörkum þeirra Theodórs og Atla, 19—17. Geir minnkaði muninn niður í eitt mark úr vítakasti þegar mínúta var eftir og á síðustu sek. var hann nálægt því að jafna metin. Leikurinn í gær var mjög spennandi í lokin en var ekki að sama skapi vel leikinn. Töluverð harka var í honum og var alls sex leikmönnum vísað af velli. Besti maður Fram í þessum leik var Atli Hilmarsson þá var Birgir Jóhannsson sterkur á línunni. Hjá FH var Geir bestur enda þótt reynt væri að taka hann úr umferð allan leikinn. Hann reif sig lausan hvað eftir annað og skoraði falleg mörk. Þeir bræður Gils og Sæmundur Stefánssynir áttu báð- ir mjög góðan leik í vörninni. f STUTTU MÁLI, íslandsmótió 1. deild. Lauxardalshóll 8. nóv. Fram - FH 19-18 (9-11). MÖRK FRAMi Atli Hilmarsson 6 (lv), Birxir Jóhannsson 4, Gústaf Björnsson 4, Pétur Jóhannsson 1, Theódór Guðfinnsson 2. SÍKurberitur Sigsteinsson 1, Erlendur Davfðsson 1. MÖRK FH, Geir Ilallsteinsson 5 (lv), Janus Guðlaugsson 4, Sæmundur Stefánsson 2, Valgarður Valgarðsson 2, Guðmundur Stefánsson 2, Guðmundur Magnússon I, Gils Stefánsson 1, Hans Guðmundsson 1. MISHEPPNUÐ VÍTAKÖST. Gústaf Björns son Fram skaut í stöng á 40. mínútu. Brottvisanir af leikvelli, Gils Stefánsson 4 mín., Guðmundur Magnússon 2 mfn. Valgarð Valgarðsson 2 mín. allir úr FH. Björn Eiríksson 2 mín.. Pétur Jóhannsson 2 mín. og Sigurbergur Sigsteinsson 4 mín., allir úr Fram. Dómarar voru þeir Valur Benediktsson og Kristján Örn Ingibergsson og gætti mikili- ar ónákvæmni í dómum þeirra. — þr. FH rauf sigur- göngu Fram SIGURGANGA Framstúlknanna var stöövuð í gærkvöldi er FH sigraði pær í 1. deild kvenna í handknatt- leik með 14 mörkum gegn 11. Staðan í leikhléi var 6-4 FH í hag. FH-stúlkurnar höfðu forystuna í leiknum svo til allan tímann og var það ekki fyrr en rétt í lok leiksins sem aðeins lifnaði yfir Fram og þær fóru að síga verulega á. Eftir gangi leiksins voru úrslitin sanngjörn. FH-liðið lék vel með Gyðu makvörð sem besta mann. Fram-stúlkurnar voru hins vegar í daufara lagi. Mörk FH: Elín Erlingsdóttir 3, Katrín Danivalsdóttir 3, Kristjana Magnúsdóttir 2, Björg Gilsdóttir 2, Sigrún Sigurðardóttir 2, Svanhvít Magnúsdóttir 2. Mörk Fram: Oddný Sigsteinsdóttir 4, Guðríður Guðjónsdóttir 4, Jóhanna Halldórsdóttir 2, Jenný Grétarsdóttir 1. — þr. Knattspyrnuþjálfari U.M.F. Víkingur, Ólafsvík óskar eftir aö ráöa þjálfara fyrir n.k. keppnistímabil. Nánari uppl. í síma 93-6199 kl. 9—19. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ i ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.