Morgunblaðið - 10.11.1978, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 10.11.1978, Qupperneq 1
32 SÍÐUR 257. tbl. 65. árg. FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Forsætisrádherrar Nordurlanda: N or ðurlandar áð kanni framtíðar- horfur landanna Kaupmannahofn, 9. nóv. Frá fréttaritara Mbl. Erik A. Larscn Forsætisráðherrar Norðurlanda hafa á fundi sínum í Kaupmanna- höfn orðið sammála um að beita scr fyrir því að á vegum Norðurlanda- ráðs verði gerð athugun á líklegri þjóðfélagsþróun á Norðurlöndum næstu tíu árin. Ráðherrarnir eru sammála um að störf ráðsins eigi í ríkara mæli en verið hefur að heinast að langtímaverkefnum sam- hliða viðfangsefnum lfðandi stundar. Bretland: Stjórn Callaghans hélt velli London, 9. nóvember. Reuter, AP. BREZKA þingið samþykkti í kvöld með naumum meirihluta stefnuskrá stjórnar Callaghans sem fram kom í ræðu Elísabetar drottningar fyrir skömmu, og er stjórninni þar með tryggður starfsfriður fram á næsta ár að öllu forfallalausu. Atkvæði féllu þannig í neðri málstofunni. að 312 þingmenn greiddu stjórn- inni atkvæði en 300 voru á móti. Þingmenn Frjálslynda flokks- ins og skozkir þjóðernissinnar gengu til liðs við Ihaldsflokkinn í þessari atkvæðagreiðslu og byggðist meirihluti stjórnarinn- ar á því að þrír þjóðernissinnar frá Wales greiddu hehni atkvæði sitt en sjö þingmenn Norður-ír- lands veittu henni hlutleysi. Ef stjórnin hefði tapað í þessari atkvæðagreiðslu hefðu orðið kosningar í Bretlandi í desember, en nú er sýnt að þær verða ekki fyrr en á næsta ári. Norrænu ráðherrarnir og for- sætisnefnd Norðurlandaráðs hafa á fundinum í Kaupmannahöfn lagt línurnar fyrir samvinnu landanna á næstunni. Samkomulag er um að ríkisstjórnir landanna verði að hafa það langtímamarkmið að halda uppi fullri atvinnu, berjast gegn verð- bólgu og koma í veg fyrir greiðslu- halla í viðskiptum við önnur lönd. Þá eru ráðherrarnir sammála um þátt- töku í ráðstefnu Evrópulanda, sem fyrirhugað er í Osló í apríl með aðild fulltrúa launþega og vinnuveitenda auk fulltrúa ríkisstjórna. Tilefni þessarar ráðstefnu eru þær breytingar sem orðið hafa í atvinnu- lífinu í heiminum undanfarin ár og komið hafa við öll Norðurlöndin. NÝ STJÓRN í ÍRAN — Hinn nýi forsætisráðherra írans, Gholas-Reza Azhari hershöfðingi (einkennisklæddur), kynnir fimm nýja ráðherra stjórnar sinnar fyrir keisaranum, (Símamynd — AP). Gengið til móts við heittrúaða múhameðstrúarmenn í íran Teheran, 9. nóvember — AP — Reuter ÍRANSSTJÓRN fyrirskipaði í dag, að gripið skyldi til harðra aðgerða um land allt gegn óróaöflum en til að ganga til móts við múhameðstrú- armenn var ákveðið að fá leiðtoga þeirra til liðs við stjórnina við að koma á lögum og reglu í landinu. Er talið að þetta sé fyrirboði frekari eftirgjafa stjórnarinnar til handa heitttrúuðum múhameðstrú- amönnum. Stjórnarandstaðan í landinu svaraði þessum ákvörð- unum með þvf að hvetja þá sem nú eru í verkfalli til að halda þeim áfram og jafnframt er hvatt til allsherjarverkfalls næsta sunnu- dag. Tiltölulega rólegt var í Teheran í dag og færðist lífið þar að nokkru í eðlilegt horf, m.a. hóf flugfélagið Iran Air að nýju reglubundið flug sitt. Einn þingmanna í íranska þinginu var í dag handtekinn og sakaður um að hafa notað aðstöðu sína til að hagnast á viðskiptum með glervörur. Handtaka mannsins er nýjasti liðurinn í þeirri baráttu sem Reza Pahlevi hefur heitið að taka upp gegn spillingu í landinu og hefur m.a. leitt til handtöku fjölmargra fyrrverandi og núverandi embættis- manna og endurskoðunar á fjárhag og eignum keisarafjölskyldunnar. Leiðtogi írönsku stjórnarandstöð- unnar, Karim Sanjaby, var í dag væntanlegur heimleiðis frá París og er ekki talið ólíklegt að hann muni eiga fund með keisaranum eftir heimkomuna. Keisarinn er sagður hafa haft áhuga á að fá Sanjaby og fleiri stjórnarandstæðinga til að mynda samsteypustjórn með stuðn- ingsmönnum núverandi stjórnar. Sanjaby hefur ekki krafizt afsagnar forsetans eins og margir aðrir andstæðingar hans. Fréttamanni UPI-fréttastofunnar í íran var í dag vísað úr landi. Honum er gefið að sök að hafa flutt afbakaðar fréttir af atburðum í landinu. Áður hafði einum brezkum fréttamanni verið vísað úr landi fyrir sömu sakir. Amín býðst til að draga her sinn heim Churchill rekinn úr skuggaráðvuieytmu London, 9. nóv. Reuter — AP WINSTON Churchill, sonarsyni Churchill fyrrum forsætisráðherra Breta, var í dag vikið úr forystu- sveit brezka íhaldsflokksins fyrir að hafa að engu fyrirmæli flokks- forystunnar um að sitja hjá í atkvæðagreiðslu í þinginu um efnahagslegar refsiaðgerðir gegfn Rhódesíu. Churchill, sem verið hefur talsmaður (haldsflokksins í varnarmálum og átt sæti í skugga- ráðuneytinu, var í hópi 114 íhalds- þingmanna sem greiddu atkvæði gegn áframhaldandi refsiaðgerð- um. Þingið samþykkti með 320 atkvæðum gegn 121 að refsiað- gerðunum skyldi haldið áfram f 12 mánuði en þær hófust árið 1965, þegar hvítir menn í Rhódesíu lýstu einhliða yfir sjálfstæði landsins. Talsmaður íhaldsflokksins í mál- efnum Norður- Irlands, John Biggs-Davison, greiddi einnig at- kvæði gegn flokksforystunni í þessu máli og sagði hann af sér sæti sínu í skuggaráðuneytinu þegar að at- kvæðagreiðslunni lokinni. Talið er að Margaret Thatcher leiðtogi Ihaldsflokksins verði nú að gera töluverðar breytingar á skugga- ráðuneyti sínu, en talsmaður flokks- ins í utanríkismálum, John Davies, sagði af sér fyrr í vikunni vegna veikinda. Dar es Salaam, 9. nóvember. AP. Reuter. IDI AMIN Úgandaforseti kvaðst í dag fús til að kalla á brott herlið sitt frá Tanzaníu gegn loforði stjórnarinnar þar um að senda hvorki herlið sitt inn í Úganda né leggja útlögum þaðan til vopn. Kvað Amin nauðsynlegt að Ein- ingarsamtök Afríkuríkja gengju í ábyrgð fyrir Tanzaníumenn áður en hann kallaði hermenn sína heim. Talið er að nú séu milli tvö og þrjú þúsund hermcnn frá Úganda innan landamæra Tanz- aníu og hafi þeir á valdi sínu 1800 ferkílómetra landsvæði. Julius Nyerere forseti Tanzaníu sagði í dag að tilboð Amins væru lygar einar og að sér bæri skylda til að reka árásaraðilann af höndum sér. Forsetinn fór háðu- legum orðum um sáttatilboð ann- arra Afríkuleiðtoga og skoraði á þá að reyna frekar að fá Amin til að hunzkast frá Tanzaníu með allt sitt lið. Talið er að um tíu þúsund manna lið Tanzaníu bíði eftir hentugu tækifæri til að ráða niðurlögum innrásarliðsins, enda hefur Nyerere heitið því að láta brátt til skarar skríða og láta ekki undan síga, fyrr en „við höfum losnað við þennan snák“, eins og hann orðaði það nýlega. „Villimannslegt ofbeldi 99 segir páfinn um morðið á ítalska saksóknaranum Róm, 9. nóvember. AP. Reuter. ítalska lögreglan leitaði í dag ákaft að morðingjum Fedele Calvosa saksóknara og tveggja lífvarða hans, en menn- irnir þrír voru skotnir til bana í bíl í gærmorgun. Einn árásar- mannanna lét lífið í árásinni og er talið að hann hafi óviljandi særzt í skothríð félaga hans og þeir síðan aflífað hann áður en þeir hlupust á brott. Maður þessi hét Roberto Campone og var 24 ára gamall fyrrum þjóðfélagsfræðistúdent. Sérfræðingar lögreglunnar í skæruhernaðarmálum sem þessu yfirheyrðu í dag fjöl- skyldu og vini Campones, en ekkert var látið uppi um hver árangur þeirra yfirheyrslna var. Talið er að Campone hafi stjórnað litlum hópi skæruliða i Napoli og nágrenni en þar um slóðir og annars staðar á Suður-ítaliu hefur til þessa verið afar lítið um skæruliða- árásir gegn embættismönnum á borð við morðið á Calvosa í gær. Sandro Pertini forseti Italíu fordæmdi árásina á Calvosa harðlega í dag en skoraði jafnframt á Itali að láta ekki bugast af harmi vegna atburða sem þessara og hét því að stjórnvöld myndu bregðast við af öllu afli. Jóhannes Páll páfi 2. harmaði í dag „þetta villimennskulega ofbeldi". Calvosa saksóknari var ekki þekktur fyrir stjórnmálaskoð- anir sínar og er sagður hafa litið á starf sitt í borginni Frosinone á Suður-ítaliu sem hálfgert eftirlaunastarf fjarri ofbeldinu, sem vofað hefur yfir mönnum í hans starfi á Norður-Italíu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.