Morgunblaðið - 10.11.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.11.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1978 3 Söluskattur felldur nið- ur af fisk- vinnsluvélum KJARTAN Jóhannsson. sjávarút- vegsmálaráðherra, lýsti því yfir á fundi sameinaðs þings í gær, að fjármálaráðherra hefði fallist á að fella niður söluskatt af fisk- vinnsluvélum í hraðfrystingu, saltfiskverkun og skreiðarverk- un. Þessi yfirlýsing ráðherrans fylgdi í kjölfar umræðna er urðu vegna þingsályktunartiltögu þeirra Guðmundar Karlssonar og Guðmundar H. Garðarssonar um niðurfellingu aðflutningsgjalda á vélum til fiskiðnaðar. Vörugjald, 16 af hundraði, og tollar, sem nema allt frá 3 til 80 af hundraði af andvirði vélanna, verða ekki felldir niður, þannig að aðeins er um það að ræða að söluskatturinn verður tekinn af. Litió barn hefur M' (ítid sjónsvið 14 skip með 7460 lestir GÓÐ ioðnuveiði var í fyrrinótt og tilkynntu þá 14 skip um samtals 7460 lestir. Sæmilegt veður var á miðunum. en loðnuflotinn er mjög dreifður þessa dagana og eru jafnvel 40—50 mílur á milli þeirra báta, sem lengst eru hver frá öðrum á veiðisvæðinu. Eftirtalin skip tilkynntu um afla f gær. ísafold 250, Fífill 580, Kap II 660, Helga II 530, Albert 600, Stapavík 550, Gullberg 570, Húnaröst 600, Grindvíkingur 600, Bjarni Ólafsson 950, Magnús 450, Náttfari 530, Bergur II 440, Keflvíkingur 400. Rögnvaldur leys- ir frá skjóðunni SPILAÐ og spaugað heitir bók, sem komin er út hjá Almenna bókafélaginu, en undirtitill bók- arinnar eri Rögnvaldur Sigur- jónsson leikur af fingrum fram. Ilöfundur er Guðrún Egilson, blaðamaður, og í forspili segir hún um söguna af Rögnvaldii „Hún er ekki útbólgin af yfirlæti og njörvuð saman af afreka- skrám. Hún segir frá manni, sem sá upp á tindinn, fór aldréi alla leið, en hefur orðið ógleymanleg- ur, þeim sem hlýtt hafa á hann slá strengi slaghörpunnar í tón- leikasölum og á sína léttu strengi í góðum vinahópi. Hún er svo löng og viðburðarík, að áður en varði, hafði hún sprengt utan af sér eina bók, þannig að lesandinn skilur við virtúósinn rétt við tindinn eftir viðburðarík æsku- og námsár heima og erlendis. Síðan fær hann meira að heyra.“ Eins og fram kemur í þessu forspili er von á annarri bók, þá væntanlega á næsta ári, en þessu fyrra bindi lýkur með frásögn af hljómleikum Rögnvalds í National Gallery of Arts í Washington og heimkomunni til Reykjavíkur 1945. Bókin er prýdd mörgum ljós- myndum frá þeim árum, sem um er rætt, og einnig eru birtir þar ritdómar úr bandarískum blöðum um hljómleikana í Washington. Þá eru í bókinni teikningar eftir Halldór heitinn Pétursson, er Á Vfex% Rögnvaldur voru samtíma við nám í Bandaríkjunum. Aftast í bókinni er svo nafna- skrá yfir alla þá, sem koma við sögu, en þeir eru margir þekktir. Má þar til dæmis nefna Ásmund Sveinsson myndhöggvara, Bjarna Björnsson gamanleikara, Gunnar frá Selalæk, Halldór Laxnes, Maríu Markan, Pál ísólfsson, Thor Thors auk fjölda annarra. Guðrún Egilson og Rögnvaldur Sigur jónsson. Skyndihappdrætti Sjálfstæðisflokksins: Dregið eft- ir átta daga Opiðtilkl.10 í kvöld NÚ STYTTIST óðum sá tími sem eftir er þar til dregið verður í Skyndihappdrætti Sjálfstæðisflokksins. Aðeins rúm vika er til stefnu. Miða- sala er í fulium gangi. Þeir sem enn eiga eftir að gera skil á heimsendum miðum eru hvattir til að gera það sem fyrst. Skrifstofa happdrættis- ins í Sjálfstæðishúsinu að Háaleitisbraut 1 verður opin til kl. 22 í kvöld og til kl. 10—12 og 14—15 á laugardag. Síminn er 82900.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.