Morgunblaðið - 10.11.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.11.1978, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1978 zgiinnai c/fazeaðoon h.f. Suðurlondsbraut 16 - Reykjavík - Sími 35200 ■ ður er boðið á Innréttingahúsið hefur tekið til starfa. Verslunin býður alla velkomna á sýningu sem haldin er í tilefni opnunar að Háteigsvegi 3. Við sýnum og seljum hinar þekktu norsku Norema innréttingar. Höfum sett upp fjölmargar gerðir af eldhús- og baðinnréttingum í 200 fermetra sýningarsal okkar. Komið og skoðið. Opið föstudag 17-22, laugardag 13-22, sunnudag 13-22. Síðan alla virka daga 9-18. innrettinga- húsið Háteigsvegi 3 105 Reykjavik Verslun sími 27344 Skrifstofa sími 27475 9NOREMA Guðfinna Einarsdótt- ir, Hafnarfirði-Nírœð Níræð verður í dag í Hafnarfirði kona, sem í hálfan sjöunda áratug hefur tekið þátt í lífi fólks og lífsbaráttu þar í kaupstaðnum, tekið virkan þátt í vexti og viðgangi bæjarins og jafnframt og síðan fylgst með starfi niðja sinna á sama sviði. Þessi kona er frú Guðfinna Einarsdóttir sem kennd er við Gróf og lengi hefur bútð á Öldugötu 4 í Hafnarfirði. Guðfinna er fædd í Haukshús- um á Álftanesi 10. nóvember 1888, dóttir hjónanna Einars Isakssonar og Halldóru Jónsdóttur. Hún missti móður sína ung og ólst eftir það upp hjá föður sínum á Álftanesi og seinni konu hans, Guðnýju Þorsteinsdóttur, hálf- systur fyrri konunnar, til 12 ára aldurs. Þá fluttist hún til Hafnar- fjarðar, var þar nokkur ár og fór síðan vinnukona að Haukholtum í Hrunamannahreppi. Af Einari föður Guðfinnu og Guðnýju konu hans er það að segja, að þau áttu lengi heima í Reykjavík. Elsta dóttir þeirra, Halldóra, bjó lengi í Engey, kona Brynjólfs Brynjólfssonar. I Haukholtum var vinnumaður samtíða Guðfinnu, Jón Jónsson að nafni. Hann hafði flutst innan fermingar austur í Hrunamanna- hrepp og alist þar upp á bænum Gróf (Skollagróf) og var jafnan kenndur við þann bæ og nefndur Jón í Gróf eða Jón frá Gróf. Fylgdi það kenningarnafn honum meðan hann lifði og raunar enn munn- tamt eldri Hafnfirðingum þegar þeir minnast á fólk hans. Jón og Guðfinna felldu hugi saman og giftust árið 1911. Til Hafnarfjarðar fluttust þau 1913, þá frá Reykjavík. Jón stundaði jafnan sjómennsku, fyrst lengi á skútum en síðan á togurum og mun hafa þótt góður fiskimaður og reyndar vel hlutgengur til allra verka. Hann andaðist árið 1936, nokkru meira en hálfsextugur að aldri. Þau Guðfinna eignuðust 13 börn sem öll komust til aldurs og eru enn á lífi nema einn (8. barnið), sem þau misstu á fyrsta ári. Ekki þarf að fara mörgum orðum hversu mikið verk og erfitt hefur verið að koma þessum stóra barnahópi upp og til manns og hversu mjög það hlýtur að hafa hvílt á húsmóðurinni þegar hús- bóndinn var mikinn hluta árs fjarvistum vegna atvinnu sinnar. Fór og ekki milli mála að Guð- finna var bæði dugleg og myndar- leg húsmóðir. Hins vegar hefur hún aldrei viljað gera mikið úr erfiðleikunum sem hún hefur átt við að stríða á ævinni, og er það í samræmi við lundarfar hennár og alla gerð. Hún hefur tekið öllu æðrulaust og aldrei kvartað. — Hins vegar má geta þess að elstu dæturnar urðu henni skjótt til mikillar hjálpar, bæði við gæslu yngri systkina og síðar með stuðningi við heimilið með vinnu sinni í fiski og fleiru. Guðfinna var meðal stofnenda verkakvennafélagsins Framtíðar- innar árið 1925, en áður mun hún hafa verið félagsmaður í verka- mannafélaginu Hlíf eins og fleiri konur. Hún var einnig meðal stofnenda Kvenfélags Alþýðu- flokksins í Hafnarfirði 1937. Hún hefur einnig verið félagi í stúkunni Daníelsher. í þessum samtökum öllum lét hún aldrei mikið á sér bera, en hún var traustur liðsmað- ur. Það var alltaf hægt að reiða sig á hana Guðfinnu í Gróf. Aðeins eitt af börnum Jóns og Guðfinnu er búsett utan Hafnar- fjarðar. Það er Aðalsteinn for- stjóri efnaverksmiðjunnar Sjafnar á Akuryeri, næstyngstur. Hin ellefu hafa öll starfað í Hafnar- firði og starfa enn, þótt hin elstu séu komin hátt á sjötugsaldur. Hefur þetta fólk komið víða við í uppbyggingu bæjarfélagsins, dug- andi starfsmenn og góðir borgar- ar. Hafnfirðingar kannast við nöfnin: Halldóra, Aðalheiður, Guðrún, Svanhvít, Ottó (Ágúst Ottó), Margrét, Sigrún, Björgvin, Jón Ragnar, Valgerður og Sigur- steinn. Og það eru ekki einungis þessi systkin sem starfa í Hafnar- firði, heldur einnig þeirra börn og jafnvel barnabörn. Niðjar Guð- finnu og Jóns munu vera um eða yfir hundrað að tölu. Og langa- langömmubörnin eru orðin tvö. Það verða margir utan hinnar fjölmennu fjölskyldu Guðfinnu Einarsdóttur sem senda henni hlýjar hugsanir á afmælisdaginn með þökk fyrir kynningu og samstarf á liðinni ævi því að þar hefur margur góðs að minnast. Ólafur Þ. Kristjánsson. Aðalsteinn Bergdal og Þórey Aðalsteinsdóttir í hlutverkum sínum í „Þess vegna skiljum við.“ Síðasta sýn- ing L.A. á Þess vegna skiljum við Síðasta sýning Leikfélags Akureyrar á leikriti Guðmundar Kambans „Þess vegna skiljum við“ verður n.k. sunnudagskvöld, 12. nóvember. Æfingar standa nú yfir hjá félaginu á Skugga— Sveini, sem verður jólaverkefni leikhússins og innan tíðar hefjast æfingar á þriðja verk- efninu „Stalín er ekki hér“ sem frumsýnt verður í janúar. Leikfélagið vill minna fólk á að nú eru síðustu forvöð að nýta áskriftarkortin og ennfremur vill félagið minna á málverka- sýningu Óla G. Jóhannssonar í anddyri leikhússins. Skafió rúðurnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.