Morgunblaðið - 11.11.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.11.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 1978 3 jr F.I.A. stendur ekki í neinum deilum — segir B jöm Guðmundsson — Við stöndum ekki í neinum deilum og vitum ekki annað en að tveir úr okkar lélagi eigi að fara til þjálfunar á DC ÍO n.k. mánu- dag, sagði Björn Guðmundsson form. Félags ísl. atvinnuflug- manna í samtali við Mbl.. og ég vona bara að réttkjörnir stjórn- endur fyrirtækisins fái að ráða, en ekki einhverjir aðrir. Félag Loftleiðaflugmanna hefur átt nokkra viðræðufundi við stjórnarnefnd Flugleiða um áhafnarmálin, síðast í gær, og er síðast fréttist í gærkvöldi sat allt við það sama. Loftleiðaflugmenn telja sig eina eiga rétt á að fljúga breiðþotunni og hafa þeir mót- mælt þeirri hugmynd stjórnar Flugleiða að setja 57 ára aldurs- takmark þar sem flugmenn megi starfa til 60 ára aldurs og jafnvel 63 ára leyfi heilsa þeirra. — Þá teljum við ekki tímabært að ræða laun, eins og forstjórarnir vilja, því ef þeir ætla að setja Flug- félagsmenn á þotuna hljóta þeir að ræða launin við þá, sagði einn Loftleiðaflugmanna við Mbl. Hann sagði einnig að flugmenn hefðu aðgerðir í huga yrði ekki fallist á þeirra hugmyndir um lausn, en kvaðst vona að til þeirra kæmi ekki og að þotan kæmist í gagnið 10. janúar eins og ráðgert hefði verið. Sjái Réttur okkar er ... og Viljum að stjórnin ráði... bls. 23. Tómas Tómas- son látinn LÁTINN er í Reykjavík Tómas Tómasson fyrrum forstjóri og stofnandi Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar og einkaeig- andi hennar til 1932 er henni var breytt f hlutafélag. Tómas Tómasson var fæddur 2. janúar 1888 aö Miðhúsum i Rangárvallasýslu og nam hann ölgerð í Kaupmannahöfn veturinn 1915 — 1916, en hann hafði stofnsett Ölgerðina Egil Skalla- grímsson árið 1913. Var hann einkaeigandi hennar frá stofnun og síðar aðalhiuthafi frá 1932 og forstjóri er henni var breytt í hlutafélag. Tómas sat lengi í stjórn Félags ísl. stórkaupmanna, í stjórn Iðnrekendafélagsins Tómas Tómasson 1933—‘34, formaður Styrktarsjóðs iðnaðarmanna og þá var hann aðalræðismaður Eistiands í nokk- ur ár. Tómas var þríkvæntur og er eftirlifandi kona hans Agnes Tómasson. Jón Arnalds ráðuneytisstjóri: Engar aðgerðir á þessari vertíð — ÞAÐ ER mjög erfitt að gera einhverjar ráðstafanir til að sporna við þessu þar sem svo stutt er eftir af síldveiðitímanum, sagði Jón Arnalds, ráðuneytis- stjóri í Sjávarútvegsráðuneytinu, í samtali við Morgunblaðið í gær. Eins og fram hefur komið í fréttum hirða sjómenn aðeins eitt af hverjum 20 köstum samkvæmt athugunum sem Jakob Jakobsson hefur gert. Þetta vandamál hefur ekki komið upp fyrr en núna að sögn Jóns og sagði hann að þar sem veiðitíminn væri aðeins til 20. nóvember þá væri það sín skoðun að sjómenn vildu heldur hirða smásíld á bilinu 27—30 cm, heldur en að fá ekki neitt og fylla ekki kvótann. — Sjómenn fá að vísu minna fyrir þá síld, en þeir fá þó eitthvað og þessi stutti tími, sem eftir er ýtir á að fleygja ekki síld, sagði Jón. — Ég veit að það eru skiptar skoðanir um þetta og sjómenn vilja alls ekki gera eins mikið úr þessu og Jakob gerir. — Hins vegar má undirstrika það, að þegar við jukum kvótann og settum skilyrði um forkaupsrétt fyrir Norðurstjörnuna, var það m.a. til að veiða þessa síld, sem er á milli 27 og 30 cm. í stað þess að kasta henni yrði henni landað hjá Norðurstjörnunni. Það var verið að væna okkur um að þetta væru ekki lögmæt skilyrði og kæmu ekki inn á veiðarnar, en vissulega gera þau það, sagði Jón Arnalds. 8 innbrot en rýr uppskera INNBROTAALDA gekk yfir höfuðborgina í fyrrinótt, því að alls voru 8 innbrot tilkynnt til ranpsóknarlögreglunnar í gær- morgun. Á fæstum stöðum virð- ast þjófarnir hafa haft árangur sem crfiði, en þeir ollu miklum skemmdum víða. Þannig var brotizt inn í húsa- kynni Bílaleigunríar Fals við Rauðarárstíg og Framkvæmda- stofnun ríkisins í næsta nágrenni, og farið þar um skrifstofur, brotin upp skrifborð og leitað fjármuna en ekki verður séð að neinum verðmætum hafi verið stolið. Síðan virðist leiðin hafa legið í Vinnufatagerðina í Þverholti 17 og í hús Póla í Einholti 6 en uppskeran virðist hafa verið jafn rýr á þessum stöðum og hinum fyrri. Þá var brotizt inn í húsið Ármúla 26 og stolið þaðan snældu- spilara, í Austurver þar sem einhverju af tóbaki var stolið og loks var farið inn í hús í Geitlandi og leitað þar en engu virðist hafa verið stolið. Félagsmenn í Ljóðfélaginu blása á kerti á mikilli rjómatertu í tilefni útkomu hljómplötu félagsins. „Stjörnur í skónum**. F.v. eru Gunnar Hrafnsson, Ragnheiður Steindórsdóttir, Kolbeinn Bjarnason og Sveinbjörn I. Baldvinsson. Ljósm. Mbi. Emiiía. Bókmenntir með tóntist á plötu Ljóðfélagsins ALMENNA bókafélagið sendi í gær frá sér hljómplötuna „Stjörnur í skónum“, en flytjendur ljóðverksins á plötunni er hópur ungs listafólks sem kallar sig Ljóðfélagið. Efni hljómplötunnar er ljóð, óbundnir textar og tónlist, en höfundur texta og tónlistar er Sveinbjörn I. Baldvinsson sem er einn félagsmanna í Ljóðfélaginu. Ljóðverkið „Stjörnur í skón- um“ er þannig samið að Ijóðin og óbundna málið er orðið til fyrst. Tónlistin er síðar til komin og notuð til að skerpa drættina í þeim myndum sem dregnar eru upp, að sögn Eiríks Hreins Finnbogasonar útgáfu- stjóra hjá AB. Þetta er ýmist gert á þann hátt að lög hafa verið samin við rímuð ljóð eða tónlist felld að upplestri. Eirík- ur Hreinn sagði að því væri um að ræða bókmenntir með tónlist, en ekki eins og venja er lög með textum. Á fundi með blaðamönnum í gær sögðu aðstandendur „Stjörnur í skónum" að efni hljómplötunnar höfðaði mjög til barna en væri þó ekki barna- plata í venjulegum skilningi. Verkið fjallar um heim barnsins og tengsl hans við heim hinna fullorðnu. Verkið er ljóðrænt og sýnir nokkrar sjálfstæðar myndir úr hinum sérstæða heimi barnsins. Það er hugsað sem eins konar draumur og í upphafi þess og endi er vísað til veruleikans með nokkurri kald- hæðni, að sögn aðstandenda. Eiríkur Hreinn og Anton Örn Kærnested sölustjóri og rit- stjóri bókaklúbbs AB sögðu að Almenna bókafélagið væri ekki með fleiri plötuútgáfur á prjón- unum, en þar sem hljómplötuút- gáfa væri að sumu leyti skyld bókaútgáfu væri ekki loku fyrir það skotið að félagið gæfu út fleiri hljómplötur. Áður hefur AB gefið út tvær hljómplötur. Félagsmenn í Ljóðfélaginu eru auk Sveinbjörns I. Baldvins- sonar, sem stundar nám í bókmenntasögu, Ragnheiður Steindórsdóttir leikkona, Kol- beinn Bjarnason sem stundar nám í Tónlistarskólanum og í bókmenntasögu í Háskóla Is- lands, og Gunnar Hrafnsson, sem stundar nám í Tónlistar- skólanum. Fjöldi tónlistar- manna kemur við sögu á plöt- unni. Textar fylgja með á sérprenti. r uA + ÍA Hótel Sögu — Súlnasal, i nailO sunnudagskvöld 12. nóv. Húsið opnað. Svaladrykkir og lystaukar á barnum. Afhending ókeypis happdrættismiöa. Veizlan hefst stundvíslega. Ljúffengur ítalskur veizlumatur framreiddur. Verð aðeins kr.: 3.500.-. * Skemmtiatriði: Glæsileg ung söngkona kynnt. Anna Júlíana Sveinsdóttir syngur vinsæl lög og ítalskar óperuaríur. * Tízkusýning: Módelsamtökin sýna glæsilegan tízkufatnað fyrir dömur og herra. * Myndasýning: Forstjóri Útsýnar sýnir nýjar litmyndir fró sólarlöndum. * Danssýning: Heiðar Ástvaldsson og kennarar í dansskóla hans sýna og kenna dansa úr Saturday Night Fever. * Bingó: Vinningar 3 Útsýnarferðir. Fegurðarsamkeppni: Ljósmyndafyrirsætukeppni Út- sýnar. Stúlkur 17—22 ára valdar úr K\ hópi gesta. 10 Útsýnarferðir í vinn- KlV, inga. Forkeppni. * Dans til kl. 01:00. Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar og söngkonan Edda Sigurðardóttir. Missið ekki áf glæsilegri skemmtun og mögu- leikanum á ókeypis Útsýnarferð. Borðpantanir hjá yfirpjóni í síma 20221 frá kl. 3 e.h. I# Allir velkomnir. Góöa skemmtun Allir gestir sem koma fyrir kl. 20.00 fá ókeypis happdrættismiða. Vinningur: Ítalíuferö meö ÚTSÝN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.