Morgunblaðið - 11.11.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.11.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 1978 „Samlokur“ má greina frá grindabílum af léttri plastyfir- byggingu. Takiö eftir fallhlíf- arpokanum aftast á bílnum. (Teikning greinarhöfundar). Björn Emilsson skrifar um kvartmíluíþróttina SAMLOKU 200 HRAÐA Um 70.000 bifreiðar byggja tilverurétt sinn á æðakerfi veðurbarins lands okkar. Stöku sinnum opnast þó sár utan vega, er ökuglaðir bílstjórar reyna farartæki sín. „Utafförum" hef- ur fækkað í seinni tíð. Aukinn áhugi manna á skipulögðum bifreiðaíþróttum á sinn þátt í því. Sjötíu þúsund bílar, tvö hundruð og áttatíu þúsund dekk, fimm milljónir hestafla. Það mætti draga ísland til suður- landa með þeirri orku. Þó ekki væri nema veðurfarsins vegna, erum við ákaflega háð bifreið- inni. Það er talið að Islendingar hugsi vel um híbýli sín og ekki er ástin minni á bílunum. Járnfákurinn á stallinum fyrir utan gluggann er stolt margra. Hver hefur ekki heyrt söguna af handmálaða „voffanum", sem flaut niður hálfa Krossá, áður en komið var í Þórsmerkurskál- ann9 Eða þennan, sem orðinn var 10 ára óg ekkert ryð í, jafnvel þó dempararnir stæðu upp úr hverri einustu hjólskál? Það fer ekki á milli mála, að bíllinn hefur mikil áhrif í þjóðfélaginu, enda er hver bíleigandi skattlagður eftir því. Kæri lesandi, hægðu lesturinn og ímyndaðu þér lífið án: sjúkrabfla. vörubfla, öskubfla, olíuhfla. brunabfla, kranahfla, liiggubfla. leigubfla. steypu- bfla. snjóbfla, mjólkurbfla, sjónvarpsbfla. Þegar amma var ung, var hesturinn þarfasti þjónninn. I dag er það bifreiðin. En það er með hestinn eins og bílinn. Samfara daglegri notkun hafa þeir verið notaðir eigendum sínum til ánægju og uppl.vfting- ar. Til er flokkur bifreiða, sem í einu orði mætti nefna sportbíla. heimilisbíla. Bandarísku grunn- flokkarnir eliminator. eliminator. eliminator. climinator. eru: Top fuel Funny car Pro stock Competition Modified með stærri blöndungi eða útbú- inn sérstökum spyrnudekkjum o.s.frv. Öryggisreglur eru mjög strangar í öllum flokkum. Notkun öryggisteppa (safety „Drunn drunniö, sem hljómaði í barnæsku er hljóðnað“ Til er máltæki: Eini munurinn á fullvaxta mönnum og drengjum er verögildi leikfanga þeirra. Þetta eru nokkuð merkileg orð, ef tillit er tekiö til Þess að margir vilja ekki viðurkenna Þau. í Þeim felst meiri sannleikur en margan skyldi gruna. Hvaö viðkemur bifreiðaíÞróttum er Þetta staöreynd. Hver man ekki „drunn drunnið“ á eldhúsgólfinu hjá mömmu í gamla daga? Félagslegur vanÞroski íslendinga hefur gert Það að verkum að „drunn drunniö“, sem hljómaði í barnæsku er hljóðnað. Eöa hvað? Er Þaö ekki svo, aö innra með flestum hrærist „drunn drunnið“ ennÞá? Bæld bíladella er fyrirbæri, sem margir eru haldnir. Standiö nú upp og hristiö af ykkur fordómana. Það er enginn of gamall til að leika sér. „Fimm milljónir hestafla“ í honum eru farartæki eins og formúlubílar, torfærubílar, rall- bílar og kvartmílubílar. Til kvartmíluaksturs eru bílar flokkaðir á ýmsa vegu. Allt frá viðbragðssneggstu bílum í heimi niður í venjulega 4 strokka climinator, Super stock eliminator og Stock eliminator. Ofangreindir flokkar skiptast innbyrðis á óteljandi vegu. Því ræður ýmislegt, eins og t.d. útlit bílsins. Er hann í sinni upprunalegu mynd? Er bíllinn blankets) er skylda í sumum þeirra. Þeim er vafið utan úm kúplingshús farartækjanna og er ætlað að koma í veg fyrir að járnbrot þeytist út um allar jarðir, springi þau við „sam- kúplun“. Til að auðvelda fólki skilning á flokkaskiptingunni, hugsum við okkur að þeir séu aðeinsjwír. í fyrsta lagi grindabflar (Top fucl), í öðru lagi „samlokur'* (Funny car) og í þriðja lagi venjulegir bílar eins og við þekkjum þá. Snörpustu bílar í heimi eru grindabílar. Þeir eru sééhannað- ir til kvartmíluaksturs og eru í raun ekkert annað en löng, mjó og létt grind. Drifi og yfir 1500 hestafla vél er komið fyrir aftarlega á henni. Bílstjórinn situr þar einnig. Aftast eru spyrnudekk á mjórri hásingu, en að framan eru létt reiðhjóla- dekk. Hrikaleg vél og létt grind er galdurinn i þessum flokki. „Samlokur" (Funny car) er flokkur bíla, ekki ólíkur grinda- bílum, og byggir á sömu grund- vallaratriðum. „Samlokur" má greina frá grindabílum af léttri plastyfirbyggingu þeirra, sem hægt er að svipta af í heilu lagi. Bíllinn er ein allsherjar sam- loka, þar sem segja má að ekillinn sé áleggið. Að slepptri matreiðslunni er þriðji og síðasti flokkurinn, venjulegir bflar. Það eru bílar frá 8 strokka niður í 4 strokka, t.d. venjuleg farartæki, sem búið er að breyta lítillega, eða „ískaldir“ bílar beint úr verk- smiðjunni. Til þessa flokks teljast einnig bílar með heitari knastásum, tveggja til fjögurra hólfa blöndungum, pústflækjum o.s.frv. Bíllinn þinn er í þessum flokki. Sláðu nú til, jólatréð er til í slaginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.