Morgunblaðið - 11.11.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.11.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 1978 13 Lárus Jónsson: alþingismaður: í í'rv. til fjárlaga fyrir árið 1978 er í raun gert ráð fyrir að auka niðurgreiðslur á vöruverði um nálega 15.400 millj. króna og eru þá meðtalin verðlagsáhrif afnáms söluskatts á matvörum. Til þess- ara stórbrotnu niðurgreiðslna er aflað tekna með gífurlegri hækkun tekju- og eignaskatta og nemur sú hækkun frá álagningu fyrri ríkis- Launþegar kaup- rændir með 16 þús. milljóna skattpíningu stjórnar 1978 tæplega 16 þús. millj. króna. Þessir skattar bitna beint og óbeint á launþegum og skerða kaupmátt þeirra. Þetta fá launþegar ekki bætt með hækkun vísitöiu, heldur þvert á móti verða - Punktar úr fjárlaga- framvarpinu fyrir 1979 t tekjurnar, sem ríkissjóður hefur af þessari skattpíningu notaðar til þess að lækka kaupgreiðsluvísitöl- una á árinu 1979 um 9% frá því sem hún ella hefði orðið. Svo notað sé orðalag núverandi valdhafa þegar þeir voru í stjúrnarand- stiiðu. eru launþegar „kauprænd- ir" um 9r/r allt árið 1979 og sjálfir skattpíndir um 16 þús. millj. til þess að koma því í kring. ef þau áform. sem fram koma í frv.. verða knúin fram. Dæmið lítur þannig út í grófum dráttum: 1. Fjáröflun: millj. kr. Uækkun tekjuskatts skv. frv. m.v. álagningu fyrri ríkisstjórnar 1978 ...... 13.500 Hækkun eignarskatts m.v. sömu forsendur ........... 2.450 15.950 2. Ráðstöfun til vísitölufölsunar: Hækkun niðurgreiðslna skv. frv. m. v. núgildandi fjárl. . 11.206 Niðurgreiðsluáhrif afnáms söluskatts af matvörum á árinu 1979 ............ 4.200 3. Áhrif á kaupgreiðslur 1979: Hækkun tekjuskatta og eignarskatta ........0.0 áhrif Aukning niðurgreiðslna . 8.9% lækkun kaupgr. vísitölu. Skattar Þyngdir á lágum og miðlungstekjum Það er athyglisvert í málflutn- ingi stjórnarflokkanna, sem standa að fjárlagafrumvarpinu, að því er beinlínis haldið fram, að sú leið að hækka tekjuskatta sé valin vegna þess að þá íþyngingu skatta fái launþegar ekki bætta með hækkun vísitölu. í ljósi marggef- inna yfirlýsingu krata um, að tekjuskattar séu fyrst og fremst skattar á launþega er ennfremur athyglisvert að skv. frumvarpinu er stefnt að því að þyngja skatta á lágum og miðlungstekjum jafn- framt sérstöku aukaálagi á tekju- og eignarskatta. Þetta gerist á þann hátt, að stefnt er að hækkun skattvísitölu um einungis 43%, þótt viðurkennt sé, að tekjur hafi hækkað á .árinu 1978 um a.m.k. 50%. Persónufrádrættir hækka því um 43% á sama tíma sem laun almennt hækka um og yfir 50%, sem þýðir að seilst verður lengra en áður niður í lægri tekjur til skattlagningar. Verðbólgan skv. frv. 40—50% 1979 Þrátt fyrir framangreinda skattpíningu launþega til þess að greiða niður kaup um tæplega 9% á árinu 1979, verður verðbólgan 35 — 40%) skv. útreikningum í frumvarpinu á næsta ári. Síðan frumvarpið var samið er ljóst, að kaup hækkar miklu meira í desember vegna vísitöluhækkunar, en ráð var fyrir gert í forsendum frumvarpsins. Þess vegna horfir nú i 40—50% verðbólgu á næsta ári þrátt fyrir að hálfum öðrum tug milljóna króna er hent í verðbólguhítina úr vösum laun- þega. Þegar sú mynd, sem hér hefur verið dregin upp úr sjálfu fjár- lagafrumvarpi núverandi ríkiis- stjórnar blasir við, fær engum dulizt að krafan um samningana í gildi fyrir kosningar var ekki einasta óraunhæf, heldur þjóð- hættuleg. Eins og ástatt var í þjóðfélaginu var einsýnt, að kauphækkanir samninganna og vélræn vísitöluskrúfa myndu magna enn verðbólgubálið. Sigur- vegarar kosninganna í sumar, sem héldu þessu vígorði að kjósendum, standa nú frammi fyrir draug, sem þeir sjálfir vöktu upp og mögnuðu. Þeir ráða því miður ekki við að kveða hann niður svo sem fram kemur þegar í frumvarpi þeirra til fjárlaga. Þeir heyktust að vísu á að koma verðbólgusamningunum frá 1977 í gildi, en nokkur viðleitni í þá átt hefur leitt þá út í þá ófæru, sem hér er lýst. Barnaskemmtanir JC: „Tækifæri fyrir börn” Félagið Junior Chamber Reykjavík efnir til tveggja barnaskemmtana í Laugar- ásbíói í dag og hefst sú fyrri klukkan 13.30 og hin seinni klukkan 15.00, segir í frétt félagsins. Ennfremur segir, að atriðum á skemmtununum sé skipt niður í þrjá hluta og sjái félagar í Junior Chamber um öll skemmti- atriðin sjálfir. Skemmtanirnar eru þannig uppbyggðar, að börn þau sem koma taka virkan þátt í atriðunum sjálf og eru þær sérstak- lega ætlaðar börnum á aldrinum 3—7 ára, þótt fleiri hafi auðvitað gaman af. Að síðustu kemur fram að skemmtanir þessar séu í tengslum við kjörorð heimssamtakanna sem er „Tækifæri fyrir börn“. Einn félaga Junior Chamber á skemmtun félagsins um síðustu helgi. Jólakort Styrkt- arfélags vangef- inna komin út Styrktarfélag vangefinna hefur gefið út jólakort með 4 niyndum eftir Sólveigu Eggerz Pétursdótt- ur. Kortin verða til sölu á heimilum félagsins og skrifstofu þess að Laugavegi 11, svo og i versluninni Kúnst að Laugavegi 70. Jólakortin eru pökkuð af vistfólki í Bjarkarási og eru átta kort í pakka og verðið er kr.800. Þá mun félagið einnig gefa út tvær gerðir korta með myndum eftir Sólveigu og eru þau m.a. ætluð fyrirtækjum sem senda viðskiptavinum sínum jólakort Þau fyrirtæki sem áhuga hafa eru beðin að hafa samband við skrif- stofu félagsins í síma 15941. ður er boðið á Innréttingahúsið hefur tekið til starfa. Verslunin býður alla velkomna á sýningu sem haldin er í tilefni opnunar að Háteigsvegi 3. Við sýnum og seljum hinar þekktu norsku Norema innréttingar. Höfum sett upp fjölmargar gerðir af eldhús- og baðinnréttingum í 200 fermetra sýningarsal okkar. Komið og skoðið. Opið föstudag 17-22, laugardag 13-22, sunnudag 13-22. Síðan alla virka daga 9-18. SNOREMA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.