Morgunblaðið - 11.11.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.11.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 1978 15 á aö alkalí-kísil hlaup væri í steypunni. Voru kjarnar þá sendir til Karlstrup til frekari ákvörðun- ar. Þaðan barst síðan skýrsla haustið 1976, þar sem staðfest var að mikil alkalí-kísil efnahvörf hefðu átt sér stað i steypunni. Var þetta fyrsta sönnun þess að alkalí-efnahvörf hefðu valdið skemmdum á Islandi og einnig fyrsta dæmi í heiminum um slíkar skemmdir í útveggjum húsa. Þegar þessi vitneskja var fengin ákvað Steinsteypunefnd að kosta rannsókn, sem Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins framkvæmdi á útbreiðslu steypuskemmda með sérstöku tilliti til alkalí-skemmda. Rannsókn þessi er vel á veg komin og mun áfangaskýrsla liggja,fyrir í næsta mánuði. Við þessa rann- sókn fundust nokkur hús, þar sem grunur lék á, að alkalí-skemmdir væru á ferðinni. Voru boraðir kjarnar úr þessum húsum. Dansk- ur sérfræðingur var •fenginn til þess að rannsaka þessa kjarna með sérfræðingum Rannsókna- stofnunar byggingariðnaðarins og kenna þeim þá tækni, sem notuð er við slíkar rannsóknir. Þessum rannsóknum er nú nýlokið og kom í ljós, að í nokkrum hinna grunuðu húsa voru alkalíefnabreytingar frum orsök skemmdanna. Eins og að framan segir þarf stöðugur raki að vera til staðar til þess að slík efnahvörf eigi sér stað. Við rakamælingar í útveggjum húsa að undanförnu, hefur komið í ljós, að í mörgum nýrri húsum er steypan í útveggjum og sérstak- lega í frítt standandi veggjum nálægt rakamettun. I eldri húsum, sem ekki hafa skemmst er raka- stigið lægra. Steinsteypunefnd hefur nú falið Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins framkvæmd rannsóknar á rakaferli og raka- streymi í steypu. Er vandamálið leyst? Vandamálið á Stór-Reykja- víkursvæðinu er það, að aðal steypuefnið er alkalí-virkt og venjulegt íslenskt Portlandsement með því alkalíríkasta sem þekkist. Spurningin er, hvort unnt er að nota þessi hráefni saman í útveggi húsa, án þess að eiga á hættu skemmdir af völdum alkalí-kísil efnahvarfa. Eins og að framan getur hafa all lengi verið gerðar rannsóknir með „possolan" íblöndun í sementið. Nú síðast hefur kisilryk frá Málm- blendiverksmiðju verið notað og lofar það mjög góðu, þar eð lítil íblöndun minnkar alkalí-þenslu langt niður fyrir hættumörk og eykur jafnframt styrkleika sementsins. Meðfylgjandi línurit sýna niðurstöður rannsókna. Til viðmiðunar má geta þess, að skv. ASTM-staðli er steinefni talið virkt, ef þenslur eru meiri en 0,1P eftir sex mánaða geymslu við stöðluð skilyrði. Danskar kröfur eru þó mun strangari. Frekari af Rannsóknastofnun byggingar- iðnaðarins fyrr á þessu ári í því sambandi. Nú er sú hætta fyrir hendi, að alkalíefnabreytingum verði kennt um fleiri skemmdir en réttmætt er. Má nefna, að skemmdir i Slökkvistöð Reykjavíkur hafa í fjölmiðlum verið tekin sem dæmi um slíkar skemmdir, en rannsókn- ir hafa sýnt, að þar eru frostverk- anir höfuð orsök skemmdanna, þar eð steypan er ekki frostþolin. Sama gildir að líkindum einnig umm Sundlaugarnar í Laugardal. Rannsókn húsa á Akureyri bendir til þess að þar séu alkali-skemmd- skemmdir í framtíðinni verður að huga að öllum þáttum framleiðsl- unnar frá hráefni og þar tíl aðhlúun steypunnar er lokið. Þetta þýðir að líta verður á steypufram- leiðslu og meðhöndlun steypunnar af meiri alvöru, en hingað til hefur tíðkast, en til þessa hefur allt of lítið framleiðslueftirlit og eftirlit með niðurlögn steypunnar átt sér stað. Einnig verða arkitektar og hönnuðir húsa að gera sér grein fyrir því, að veðráttan á Reykja- víkursvæðinu er eins og hún getur verst orðið varðandi vatns- og frost álag á steypuna og því er rannsókna er þó þörf áður en áhrif kísilryks á steinsteypu geta talist full rannsökuð. (Sjá meðfylgjandi línurit) Steypuskemmdir Öllum er ljóst, að steypu- skemmdir í húsum á Islandi eru mjög tíðar. Orsakir þessara skemmda eru margvíslegar og vísa ég á Rb-upplýsingablað um steypuskemmdir, sem gefið var út Ahrif kísilryks á styrkleiku steypu ------- án kísilryks,------með 7,5'í. kísilryki ir ekki til. Samt hafa alkalí-virk steyiuefni verið notuð þar, en mikill munur er á veðurfari á þessum tveimur stöðum. Höfuð orsök steypuskemmda er sú, að ekki er vandað nægilega til framleiðslunnar. Gæði steinsteypu eru einhliða metin út frá styrk- leika hennar. Unnt er að ná góðum styrkleika með lélegum steypuefn- um með því að nota mikið sement en þetta gerist á kostnað annara eiginleika hennar. Þurrkrýrnun og sprungumyndun í steypunni vex veðrunarþol minnkar, vatns drægni eykst, vatnsþéttleiki minnkar og hætta á alkalí- skemmdum vex. Til þess að steypa sé frostþolin verður hún að auki að vera loftblendin þ.e.a.s. hún verður að innihalda 4—5P loft. Varðandi sjávarefni er mjög æskilegt að þvo þau, þar eð natrium-innihald sjávarins eykur hættu á alkalí-efnabreytingum. Gæðaeftir- lit Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins á sementi frá 1967 hefur sýnt að sementið hefur yfirleitt staðist staðalkröfur. I heild má segja það að, ef takast á að minnka steypu- höfuðatriði að hanna húsin þannig að steypunni sé sem mest hlíft við þessum þáttum veðurfársins. Við Islendingar erur óánægðir með hinar tíðu steypuskemmdir og margir telja að steypan hafi versnað með árunum. En þetta er ekki sér íslenskt fyrirbæri. Al- mennt í heiminum hafa steypu- skemmdir orðið tíðari á seinni árum. I erindi, sem danski sér- fræðingurinn, sem minnst er á hér að framan hélt, greindi hann frá könnun á steypuskemmdum á brúm í Danmörku. Kom þar fram að steypuskemmdir voru tíðari á yngri brúm og hámarki náðu þær á brúm byggðum árið 1974, af þúsund skoðuðum brúm sýndu 600 alvarlegar skemmdir. Þar eru alkalí-skemmdir enn tíðar þótt þeir hafi vitað um vandamálið síðan 1952. Viögeröir á frost- og alkalí- skemmdum I báðum þessum tilvikum er raki í steypunni frum orsök skemmd- anna. Ef hægt er að þurrka steypuna hætta skemmdirnar. Það er aftur á móti nær ógjörningur að gera það með öðrum hætti en að klæða viðkomandi hús með loft- ræstri vatnsvörn (ál-, stál-, tré-, asbestklæðningar). Að ætla að fylla í einstakar sprungúr og loka þeim þannig er vonlaust verk. Erlendis og hérlendis eru í gangi tilraunir þar sem brotið er ysta lag steypunnar og gert síðan við með því að sprauta frostþolinni steypu á aftur. Engar niðurstöður liggja fyrir úr slíkum tilraunum en ljóst er, að tilraunastarfsemi af þessu tagi þarf að stór aukast hér á næstu árum. Sprungumynstur í útvegg húss. Slíkar sprungur geta stafað af alkalí-efna- hvörfum í steypunni. Einnig gæti veriö um að ræða samtvinnuð áhrif purrkrýrnunar og frost- verkana. Niöurlagsorð Eins og getið var í upphafi var tilgangur greinarinnar að gefa nokkuð yfirlit yfir stöðu þessara mála, ef það mætti draga úr sleggjudómum varðandi þessi atriði. Ég vil þó að lokum nota tækifærið og benda á, að fátt hefur meiri áhrif á raunverulega afkomu fólks en húsnæðiskostnaður og viðhald húsa. Þess vegna er það óviðunandi hversu lítil áhersla er lögð á rannsóknir í byggingar- iðnaðinum. Síðan 1969 hefur sér- fra'ðingum stofnunarinnar aðeins fjölgað úr 8 í 10. Starfssviðin eru 11 þannig að ekki starfar einn sérfræðingur á hverju starfssviði að meðaltali. U.þ.b. 70% starfss- tíma við stofnunina fer í þjónustu- rannsóknir, upplýsinga- og útgáfu- starfsemi og stjórnun. Af þessu má ráða að raunveruleg rann- sókna- og tilraunastarfsemi er alltof máttlaus þótt hún hafi aukist nokkuð á 2—3 seinustu árum. A þessu verður að verða breyting þótt ekki sé hana að sjá í nýju fjárlagafrumvarpi. Keldnaholt 9. nóv. 1978, Ilákon Ólafsson. yfirverkfra'ðingur. Rannsóknastofnunar hyggingariðnaðarins. P.S. Nýleg rit um steypu- og steypuskemmdir frá Rannsókna- stofnun byggingariðnaðarins: Rit nr. 12: Alkalíefnabreytingar í stefn- steypu — 1971. Rit nr. 16: Symposium on alkali-aggregate reaction, preventive measures — 1975. Rb-lausblað: steypuskemmdir — 1978. Rit nr. 18: Múr og múrblöndur — 1977. Rit nr. 20: Steinsteyputækni — 1977. Rit nr. 23: Loftbiendi i steinsteypu — 1977. Rit nr. 24: Þjálniefni í steinsteypu — 1977. Rit nr. 25: Fylliefni í steinsteypu — 1977. Rit nr. 26: Styrkleiki í steinsteypu — 1977. Vetrarsteypa — 1977. Possaloan: Fínmalaö efni, sem bindur alkaliur í steypunni og kemur i veg fyrir skaðiegar benslur. Alkali: Natríum og kalíum. Kristján Jón Guðnason heldur um þessar mundir málverkasýningu á Mokka. Kristján er fæddur í Reykjavík 1943 og stundaði nám í Myndlista- og handíðaskólanum 1961—’64 og við Listiðnaðarskóla í Ósló 1965—’67. Hann hefur áður sýnt í Ungdomsbienalnum í Ósló 1970 og á haustsýningum. Á sýningunni í Mokka eru 27 myndir. BARNASKEMMTUN í LAUGARÁSBÍÓI <pj '\ 1330 og 13.00 Til skemmtunar verður m. cu: leikrit, saga, söngur, þula og ??? Miðasala eingöngn í bíöinu fra kl. 1230 Kjörorð Junior Chomber Intemotional er: „Tœkifœri fyrir böm(<. JUNIOR CHAMBER REYKJAVÍK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.