Morgunblaðið - 11.11.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.11.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 1978 Skorinorður og gamansamur Sitíurdur SÍRurðsson frá Arnar- holti: LJÓÐASAFN. 291 hls. IIolBafrll. Rvík. 1978. MÓÐIR SÍBurðar SÍKurðssonar frá Arnarholti hét Flora Con- cordia Orolia Jensen, hvorki meira né minna. Sifíurður fæddist 1879 ou Bekkst SÍBurður Si(iurðsson, síðar kennari við Reykjavíkur lærða skóla, við faðerni hans. »1 október árið 1882 sendi móðir drengsins Síbbu litla til íslands með póstskipinu Arcturusi. Skip- stjóri afhenti barnið til póst- meistara í Reykjavík, otí var hann þar þanRað til honum var ráðstaf- að í fóstur til Björns M. Ólsens, vinar Si({urðar.« Um þetta ob fleira upplýsir Jóhann Gunnar Olafsson okkur í prýðilena Breina- BÓðum innBanfii fyrir [>essu Ijóða- safni. Þjóðsö({ur spunnust brátt af tilkomu Siiíurðar í þennan heim, móðerni hans ob faðerni. Til dæmis var því Bjarnan haldið fram að móðir SÍBurðar hefði verið dönsk tdeðikona af suðrænum ættum. Samkvæmt upplýsinfíum Jóhanns Gunnars Ólafssonar hefur hún verið nær því sem kallað yrði rauðsokka nú á döBum, mjög róttæk í stjórnmálaskoðunum miðað við sinn tíma og svo athafnasöm í pólitíkinni að hún komst í kast við lögreglu og var að Bðkmenntlr eftir ERLEND JÓNSSON lokum komið fvrir á geðveikrahæli — af stjórnmálaástæðum! Þá mun hún hafa talið sig frjálsa að velja þá sem henni sjálfri sýndist til að verða feður að börnum sínum. Af Sigurði latínuskólakennara, föður drengsins, fara hins vegar fáar sögur nema hvað síra Arni getur þess að hann hafi verið vökull í prófyfirsetu. Þegar drengurinn óx upp sýndist hann hafa erft óróleika blóðsins frá móður sinni. Hann nam við Lærða skólann í Reykja- vik og Lyfjafræðingaskólann í Kaupmannahöfn, lauk á hvorugum staðnum prófi en hóf snemma skáldskapariðkanir og kynnti frumraunir sínar í Ijóðlistinni í bókinni Tvístirnið (1906) ásámt Jónasi Guðlaugssyni. Nýrómantík og sýmbólismi voru þá efst á baugi og létu ungu skáldin heillast af þeirri stefnu eins og hverri annarri tísku líkt og ungra manna er háttur. En samvinna þeirra skáldbræðranna varð ekki Igngri, hlutskipti Sig- urðar í lífinu urðu önnur en sitja yfir skáldskap, hann lagði iöngum takmarkaða ra;kt við ljóðlistina þó hann orti til síðustu æviára (andaðist 1939) og má því segja að hann hafi aldrei sýnt til fulls hvað í honuni bjó. Auk þess má leiða að því gild rok að Sigurður hafi komið fram á óheppilegum tíma; var hann ekki of úthverfur, ærsláfullur, kröftugur og berorður til að beygja sig undir ok nýrómantísku stefnunnar sem lagði áherslu á mýkt, þýðleika, dul og hálfsagða draumóra? Alda- mótaskáldskapurinn hneigðist til alvöru — ef ekki bölsýni hreint og beint. En ntegi dæma af því sem Sigurður orti á efri árum virðist hann hafa verið gamansamur að eðlisfari, grínkvæði hans frá þeim tíma eru bæði hnyttin og ajlvel ort, sum hver að minnsta kosti. Að upplagi hefur Sigurður verið smekkvís og næmur, um það er engum blöðum að fletta. Hins vegar sýnist hann hafa skort tíma eða úthald — nema hvort tveggja væri — til að fullvinna kvæði sin og því blasir oft við að ein lína eða jafnvel aðeins eitt orð spillir heildarsvip annars fallegs erindis. Því er hinum lengri kvæðum Sigurðar einatt eitthvað ábótavant svo þau skortir flest herslumuninn til að geta talist til úrvalsbók- mennta, varanlegs þjóðskáld- skapar. Orðheppnina brestur þegar mest á reynir. Best virðist mér Sigurði hafa tekist upp í vísnasmíð, sumar lausavísur hans eru ortar af sannri hagmælsku og notalegri kímni, t.d. þessi: I.áíít cr þctta litla kot. lóleK þykir stufan. En héðan má samt hafa not aí himninum fyrir otan. Er þá ekki fjarri að ræst hafi það s’em skáldiö segir í annarri Sigurður Sigurðsson frá Arnarholti stöku (en því miður ekki eins vel kveðinni): l’unyt er að bera harm í hljóði — hlutu marttir þennan skerf. SönK ók af mér sorK í Ijóði. — sumt mun lifa er éK hverf. Já, sumt mun lifa: »Öxlin er sigin, bakið bogið« ... » I dag er ég ríkur — í dag vil ég gefa« ... »Sól stattu kyrr! Þó að kalli þig sær« . . . svcr dæmi séu tekin. Ég minni ’líka á þýðingar Sigurðar sem eru surnar hverjar með því besta í þessu safni. Öðru mun tíminn sökkva í gle.vmskuhaf sitt hið mikla. Tel ég því ósennilegt að endurprenta þurfi ljóðasafn þetta , í bráð. Allt um það var útgáfa þess tímabær, skáldskapur Sigurðar verðskuldar að vera til með þessum hætti á einum stað. Og inngangur Jóhanns Gunnars stendur fyrir sínu um ókomin ár. Kannski er smámunasemi að nefna prentvillur svona í lokin. En í undirstöðuriti sem þessu finnst mér þajr verði að vera sem fæstar. Eg rakst þó á nokkrar, meðal annars eina í fyrirsögn þar sem dr. ('harcot er kallaður Sharcot. Og það þykir mér óþarft þegar um er að ræða svo fræga og — Islending- um jafnnákomna persónu í minn- ingunni. Óliif Birna. Guðrún Svava. Asrún. Ililmar og Brynhildur Ósk. Fimm í Galerie SÚM , Laugardaginn 28. október var opnuð sýning fimm ungra list- sprota, er numið hafa í eins konar akademískri deild Mynd- listarskólans við Mímisveg (nú á horni Laugavegar og Rauðarár- stígs) undir leiðsögn Hrings Jóhannessonar listmálara. Sem að líkum lætur ber þessi sýning mjög svip af þeim frjálslegu vinnubrögðum er við- höfð eru á slíkum akademíum, eftir að bundnu námi er lokið. Myndirnar eru yfirleitt vel unnar og af allgóðri þekkingu á þeirri tækni er viðkomandi viðhafa — hér er virkjuð margra ára tækniþjálfun og leitast við að veita henni í persónulegan farveg. Undirritaður þekkir þessi vinnubrögð mjög vel frá erlend- um listaskólum svo og aka- demískri deild er til skamms tíma var starfrækt við Mynd- lista- og handíðaskólann, en þangað mun hugmyndin sótt. Sá möguleiki er fyrir hendi að ná mjög mikilli og nákvæmri tæknilegri fullkomnun í slíkum deildum, einkum ef samtímis er hægt að fá aðgang að og vinna á ýmsum verkstæðum undir eftir- liti fagmanna þ.e. í grafík-, glerlist-, skúlptúr-, leikmynda- og veggmyndagerð o.fl. Þetta nám telst þó að sjálfsögðu einungis byrjunaráfangi á lista- Myndllst eftir BRAGA ÁSGEIRSSON brautinni en vel að merkja — mjög mikilvægur áfangi. Skiljanlega er ekki mikið hægt að spá í myndir sem eru gerðar undir þessum kringum- stæðum — kennarinn og and- rúmið hafa sitt að segja og dæmi veit ég til, að góður árangur hafi gufað upp jafn- skjótt og menn hafa komið úr slíkum deildum og farið að vinna sjálfstætt — og jafnvel, sem verra er, eftir langt fram- haldsnám erlendis. Eftir þennan formála vil ég taka það fram, að sýning fimmmenninganna er þeim ótví- rætt til sóma, — sumir eru að vísu nokkuð misjafnir í vinnu- brögðum sínum t.d. er mikill gæðamunur á teikningum Ólaf- ar Birnu Bliindal, en hún getur verið vel sátt viö sínar bestu myndir t.d. „Fótaferð“ (43). — Tæknin virkar of snotur, slétt og felld í teikningum Ililmars Guðjónssonar og er að auk of mjög í ætt við teikningar læriföðurins, — hér skortir lífsneista og umbúðalausan kraft. Klippmyndir Brynhildar Óskar Gísladóttur eru einnig því marki brenndar að vera óaðfinnanlega sléttar og felldar á yfirborðinu en án dýpri kennda og markvissra átaka við efniviðinn. — Það er ýmislegt að brjótast í myndum Asrúnar Tryggvadóttur, en myndir hennar minna stundum um of á aðra listamenn. Verkið „Til útflutnings" er t.d. næstum eftirmynd af Campbell-súpudós- um Andy Warhol. Ég fortek þó ekki að Ásrún kunni að eiga eftir að blómstra í þessum tilraunum sínum er fram líða stundir. Hámark sýningarinnar þykir mér felast í vinnubrögðum Guðrúnar ^ Svövu Svavarsdóttur. Glíma hennar við blómaform virðist hafa mýkt teiknistíl hennar til stórra muna. Hér kemur glögglega fram hve rannsókn náttúru- forma er mikið atriði í teikning- um og vatnslitamyndagerð og sem algjör undirstaða skilnings á grundvallarlögmálum í allri myndlist. Ég vil hér einkum nefna myndina „Ævisaga rós- ar“, sem er merkilega vel gerð mynd, þótt teikning handarinn- ar gæti verið enn betri. Svo er að þakka fyrir sýning- una og óska unga fólkinu velfarnaðar. Nr. 32, eftir Sverri ólafsson. Ferskur andi blæs nú um hin nýju húsakynni FÍM að Laugar- nesvegi 112. Þar er á ferð hópur ungra listamanna, sem virðist hafa orðið til utanum eða > námunda við Gunnar Örn Gunnarsson, einn þekktasta listamann okkar af yngri kyn- slóð. En það er ekki mergurinn málsins, hvernig þessi hópur hefurskapast, hitt er merki- legra, hve vel verk' þessara fjórmenninga stendur saman og hve ólíkir þeir eru í vinnubrögð- um og viðhorfum. Þarna eru Myndllst eftir VALTÝ PÉTURSSON óvepjuíegt hér hjá okkur, þa^ sem ýmislegt hefur verið borið a borö fyrir okkur að undanförnu. sem erfitt hefur verið að flok8.«l undir list, þótt sumt hafi niáU telja til gamansemi. Mikið lielur komiö (ram af ungu fólki, otI rhörg eru orðín nöfnin, s<?111 tengja á við myndlist á síöusÞ1 og verstu tímum, en ég hræddur um, að margt a þessúni nöfnum eigi eftír a Erlendur Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.