Morgunblaðið - 11.11.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.11.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 1978 17 Bðkmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON Dea Trier Miirch. VETRARBÖRN. Skáldsaga. Myndskreytt af höfundinum. Nína Björk Árnadóttir þýddi. Bókin er gefin út með styrk frá Norrama þýðingarsjóðnum. Iðunn 1978. Með Vetrarbörnum hefur Dea Trier Mörch samið skáldsögu sem veldur tímamótum. Sagan gerist á faeðingardeild og er brot úr lífi átján kvenna. Heimi sjúkrahússins er lýst af nákvæmni og nærfærni. Ég efast um að til sé bók sem á jafn sannfærandi hátt veitir okkur innsýn í líf sængurkvenna: biðina, kvíðann, gleðina, vonbrigðin. Ekki er minna um það vert að Deu Trier Mörch tekst að draga upp mynd af því sem er fyrir utan sjúkrahúsið, þeas. aðstandendum kvennanna. I eiginmönnum þeirra, börnum og skyldfólki speglast staða þeirra í nafni. Maria er fóstra á barnaheim- ili, 28 ára að aldri. Á barnaheimil- inu hafa verið haldnir ótal fundir um málefni barna. Auk þess hafa verið haldnir fundir í stéttarfélag- inu og svo er María í leshring og hefur farið á fyrirlestra í pólitískri hagfræði. Um þá sem eiga börn á barnaheimilinu segir: „Meira en helmingur foreldra barnanna á barnaheimilinu eru ógift. Þar eru bæði einstæðir feður og einstæðar mæður. Það er eins og tímar hjónabandsins séu á enda“. María á von á barni með Grænlendingi sem er á kennaranámskeiði og spilar í grænlenskri beathljómsveit: „María og Zacharías hafa ekki reynt að búa saman. En þau hafa talað um að komast í sambýli með öðrum sem eiga börn. Sambýli — það gætu þau vel hugsað sér“. Meðan María fæðir barnið er Zacharías á Grænlandi í hljóm- leikaferð. Hún er ein með áhyggjur Fœðingin Ein af myndskreytingum Deu Trier Mörch. samfélaginu. Sum börn eru til dæmis velkomin, önnur hljóta að skapa í senn persónuleg og félagsleg vandamál. Dea Trier Mörch leggur ekki mikið upp úr því að búa til söguhetju eða aðalpersónu í sögu. Saga hennar er fyrst og fremst hópsaga, einskorðast ekki við eina persónu. Þessi tegund bókmennta er algeng í Danmörku og dæmi um hana er einnig að finna í íslenskum nútímabókmenntum. Hér er um að ræða þróun í skáldsagnagerð sem fylgt hefur nýrri félagslegri bylgju í bókmenntum, ekki síst bókum um vandamál kvenna skrifuðum af konum. Ein persóna Vetrarbarna virðist samnefnari þeirrar kynslóðar sem Dea Trier Mörch þekkir best. Þetta er ógift einstæð móðir, María að er spegill sínar og gleði vegna barnsins. Hún óttast um það vegna þess að það tekur ekki eðlilegum framförum og fær gulu. í Vetrarbörnum eru aftur á móti mun dapurlegri sögur en saga Maríu. Su'mir eignast andvana börn, aðrir vansköpuð. Á einum stað í Vetrarbörnum segir: „Fæðingin er spegill, sem sýnir mjög greinilega líkamlegt og sálrænt ástand konunnar, sýnir styrkinn, breyskleikann, — jafnvel afhjúpar svik hjá hennar nánustu." Síðastnefnda atriðið er áreiðanlega ekki veigaminnst. En hver maður er einn með sársauka sínum. Vetrarbörn er skáldsaga, en minnir á heimildasögu. Maður efast aldrei um að maður sé að lesa sanna sögu svo trúverðug er bókin. í henni er hvergi rúm fyrir óþarfa tilfinn- ingasemi eða ályktanir sem ekki koma efninu við. Raunsær frásagnarmátinn býr yfir áleitnu lífi. Það er einlægni höfundarins sem gerir þessa bók eftirminnilegri en margar aðrar skáldsögur af félagslegum toga. Nína Björk Árnadóttir hefur þýtt Vetrarbörn á lipurt og eðlilegt mál. Henni er nokkur vandi á höndum vegna hinna mörgu læknisfræðilegu orða, en tekst að leysa hann á viðeigandi hátt. Við þýðinguna hefur hún notið aðstoðar tveggja ljósmæðra að ósk höfundar. Bókin er ríkulega myndskreytt af höfundinum. Dea Trier Mörch er þekktur grafíklistamaður og hefur myndskreytt fjölda bóka. Stíll hennar er persónulegur og nýtur sín vel í Vetrarbörnum. í myndunum finnum við hin manneskjulegu viðhorf til lífsins sem eru einkenn- andi fyrir söguna. Gaman væri að fá að kynnast fleiri verkum Deu Trier Mörch á íslensku. Sýning á norrœnni vefjarlist II. sýning norrænnar veíj- arlistar verður opnuð í Röhsska listiðnaðarsafninu í Gautaborg í júní 1979. Síðan fer sýningin um öll hin Norðurlöndin og verður sett upp í Kunstindustri- museet í Kaupmannahöfn, Kunstindustrimuseet í Hels- inki, Kunstnerens hus í Ósló og Listaskálanum í Dórshöfn í Færeyjum. Sýningunni mun svo ljúka í Reykjavík í apríl 1980. Öllum þeim sem vinna að vefjarlist eða annarri textillist er heimil þátttaka. Eingöngu verða tekin verk sem eru unnin í listrænum tilgangi en ekki til fjöldaframleiðslu. Þátttakendur mega ekki senda inn fleiri en tvö verk og mega þau ekki vera eldri en þriggja ára. Mun sérstök dómsnefnd fjalia um verkin. Þátttökuggjald miðast við 100 d. kr. og er skilafrestur til maí 1979. Egjólfur Einarsson sgnir á Akuregri Eyjúlfur Einarsson opnar í dag. laugardag. málvcrkasýn- ingu í Gallerí Háhól. Akurcyri. Sýnir hann þar 30 olíu- og vatnslitamyndir. Þetta er áttunda einkasýning E.vjólfs og verður hún opin daglega kí. 18—22 og kl. 15—22 um helgar. Sýningunni lýkur á sunnudags- kvöld 19. nóvember. Samsgning íFÍM-salnum týnast eins snögglega og þau komu á skjáinn, ef svo mætti til orða taka. Það er því sérlega ánægjulegt fyrir okkur, sem alltaf erum að nöldra, að sjá hóp ungra listamanna, sem virðast taka hlutina þeim tökum, að þeir hasla sér þegar í stað völl sem efnilegir, ef ekki sérlega eftirtektarverðir á sínu sviði. Tæp fjörtíu verk eru á sýningu þeirra Bjarna Ragnars. Elíasar lljörlcifssonar. Gunn- ars Arnar Gunnarssonar og Svcrris Ólafssonar. Heildin er ágæt og svipsterk, nútímaleg og gefur ýmislegt til umhugsunar. Allt er vandað eins og góð listaverk eiga að vera, því að það er megin rangfræsla, að hug- m.vndin sé allt það, sem gildir í nútímanum. Guði sé lof, enn er til handverk sem tölvan getur ekki gért og sprautur og önnur amboð ekki heldur. jínn fer það ágætlega saman, að þekking og ííott handbragð sé notað við sköpun myndverka. Þetta hefur ætíð gilt, ekki hvað síst á þessari öld. Sjáið Kúbista- málverk eða hlutina eftir Duchamp. Það er óþarft að fara mörgum °rðum um öldunginn á þessari sýningu, Gunnar Orn. Ég á ekki við að hann sé svo aldinn að árum, heldur að hann hefur þegar haldið margar sýningar og unnið sér nafn sem einn af okkar efnilegustu ungu lista- mönnum. Á þessari sýningu á hann verk, sem eru nokkuð frábrugðin þeim, er hann seinast lét frá sér fara. Teikning í verkum hans er nú ef til vill mikilvægari en stundum áður, og sérlega fannst mér eitt verk bera af þarna. Það var nr. 27, og þar tekst honum verulega að láta litina tala sínu máli, svo að ekki verður um villst. Bjarni Ragnar sýnir teikningar. Sumar eru nokku í ætt við Gunnar Örn, og eru auðsæ tengsl þar á milli. Hann er all-súrrealístiskur, vandvirkur og nokkuð góður teiknari. Elías Iljörleifsson gerir Kollaga eða klippmyndir, sem reyndar munu vera meira rifnar niður en klipptar. Hann hefur ekki sýnt hér heima áður, en komið fram með verk sín í Danmörku. Hann er sérlega eftirtektarverður ungur lista- rnaður, sem er aldeilis afbragð, hvað liti snertir (koloristi, eins og Danir segja). Verk hans eru einföld og sterk og hafa mikið aðdráttarafl. Þau eru að vísu nokkuð skyld því, er gerðist hér á árunum, þegar Arp var og hét, en ekki tel ég það Elíasi til lasts. Þvert á móti. Sérlega var ég hrifinn af nr. 14 og nr. 18. Raunverulega má benda á öll hans verk, enda er sáralítill munur á þeim gæðum, er einkenna verk þessa unga lista- Nr. 14, eftir Elías Hjörleifsson. manns. Þá eru myndsnu'ðar eftir Svcrri Ólaísson. sem lætur bæði hugmyndaflug efnismeðferð og gott handbragð fylgjast að. Sverrir virðist gæddur sérstök- um hæfileikum, sem ef til vill hefur verið beðiö eftir um nokkurn tíma. Ég held það sé ekki ofsagt, að það sé langt síðan komið hefur fram ungur listamaður með jafn skemmti- lega hluti og Sverrir, og má þá einnig nefna Elías. Þessi hópur hefur hvorki hortitti eða fídus á sínum snærum, og er það meira en hægt er að segja um flestar samsýningar sem hér eru á ferð. Þetta er alveg sérlega vönduð og skemmtileg sýning, sem mér hlýnaði um hjartaræturnar við að heimsækja. Hér eru á ferð svo efnilegir menn, að ég held, að væri hægt að hrópa IIURRA. ef ekki væru jafn erfiðir tímar og óöld, eins og dæmin órætt sanna. Til hamingju með fyrir- tækið og gangi allt í haginn. Valtýr Pctursson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.