Morgunblaðið - 11.11.1978, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.11.1978, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 1978 Basar kvenna- deildar Rauða krossins HINN árlegi basar kvennadeildar Rauða kross íslands verður hald- inn sunnudaginn 19. nóvember í Fóstbræðraheimilinu við Lang- holtsveg og hefst kl. 14. A boðstólum verða kökur og föndurmunir sem félagskonur hafa unnið, og eru basarmunir til sýnis í sýningarglugga verzlunar- innar Sportval, Laugavegi 116 föstudaginn 10. nóvember til sunnudags 12. nóv. Ágóði af basarnum rennur óskiptur til bókakaupa fyrir sjúkl- ingabókasöfn þau sem Kvenna- .deildin sér um á sjúkrahúsum borgarinnar. Basar í Árbæjar- skóla Á morgun, sunnudaginn 12. nóvember, heldur Kvenfélag Ár- bæjarsóknar árlegan basar sinn fyrir jólin í hátíðasal Árbæjar- skóla og hefst hann að aflokinni guðsþjónustu í safnaðarheimilinu kl. 3 síðdegis. Basarnefnd kven- félagsins hefur á undanförnum vikum unnið ötullega að gerð margvíslegra hagnýtra og fallegra muna, sem hentugir gætu reynst sem jólagjafir til ættingja og vina. Verða þessir munir sem áður á hagstæðu verði. Á basarnum verða þar að auki á boðstólum heimabakaðar kökur, sem kvenfélagskonurnar hafa bakað. Þarf ekki að lýsa ágæti þess baksturs hér, svo oft sem kökur kvenfélagskvenna hafa glatt munn og maga hinna fjölmörgu Árbæ- inga og annarra Reykvíkinga, sem gætt sér hafa á þeim af margvís- legu tilefni á undanförnum árum. Gefst hér ágætt tækifæri fyrir eiginmenn að létta konum sínum störfin með því að kaupa með sunnudagskaffinu gómsætar kök- ur á basarnum. Fyrrgreindur basar er einn liðurinn í marg- þættri fjáröflunarstarfsemi kven- félagsins til styrktar kirkju- og menningarlífi í Árbæjarhverfi og hafa félagskonurnar verið drjúg- virkar við aö þoka fram góðum málum í sókninni á tæplega 10 ára starfsferli sínum. Með þessum fáu orðum er athygli vakin á þörfu starfi, sem skylt er að styrkja. Heiti ég því á hverfisbúa sem og á aðra borgara Reykjavíkur er á einhvern hátt eru tengdir Árbæjarhverfi að leggja leið sína á basarinn í Árbæjarskól- ann á morgun í þeim tvíþætta tilgangi að gera hagkvæm kaup og styrkja um leið fórnfúst áhuga- starf í þágu góðra málefna. Guðmundur Þorsteinsson sóknarprestur. Hvers eiga börn aö gjalda? „Börn eru hætt að hugsa,“ segja sumir. „Börn eru mötuð alltof mikið,“ segja aðrir. „Sjón- varpið verður „barnapassari" á mörgum heimilum á kvöldin," heyrist úr sumum áttum, og enn aðrir óttast, að bækur og bókaútgáfa fari nú að syngja sitt síðasta, en plötur og snæld- ur takið við. Ég þykist vita að margt er rétt í staðhæfingum þessum — en við megum ekki hætta að spyrja. Hvers vegna er þróunin í þessa átt? Hver ber ábyrgð á framtíðinni? Hvers eiga börn okkar að gjalda ef þau fara sífellt meir og meir á mis við félagsskap hinna fullorðnu? Væri það ekki óbærileg þróun að hugsa til þess, ef börn fra amtíðarinnar sofnuðu aðeins út frá sjónvarpskassa, sem flytur mismunandi gott og hollt efni fyrir börn eða út frá snældu, sem stöðvaðist sjálf, þegar henni væri lokið — barnið gæti því sofnað „áhyggjulaust"? Ekki amast ég við fjölmiðlum, hvorki sjónvarpi né hljóðvarpi, heldur ekki plötum eða snæld- um. — En í þessum þáttum erum við fyrst og fremst að ræða um bækur, sögur — og gildi þeirra fyrir börnin og þroska þeirra og látum annað bíða að sinni. Foreldrar — sam- félag — kirkja? Foreldrar geta börn. Enn er fjölskyldunni ætlað að bera höfuðábyrgð á uppeldi barna sinna. Þó eru sífellt fleiri stofnanir, sem bætast við í hóp þeirra, sem hafa gífurleg áhrif á börn okkar, uppeldi þeirra og þroska. Allir foreldrar bera þá ósk innst inni, að börnin þeirra hljóti gott og gagnlegt uppeldi, en ekki eru allir, sem geta axlað þá byrði, sem fylgir því stundum að ala upp börn. Menn eru misjafnir, hafa hlotið mismun- andi uppeldi og veganesti með sér þegar þeir hefja gönguna með maka sínum og börnum. Engu að síður geta foreldrar ráðið miklu með uppeldi barna sinna, haft mikil áhrif, ef þeir vilja, gefið sér tíma og rætt saman um það, sem mætti verða þeim fyrir bestu. En það eru ekki eingöngu foreldrar, sem bera ábyrgð á þessu hlutverki. Samfélagið í heild, yfirvöld í umboði kjós- enda, ráða oft stefnunni í uppeldis- og skólamálum. I verðbólguþjóðfélagi sem okkar er miklu meiri vandi að stjórna en ella, þar sem svo margir þættir vefjast saman og hafa áhrif á uppeldi barnanna. Engu Snæld- urí stað mann- eskju? að síður hvílir mikil ábyrgð á sveitar- og ríkisstjórnum að sinna þessum málum og gefa þeim ríkulegan gaum. Að láta allt sigla sinn sjó nálgast siðleysi, og yfirvöldum ber að sjá sóma sinn í að styðja við bak þeirra, sem reyna að gera sitt besta á þessu sviði. Kirkjan hefur líka ákveðnu hlutverki að gegna á þessu sviði. Þegar börn eru færð til skírnar, játast söfnuðurinn undir ákveðna ábyrgð með trúarupp- eldi barnsins. Margir segja á okkardögum: Skírnin er í raun- inni einskis virði fyrir flesta foreldra. Hún er orðin táknræn athöfn, sem „enginn" tekur lengur mark á eða veit jafnvel ekki, hvað þýðir í raun og veru. Skírnin er aðvísu aldrei einsk- is virði, hún hefur alltaf ákveðið gildi að mínu mati — en það er mismunandi, hvað mönnum er það ljóst. Og ef þetta er „athöfn, sem fólk skilur ekki lengur", þá er eitthvað að — og við spyrjum: hvers vegna? og: hvað er unnt að gera við því? Kirkjan hefur enn mikilvægu hlutverki að gegna, einnig á þessu sviði. Hún má ekki bregðast börnum sínum. hyorki í eiginlegri merkingu né óeiginlegri. Snældur eða manneskjur Lestur fyir börn langt fram eftir aldri er þeim mikils virði. Ég mun í næsta þætti ræða örlítið um það, hvenær heppi- légt sé að byrja að lesa fyrir börn og hvað endurtekningin hefur mikið gildi. En mér finnst viðeigandi að ljúka þessu á sama hátt og ég byrjaði. Enginn veit, hvað framtíðin ber í skauti sínu. Margt bendir til þess, að mennirnir fjarlægist óðum hverjir aðra — og börnin foreldra sína. Börnin verða æ stærri hópur þeirra, sem horfa mjög mikið á sjónvarp. Þau eru sífellt „mötuð“ á hvers konar efni í æ ríkara mæli og erlendar myndabækur með litlum texta „flæða“ út um allan heim og eru þær misjafnar að gæðum. Ekki er því óeðlilegt að hugsa sér, að innan skamms komi á markaðinn snældur með sögum og upplestri í „tonnatali" — sem sumir tækju jafnvel fegins- hendi, án þess að hugsa nánar út í þá hættu, sem því gæti fylgt. Ekki er unnt að amast við snældum, góðum upplestri og frásögnum. Slíkur- upplestur hefur líka ákveðið gildi og getur gert mikið gagn. En það þarf að fylgja því eftir, börnin þurfa að eiga möguleika til þess að ræða við einhvern, deila tilfinningum sínum með einhverjum, sem það treystir og getur reitt sig fullkomlega á. Við getum auðveldlega hugsað okkur snældur og sjónvarps- bönd — með hvers konar efni: kvöldsögur — leynilögreglusög- ur — gamansögur — kúrekasög- ur frá Vestrinu o.s.frv. En hvar er barnið? Hver gætir að því? Hver ber ábyrgð á þvf? Getum við haft áhrif á. að svarið verði ekki> Það er eitt og yfirgefið inni í herbergi með snældurnar sínar og sjónvarið? Lauslegar kannanir í SvíÞjóö benda nú til þess, aö um 100.000 fullorðinna hafi varla vald á Þeirri lestrar- og skriftarkunnáttu, sem Þjóðfélagiö gerir kröfu til á almennum vinnumarkaöi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.