Morgunblaðið - 11.11.1978, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.11.1978, Blaðsíða 21
Hörður Jónsson, verkfræðingur: Iðnþróunarfélag fyrir Norðurland Hörður Jónsson, verkfræðing- ur hjá Iðntæknistofnun, flutti eínismikið og athyglisvert er- indi um iðnþróun á Norðurlandi á nýafstöðnu fjórðungsþingi Norðlendinga. Erindi hans f jall- aði m.a. um umhverfi iðnþróun- ar á íslandi. markað fyrir íslenzkar iðnaðarvörur, ný iðn- aðartækifæri og sveitarstjórnir og nýiðnað. Hér eru ekki tök á að rekja efnisþræði þessa erind- is sem verðugt væri, en lokaorð þess fara hér á eftir. „Fjölmargar leiðir koma til álita þegar hugleiddar eru að- ferðir sem sveitarfélög eða fjórð- ungssambönd hafa til þess að stuðla að aukinni atvinnuþróun. Á fundi Sambands ísl. sveitar- félaga í Reykjavík á sl. hausti voru þau mál rædd og komu fram margar athyglisverðar hug- myndir. Erindi frá ráðstefnunni hafa verið birt í tímaritinu Sveitarstjórnarmál. Eg ætla ekki að endurtaka það sem þar var sagt, aðeins dvelja við tvennt undir lok máls míns: a) Iðnþróunarskýrsla fyrir Norðurland. b) Iðnþróunarfélag eða -félög. Iðntæknistofnun hefur sam- þykkt að taka þátt í gerð Iðnþróunaráætlunar fyrir Norðurland með Framkvæmda- stofnun ríkisins og aðstoð frá dr. Frumkvæði og framtak heimaaðila meginatriði Hörður Jónsson. verkfra'ðingur. Vilhjálmi Lúðvíkssyni. Avallt er gott að fá skýrslur, sérstaklega ef þær eru hæfilega langar og orð eru jú reyndar til margs. Þátt- taka stofnunarinnar byggist fyrst og fremst á því að draga fram og kanna ákveðna iðnaðar- möguleika. Rétt er að fram komi að við höfum yfirleitt takmarkaða trú á könnunum á hagkvæmni ákveð- inna nýrra iðnaðartækifæra nema í samvinnu og samráði við þann aðila er hyggst gerast framkvæmdaaðili. Þá langar mig að minnast á þróunarfélög. Alkunna er að fylgifiskur nýrra at'vinnufyrirtækja og þá nýiðnaðar ekki síður en annarra er áhætta. Vel getur tekist til strax í upphafi, en allt eins miklar líkur eru til að hverju nýju iðnfyrirtæki mæti marg- háttaðir erfiðleikar er geta riðið fyrirtækjum að fullu sé bakið ekki breitt er ber þau fyrstu árin. Þetta verður oft raunin þótt um arðbært fyrirtæki sé að ræða. Þróunarkostnaður nýrrar fram- leiðslu er einnig oft verulegur og getur verið ofviða litlu fyrirtæki. Ég vil sem sagt leggja áherslu á að okkur skortir ekki iðnfyrir- tæki á Norðurlandi, er fyrst og fremst hafa það hlutverk að rýra markaði fyrirtækja annars stað- ar á landinu. Lagt er því til að Fjórðungssambandið bíði ekki eftir einni iðnþróunarskýrslunni í viðbót og spyrji ekki hvað getur ríkið eða stóri bróðir fyrir sunnan heiði gert fyrir okkur, heldur hvað getum við gert sjálf til þess að stuðla að því velferð- arríki er við viljum stefna að fyrir okkur sjálf og afkomendur okkar og þá um leið fyrir ríkið. Til álita gæti komið í þeirri viðleitni að Fjórðungssambandið hefði forgöngu um stofnun Iðn- þróunarfélags Norðurlands hf. Byrjunarhlutafé gæti verið 20—30 rriillj. kr. Hluthafar gætu verið sveitarfélög, fyrirtæki á Norðurlandi og einstaklingar. Skilgreina mætti markmið fé- lagsins á eftirfarandi hátt. Könnun nýrra iðnaðartækifæra er til álita kæmi að setja á fót á Norðurlandi. Félagið hygðist einnig stuðia að auknum rann- sóknum er leitt gætu til fjöl- breytilegra atvinnulífs á Norður- landi. Félagið hygðist ýmist sjálft eða í samvinnu við aðra, þar með taldar stofnanir ríkis- ins, vinna að þessari þróun. Leiddu kannanir á vegum félagsins til þess að hagkvæmt væri talið að setja á fót nýjan atvinnurekstur gætu tvær leiðir komið til álita: Félagið seldi niðurstöður athugana sinna þeim er áhuga hefði á rekstri fyrir- tækja eða félagið stæði sjálft fyrir framkvæmdum, kæmi fyr- irtækjunum yfir þá byrjunarörð- ugleika er oftast fylgja nýjum atvinnurekstri og seldi síðan heimamönnum á hverjum stað. Söluverðmæti væru síðan notuð til þess að kanna nýja möguleika. Sum þeirra tækifæra er minnst var á hér að framan mætti efalaust skoða nánar. Fleiri koma áreiðanlega til greina. Iðntæknistofnun er reiðubúin til þess að aðstoða slíkt félag eftir mætti held ég að ég megi fullyrða." Fræðslu- ráð Norð- lendinga i • •• • kjorin Fjórðungsþing Norðlendinga kýs fra-ðsluráð beggja fra'ðslu- umda-manna í landshlutanum. Það fcr fram á þann veg. að þingfulltrúar skipta sér í kjör- dcildir cftir fræðsiuumdamum. Kosning í fræðsluráðin fór scm hér segin F'ra-ðsluráð Norðurlands- umdæmis vcstra: Aðalmenn: Ólafur H. Kristjáns- son, Reykjaskóla, V-Hún., Stefán Á. Jónsson, Kagaðarhóli, A-Hún., Helga Kristjánsdóttir, Silfrastöð- um, Skagafirði, Jón Ásbergsson, Sauðárkróki og Einar Albertsson, Siglufirði. Varamcnn: Egill Gunnlaugsson, Hvammstanga, Sveinn Ingólfsson, Skagaströnd, Sólveig Arnórsdótt- ir, Útvík, Skagafirði, Guðjón Ingimundarson, Sauðárkróki, Vig- fús Þór Árnason, Siglufirði. Fra'ðsluráö Norðurlands- umdæmis evstra: Aðalmcnn: Kristinn G. Jó- hannsson, Ólafsfirði, Hilmar Daníelsson, Dalvík, Sigurður Óli Brynjólfsson, Akureyri, Þórhallur Höskuldsson, Möðruvöllum, Ingi- mundur Jónsson, Húsavík, Þráinn Þórisson, Skútustöðum, og Sigurð- ur Kr. Sigurðsson, Þórshöfn. Varamcnn: Hreinn Bernharðs- son, Ólafsfirði, Ingibjörg Björns- dóttir, Dalvík, Jóhann Sig\’alda- son, Akureyri, Hörður Adolfsson, Skálpagcrði, Katrín Eymundsdótt- ir, Húsavík, Hreinn Ketilsson, Sunnuhlíð, S-Þing., Bryndís Helgadóttir, Kópaskeri. Símakostnaður verulega hærri í strjálbýli Nokkuð hörð gagnrýni kom fram á mismunum í símakostnaði eftir búsetu á fjórðungsþingi Norðlendinga, sem háð var á Blönduósi um sl. mánaðamót. Töldu þingfulltrúar símakostnað þeim mun meiri sem fámennari byggðarlög ættu í hlut og þjónustan við notendur væri Fjórðungssamband Vestfirðinga, Hafnarstrœti 6, Isafirði. Meöalgreiðslur fyrir umframskref pr. síma yfir marki Einkaslmar: og pr. 3Íma i nofjkun, skv. lnnheimtullstum PÍSsts og sima 1977. Símstöðvar: Símar í notkun l>ar af yfir marki < i) * Meða^tal umframskr á ársfJ, 9 • 13/- kr. Sama á ári kr. Umfrara gjald pr. síma í notkun, pr. ársfjórðung Umfram gjald Með pr. síma í 2o% notkun, pr. «ölugj. ár. Reykjavík 1 4441 2787 63 519 6.747 26.988 4.234 16.936 20.323 Reykjavík 2 731o 4779 65 570 7.4lo 29.64o 4.844 1.9.376 19.82o 23.251 BreiOholt 5o78 3825 75 5o6 6.578 26.312 4.955 23.784 Grensás 1 72o2 54 09 75 523 6.799 7-241 27.196 5.I06 20.424 24.5o9 Grensás 2 4 008 2895 72 557 28.964 5.23o 20.920 25.1o4 Kópavogur 4192 3425 82 628 8.164 32.656 6.670 26.68o 32.ol6 HafnarfJörður 3301 25o4 76 486 6.318 25.272 4.793 19-172 23.oo6 Höfuöborgarsvaeði 35534 25&24 72 543 7.O59 28.236 5-o9o 2o.3bo .14.4 si Sandgerði 231 165 71 889 11.557 46.228 8.Í55 33*0^0 ~ÍTTSTT Akranes 1118 839 75 980 12.74t 5o.960 9-561 38.244 45.892 Borgames 280 217 77 12o8 15.7o4 62.816 12.170 Í8.680 58.416 öiafsvík 211 189 90 1603 20.839 83.356 18.666 74.664 89.597 GrundarfJörður 127 116 92 1483 19.279 17.600 77.116 17.609 70.436 84.523 PatreksfJörður 243 193 79 1360 70.720 14. o42 56.168 67.4ol Suðureyri 96 84 1902 24.726 98.904 2o.862 83.448 loo.138 IsafJörður 746 ÖO 1 80 1419 18.447 17.888 73.788 14.861 59.444 71.333 Blönduós 210 179 1376 71.552 15.247 60.988 71.186 Sauöárkrókur 380 290 76 1163 '.5-119 60.476 11.538 46.152 55.382 Akureyri 3o73 17ll 58 931 12.103 48.412 6.979 27.916 33.499 Raufarhöfn loo 86 1548 2o.l24 80.496 17.307 69.228 83.o74 Egilsstaðir 230 192 83 1666 21.658 86.632 18.080 72.320 86.784 EsklfJSrflur 195 171 88 1624 21.112 84.448 18.514 74.056 88.867 FáskrúðsfJörður 135 113 84 1547 2o.Hl 8o.444 16.833 67.332 80.798 Stokkseyri 112 80 71 9o5 11.765 47 • OÓO 8.4o4 33-616 40.339 Hella 136 lo5 77 1386 18.018 72.072 13.9II 55.644 66.773 28/o4 1978. JTB 0 c 0 c skref á svœði 91 örtrnim svnartum takmarkaðri. Lagðar voru fram samanburðarskrár yfir símkostnað, sem Fjórðungs- samband Vestfirðinga hafði látið vinna, en framkvæmdastjóri þess, Jóhann T. Bjarnason, flutti erindi á þinginu um strjálbýlið og símaþjónustuna. I umræðu komu fram sjónarmið um samræmt tímagjald, hvar sem væri á landinu, fyrir símaafnot, á sama hátt og burðargjald pósts væri hið sama og afnotagjald útvarps og sjónvarps. I yfirliti um umframgjald pr. síma í notkun á höfuðborgarsvæðinu (með 20% sölugjaldi) er kr. 25.432.- en fer upp í kr. 100.138 þar sem það er hæst í strjálbýli (Suðureyri). Yfirleitt er þetta umframgjald í strjálbýli tvö- til fjórfalt við það sem er á höfuðborgarsvæðinu, sbr. meðfylgjandi töflu, er lögð var fram á fjórðungsþinginu. Endanleg samþykkt FSN-þings um símamái er svohljóðandi: „1. Fjórðungsþing Norðlendinga haldið á Blönduósi 20.—31. okt. 1978 bendir á, að núverandi gjaldskrá símans skapar aðstöðumun milli símnotenda eftir búsetu. Á grundvelli þeirra niðurstaðna, sem fram kom í greinargerð samstarfshóps landshlutasamtaka sveitarfélaga um símamál, leggur Fjórðungsþingið áherslu á, að athugaðar verði eftirfarandi leiðir til jöfnunar símagjalda: 1) Skrefafjöldi, sem innifalinn er í afnotagjaldi verði aukinn á minni stöðum og teljaraskref á milli stöðva innan sama svæðis lengd. 2) Stytstu teljarasskref verði lengd. 3) Tekin verði upp tímamæling símtala innan svæðis hverrar stöðvar. Fjórðungsþinginu er ljóst, að frumskilyrði jöfnunar símagjalda er, að Póst- og símamálastofnun séu tryggðar tekjur til að standa undir rekstri og fjárfestingu eins og lög um stofnunina nr. 36/1977 gera ráð fyrir. Fjórðungsþingið fellst á þá tilhögun, að fulltrúar landshlutasamtak- anna vinni áfram að jöfnun símgjalda i landinu í samstarfi við Póst- og símamálastofnun og samgönguráðuneyti."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.