Morgunblaðið - 11.11.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.11.1978, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 1978 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aðalstræti 6, sími 10100. Aðalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 2200.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Kvöð á barnaári Sameinuðu þjóðanna Tæknivæðing íslenzkra atvinnuvega, vísindalegar rannsóknir og framfarir, nútíma verk- og viðskiptaþekking og samkeppnishvatinn í þjóðfélaginu hafa gjörbreytt lífskjörum þjóðarinnar á þessari öld; fært hana á fáum áratugum frá fátækt og öryggisleysi alls þorra fólks fram til velferðarþjóðfélagsins, þar sem allir sitja að nægtabrunni. Auðlindir láðs og lagar: orkan í fallvötnum okkar og jarðvarma, gróðurmoldin og síðast en ekki sízt fiskstofnarnir gera okkur kleift, þrátt fyrir fámenni þjóðarinnar og hnattstöðu landsins, að tryggja okkur til frambúðar sambærileg lífskjör og bezt gerast í veröldinni, ef rétt verður á málum haldið. Við þurfum að nýta þessar auðlindir hyggilega,í sátt við land okkar og umhverfi og gæta samtímis af gaumgæfni viðskiptahagsmuna okkar út á við. Verðmætasköp- unin í landinu ber endanlega uppi fjárfestingu okkar og þjónustu á öllum sviðum þjóðlífsins, einnig þeim félagslegu og þeim er varða menningu, listir og hin æðri svið mannlegrar sambúðar. Breyttir þjóðlífs- og þjóðfélagshættir hafa einnig neikvæðar hliðar, sem horfast verður í augu við, ef hægt á að vera úr að bæta. Að vísu fæðist barnið í dag við aðrar aðstæður og meira öryggi en á öldinni sem leið, mætir betri aðbúð í húsnæði og viðurværi, í heilsugæzlu og menntunaraðstöðu, í félagslegu og afkomulegu öryggi. Annað er horfið, sem var ungviði ómetanlegt. Öryggið og skjólið sem fólst í samveru barns og foreldris við afa og ömmu á sveitaheimilum fyrri tíðar. Þéttbýlisbörn þekkja heldur ekki það uppeldi og þá þroskamöguleika, sem felast í aðild ungviðis að lífrænu samstarfi ungra og aldinna í þeim fjölskyldufyrirtækjum, sem búskapareiningar eru enn í dag. Þrátt fyrir ágæti og marga kosti dagvistunarstofnana fyrir börn, sem eru ómissandi þáttur í borgarsamfélaginu, bæta þau naumast að fullu þann missi, sem barn á viðkvæmum aldri verður fyrir í óhjákvæmilegum vinnufjarvistum beggja foreldra. Velmegunarþjóðfélögum fylgja og margvíslegar nýjar hættur, sem börn og unglingar samtímans þurfa að horfast í augu við og sigrast á. Mitt í velmegun samtímans hefur mörg viðkvæm barnslundin mætt áföllum, sem seint eða aldrei fyrnast, setja jafnvel svipmót á langa mannsævi. Og samtímis auðsæld þeirra þjóðfélaga sem búa við hagkerfi, er leitt hefur til velmegunar, eru hundruð milljóna manna, þar á meðal börn á öllum aldri, er líða af næringarskorti og fara á mis við eðlilega heilbrigðisþjón- ustu og menntunaraðstöðu í vanþróuðum löndum heims. Og þessi börn eru samferðarmenn okkar á ævigöngunni. Með tilliti til aðbúðar þeirra barna, sem líða skort víða um veröld, sem og vandamála barnsins í velmegunarþjóðfélögum, hafa Sameinuðu þjóðirnar beitt sér fyrir „ári barnsins", til að beina athygli fólks að viðfangsefni, sem enginn heilbrigt hugsandi maður getur gengið fram hjá. Það má telja eðlilegt að hver þjóð líti fyrst til vandamála í heimaranni, enda ærin til staðar, hvert sem lífskjarastig þjóðarinnar er. En engin þjóð getur lokað augum fyrir hrópandi þörfum barnagrúans í vanþróuðum löndum heims. A þeim vettvangi leggja margar þjóðir fram virðingarverðan hlut, bæði neyðarhjálp og hjálp til sjálfshjálpar, en hver er hlutur íslands á bárnaári Sameinuðu þjóðanna til stuðnings við hin vanþróuðu lönd? Og hverjar eru tillögur nýrrar ríkisstjórnar til framlags á þessum vettvangi í fjárlagafrumvarpi fyrir komandi ár? Og hver verður afstaða Alþingis íslendinga til þessa stuðnings, er fjárlög verða endanlega afgreidd, væntanlega um svipað leyti og þjóðin gengur að nægtaborði kærleikshátíðar kristinna manna? Flokksráðs- og formannaráðstefna Sjálfstæðisflokksins fjallaði m.a. um frumkvæði Sameinuðu þjóðanna að „ári barnsins". Þar er réttilega undirstrikað mikilvægi þess að málefni barna séu skoðuð í ljósi breyttra þjóðfélagshátta. Fundurinn'hvatti allt sjálfstæðisfólk og samtök þess til þátttöku í aðgerðum varðandi þetta mikilvæga verkefni, til að stuðla að því að þessi alþjóðlega viðleitni fái verðugar undirtektir hér á landi. Morgunblaðið tekur undir þessa hvatningu. Það þarf að standa vörð um velferð barnsins; rétt þess til öryggis, þroska og menntunar; rétt þess til hamingju og velferðar; rétt þess til að þroskast í sjálfstæðan einstakling, er mætir valfrelsi til að móta eigin vegferð og lífsmynstur. En samhliða þessari heilbrigðu viðleitni á heimaslóðum þurfum við að leggja fram okkar velmegunarskatt til að hjálpa þeim börnum til sjálfshjálpar sem búa við hörmulegustu aðstæðurnar í veröldinni. Það ætti að vera ljúf kvöð á barnaári Sameinuðu þjóðanna. r Birgir Isl. Gunnarsson: Reykjavíkurborg á að kappkosta að kaupa ís- lenzkar iðnaðarvörur Að undanförnu hafa farið fram í blöðum nokkrar umræður um kaup 'ríkisins • á íslenzkum iðnaðarvörum. Til- efnið mun vera, að væntanleg er skýrsla nefndar, sem Gunnar Thoroddsen, fyrrverandi iðnað- arráöherra setti á stofn, til að kanna innkaup ríkisins í þessu sambandi og gera tillögur um það, hvernig hægt væri með innkaupum ríkisins og ríkis- stofnana að efla innlendan iðnað. Þá vakti það og athygli að formaður Félags íslenskra iðn- rekenda, lýsti því yfir í Vísi að íslenzka ríkið keypti aðeins 10% af íslenzkum framleiðendum. Þessar umræður gefa tilefni til þess að rifja upp, að borgar- stjórn samþykkti á s.l. vori fyrir frumkvæði Sjálfstæðismanna stefnuskrá í atvinnumálum, þar sem mjög myndarlega var gripið á þessum þætti málanna. Sérstakur kafli í stefnu- skránni fjallaði um innkaup og útboð. Þar samþykkti borgar- stjórn að stofnanir og fyrirtæki borgarinnar beindu viðskiptum sínum eins og unnt væri til íslenzkra fyrirtækja, bæði um kaup á rekstrar- og fjárfesting- arvörum. Um öll meiriháttar kaup og útboð á vegum borgar- innar var þessi meginstefna áréttuð í fjórum liðum. I' fyrsta liðnum segir að Inn- kaupastofnun Reykjavíkur sé heimilt að taka tilboði innlends framleiðanda fram yfir erlenda vöru, þótt verð hirinar imdendu vöru sé-aílt'áð Í5% hærra, enda sé um sambærilega vöru og þjónustu að ræða. Eg hygg að Reykjavíkurborg hafi riðið þarna á vaðið og sé fyrsti opinberi aðilinn, sem markar jafn ákveðna stefnu í þessum efnum. Að vísu hafði horgar- stjórn fyrir all mörgum árum gert samþykkt í þessa átt, en hún var ekki eins ákveðin að orðalagi að munurinn á verði innlendrar og erlendrar vöru mátti ekki vera eins mikill og nú var ákveðið. I' öðrum lið ofangreindrar samþykktar segir, að við ákvörðun um afgreiðslufresti og stærð eininga beri jafnan að hafa í huga, að unnt verði að kaupa vöru og þjónustu af innlendum aðilum. Ástæða þessa ákvæðis er sú, að of oft vill það brenna við að útboðs- frestir eða afgreiðslufrestir séu það stuttir, að íslensk fyrirtæki komi því ekki við að framleiða innan tilskilins frests. Erlend fyrirtæki, sem framleiða á lager, hafa þá jafnan mun betri aðstöðu til að ná umræddum viðskiptum. Samþykkt borgar- stjórnar kallar á það að útboðs- lýsingar séu ekki á seinustu stundu og þeir forsvarsmenn sem kaupa rekstrarvörur verða að gera sér grein fyrir því fyrr en ella, hver þörfin er fyrir hverja einstaka vörutegund. I'. ÞriAýa'' Ifð' þessa kafla í atvinnumálastefnu borgar- stjórnar segir, að þess skuli jafnan gætt í útboðslýsingum byggingarframkvæmda að setja nafn íslenzkrar iðnaðarvöru sem viðmiðun, enda standist hún kröfur, sem gerðar séu. I útboðslýsingum er það oft svo, að arkitektar, verkfræðingar eða aðrir tæknimenn, sem út- boöslýsingar útbúa, setja nafn á ákveðinni vörutegund eða nefna jafnvel ákveðið vörumerki og á það að vera til viðmiðunar fyrir bjóðandann, þannig að hann geti áttað sig á því, hvaða gæðakröfur eru gerðar til við- komandi vöru. Hér er kveðið á um að íslenzka vöru eigi að nota til viðmiðunar í sem ríkustum mæli. En fleira kemur hér og til. Enginn vafi er á því, að í mörgum tilvikum geta arkitekt- ar eða aðrir hönnuðir hreinlega ráðið því með hönnun sinni, hvaða vara er notuð. Það er því mjög áríðandi að góð samvinna takist um þetta mál við hönnuð- ina og að þeir séu sér meðvit- andi um ábyrgð sína að þessu leyti. Mér finnst að íslenzkir hönnuðir hafi hingað til í alltof ríkum mæli hneygst að erlend- um vörum. Fjórði og síðasti liðurinn í þessum þætti fjallar um það að teknar séu upp viðræður milli Reykjavíkurborgar og samtaka iðnaðarins um framangreind atriði og komið á gagnkvæmri upplýsingamiðlun. Við undir- búning þessara tillagna lagði Félag íslenzkra iðnrekenda til, að komið yrði á sérstakri samstarfsnefnd sem fjallaði á reglulegum fundum um öll þau atriði, er vörðuðu innkaup Reykjavíkurborgar og þróunar- möguleika þeirra. Talið var æskilegt að ofangreindar við- ræður gætu leitt til þess, að slík samstarfsnefnd yrði formlega sett á fót. Eg hef í þessari grein rakið og skýrt samþykktir borgarstjórn- ar um innkaup og útboð, þegar stefnuskrá í atvinnumálum var samþykkt á s.l. vori. Hinsvegar er ekki nóg að gera fallegar samþykktir. Vinna verður að framkvæmd þeirra og það er leitt til þess að vita að meiri- hluti vinstri manna í borgar- stjórn hefur ekkert gert ti! að koma þessu máli í framkvæmd. BÓK dr. Sigurbjörns Einarssonar biskups, Trúarbrögð mannkyns, er nú komin út í annarri útgáfu, en bók þessi hefur lengi verið ófáan- leg og mikið eftir henni spurt. Á kápusíðu segir m.a.: „Trúarbrögð mannkyns er eina verk sinnar tegundar á íslenzku. Bókin er yfirlitsverk, sem gerir grein fyrir meginatr- iðum í átrúnaði frumstæðra manna og þeirra fornþjóða, sem lögðu grundvöll vestrænnar nú- tímamenningar (Egypta, Babý- lóníumanna, Persa, Grikkja, Rómverja). Þá er fjallað um trúarbrögð Indverja, Kínverja og Japana og loks um boðskap þeirra trúar- höfunda, sem næst Kristi eiga flesta játendur (Búddha, Múhameð) og rakin nokkuð saga þeirrar trúar, sem spratt af lífsstarfi þeirra. Sigurbjörn Einarsson biskup er að kynna þau meginatriði í trúarsögu mannkyns, sem sízt eru haldgóðar heimildir um á íslenzku." Um kristna trú er ekki fjallað í þessari bók. Tilgangur hennar Bókin er 355 bls. að stærð. Útgefandi er Setberg. Trúarbrögð mannkyns — í annarri útgáfu HER GETA ALL- IR VERIÐ SÆLIR Minningar Bjartmars á Sandi komnar út Morgunblaðinu hefur borizt bókin Hér geta allir verið sælir, 18 minningaþættir Bjartmars Guðmundssonar, bónda og al- þingismanns á Sandi í Aðaldal. Bókin er 160 bls. að stærð með fjölda mynda, en fremst er efnisyfirlit og skýrt frá kaflaheit- um. Það cr bókaútgáfan Skjald- borg á Akureyri, sem hefur gefið bókina út, en prentsmiðja Björns Jónssonar þar fyrir norðan hefur offsetprentað hana og séð um Ijóssetningu og bókband. Útgefandi skrifar inngangsorð um höfundinn og segir þar, að Bjartmar sé fæddur á Sandi í Aðaldal, sonur Guðmundar Frið- jónssonar, bónda og skálds, og konu hans, Guðrúnar Oddsdóttur frá Garði. „Snemma fór hann að vinna á b búi foreldra sinna og var hálfan vetur á unglingaskóla á Breiðumýri 1919 og annan hálfan á Eyrarskóla 1921; stundaði svo áfram eins konar félagsbúskap með foreldrum sínum og systkin- um þar til 1938. Þá kvæntist hann Hólmfríði Sigfúsdóttur frá Múla og höfðu þau sjálfstæðan búskap á fjórða parti Sands í 24 ár. Jafnframt sinnti Bjartmar þó hinu og öðru til viðbótar utan heimilis." I formálanum er þess einnig getið, að Bjartmar Guðmundsson sinnti mjög sveitarstjrnarmálum í Aðaldælahreppi og var m.a. í stjórn Kaupfélags Þingeyinga í 24 ár, en sat á Alþingi í 12 ár, eða frá hausti 1959 til vors 1971. Bjartmar á Sandi hefur skrifað margt í blöð og tímarit eins og kunnugt er og verið ritstjóri Árbókar Þingeyinga um tveggja áratuga skeið. Hann sá um útgáfu á Ritsafni föður síns ásamt Þóroddi bróður sínum og kom það út í sjö miklum bindum. Á bókarkápu segir útgefandi m.a. svo: „Þessar minningar Bjart- mars lýsa vel gamla tímanum, þegar ekki þótti í frásögur færandi að fara gangandi frá Sandi austur að Eiðum, eða frá Sandi til Akureyrar. Þá erú lýsingar höf- undar af samferðafólki hans margar hverjar frábærar ... Við lsetur bókarinnar koma skýrt fram tengsli höfundar við sveit sína og föðurland, og lýsir þessi setning úr bókinni því bezt, er Bjartmar segir: „Hér geta allir verið sælir, er guð gefur, líf og heilsu með, og landið eins og það er“. MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 1978 25 Skýrsla Seðlabankastjórnarinnar til ríkisstjórnarinnar: Raungíldi innstæðufjár í bönk- um rýrnaðium 70 milljarða SKÝRSLA Seðlabanka íslands, sem getið var í Morgunblaðinu í gær og send var ríkisstjórninni á mánudag, ber yfirskriftina „Um stefnu og aðgerðir í peningamálum". Skýrslunni fylgja tvö skjöl, „Um aðgerðir í vaxtamálum“ og „greinargerð um þróun endurkaupa og bundins f jár og viðhorf í þeim efnum“. Þar er f jallað um meginþætti peningamála og bent er á helztu vandamálin, sem leysa þarf, og settar fram tillögur eða ábendingar um aðgerðir og stefnumörkun. í skýrslunni segir m.a.< „Sannleikurinn er sá, að ekki hefur tekist að gera að undanförnu ráðstafanir, er dygðu til þess að koma viðunandi jafnvægi á þróun peningamála og veita verðbólgunni með þeim hætti verulegt viðnám. Hefur þar bæði komið til skortur á nægilega öflugum stjórntækjum á þessu sviði og tregða til að beita tiltækum meðulum með nægilega ákveðnum hætti.“ Þá er fjallað um þrjá meginþætti peningamála. Sérstakur kafli skýrslunnar fjallar um lánskjör, vexti og annað, sem hefur áhrif á heildarframboð og eftirspurn eftir peningum, í öðru lagi er fjallað um viðskipti Seðlabankans við innlánsstofnanir með endurkaupum, innlánsbindingu og fleiru, sem áhrif hefur á peningamyndun og útlánastarfsemi bankanna. í þriðja lagi er svo ríkisbúskapurinn ræddur og áhrif hans á pcningalegt jafnvægi í landinu. t Þverrandi sparnaður Um lánskjarastefnuna segir m.a.: „Alvarlegasti fylgikvilli verðbólgunnar á sviði peningamála er tvímælalaust þverrandi sparnaður samfara botnlausri eftirspurn eftir lánsfé. Á árunum 1971 til 1975 rýrnaði raungildi þess fjármagns, sem bankakerfið hefur yfir að ráða frá innstæðueigendum, en sé reynt að meta þá rýrnun á grundvelli núgildandi verðlags og þjóðartekna, er hún ekki fjarri 70 milljörðum króna. Eða með öðrum orðum að í stað 120 milljarða heildarinnstæðna nú, ættu þær að nema um 190 milljörðum, ef hlutfall af þjóðarframleiðslu væri svipað og í upphafi þessa áratugar ...“ Síðan segir: „Vorið 1976 var gerð alvarleg tilraun til þess að hamla gegn þessari þróun með upptöku vaxtaaukareikninga og sumarið 1977 var stigið skref í þá átt að taka upp nokkurs konar verðtryggingu með því að skipta vöxtunum í grunnvexti og verðbótaþátt, sem endurskoðaður skyldi með tilliti til verðlagsþróunar. Þessar aðgerðir höfðu þegar veruleg áhrif, og frá því vorið 1976 og fram á sl. vor má segja að heildarinnstæður hafi nokkurn veginn haldizt í hendur við breytingar á verðmæti þjóðarframleiðslunnar, en bundnar innstæður jukust mun hraðar vegna vaxtaaukalánanna, sem nálgast nú ört að vera einn þriðji hluti alls sparifjár í landinu.“ • Enn sígur á ógæfuhliðina Þá segir í skýrslunni að nú síðustu mánuði hafi enn sigið á ógæfuhliðina, þar sem verðbótaþáttur vaxta var ekki endurskoðaður í sumar vegna óvissuástandsins, sem þá ríkti, þrátt fyrir vaxandi verðbólgu. „Hefur því verulega dregið úr innstæðumyndun að undanförnu," segir í skýrslunni. Þá er í skýrslu bankastjórnar Seðlabankans fjallað um stöðu innlánsstofnana gagnvart Seðlabankanum, endurkaup og innlánsbindingu. Þar segir að staða innlánsstofnana gagnvart Seðlabankanum hafi farið mjög versnandi á undanförnum árum og fjallað er um þróun mála. Seðlabankinn hefur hækkað bindiskylduna jafnt og þétt unz allar innlánastofnanir voru komnar í leyfilegt hámark samkvæmt lögum á síðastliðnu ári eða í 25%. Þetta hafði í för með sér vaxandi útstreymi úr Seðlabankanum, sem stuðlað hefur að peningaþenslu, en í lok september var fjárhæð endurkaupa 5,5 milljörðum hærri en bundnum innstæðum í Seðlabankanum nam. Þá er rætt um að til sé einföld lausn við þessum vanda sem sé t.d. að hækka hámarkið úr 25 í 35%, en sagt er að þessi leið hafi einnig ókosti, þar sem hún eykur sjálfvirkni í útlánastarfsemi bankakerfisins. • Áhrif ríkisf jármála Þá er i skýrslunni fjallað um áhrif ríkisfjármálanna og þau gífurlegu áhrif, sem skuldasöfnun ríkissjóðs sl. fimm ár hefur haft á þessi mál. Nettóskuld ríkissjóðs við Seðlabankann hefur vaxið um rúmlega 20 milljarða króna og hefði sú þróun leitt til samsvarandi rýrnunar gjaldeyrisforða þjóðarinnar, ef ekki hefðu komið til lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Skuld við sjóðinn nam í septemberlok 19,8 milljörðum króna. Síðan segir: „Mikilvægt er, að unnt verði að greiða þessar skuldir í samræmi við samninga við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn á næstu 4—5 árum, svo að íslendingar geti komið gjaldeyrisstöðu sinni á ný í viðunandi horf og eigr.azt skuldlausan gjaldeyrisforða. • Breytingar á greiðslufyrirkomulagi vaxta Um breytingar á greiðslufyrirkomulagi vaxta segir í skýrslu stjórnar Seðlabankans: „Hugmyndir um breytingar á greiðslufyrirkomulagi vaxta, einkum frestun á greiðslu verðbótaþáttar vaxtanna, hafa verið til sérstakrar athugunar á vegum Seðlabankans og innlánsstofnana að undanförnu. Stefnir niðurstaða þeirra athugana í þá átt, að unnt sé að taka upp slíkt fyrirkomulag með formlegum hætti að því er varðar vaxtaaukalán og afurðalán. Á öðrum sviðum útlána, en þar eru víxlar og hlaupareikningar mikilvægustu útlánsformin, væri ekki hægt að koma við formlegum reglum í þessu efni, enda eðli viðskiptanna mjög breytilegt. Þar sem formlégum reglum yrði ekki komið við, yrði í þess stað stuðzt við almenna stefnumörkun, þar sem gert væri ráð fyrir endurfjármögnun verðbótaþáttar vaxta með einhverjum hætti hjá þeim viðskiptamönnum, sem eiga föst og langvarandi viðskipti við viðkomandi innlánsstofnun.“ Síðan segir: „Á sviði afurðarlána er hugmyndin að taka upp þá framkvæmd, að greiðslu verðbótaþáttar vaxtanna verði mætt með samtíma endurmati á útlánaverðum, þannig að lánsfjárhæðin hækki hverju sinni, a.m.k. sem nemur áföllnum verðbótaþætti. Hefur þegar náðst samkomulag við innlánsstofnanir um tæknilega lausn þessa máls.“ • Gengistryggð afurðalán útflutningsatvinnuveganna Um afurðalán í erlendum gjaldeyri segir, að tekið verði upp það fyrirkomulag að veita og reikna afurðalán út á útflutningsframleiðslu í erlendum gjaldeyri, og yrði þá að jafnaði miðað við bandaríska dollara, nema lántaki óski eftir láni í öðrum gjaldeyri og fyrir liggi að varan greiðist í þeim gjaldeyri. Segir að kanna þurfi þetta nánar með viðræðum við fjármálaráðuneytið. Síðan segir: „Lagt er til, að vextir af þessum gengisbundnu afurðalánum verði fyrst um sinn 8V4%, og er þá með talinn 1% vaxtamismunur til viðskiptabanka. Þessi vaxtakjör eru því aðeins möguleg, að um sé að ræða endurlán á lánsfé frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, þar sem erlendir skammtímavextir eru nú mun hærri, t.d. 11—12%, ef um dollar er að ræða.“ Þá segir í skýrslunni að gert sé ráð fyrir að vaxtabreytingarnar, sem skýrt er frá, muni hafa í för með sér um 2% lækkun á heildarvaxtakostnaði sjávarútvegsins. I skýrslunni er tekið fram að bankastjórnin lítur á tillögur sínar sem eina heild. Frumdrög að tillögum vísitölunefndar: Eðli vísitölunnar er að við- halda kaupmætti en ekki auka FRUMDRÖG að áliti svokallaðrar vísitölunefndar hafa nú verið iögð fram. í þeim segir að verðbótavísitalan í núgildandi samningum sé reiknuð út frá framfærsluvísitölunni með því að undanskilja búvörufrádráttinn svonefnda. öll áfengis- og tóbaksútgjöid, en bæta við verðbótaviðauka til þess að bæta upp tafir á verðbótagreiðslum. Þá segir að búvörufrádráttur- inn sé í eðli sínu eins konar viðurkenning á þvf að rétt sé að takmarka nokkuð vfxlhækkanir verðlags og launa. þar sem þær eru augljósastar — en verðlagsgrundvöllur búvara sé eins konar vísitölubinding á kjörum bænda. Talið er að hafa beri þennan frádrátt f almennara formi, þannig að frá hækkun framfærsluvfsitölu skuli hverju sinni draga 9—10% af hækkuninni áður en verðbætur reiknast, en þessi prósenta er áætlað ígildi búvörufrádráttarins nú. Rökin fyrir almennum frádrætti segir í drögum nefndarinnar að gætu verið tvenns konar, — annars vegar að frádrátturinn sé gerður til þess að hægja á víxihækkunum og hins vegar segir að leiða megi að því rök, að verðvísitölur, sem byggðar eru á fastri magnsamsetningu í grunni, „ofmeti“ verðhækkanir vegna þess að neytendur lagi sig jafnan að breyttum verðhlutföllum með því að færa ncyzluna frá þeim gæðum, sem meir hækka í verði til hinna sem minna hækka. Þá geta og aukin gæði þessara vara komið fram sem verðhækkun. • Staða skatta og niðurgreiðslna gölluð Um áfengis- og tóbaksfrádráttinn segir að með því að leyfa að hann sé undanskildur, hafi fengizt viðurkenning á því að ríkið geti breytt óbeinum sköttum í verði þessara vörutegunda án þess að það hafi áhrif á verðbætur, en sennilega búi hér einnig að baki einhvers konar lífsnauðsynjasjónarmið að því er verðbætur varðar. Ríkið geti nú breytt beinum sköttum og áfengis- og tóbaksverði án þess að verðbætur breytist. Síðan segir, að niðurgreiðslur vöruverðs — sem séu eins konar óbeinir skattar með öfugu formerki — hafi nú einnig áhrif á veröbætur. Ekkert sé því beinlínis til fyrirstöðu að hækka beina skatta og auka niðurgreiðslur til að hafa áhrif á vísitöluna. Þessi staða skatta og niðurgreiðslna í vísitölukérfinu sé á margan hátt gölluð. t Þrengir möguleika á hagstjórn í drögunum eru nefndir þrír megingallar. Óeðlilegt er talið að vísitölukerfið fremur en efnisrök og aðrar aðstæður ráði vali um leiðir í efnahagsmálum, óeðlilegt er talið að hækkun skatta, sem standi undir bættri þjónustu eða brýnum framkvæmdum, valdi kauphækkun og í þriðja lagi er bent á að núverandi meðferð skatta í vísitölukerfinu takmarki möguleika stjónvalda á skynsamlegri hagstjórn. Verðbótaauka er ætlað að bæta töf á verðbótum. Þegar málið er hins vegar kannað gaumgæfilega bætir hann ekkert, sem ekki má mæta með öðrum hætti — segir í drögum nefndarinnar, en hins vegar telur hún mikil vandkvæði á framkvæmd hans, einkum þegar stefnt er að hjöðnun verðbólgu eftir ört verðbólguskeið. Því er í drögunum lagt til að verðbótaviðauki falli niður. t Þjóðhagsvísitala Þá er sérstök grein í drögum nefndarinnar, sem fjallar um viðskiptakjarabreytingar og þjóðhagsvísitölu. Sagt er að vísitölubindingin valdi sérstökum verðbólguvanda, þegar viðskiptakjör versni á þann hátt að innflutningsverð hækkar umfram útflutningsverð. í þessu sambandi er það nefnt í skýrslunni, að menn hafi á stundum í umræðum um þessi mál rætt um það að valdi versnandi viðskiptakjör lækkun verðbóta, ættu batnandi viðskiptakjör að auka verðbætur. í drögunum segir um þetta atriði, að í þessu sambandi megi benda á að eðli verðbótavísitölunnar sé að viðhalda kaupmætti, en ekki auka hann. Vísitalan eigi ekki að vera sjálfkrafa launasetjari. Þá er loks fjallað um tímabilið í drögum nefndarinnar. Þar segir að 6 mánaða tímabil muni gefa stjórnvöldum meira ráðrúm í baráttu við verðbólguna og einnig yrði auðveldara að koma á samræmi í kjaraþróun milli hópa, sem njóta verðbóta. Segir að bót yrði að þessari breytingu frá sjónarmiði friðsamlegra samskipta á vinnumarkaðinum í heild. Mikilvægt sé að sama regla gildi fyrir alla í þessum efnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.