Morgunblaðið - 11.11.1978, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.11.1978, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 1978 27 Lyfjahandbókin —Lyfjaf orm II Forðatöílur eru óhúðaðar eða húðaðar töflur, sem innihalda sérstök hjálparefni eða eru framleiddar á sérstakan hátt og er ætlað að breyta (lengja) losunarhraða virks innihalds- efnis í meltingargöngum svo að ekki þurfi að taka þær jafn oft inn og venjulegar töflur. Af þessum sökum er oft letruð viðbót á merkimiða slíkra taflna, sem merkir, að um slíkar langverkandi töflur sé að ræða. Helztu viðbætur, sem fela í sér þessa merkingu eru: „protraher- ede“, „duretter", „retard", „pro- longatum" og „duplex". Benda ber sérstaklega á, að verkun slíkra taflna kemur ekki eins hratt í ljós og verkun venjulegra taflna og að hin langa verkun, sem á að vera bæði til hagræðis og gefa færri hjáverkanir, byggist bæði á hægari losun virks innihaldsefnis úr lyfja- forminu og að jafnaði á tvöföldu magni virks innihaldsefnis mið- að við venjulegar töflur. Auk þeirrar augljósu hættu, sem af þessu getur stafað, ef sjúklingur gerir sér ekki fulla grein fyrir þessum mismun, eru þær oft töluvert dýrari en venjulegar töflur, enda þótt tekið sé tillit til þess munar sem er á forðatöfl- um og venjulegum töflum. Af framansögðu er ljóst, að það er sérstök ástæða til þess að brýna fyrir fólki að fara nákvæmlega eftir fyrirskrifuðum notkunar- reglum, þegar forðatöflur eru notaðar. Dæmi: Kinidin Duretter (kínidínforðatöflur) og Polaramin (pólaramínforðatöfl- ur), sem hvoru tveggja eru sérlyf. Tungurótartöflur eru töflur, sem hafa fengið sérstakt nafn vegna sérstæðrar notkunar. I lyfjaskrám eru þær nefndar sérstakt nafn vegna sérstæðrar notkunar. í lyfjaskrám eru þær nefndar latneska heitinu resoriblettae, sem er samsett úr orðunum resorptio, sem merkir frásog og tablettae. Þessum töflum er ætlað að losa lyfið undir tungu eða í öðrum hlutum munnhols og flytjast í gegnum slímhimnu munns yfir í blóð- brauk Þær má því aldrei gleypa. Þær eru venjuléga framleiddar á hliðstæðan hátt og venjulegar töflur, en eiga að sundrast hratt undir tungu. Verkun tungu- rótartaflna kemur venjulega mjög hratt í ljós. Á ensku eru slíkar töflur nefndar sublingual tablets eða buccal tablets. Fyrra orðið merkir „undir tungu", en hið síðara merkir sá hluti munnhols, sem myndar hliðar þess (innra borð kinna). Dæmi: Resoriblettae glyceryli nitratis 0,25 mg, glycerylnítrat- tungurótartöflur 0,25 mg. Munnsogtöflur eru einnig töflur, sem fengið hafa sérstakt nafn vegna sérstæðrar notkun- ar. I sumum lyfjaskrám eru þær nefndar latneska heitinu oriblettae, sem er samsett úr orðunum os, sem merkir munnur (í eignarfalli oris) og tablettae. Þessum töflum er ætlað að leysast hægt og hafa staðbundna verkun í munni og koki. Þær eru framleiddar á hliðstæðan hátt og venjulegar töflur, en bragðgóðum hjálpar- efnum er oft bætt í þær. Þær eiga að leysast hægt í munni og þær má ekki gleypa. Stundum eru slíkar töflur nefndar tablettae og þá skal merkja þær sérstökum merkimiða, sem á er letrað: Látið töfluna renna í munni. Á ensku eru slíkar töflur oft nefndar compressed lozenges. Dæmi: Tablettae euflavini (euflavínmunnsogtöflur, eufla- vínhálstöflur) og Strepsils, sem er sérlyf. Lausnartöflur eru fremur sjaldgæfar, en eru ætlaðar til þess að búa til lausnir, sem notaðar eru til þess að skola náttúrleg líkamshol (t.d. munn- hol), til innhellingar í endaþarm eða til útvortis notkunar. I lyfjaskrám eru lausnartöflur nefndar latneska heitinu solublettae, sem er samsett úr orðunum solutio, sem merkir lausn og tablettae. Lausnar töflur líta út eins og venjulegar töflur, nema úr þeim eigi að framleiða lausn, sem nota skal útvortis. bá eru þær sexkant- aðar. Dæmi Solublettae chloramini 1 g, klóramínlausnartöflur 1 g. Stungulyf eru fljótandi lyf, sem eru notuð á þann hátt, að þeim er dælt inn í líkamann í eða gegnum húð, slímhúð eða vessahimnu. Stungulyf eru mjög mikilvægt lyfjaform, sem aðeins hefur verið notað að marki í um það bil sex áratugi, en fyrstu heimildir um tilraunir með stungulyf eru frá 17. öld. Talið er að fyrsta tilraun með stungulyf hafi verið gerð árið 1656 eða tæpum þrjátíu árum eftir að William Harvey kunn- gerði niðurstöður rannsókna sinna á blóðrás. Sá, sem gerði þessa sögufrægu tilraun var Englendingur eins og William Brockedon. Nafn hans var Sir Christopher Wren og hann var aðeins 24 ára gamall, þegar hann sýndi fram á áhrif ýmissa efna og saltlausna, þegar þeim var dælt beint í æð á tilrauna- dýrum. Wren tók eftir því, að áhrif efna, sem hann dældi í æð, komu mjög fljótt í ljós. Hann notaði dælu, sem var byggð úr þunnu röri (fjöðurstaf), sem blaðra (þvagblaðra úr svíni) var fest á. Þar sem Wren gerði slíkar rannsóknir mætti ætla, að hann hafi verið læknir, en svo var ekki og segja má, að hann hafi verið nánast flest annað. Til dæmis að taka var hann efna- fræðingur og stjarnfræðingur, en þekktastur er hann sem arkitekt og byggingarmeistari. Hann var helzti frumkvöðull að hönnun og byggingu St. Páls dómkirkjunnar í London eftir brunann mikla árið 1666. Um svipað leyti og Wren fengu þýzkir læknar áhuga á að dæla lyfjum inn í mannslíkam- ann. Þegar árið 1667 birti Elsholz í Berlín ritgerð um stungulyf. Hann lýsir þar inn- dælingu í æð á armi og fæti, sem ekki er í meginatriðum frá- brugðin þeirri inndælingar- tækni, sem nú er notuð. Á 18. öld voru framfarir í þessum efnum ekki stórstígar, en þeim mun stórstígari á síðari helmingi 19. aldar, en það var eðlileg afleiðing af feikilegri þróun náttúruvísinda, ekki sízt lyfja-, læknis- og líffræði. Þá komu meðal annars í ljós mikilvægar upplýsingar um efna-, eðlis- og lífeðlisfræðilega eiginleika blóðs. Örverufræðin með Frakk- ann Louis Pasteur (1822—1895) og Þjóðverjann Robert Koch (1843—1910) í broddi fylkingar lagði grundvöll að réttri fram- leiðslu stungulyfja. Allt til miðrar 19. aldar var lyfjum aðeins dælt í æð. Talið er, að fyrsta gjöf lyfs undir húð hafi verið framkvæmd af írska lækn- inum Francis Rynd í Dublin árið 1844. Hann dældi stórum skammti af morfíni í sjúkling, sem þjáðist af taugapínu í kringum augu. En sá, sem fyrst og fremst á heiðurinn af því að innleiða dælingu stungulyfja undir húð, er skozki læknirinn Alexander Wood. Hann hefur sjálfur lýst því, hvernig hann í fyrsta skipti hinn 28. nóvember 1853 dældi tuttugu dropum af mjög sterkri lausn af morfíni í sherrýi í konu, sem ekki þoldi ópíum í inntöku. Hann segir orðrétt: „Um það bil tíu mín- útum eftir að ég hafði fjarlægt dæluna, byrjaði sjúklingurinn að kvarta um svima og rugl. Eftir hálfa klukkustund voru verkirnir horfnir og ég yfirgaf hann í von um, að hann gæti notið endurnærandi svefns“. Woods gerði víðtækar rannsóknir á verkun lyfja, sem gefin voru á þennan hátt og vöktu þær mikla athygli, sem leiddi til þess, að gjöf stungu- lyfja undir húð náði fljótt mikilli útbreiðslu og var á tímabili meira notuð en gjöf stungulyfja í æð. Upphaf stungulyfjagjafar í vöðva rekur rætur sínar til starfa franska læknisins Alfred Luton, sem árið 1863 dældi mjög ertandi efnum svo sem vítis- steini og spanskflugutinktúru í vöðva gegn ískisgigt og svipuð- um sjúkdómum samkvæmt hinni ævagömlu reglu, að „með vondu skuli reka vont á braut“. Seinna uppgötvaði hann, að mörg lyf, sem voru ónothæf vegna ertandi eiginleika voru nothæf, þegar þeim var dælt djúpt í vöðva. Rannsóknir Lutons vöktu af einhverjum ástæðum tiltölulega litla athygli þannig, að notkun stungulyfja í vöðva varð ekki algeng fyrr en á árunum eftir 1880. Um svipað leyti var einnig farið að nota inndælingu stungul.vfja í æð í vaxandi mæli, sem meðal annars stafaði af notkun svæfingarlyfja í æð. Sá sem mest og bezt vegsamaði notkun þessarar inndælingartækni var franski læknirinn Pierre- Cyprien Oré. Fyrstu velheppn- uðu svæfingartilraun sína fram- kvæmdi hann á sjúklingi, sem hafði mjög slæman stífkrampa. Hann dældi níu grömmum af klóralhýdrati í æð á sjúklingn- um, sem féll í svo djúpan svefn, að hægt var að fjarlægja nögl sársaukalaust af fingri hins slasaða. Þegar leið að lokum síðustu aldar, urðu miklar framfarir innan örverufræðinnar. Það tókst til dæmis að færa sönnur á, að orsök ýmissa sjúkdóma (smitsjúkdóma) má rekja til örvera og að þessar örverur fundust oft í blóði. Það er þessvegna ekki svo undarlegt, að reynt var að meðhöndla smit- sjúkdóma á þann hátt að dæla lyfjum beint í blóðbraut. Til dæmis var meðferð gegn berkl- um reynd með því að dæla ýmsum lyfjum í blóðbraut en án sannfærandi árangurs. Verulegar framfarir í notkun stungulyfja urðu í byrjun þessarar aldar, þegar Paul Ehrlich uppgötvaði, að hægt var að lækna syfilis með því að dæla arsenlyfinu salvarsan inn í líkamann. Síðan þá hefur notkun stungulyfja við lækningar farið hraðvaxandi og skipa þau nú stöðugt mikil- vægari sess meðal lyfjaforma. Ein forsenda þess, að stungu- lyf yrðu mikilvægt lyfjaform var að sjálfsögðu framleiðsla betri lyfjadæla. Ein fyrsta lyfjadælan, sem sögur fara af, var hönnuð af franska skurð- lækninum Charles-Gabriel Pravax um 1850 og mikil endur- bót á inndælingartækni varð, er Woods hannaði stungunálina, sem þjónaði bæði því hlutverki að stinga gat á húð og bláæð og sem leiðsla fyrir stungulyfið á áfangastað. Stungunál Woods er ekki í meginatriðum frábrugðin þeim stungunálum, sem nú eru notaðar. Framleiðsla stungulyfja Allt til síðustu aldamóta má segja að framleiðsla stungulyfja hafi verið óforsvaranleg, ef miðað er við þær kröfur, sem nú eru gerðar til þeirra. Lyfið, sem átti að dæla inn, var leyst í vatni og síðan var lausnin látin í venjuleg, ósæfð lyfjaglös. Af- leiðing þess varð sú, að mjög oft var stungulyfjum, sem inni- héldu ýmis óhreinindi, þar með talda sýkla, dælt inn í líkamann. Mikilvæg framför varð um 1885, þegar lykjan (ampulla) var tekin í notkun, en lykja er glerílát með langan háls, sem hægt er að loka á þann hátt að bræða fyrir endann, án þess að skemma innihald hennar. Þetta afgreiðsluform stungulyfja er að þakka franska lyfjafræðingn- um Stanislaus Limousin. Hann sæfði lykjurnar með þurrhita við ca. 200° og fyllti síðan stungulyfið á þær. Stungulyfið framleiddi hann með vatni, sem hann hafði soðið áður. Lykjan, en hún geymir alltaf einn skammt af stungulyfi, var hið hefðbundna afgreiðsluform stungulyfja allt fram yfir 1920. Venjuteg lyfjaglös, sem voru lokuð með korktappa, voru að vísu einnig notuð, enda þótt bent hafi verið á, að slíkt væri óforsvaranlegt vegna smit- hættu. Þegar insúlín kom á markað á árunum eftir 1920, kom í ljós mikil þörf fyrir ílát, sm gæti geymt marga skammta af stungulyfi. Ástæðan var sú, að þörf sykursýkissjúklinga fyrir insúlín var einstaklings- bundin og lykjan var þessvegna ekki hentug. Auk þess var afgreiðsluform lyfja í lykjum mjög dýrt, sem varð ennþá tilfinnanlegra, þegar um lyf var að ræða, sem aðeins var hægt að gefa í formi stungulyfs og nauðsynlegt var að nota árum eða áratugum saman. Lausnin á þessum vanda var notkun hettu- glasa (lagenulae), en það er flaska úr vönduðu gleri, sem er lokuð með gúmmíhettu eða gúmmítappa. Með því að stinga stungunál i gegnum slíkan tappa var hægt að ná nauðsyn- legu magni af stungulyfi úr glasinu án verulegrar hættu á að óhreinka innihaldið. Þessi ílát hafa síðan fengið vaxandi notagildi. Hjálpar- sjóðsdagur í Garðabæ á morgun HJÁLPARSJÓÐUR Garða- sóknar í Garðabæ gengst fyrir svo kölluðum Hjálparsjóðsdegi á morgun, sunnudaginn 12. nóvember. Þann dag er leitað til bæjarbúa með framlög í sjóðinn Hjálparsjóður Garðasóknar er sameiginlegur sjóður allra bæjarbúa. Hann hefur það hlut- verk að veita fyrstu hjálp í neyðartilfellum af völdum veik- inda, slysa eða annarra áfalla. Úr sjóðnum hafa verið veittir styrkir sem nema frá upphafi rúmlega tveimur milljónum króna. Árlega er safnað til sjóðsins með því að senda heimilum umslag og leggja þeir sem vilja gjöf sína í umslagið. í stjórn sjóðsins eru: Helgi K. Hjálmarsson, formaður, Krist- leifur Jónsson, féhirðir, Jón Ö. Bárðarson, ritari, og meðstjórn* endur eru Hanna Gabríelsdóttir og Guðfinna Snæbjörnsdóttir. Hin ýmsu félög í Garðabæ hafa annast söfnunina og mun svo einnig verða að þessu sinni. Þau félög sem aðstoða við söfnunina á morgun eru: Bræðrafélag Garðakirkju, Kiwanisklúbbur Garðabæjar, Rotaryklúbbur Garðabæjar, Sóknarnefnd Garðasóknar svo og nokkrir einstaklingar. Helgisamkoma verður í Garðakirkju á morgun kl. 2 e.h. Ræðumaður verður Jónas Jónas- son, útvarpsmaður, og flutt verður efni úr ritverkum hans. Kaffisala verður á Garðaholti að athöfn lokinni. HÁÞRÝSTI- VÖKVAKERFI SérhæfÓ þjónusta. Aóstoóum vió val og uppsetningu hvers konar háþrýstibúnaóar. ITUROLU Tannhjóladælur = HÉÐINN = VÉLAVERZLUN-SIMI . 24260 LAGER-SÉRFANTANIR-ÞJÓNUSTA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.