Morgunblaðið - 11.11.1978, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 11.11.1978, Blaðsíða 33
Nýstárleg matreiðslubók Hjá Almenna bókafélaginu er komin út „Matreiðslubók handa ungu fólki á öllum aldri" eftir Sigrúnu Davíðsdóttur, en í bók- inni eru 211 uppskriftir auk fjiilda ráðlegginga og heilra'ða varðandi matreiðslu. samkvæmi. matarvín. krydd o.fl. Er bókin 112 síður að meðtiildu ítarlegu efnisyfirliti. I „aðfaraorðum” segir höfundur m.a.: „1 þessari bók eru ekki upp- skriftir að öllum mat, en vonandi góðar uppskriftir aö margs konar mat. Og þetta er ekki síður bþk um mat. Uppskriftunum þarf ekki að fylgja af smásmugulegri ná- kvæmni, því þær eru ekki síður hugsaðar til þess að benda á ýmsa möguleika, og Jtil þess að kveikja hiá ykkur hugmyndir. Auk venju- legra uppskrifta eru í bókinni ýmsar grundvallaruppskriftir, sem má nota á marga vegu. Þegar þið sleppið bókinni og farið að búa til eigin uppskriftir, er tilgangin- um náð. Ég vona einnig, að bókin verði ekki einkamál einhvers í fjölskyldunni, heldur að hún verði J'jölskyldubók. Matur og matseld koma öllum við. Góða,Skemmtun.“ Sérstakir kaflar eru í bókinni um forrétti, súpur, sósur, krydd- legi og kryddolíur, fisk og skelfisk, jiasta eða spaghetti og hrísgrjón, pæa og pizzur, grænmeti, brauð, eftirrétti og kökur, og sultur. Þá er bókin prýdd nokkrum teikningum. Umferðarljós á þrenn gatna- mót á næsta ári A N/EST \ ÁKl er áa'tlað að setja upp þrjú ný umferðarljós í Reykjavík. Reyndar hafa ljósin þegar verið pöntuð og kostar 'hver Ijósasamstæða um 10 miii- jónir króna. Umferðarljós verða sett upp á gatnamótum Kellsmúla og Iláa- ieitshrautar, en j)ó ekki nýju ljósin, þar sem þau eru mun fulikomnari og verða sett á gatnamót Háaleitsbrautar og Miklubrautar, þar sem er tií muna meiri umferð. Ný ljós verða sett upp á gatnamótum Suðurlands- brautar og Kringlumýrarbrautar, en gömlu ljósin, sem þar eru verða sett upp á gatnamótum Skeiðar- vogs og Suðurlandsbrautar. Loks verða umferðarljós sett upp á gatnamótum Vesturiandsvegar og Höfðabakka, en þar hafa ekki áður verið umferðarljós. Rotaryklúbbur Ólafsvíkur 10 ára Ólatsvílf, 8. nóvember. Rotary-klúbbur Ólafsvíkur minntist 10 ára afmælis síns með hófi í Röst á Hellissandi sl. laugardag. Um 130—140 manns sátu afmælisskemmtunina, heima- menn og gestir. Klúbbnum bárust margar gjafir og heillaóskir. Núverandi forseti Rotaryklúbbs Ólafsyíkur er Sigurður Brandsson. Ilelgi. Kvikmyndagerðarmenn lýsa yfir samstöðu með myndlistarmönnum Stjórn Félags kvikm.vndagerðar- manna lýsir fullri samstöðu með kröfum Félags íslenskra mynd- listarmanna um stjórnarþátttöku á Kjarvalsstöðum og styður bann 'félagsins eindregið að því er fram kemur í áiyktun frá stjórninni. Stjórn FK hvetur jafnframt málsaðila til jæss að setjast að samningsborði og leysa þetta mál hið fyrsta. & Gamah II fólk gengur JII hcegar MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 1978 33 IW&JIlLa mímmm Umsjón H.F. Kartöflusúpa • 3A kg kartöflur • 'h sellerí • 2—3 púrrur • 2 laukar • 25 g smjör • KRYDDBÚNT: 1 lárviöar- laufsblað • 1 lítið búnt steinselja • 1 stór timinagrein • u.þ.b. 1’A lítri súpa (e.t.v. vatn með kjöt- krafti) • u.b.b. 1 dl rjómi • PUNT: 8 sneiðar beikon • fínt klipptur púrlaukur. Afhýðiö kartöflurnar og selleríið og skeriö í minni bita. Hreinsið púrrurnar og skerið pær í punna hringi. Leggið grænu púrruhring- ina í kaft vatn og geymið pá par til seinna. Leggið hvítu púrruhring- ina i pott með kartöflum, sellerí, smáskornum lauk og smjöri. Látið grænmetið krauma svolítið án pess að brúnast. Bindið kryddbúntið saman og leggið i pottinn. Setjið lok yfir pottinn og sjóðið súpuna við lítinn hita, par til allt er orðið meyrt. Fjarlægið kryddbúntið og sigtiö súpuna. Hellið henni síðan aftur í pottínn og bætið rjóma og grænu púrrhringjunum út í. Sjóðið súpuna aftur par til púrrurnar eru orðnar meyrar. Bragðbætið með salti og hvitum plpar. Ef súpan er of pykk má pynna hana með vatni. Skerið beikonið í litla bita og ristið pá á purri pönnu og leggið pá á eldhúsrúllu eða pappir sem dregur í sig fituna. Hellið súpunni i stóra skál eða tarínu og setjið beikonið og púrlaukinn yfir. í staðinn fyrir púrlaukinn má setja t.d. basilikum steinselju, merian eða karsa. Og í staðinn fyrir beikon má setja skinku- eða tungubita yfir. Bakaðar kartöflur Þvoið kartöflurnar vel með stífum bursta. Skolíð pær síðan. Þurrkið kartöflurnar með eldhús- rúllu og skerið stóran kross í hverja kartöflu ekki meira en 1 sm að dýpt. Leggið kartöflurnar í eldfast fat eða bökunarplötu klædda álpappír. Setjið smávegis af grófu salti yfir. Það tekur kartöflurnar um pað bil 50—60 mínútur í 200° C heitum ofni aö veröa tilbúnar, paö fer eftir stæð. Þegar kartöflurnar eru bornar fram er peim prýst örlítið saman pannig aö skuröurinn opnast og ískalt smjör er sett ofan é. En einnig er smjör borið fram með. Kryddsmjör Lint smjör er hrært meö t.d. hakkaöri steinselju, basilikum, esdragon, díll, púrlauk eða ein- hverju álíka, pað fer eftir hvað passar við réttinn sem kartöflurnar eru bornar fram með. Kryddsmjörið er síðan bragöbætt með sítrónsaft, salti og pipar. Smjörið er geymt í ískáp pangaö til pað er borið fram eða sett ofan í kartöflurnar. Hvítlaukssmjör Lint smjör er hrært með hökkuðum hvítlauk eftír smekk og kryddað með smávegis sítrónusaft, salti og pipar. Einnig má setja örlítið at hakkaðrí steinselju meö. ATH: Þaö kæra sig ekki allir um hvítlauk, svo aö pað mundi vera réttara aö bera hvítlaukssmjör fram með kartöflunum en ekki setja pað ofaná. ------ Sýröur rjómi meö púrlauk Sýrður rjómi er hrærður með mjög miklu af fínt Kfipptum púrlauk og kryddaður með svo- litlu salti og hvítum pipar. Ofan á hverja kartöflu er sett s.s. 1 mtsk. af rjóma og afgangurinn er borinn fram í skál. Gott er að vita... ... aö góöur og fljótleg- ur réttur er pessi: 6—8 epli eru soðin meyr í sykurlegi, vatniö látið drjúpa af, eplin skorin í tvennt og látin í ofnfast fat. Yfir petta er settur marens úr 3—4 eggjahvít- um og 2 dl. af sykri. Bakað í ofni viö 125°C í u.p.b. Vi klst. eða par til marensinn er oröinn Ijósbrúnn. Boriö fram með rjóma eða ís. .. .að hægt er að hreinsa Ijósa leðurskó og leðurtöskur með strok- leðri, en pað veröur pó að gerast áður en bletturinn er orðinn of fastur. Hreinsa veröur af og til strokleðrið á hvítum pappír, svo að óhreinindin færist ekki stað úr stað í leðrinu. ... aö auðveldasta leið- in til að búa til mynstur á heimabökuðu kexi er að nota kjöthamarinn. .. .aö góö sósa með steiktum fiski er búin til úr söxuðu, harðsoðnu eggi, söxuðum lauk og smávegis kavíar. Allt er blandað með sýrðum rjóma og boriö fram kalt. ... að hægt er að búa til óekta marsipan úr 50 gr. smjörs, 125 gr. hveitis, 1 dl. vatns, V* kg flórsykurs og möndluessens. Smjör, hveiti og vatn er bakað upp, par til pað er laust frá pottinum og skeiðinni. Látið kólna, síðan er möndluessens bætt í eftir smekk ásamt fijórsykri og hnoðað. ... að pegar veriö er að sjóða blóðkál kemur sterk lykt. Lyktin verður ekki eins mikil, ef brauðsneið er sett út í pottinn meðan soðið er. ... að rauðar hendur er hægt að fá hvítar og mjúkar með pví að nudda ólifuolíu vel inn í hend- urnar, fara síðan í gamla hanzka og láta olíuna sitja í 15—30 mínútur. Því næst eru hendurnar pvegnar í volgu sápuvatni og skol- aðar í köldu vatni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.